19. júní - 01.10.1923, Blaðsíða 3

19. júní - 01.10.1923, Blaðsíða 3
19. JÖNÍ 91 þurfi hjúkrunarkonan að hafa verið nemandi á sjúkrahúsi hér í tvö ár, og hálfs aunars árs nám á ríkisspít- alanum danska og hafa próf þaóan. Félagið hefir náð samningum við þenn- an ágæta spítala Dana — Danmörk er viðurkend að vera mjög langt komin í öllu, er sjúkrahús snertir — um að taka nemendur héðan með sömu skilyrðum og nemendur frá dönskum sjúkrahúsum, og er það ekki lítill hægðarauki fyrir þær stúlkur, er stunda vilja hjúkrunarnám. Einnig er það milligöngumaður fyrir þær við þau sjúkrahús hér, sem taka nem- endur, en það eru Vífilstaðir, Laug- arnes, Kleppur og sjúkrahúsin á Ak- ureyri og ísafirði. í félagi íslenskra hjúkrunarkvenna eru nú 20 meðlim- ir. Frumkvöðull að stofnun félagsins var frú Bjarnhéðinsson, og formaður þess hefir hún verið, frá því það var stofnað. Frú Bjarnhéðinsson hefir mikinn áhuga á að fast skipulag verði á hjúkrunarstarfsemi hér á landi, og að hvert læknishérað eignist að minsta kosti eina lærða hjúkrunarkonu. Þeg- ar þess er gætt hvað mikið hefir um skipast á þessu sviði, nú á síðustu 25 árum, er engin ástæða til að ef- ast um að næstu 25 árin láti þá hugsjón rætast. Brautryðjandinn á þessu sviði er frú Bjarnhéðinsson, hefði hún ekki komið hingað til lands og starfað hér, er óvíst hve langt því máli væri komið. Eins og flestir þeir sem mikið starfa, er frú Bjarnhéðinsson yfirlætislaus og .vill fátt um sitt starf segja. »Pað hefði alt eins vel getað orðið einhver önn- ur, sem tekið hefði við Laugarnes- spítala. Það var aðeins tilviljun að ég varð til þess«, sagði hún við þá sem þessar línur ritar. En sannarlega var það góð tilviljun; eða öllu held- ur forsjón, sem því réði, að jafn dug- leg og áhugasöm kona sem hún, kom hingað til lands og ilengdist hér, þar sem svo mikið var óunnið. 1. október síðastliðinn var þrefald- ur hátíðisdagur fyrir frú Bjarnhéð- insson. Fæðingardagur, giftingardag- ur og minDÍngardagur 25 ára starf- semi. Þann dag var hún sæmd heið- ursmerki Falkaorðunnar. Kosningarnar. »19. júní« hafði ekki tækifæri til að leggja orð í belg um kosningarn- ar, áður en þær fóru fram. Er nú of seint að koma fram með athugasemd- ir, enda er það ekki tilgangur þess- ara lina. Og þessum nýafloknu kosningum má ýmislegt ráða. Fyrst og fremst sýna þær konum stöðu þeirra á stjórn- málaheimilinu. Kosningarréttinn hafa konur í verki, en kjörgengið er enn- þá að mestu aðeins á pappírnum. Svona er það í augum stjórnmála- flokkanna. Allir vildu þeir að kven- kjósendur kysu þeirra menn. En það var brent fyrir að þeir kærðu sig um að fá nokkra konu til að vera í kjöri í nokkru kjördæmi. Og það var af skiljanlegum ástæð- um. Þeim veitti ekki af kjördæmun-

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/199

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.