Alþýðublaðið - 04.09.1963, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 04.09.1963, Blaðsíða 5
* raun höfundarins og er það tví mselalaust eitt vinsælasta gam- anleikritið, sem flýgur nú um hinn vcstræna lieim. Það fjali- ar um vandamál gyðingafjöl- skyldu í Bandaríkjunum. Leikstjórinn, Helgi Skúla-1 son, er einn leikendanna. — Þeir eru alls 6. Erlingur Gíslason, Brynja Benedikts- dóttir, Pétur Einarsson, Helga Bachmann og Guðrún Stephcnsen. Byrjað var á að sýna lcik- ritið á Blönduósi 2. ágúst. — Síðan var farið með það aust- ur með Norffurlandi og á Vestfjarðakjálkann. Leikrit- inu var alls staðar mjög vel tekið. Á Suffureyri komu t. d. tveir þriðju hlutar jallra í- búanna til að sjá leikinn. Myndin er frá einu atriða leiksins. Við sjáum Brynju Ben. og Erling Gíslason í hlut verkum sínum. HARÐAR BLAÐADEILURISKOTLANDI: ÍSLEMZK TVEIR Ísíendingar, sem dvelj- ast í Skotlandi, eru ekki sammála um ágæti íslenzkra efnahags- mála og menningar, að því er blað- ið „Scotsman" leiðir í Ijós. Magn- | ús Magnússon, sonur Sigursteins Magnússonar forstjóra er búsett- ur í Skotlandi og er orðinn einn af þekktustu blaðamönnum þar i landi. Hann skrifar mjöf lofsam- lega um hið frjál'sa efnaliagslíf okkar og ágæti íslenzkrar menning ar nú á dögum. Jón Baldvin Hanni balsson er námsmaður í Skotlandi og mótmælir liarðlega, telur fjár- festingastefnu okkar fáránlega og íslenzka nútímamenningu aðal- lega hræsni. Ekki er gpít að segja, hvað \ skozkir blaðalesendur telja satt og rétt, en þeir hafa sannarlega heyrt báffar hliðar málsins. Magn- ús birti hina lofsamlegu grein sína í sl. mánuði og nokkrum dög- um síðar birti „Scotsman“ langt bréf frá Jóni Baldvin, þar sem hann rífur grein Magnúsar niður. Jón telur það fjarstæðu, sem Magnús skrifaði, að frjátst fram- tak sé mjög mikið á íslandi og bendir á, að hór séu ríkisafskipti meiri en víðast annars staðar í Evrópu. Telur Jón þetta stafa m. a. af blessunarlegri fáfræði ís- lenzkra íhaldsmanna á stefnu Syndið 200 metrana. Keppninni lýkur 15. september. sinni og grundvallarreglum henn- ar, en telur að núverandi „íhalds- stjórn" sé sem óðast að læra í- haldsstefnuna. Jón cr grimmari í ummælum sínum um ástand íslenzkrar menn- ingar. Hann minnir á, að sagt hafi verið um Kínverja, að ekki megi blanda saman fögru yfirskini og staðreyndum í þeirra málum. Telur hann þetta ekki síður eiga við íslendinga, hvað sem vinsam- legum ferðamanni kunni að virð- ast. Sem dæmi nefnir Jón hinar miklu kirkjubyggingar hér heima. Eftir þeim mætti ætla, að íslend- ingar væri trúuð þjóð, en Jón Baldvin segir, að rúarbrögð séu raunverulega útdauð á íslandi, nema við helztu stjórnarhátíðir. Þessar nýju og frekar óglæsilegu byggingar (kirkjurnar) standa tómar árið um kring sem risavax- ið minnismerki um hina nýríku hræsni þjóðarinnar og það sem verra er, hina óskynsamlegu en á- börandi fjáyVestingarstjefnu. Jón tekur dæmi úr grein Magn- úsar og nefnir Þjóðleikhúsið. Hann spyr, til hvers sé það að eiga myndarlega byggingu, ef leiksýn- ingar eru á svipuðu stigi og „þjóð arcirkus" að því að reksturinn verði að bera sig. Notar hann tækifærið og gefur Skotum holl ráð um Edinbörgarhátíðina, sem hann telur einnig að muni vera dauðadæmd, ef hún eigi að bera sig. í heild telur Jón Baldvin, að íslenzk menning hafi aldrei stað- ið á lægra stigi en nú og- stafi þetta af þeirri einföldu ástæðu, að fólk verði að vinna svo lang- an vinnudag, að ekki sé líklegt að það hafi nokkurn áhuga á menningu. Ekki telur Jón þetta sagt til að gera lítið úr efnahags- legum framförum á íslandi, sem þrátt fyrir allt hafi orðið vegna mikillar vinnu. Til að skapa lif- andi menningaranda telur Jón Baldvin þörf á mun meiri jákvæð um ríkisafskiptum. Segir hann að lokum, að sama eigi við um Bretland. Hlauptu þér hornin LEIKFLOKKUR Helga Skúla- sonar er nú kominn í bæinn með leikritið, Illauptu af þér hornin. Fyrsta sýningr sunnanlands verffur í Kefla- vík miðvikudaginn 4. septem- ber. Það er 32 sýningin á land inu. í Reykjavík hefjast sýn- ingar á föstudaginn og búast má viff, að þær standi í þrjár vikur. Leikritið verður einnig sýnt í nágrenni bæjarins á næstunni. Höfundur Icikritsins cr Neil Simon, sem er amerískur gyð- ingur. Þetta verk má kalla friun ÚTSALA ÚTSALA Herraskyrtur — Kvenblússur Herrabolir, lítil númer — Telpuúlpur Drengja og telpnanáttföt Barnapeysur o. m. fl. AH4 á SiálfvsrSL VÖRUHÚSIÐ Sætúni 8 — Sími 24-000. Framh. af 1 síðu isfirði komnar yfir 20 þúsund j tunnur. Hafaldan hefur saltað um ' 23 þúsund tunnur og Ströndin um 22 þúsund íunnur. Bátarnir hafa verið að koma með síld í morgun og í dag og hefur bræðslan ekki undan að bræða. Nú er verið að landa hér í norskt flutningaskip, sem fer með síldina í bræðslu til Siglu- fjarðar. AIls mun vera búið að salta hér í rúmlega 105 þúsund tunnur. Gunnþór. Eskifirði 3. september. Sjö skip komu með samtals 3700 mál síldar í morgun. Fór það allt í bræðslu, þar sem söltun hér er lokið. Síldarbræðslan hefur nú tekið á móti rúmum 55 þúsund málum og eru síldargeymar hér að fyll- ast. Afköst bræðslunnar á sólar hring eru um 2500 mál. — Arnþór Reyðarfirði 3. september. Hér er bullandi síld og allar þrær orðnar fullar. í morgun komu fjórir bátar með um 1500 mál síldar. Frá því kl. 11 á sunnu daginn hafa borizt hingað um 8000 mál. Síldarbræðslan hér getur brætt 14-1600 mál á sólarhring. Hún hefur nú brætt í sumar um 50 þúsund mál. Hér er gott veður, en þoka á miðunum. — Guðlaugur Neskaupstað 3. september. Þrír síldarbátar komu hingað í morgun með samtals 2500 mál og nú eru aðrir þríi bátar á leið inni hingað. Það eru Stefán Ben með 900 mál, Gullfaxi með 1300 mál og Þráinn með 1100 mál. Allar þrær voru fullar, en ein tæmist í kvöld og getur hún tek- ið tæplega 3000 mál. Bræðslan hér getur brætt um 4500 mál á GÓlarhring. í dag er saltað í sérverkun hjá Sæsilfri, en hin plönin eru hætt söltun. Síldin, sem hingað bersi; er mjög sæmileg. Hin kunna Ausk fjarðaþoka liggur nú hér yfir. Garffar , Framhald af 1. síffu. á.m. Austfjarðahafna, ef nægui’ flutningur er fyrir hendi og eftk’ því sem aðstæður leyfa. Eimskipafélagið væntir góðra undirtekta landsmanna við þessu tillagi til bættrar þjónustu yið ströndina. Sandra Dee, Hollywood-leik* stjarnan kunna, sem nú er 21 ára að aldri kveðst nú vera orðin léicV' á þeim dúkku-hlutverkum, sem hún hefur hingað til haft á hendi. — Héðan í frá, segir Sandra Dee — má fólk búast við því aðf sjá mig með sígarettu i munnin- um og glas í liendi á kvikmynda» tjaldinu. ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 4. sept. 1963 5

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.