Alþýðublaðið - 04.09.1963, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 04.09.1963, Blaðsíða 13
LÍFI NJÓSNARA LO ÞESSÍ litli snáði, sem reyndar er ekki nema þriggja ára gamall, tók sig til einn góðan veðurdag og fór að Ieika lög- regluþjón. Hann náði sér í heljarmikið „kaskeiti" og lítið, prik off síðan hóf hann umferðarstjór. Árangurinn sjáum við hér. GUY BURGESS, brezki dipló- matinn, sem flýði til Sovétríkj- ani^a 1951, lézt um helgin.a. í Moskvu, 52 ára að aldri. Frá því var skýrt í sjúkrahúsjnu þar sem Burgess lá, að banameinið hefði verið hjartasjúkdómur. Donald McLean, sem flúði á- samt Burgess, hringdi í móður hins látna diplómats og sagði frá andláti sonar hennar. Sovézka ut anríkisráðuneytið sagði, að móðir Guy Burgess mundi þegar fá vegabréfsáritun þannig að hún gæti verið viðstödd útförina, sem nú mun þegar hafa farið fram. Burgess hafði þjáðst lengi áð- ur en hann lézt. Hann hafði átt við hjartasjúkdóm að striða um árabil, og að sögn McLeans kom rússnesk hjúkrunarkona heim til hans í marga mánuði og gaf hon- um sprautur. En Burgess bað hana að nefna þetta ekki þar eð það mundi gera móður hans órólega. Tveir kvenlæknar stunduðu Burgess síðustu tíu dagana. Lækn arnir hafa sagt, að þeim hafi blöskrað það sem þeir komust að raun um þegar þeir rannsökuðu hann, en Burgess sjálfur var sæmi lega hress og notaði tímann til þess að lesa enskar bækur og tíma rit, — m.a. tímarlt um bíla. Skýrt hefur verið frá þvi í Moskvu, að „annar Englending- ur" hafi verið hjá Burgess er hann lézt. Almennt er talið að hað hafi verið „Kim" Philby, fv. frétta ritari enskra biaða í Beirút, sem flúði til Sovétríkjanna í vetur. Það var Philby, sem aðvaraði þá Burg ess og McLean þannig að þeim tókst að flýja. Líklegt er talið, að Philby muni taka við starfi Burgess hjá ríkis- útgáfufyrirtækinu sovézka. Burgess lifði alltaf í voninni um að fá að snúa aftur heim til Eng- hafa verið litlir vinir síðustu árin. Enskir fréttamenn í Moskvu segja, að Burgess hafi verið mjög ein- mana í Moskvu og þegar rætt hafi verið við hann hefði talið alltaf beinzt að Englandi og enskum málefnum. Nýtt hefti yravernoarsns Blaðinu hefur nýlega borízt 3. tölublað 39. árgangs Dýraverndar- ans. Af efni blaðsins má m.a. nefna: Grein um olíumengun sjávar, sagt er frá aðalfundi Dýra- , verndunarf élags Reykjavíkur, og eið í eyðublaðagerð Stjórnunarfélag íslands ínun nú í þessum mánuði gangast fyrir sýningu á skiriMjfutækjum, til aff kynna forstöðumönniun fyrir- tækja og öðrum sem áhuga hafa á nýjungum og tækni í skrifstofu hnldi, ennfremur ráðgerlr féiag- ið að efna til námskeiðs í eyðu- blaðagerð innan skamms. Frá þessu segir í .l-'ét ítilkyiiaijiigu, sera blaðinu hefur borizt frá fé- laginu: Aðalfundur Stjórnunarfélags íslands var haldinn mánudaginn 26. þ.m. í Hótel Sögu. Fundar- stjori var Eiríkur Ásgeirsson, for stjórí SVR. Rítari var Glúmur Bjö1nisson, skrifstofustjóri. For- maður félagsins, Jakob Gíslason, raforkumálastjóri, gerði grein fyr ir félagsstarfsemi liðins starfsárs. Gjaldkeri 'Gísli V. Einarsson, skrifstofnstjóri las upp og skýrði endurskoðaða ársreikninga. Einn ig var lögð fyrir og samþykkt f jáj- hagsáætlun. Stjórn félagsins skipa nú: For- maður Jakob Gíslason, raforku- málastjóri. Meðstjórnendur: Gunn ar J. Friðriksson, farstjóri Ás- garður h.f., formaður Félags ísl. iðnrekenda. Sveinn Björnsson, for stjóri Iðnaðarmálastofnunar ísl. GíSli V. Einarsson, skrifstofustjófi Kassagerð Reykjavíkur h.f., Guð- mundur Einarsson, forstjóri ís- lenzkir Aðalverktakar h;f,.. . t Endurskoðendur voru kjörnir: Helgi Ólafsson hagfræðingur og Þórir Einarsson viðskiptafræðing- ur. . ~ -. • -.. Framkvæmdastjóri Stiórnunar- félagsins er Árni Þ. Árnason, við skiptafræðingur. Auk venjulegra aðalfundar- starfa flutti Kjeld Klintö, forstöðu maður Dansk Teknisk Oplysnings- tjeneste, erindi: „Hvernig notfæra stjórnendur fyrirtækja sér tækni- uþplýsingar og tækníþekkihgu." Að lokum svaraði fyrirtesari fyrirspurnum. Stjórnunarfélag íslands telur nú þegar innan vébanda -sinna yfir 50 félög, fyrirtæki, félagásam- bönd og stofnanir einstaklinga svo og hins opinbera, og hátt á annað hundrað einstaklinga. Væri æskilegt, að sem flestir stjórn- er<4í*'r íslenzkra fyrirtækja- svo og þeir, er-áhuga hafa á stjóxnun- armálum ýmiskonar, skipi sér und- ir merki Stjórnunarfélagsins. Af því helzta, sem Stjórnunarfé íagið hefur gert eða gengizt fyrir á öðru starfsári má nefna: Namsmót um f jármunamyndun- armál, þar sem erlendir sérfræð- ingar fjölluðu m.a. um fjármuna- útreikninga; fyrirtækisskýrslur; arðsemiseftirlit; fjárhagsáætlanir; arðsemi mælikvarBa; MAPI regl- ur; útreikninga o.fl. Ráöstefna um stjórn starfs- mannamála, þar sem tekið var m.a. fyrir, Kerfisbundið starfs- mat; Ráðning, kennsla og þjáit- un; Ástundun; Kvartanir; Skipu- lagsmál o.fl. Ráðstefna um störT og vanda- mál framkvæmdastjóranna þar sem f jallað var m.a. um Samband framleiðslukostnaðar og fram- leiðslumagns með tilliti til fram- leiðni, Þjálfunarvandamál og af- köst. Gildi og notkun áætlunar- línurita. Bókhald sem hjálpartæki við ákvarðanir framkvæmdastjór- ans. Umboð og ábyrgð, dreifi- stjórn, miðstjórn. Tímahrak. Skýrslugerð og eftirlit. Samstarfs nefndir o.fl. Á liðnu starfsári efndi Stjórn- unarfélagið til fimm almennra félagsfunda þar sem flutt voru fræðandi erindi. Útgáfn hefur félagið og með höndum. Gefin voru út á starfs- Framh. á 11. sfðu GUY BURGESS lands og lagaði sig aldrei að so- vézkum aðstæðum. Þetta varð til þess, að það slettist upp á vinskap hans og McLeans, og þeir munu þrjár sögur um góðar fóstrur, verð launafrásögn eftir Jóhönnu Krist jánsdóttur, Fá orð um mikið mál eftir Friðbert Pétursson, þáttur er fyrir yngsu lesendurna og sitt hvað fleira er að finna í blaðinu. Ristjóri Dýraverndarans er Guð mundur G. Hagalín, rithöfundur. Biskup vísiterar Dalaprófastdæmi Biskup íslands vísiterar Dala- prófastdæmi dagana 6.-13. sept- ember n.k. Vísitazíunni verður hagað sem hér segir: Snóksdalskirkja kl. 1 fóstudaginn 6. eept., Kvenna- brekkukirkja kl. 5 sama dag, Stóra Vatnshornskirkja kl. 2 laugardag inn 7. sept. Aformuð kirkjuvígsla að Reykhólum sunnudaginn 8. sept. Hjarðarholtskirkja kl. 2 mánudaginn 9. sept. Hvamms- kirkja kl. 1 þriðjudaginn 10. sept. Staðarfellskirkja kl. 5 sama dag. Dagverðairnes'skirkja kl.. 2 mið- vikudaginn 11. sept. Skarðskirkja kl. 2 fimmtudaginn 12. sept. Kirkjuhvolskirkja ki. 2 föstudag- inn 13. sept. Vísitazían hefst í hvevri kirkju með giiðsþjónustu. Að henni lok- inni fara fram viðræður við söfn uðina og skoðun á kirkjununj, Þess er sérstaklega vænzt, að börii einkum þau, sem eru á fermingar aldri, komi til sóknarkirkju sinn ar til viðtals vlð biskup. (Frá Biskupsstofu) HÆTTULEGUR VEGARSPOTTI Njarðvikinfíur kom að máíi víð Alþýðublaðið f gær, og var er- indi hans aS benda á það vanda- ræðaástand, sem nú rfkti vegna þess bluta ReykjanSsbrautariun- ar, sem liggnr í gegnum Njarðvík- urnar. Þar varð dauðaslys í fyrra dag og annað fyrr í sumar. Hann sagði, að á þessum kafla vegarins, sem er breiður og vel greiðfær, væri yfirleitt ekið mjög hratt, og það heyrði til undantekn inga ef menn ækju þarna á lögleg um hraða. Hann sagði, að nú i^æri komið svo, að vegurinn skipti byggðinni i tvennt og mætti segja að hann færi þarna í gegnum miðjan bæ. Hann benti á hin tiðu slys, sem þarna höfðu orðið á undanförnum árum, og vill beina þeim tilmæl- um til yfirvaldanna, að gera ein- hverjar þær ráðstafanir, sem gætu tryggt íbúa Njarðvíkur og jafn- framt bifreiðastjórana gegn þesa- um voðalegu slysum. Telur hann einu lausnina á þessu vera þá, að. koma upp öfl- ugu eftirliti við þennan vegar- spotta ög jafnframt að sékta þá ökumenn umsvifalaust, sem færu þarna um á of miklum hraða, eða á einhvern annan hátt óvarlega. Bílasala Matthíasar. Höfðatúni 2 Sími 24-540. ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 4. sept. 1963 13

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.