Alþýðublaðið - 04.09.1963, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 04.09.1963, Blaðsíða 15
I p sjálfa mig nokkurs konar Jean d'Arc á þessari stundu, — en Listin átti að vera sverð mitt og skjöldur, — hvað um það, — ákvörðunin var tekin. Hr. Drew tók ekki vel í þetta, þegar ég sagði honum frá á- kvórðun minni. Hann sagði, að ég héldist þarna aldrei lengur við en mánaðartíma og að ég væri augljóslega viti mínu fjær að taka slíku tilboði, þegar stæðu állar leiðir opnar undir hand- leíðslu hans, ég gæti einn góð- an veðurdag orðið verzlunarstjóri i bókaverzlun eða bókavörður ein hvers bókasafnsins í nágrenninu. Að svo mæltu fór hann inn á bak við og skrifaði upp langan lista af bókum, sem senda ætti á Redstone-sjúkrahúsið, sem „smávægilegan þakklætisvott". Fjölskylda mín hló, þegar ég sagði frá þessu um kvöldið, en þetta var í fyrsta skiþti sem mér lærðist, að það er varhugavert að dæma fólk eftir svipnum. Hr. Drew bölvaði yfirhjúkruriarkon- uimi og öllu starfsliðinu í sand og ösku, samt gaf hann forða af vel seljanlegum bókum úr eigin verzlun með glöðu gleði. Ég var búin að vera á Red- stone-bókasafninu í meira en ár, þegar hér var komið sögu og regnið streymdi niður á rauðu regnkápuna mína. Ég mundi aldrei reyna að lýsa fyrstu mán- uðunum þar, þegar ég glímdi við það, meðal annars, að breyta gamalli misnotaðri biðstofu í við kunnanlegt, sómasamlegt bóka- safn. Þegar yfirhjúkrunarkonan var einu sinni komin í gang stóð ekkert fyrir henni og ég gat aldrei annað en dáðst að því, hvernig henni tókst að kveikja hugsjónaeld í brjóstum raun- særra verkamanna. Hún veitti mér óskorað vald, en ef ekki hefði hennar notið við er ég hrædd um, að gamla biðstofan væri ekki orðin eins og hún er í dag. Þetta var stærðar herbergi með risavöxnum gluggum á út- veggnum. Hingað til hafði það verið málað í -þeim dapurlega brúna lit, sem oft er allsráðandi í Victoriönskum byggingum, en yfirhjúkrunarkonan vildi umfram allt, að bókasafníð væri hvítmál að frá gólfi til lofts. Við ræddum þetta lengi, vegna þess að mér dauðleiðist kríthvítur litur á her bergjum og við hóldum áfram að deila, þar til yfirhjúkrunarkonan bauð mér upp á tebolla inni hjá sér. Þar var allt bleikmálað. Húft sá að ég virti fyrir mér skreyting una og hún hallaði sér aftur á bak í þægilegum stól og hló alveg eins og manneskja. Allt í lagi Shirley Martin, sagði hún vingjarnlega. Þér ber ið sigúr úr býtum. Þér ráðið lit- unum, — en ég skil ekki hvers vegna þetta er svona mikilsvert. Það kemur hvort eð er enginn til með að sjá þessa litadýrð nema þér sjálfar. Þeir, sem hafa fótavist, — sagði ég ákveðin. Við ákváðum, að þeim væri leyft að koma á bókasafnið á ákveðnum tímum. Bókasafnið verður að vera við- kunnanlegt og heldur til þess að létta skapið en þyngja. Eg veit nákvæmlega, hvernig ég vil hafa þetta, og ég er viss um, að þér fallizt á niðurstöðuna. Svo fór. Þegar hún sá nýmál- að rjómagult herbergið með blá leitum trélistum kinkaði hún kolli. Hún fór út og kom aftur með marga metra af gardínuefni og við sátum uppi fram á nótt við að sauma gardfnur fyrir gluggana og tjöld fyrir inn- byggðu skápana. Bækurnar þöktu annars veggina frá gólfi til lofts og langt borð var sett á mitt gólfið ofan á langa tepp- isrenninginn sem náði endanna á milli í herberginu. Aðalskemmt- unin við þennan undirbúning var að finna sívakandi áhuga og elju yfirhjúkrunarkonunnar og ég beld, að sá skilningur, sem mynd aðist okkar á milli á þessum anna sömu vikum hafi aldrei horfið okkur að fullu. Vinnan var ströng og yfirhjúkr unarkonan gat alltaf smeygt ein hverjum aukastörfum inn á milli, — en ég naut þessa. Ef ég h'afði gert mér einhverjar vonir um hrifningu og viðurkenningu af hendi læknanna þá varð ég fyr- ii sárum vonbrigðum. Ég held, að þeim hafi að vísu fundizt hug myndin um bókasafnið ágæt út af fyrir sig, — en einskis virði. Stundum kom einhver læknastúd entanna eða hjúkrunarkvennanna inn og ætlaði að fá lánaða ein- hverja „góða bók" eins og það var orðað — og það tók tais- verðan tíma að láta alla skilja, að bókasafnið var eingöngu ætlað sjúklingunum. Auðvitað þurftu næturhjúkrunarkonurnar, — sem voru stærstu syndararnir — ekki annað en bíða eftir að ég sneri vfð þeim bakinu, þá fóru þær irin og fengu sér bók — oft ast nær eintok, sem voru sérstak lega irierkt þeim sjúklingum, sem látið höfðu í ljósi sérstaka ósk um að fá þessa bók. Við höfðum móttekið stórar bókagjafir og áttum bfátt talsvert safn en naumast eins innihaldsrikt og ég hefði viljað. Þótt yfirhjúkrunarkonan hvetfi mig til starfa, leit hún raunverulega aldrei á bókasafn ið, sem mikilsverða deild á sjúkra húsinu hennar. Bók var í henn- ar huga aldrei annað og meira en bók. Það hverfur enginn að lestri, — að hennar áliti, nema hann hafi ekkert annað að gera — og hreinskilnislega sagt býst ég við, að hún hafi ekki getað ímyndað sér, að slíkt ástand gæíi skápazt. Hún var berserk- ur til starfa — og umgekkst bæk ur með sams konar hugarfari og ópíum og önnur deyfilyf, — sem nauðsynleg eru fyrir sjúklinga, — en nautnalyf fyrir heilbrigt fólk. Chrimes gamli hafði verið yf irskurðlæknir á sjúkrahúsinu eins lengi og elztu menn mundu — og skyndileg veikindi hans komu okkur öllum úr jafnvægi. Ekki aðeins vegna þess, að hann var mjög fær í sínu starfi held- ur jafnframt vegna þess, að hann var í uppáhaldi hjá okkur öllum. Þegar yfirhjúkrunarkonan sagtSi, að eftirmaður hans, Colin Mast- ers, væri miklum mun yngri mað ur, vissi ég, að það mundi kosta fjaðrafok í hjúkrunarkvennahópn um. Janice, vinkona mín virtist sérstaklega ánægð með þessa til högun,, hún sagðist hafa kynnzt Masters lækrii, þegar hún var að læra. Það var meðal annars vegna þessa sem mér var sér- stáklega umhugað um að verða henni samferða þennan morgun, ef nýi læknirinn væri kom- inn, — þá gæti hun gefið mér nána skýrslu. Ekki svo að skilja, að ég ætl- ¦aðist til, að hann yrði einhver þáttur í mínu lífi, — ég ákvað að svo skyldi ekki verða um leið og ég óð yfir blautt grasið og inn um járnhliðið fyrir fram- an Redstone. Læknaf yfirleitt virtust ekki sérlega áhugasamir um bókasöfn, — nema hvað sum ir þeirra létu í ljósi dálitla undr un á því, að slíkt fyrirfyndist á sjúkrahúsinu. . Næturhjúkrunarkonurnar voru að koma af vakt, þegar ég kom inn í aðalbygginguna. Þær voru i stuttum sloppum og kæruleysis- legar í útliti eins og næturhjúkr unarkonur eru alltaf, þegar þær koma af vakt. Þær hföðuðu sér eftir aðalganginum og héldu ým- ist til matsalarins eða til eigin í- búða. Janice kom siglandi niður stigann með skjannahvíta svuntu og frísklegt andlit. Hún heilsaði mér svo hljóðlega, að ég vissi, að yfirhjúkrunarkonan myndi vera í nánd. ¦ Eg get aldrei varizt undrun, þegar ég lít Janice. Hún er svo falleg, að þú gripur andann á lofti, — ef þið vitið, hvað á við. Mér verður alltaf þannig innan brjósts, þegar ég sé fallega hluti, — ég þarf ekki annað en líta fallega mynd, heyra nokkra fallega tóna eða sjá fallegt barn, — þá gríp ég andann á lofti og mér finnst hálsinn herpast sam an, og fæ tárin í augun. Janice hefur oft þessi áhrif á mig, þegar ég rekst á hana. Hún er smávax in og alltaf eins og lítil stúlka, sem er að leika það, að hún sé orðin fullorðin, ég hef aldrei séð ævintýralegra en hve einkennis- búningur Redstone-sjúkrahússins fór Janice minni vel. Ég kallaði hana Janice mína vegna þess, að þannig hefur það einhvern veg- inn alltaf verið, allt frá' því að hún fyrst kom til Chestonly — sem feimin telpuhnyðra með ein- hvern dularljóma yfir sér, sem erfitt var að átta sig á. Ég man, að mér fannst foreldar hennar eins og hjónin í gamla veðurhús- inu heima, þar sem gamli maður inn kom út þegar þurrviðri var í aðsigi en gamla konan í rign- ingu. Þau skiptast á við að vera með Janice úti, pabbi, sagði ég. Það hlýtur að vera sniðugt! Þau eru aldrei bæði með henrii. Hjónaskilnaður var mér þá ó- þekkt fyrirbrigði. En síðar meir komst ég að raun um, hvers vegna Janice bjó í litla einb.húsinu með frú Crips gömlu, sem hafði einu sinni verið barnfóstra hjá mömmu hennar . . . og hvers vegna mamma hennar og pabbi skiptust á að heimsækja hana. Þegar mér skildist þetta til fulln ustu reyndi ég í fyrsta sinn, að allt er ekki eins og þú helzt vilt. Ég skýrði Peter frá þessum ósköpum með Janice og við sór- um henni fóstbræðralag um alla eilífð. Okkur datt aldrei í hug að velta því fyrir okkur, hvort henni væri þægð í þeirri vináttu — við tökum hana einfaldlega að okkur. Þótt heima væri nóga munni að metta — ekki einung- is þá, sem tilheyrði fjölekyld- unni í strangasta skilningi — heldur og Péturs, því að hann, sem var einkabarn fremur aldr- aðra foreldra var löngu orðinn. heimagangur hjá okkur—tókum við Janice svo að segja inn á heimilið. Mamma tók barnið strax að sér og veitti henni sömu töfrandi, varnarlausu ást og húri veitti okkur öllum. Það var ekki alltaf auðvelt að vera vinur Jan- ice, þvi að hún hóf lífsferilinn svolltið bækluð og á því var ekki ráðin nein bót. Hún var alltaf feimin og ákaflega tilfinninga- næm, svo að minnsta óþolinmæði eða kæruleysisleg gagnrýni nægði til þess að hún hljóp heim og lét ekki sjá sig dögum sam- an. Þegar hún var orðin nægilega gömul, ákvað hún að fara í hjúkr un og strax og námi lauk hóf hún störf á Redstones, — og var þar, að ég held talsyert að þakka dugnaði frú Grips. Gamla kon- an dáði Janice og ég hafði oft samvizkubit af því, að vinátta okkar hafði laðað hana að okk- ur en ekki gömlu konunni. For- eldrar hennar voru fyrir löngu gift að nýju sitt í hvoru lagi og mamma hennar var nú flutt til Bermuda meðseinni manni sin- um, en pabbi hennar bjó í lr- landi með konu númer tvö, og hvorugt þeirra virtist skipta sér' af Janice. , Ég vildi, að ég gæti lýst Jan- ice, — en þótt ég segi, að hun væri smávaxin en þó stælt, mjúklega vaxin, smáfætt og handnett, — þá lýsir það henni, lítið. Að segja að hár hennar væri gullið og rennislétt eins og dúkkuhár og augnahárin tinnw-; svört gefur litla hugmynd um: barnslegt litaraft fíngerðs and- litsins, bláma augnanna í hirini dökku umgjörð. Mér fannst eins og hún væri alltaf nýstigin upp úr baði, — kinnarnar glóðu, aug un tindruðu og allur líkami henn ar var fagur og hreinn. Stífaða — Heyrðu irá Dísa mín. Ef þú ætlar að láta óskina ræt- ast, þá verður þú að blása þessu í garðinn hjá þér! ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 4. sept. 1963 15

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.