Alþýðublaðið - 04.09.1963, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 04.09.1963, Blaðsíða 16
44. árg. — MÍSvikudagur 4. september 1983 — 189. tbl. Maöur hverfur af Þorkeli mána SJOPROF fóru fram í gær vegna hyarfs Þorleifs Sigurbjörnssonar, en hann hvarf af togaranum Þor- kelí mána aðfaranótt sl. föstu- dags. Togarinn var þá á heimleiö frá Hull. Samkvæmt framburði skipverja á Þorkeli mána, hafði Þorleifur Hans Lenz heldur fyrirlesturí Háskólanum •Vísindamálaráðherra Sambands SýSveldisins Þýzkalands Hans Lenz, sem staddur er hár á Iandi í boði ríkisstjórnarinnar, heldur fyrirl'estur í hátíðasal Háskólaus í dag', miðvikudaginn 4. septem- ber kl. 5 síðdegis. •Efni fyrilestursins er „Wissen chafi und Politik". Öllum er heim ill aðgangur að fyrirlestrinum. verið á kvikmyndasýningu í HuJÍ •með nokkrum þeirra. Þeir komu allir um borð um klukkutíma íyr- ir brottför skipsins, en það fór írá Huli um hálf eitt leytið um nótt- ina. Það er vitað, að um kl. tvö var Þorleifur um borð í togaran- um. Þorleifur var 2. matsveinn á skipinu. Kl. rúmlega 5 á föstudags morguninn ætluðu skipverjar að vekja kokkana, en uppgötvuðu þá, að aðeins annar þeirra var í koju sinni. Þórleifs var saknað. Skipstjórinn var tafarlaust vak- inn og skipuleg leit var gerð um allt skipið, en allt kom fyrir ekki. Þorleifur fannst ekki. Skipinu var þá snúið við og var leitað og skyggnzt um eftir Þor- leifi í einn og hálfan tíma. Jafn- framt var kallað til nærstaddra skipa og þau beðin að svipast um eftir Þorleifi. Einnig var hafnar- yfirvöldum í Hull tilkynnt um hvarfið. Þyrlur komu á vettvang og leituðu, en allt varð þetta ár- angurslaust. Þorleifur mun eiga aldraðan föður á lífi. i STRÆTISVAGN, sem rar að beygja inn í Austurstrætí í gærdag, tók beygjuna of krappa. Hann lenti á grind verkinu á horni Austur- strætis og Læk;-.rgötu og beygði það eins cg myndin sýnir. HANS LENZIHEIMSOKN: HANS LENZ, vísindamálaráð- herra í rikisstjórn dr. Adenauers í Vestur-Þýzkalandi, er staddur hér á landi þessa viku í boði ríkis stjórnarinnar. Er þetta ekki fyrsta heimsókn ráðherrans til íslands, því hann dvalist hér á landi við íslenzkunám fyrir rúmlega þrem áratugum og kann allmikið í mál- inu. Dr. Gylfi Þ. Gíslason tók á móti Lenz, er hann kom til landsins á sunnudag, en í för með honum er frú Lenz og dóttir þeirra hjóna Á mánudag fór ráðherrann meðal annars í heimsókn til Háskóla ís- lands, og tók vararektor, prófessor Þórir Kr. Þórðarson á móti hon- um. Við það tækifæri ræddi hann í ræðu um hlutverk grundvallar- vísinda og það vandamál að breyta niðurstöðum þeirra í hagnýtar framfarir. Þótt hann ræddi þau vísindamál, sem hann er sérstak- ur ráðherra yfir í Þýzkalandi, — lagði hann einnig áherzlu á þýð- ingu hugvísinda. Þórir flutti eri,ndi um starf og þróun Háskólans við þetta tæki- færi, og auk hans tóku einnig til málfe dr. Gylfi Þ. Gíslason og pró- fessor Leifur Ásgeirsson. «* í gær fór Lenz í ferðalag aust ur fyrir fjall, til Þingvalla, Gull- Myndin var tekin, er hinii þýzki vísindamálaráðherra, Hans Lenz heimso'rfíi Há- skóla íslands. Til vinstri er Þórir Kr. Þórðarson, vara- rektor, þá ráðherrann og dóttir hans, að baki íionuni, dr. Gylfi Þ. Gíslason og frú Lenz. foss, Geysis, Skálholts og Hvera- gerðis. Hann flytur fyrirlestur í Háskólanum kl. 5 í dag, en á morg un heldur hann til Norðurlands. Dvelst hann hér á landi fram til næstu helgar. Sovézkir þjófar, braskarar dæmdir MoskYa, 3. september. Sovézkur dómstóll hef ur dæmt mami nokkurn til dauffa og 14 menn aðra, þar á meðal þrjá hátt- setta lögregluforingja, f margra ára fangelsi fyrir þjófnað og svik, að sögn blaðs í Uzbekistan. , Blaðið segir tíu háttseíta starfa- menn verksmiðju í Kokand hafa verið viðriðna þjófnað þennan. — u hænur, hrutust inn og frömdu skemmdarverk ÞRÍR piltar á aldrinum 16- 18 ára, tveir þeirra utan af lamdi, settust fyrir skömmu að á heimili ungrar stúlku hér í bænom. Stjúpfaðir henn- ar var heima, en móðirin ekki. Hann reyndi að koma piltun- um burtu, en það tókst ekki betur en svo, að þeir dvðldu þar hátt á þriðju viku. Þetta var í ágúst snemma, og höfðn allir piltarnir hætt að vinna og kærðu sig ekki um að byrja aftur. Þeir byrjuðu aiðan að fremja alls konar afbrot, sinn í þeim tilgangi að afla sér peninga og matar. Þeir byrj- uðu á því sér til skemmtunar, a« brjóta 14 rúður í Mjólkur- stöðinni. Þá réðust þeir á hænsnahús í Herskálakamp og annað við Háaleiti, sem bak- arameistarar eiga. í því fyrr- nefnda brutu þeir 25 rúður, en í hinu rifu þeir vírnet frá gluggum og grýttu hænurnar sem inni voru. Fundust fimm hænur danð- ar morguninn eftir,; og fleiri fótbrotnar og limléstar. — Reykjavíkurpilturinn - tók ekki þátt í þessum skemmdarverk- um, heldur voru utanbæjar- mennirnir þar að verki. Nú bættist einn 19 ára gam- % all í hópinn, og brutust þeir 4 nú inn í Sælakaffi. Þar náðu þeir í 450 krónur í p'aningum, sælgæti og mat, enda vnr hungrið farið a» sverfa að. — Þefr fóru einnig inn í KR- heimilið og stálu þaðan sæl- gæti. Seinna fóru utanbæjarmenn- irnir tveir af stað aftur. Fóru þeir inn í fataverzlun um há- bjartan dag og stálu tveim skyrtum. Síðan fóru þeir að stela bókum úr bókaverzlun- um, ert þær seldu þeir jafnóð- mn hjá fornbókasölum og fengu yfirleitt greiddan fjórð- nnginn af verðmæti bókanna. •Þess má geta, að þcir stálu teiðhjóli, sem stjupfað/r stúlk- unnar seldi sjálfur, en hann vissi að' þaS var stolið. Piliarnir hafa nú játað þessi afbrot.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.