Alþýðublaðið - 04.09.1963, Side 7

Alþýðublaðið - 04.09.1963, Side 7
fe HEN SfÐAN — Hve oft er ætlunin aS út- varpa þessum þætti ykkar? — Líklega einu sinni á þriggja vikna fresti. — Og verður svo í vetur? Andrés þegir og hugsar sig um: Líklega — samt ekki alveg af- ráðið. Mín persónulega skoðun er sú, að slíkum þætti sé alls ekki ofaukið í vetrardagskránni. Hún er seint of létt undir tönn. — Að lokum: Hvað geturðu sagt mér um þáttinn í kvöld? — Ég má kannski nota þetta gamla útjaskaða orðalag: Hann verður fjölbreyttur að vanda. Þar kemur til dæmis fram hún Eva litla Danné, sem hefur verið að skemmta unglingunum í Lídó að undanförnu. Hún raular þarna með al annars lög eftir sjálfa sig. Nú og svo segir ungur og áhugqsam- ur skáti, Kjartan Reynisson fró' Jamboree móti, sem hann er ný- kominn af. Þá verður músikk: Tón ar, kallar hljómsveitin sig — allt saman ungir og bjáðefnilegir menn, —spila mestan part gít- arlög. Þá verður viðtal við unga hlaðfreyju, Ragnheiði Júlíusdótt- ur, Hlaðfreyjurnar eru ung stétt í okkar stéttafáa (— sumir segja stéttlausa) — þjóðfélagi og verð- ur því væntanlega gaman að heyra hvað hún segir okkur. Loks getur verið að Pólýfón kórinn taki lag ið, — það verður þá létt lög — og svo endum við líklega á liug- leiðingum um kirkjusókn unglinga sem Arndís Björnsdóttir verzlun- arskólanemi flytur. .,,: ::, '4y'~ ) Ef ni þáttar- ins í kvöld Söngur Evu Danné Rætt við ungan skáta um Jam- boree Tónar leika og syngja Viðtal við hlað- freyju Pólýfánkórinn syngur Hugle’iðingar um kirkjusókn unglinga ÞEIR ERU TVEIR, sem anna§t þáttinn, annar ljós, liinn dökkur. Af gömlum kynnum er mér kunn ugt að sá dökkhærði heitir Andrés Indriðason. Hann er einn þessara ungu manna. sem hafa lagt gjorva hönd á margt, — leikið í hljóm- sveit, skrifað smásögur, leikið í Iðnó og síðast en ckki sízt stund- að . nám við Menntaskólann í Reykjavík. Markús Örn Antonsson heitir hinn. Ljós á brún og brá, hár vexti og þrekinn, nú blaðamaður á Morgunblaðinu og menntaskóla nemi á vetrum. Áhugasamur mað- ur um málefni ungs fólks og hef ur ritað um þau greinar. Miðvikudagur 4. september 8.00 Morgunútvarp (Bæn. — 8.05 Tónleikar. — 8,30 Fréttir — 8.35 Tónl. — 10.10 Veðurfregnir). 12.00 Hádegisútvarp (Tónleikar. — 12.25 Fréttir og tilkynningar). 13.00 „Við vinnuna“: Tónleikar. 15.00 Síðdegisútvarp (Fréttir og tilk. — Tónleikar. — 16,30 Veð- urfregnir. — Tónleikar. — 17.00 Fréttir. Tónleikar). 18.30 Lög úr söngleikjum. — 18.50 Tilkynningar. 19.20 Veðurfregnir. — 19.30 Fréttir. 20.00 Ernst Benedict og hljómsveit leika valsa og polka. 20.15 Vísað til vegar: ,,í leit að rauðum ópal“. (Birgir Kjaran alþm.). 20.50 íslenzk sönlög: Lög eftir Þórarin Guðmundsson. 21.10 Skemmtiþáttur með ungu fólki (Markús Örn Antonsson og Andrés Indriðason hafa umsjón með höndum). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Kvöldsagan: „Dularilmur" eftir Kelley Roos; X. (Halldóra Gunnarsdóttir). 22.30 Næturhljómleikar: — Sinfónía nr. 9 í C-dúr eftir Sehubert. Columbia sinfóníuhljómsveitin leikur. Bruno Walter stjómar. 23.25 Dagskrárlok. — Þið kallið þáttinn ykkar „Skemmtiþátt með ungu fólki." Hann ber náttúrulega nafn með reutu? — Þetta er fyrsta spurn- ingin, sem ég legg fyrir stjórn- endur nýja þáttarins, sem við fá um að heyra kl. 21.10 í kvöld. — Já, svarar Andrés. Þátturinn er einkum ætlaður ungu fólki og á að vera bæði til skemmtunar og fróðleiks. Það er líka ætlun :n að eingöngu ungt fólk komi þar ‘ram. — Er þetta fyrsta tilraunin í þessa átt? — Nei, Guðrún Helgadóttir var með svipaðan þátt fyrir nokkrum árum, en hann var ekki mjög lang lífur. Það er þess vegna mál til komið að fá eitthvað i svipuðum dúr. Við vitum jú, að margir hlust endur útvarpsins eru ungir að ár- um og ekki hefur verið komið til móts við áhugamál þeirra sem skyldi. Þessi þáttur á einmitt að koma þar að haldl ef vel fer. — Er þetta fyrsti þátturinn hjá ykkur Markúsi? — Nei, annar. Við vorum með annan einn laugardaginn. Nú höf um við flutt hann yfir ó miðviku dag Og ef til vill verður honum hagrætt enn frekar í dagskránni. Iíklega er óheppilegast að hafa hann á laugardögum. Þá er unga fólkið úti að skemmta sér eins og gerist og gengur. — Er nokkuð, sem stjórnendur þéttarins vilja segja að lokum? — Við biðjum fyrir beztu kveðj ur. Maðurinn í glerhúsinu gefur frá sér hljóð. Eva Danné hefur upp englaröddina. Hlaðfreyjan býr sig undir að kynna starf íslenzkra hlað freyja. — Já, þannig er daglega lífið í ríkisútvarpinu íslenzka.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.