19. júní - 01.10.1923, Blaðsíða 4

19. júní - 01.10.1923, Blaðsíða 4
92 19. JÖNÍ um handa sínum trúu og auðsveipu flokksmönnum, og nóg var innan flokkanna af mönnum, sem komast vildu á þing. Konurnar gátu ekki komið til greina. Og hætt er við að þær megi bíða lengi þangað til þar standa auð sæti handa þeim. Væri þetta afsakanlegt ef stjórnmálaflokk- arnir flíkuðu að eins þeim mönnum einum, sem afburða-slægur væri í að fá inn á þing. En langt er frá að svo sé. Ef þeir menn, sem mestu ráða í flokkunum, hugsuðu aðeins um hag heildarinnar, myndu þeir láta sér ant um að fá konur, hver úr sínum flokki, til að bjóða sig fram til þingmensku. í*ví það vita þeir vel að á mörg mál líta konur öðruvísi en karlmenn — og er það hverju máli styrkur að vera athugað frá sem flestum hliðum — og konur hafa auga fyrir ýmsu, sem karlmenn koma ekki auga á. En hver getur látið sér detta í hug að stjórnmálaflokkar i kosningahita, hugsi eingöngu um það, sem alþjóð er fyrir bestu? Og eitt er enn. Þingmenskan er launað starf. Starf, sem gefur hæga aðstöðu til bitlinga, þeim, sem vilja nota sér af því. Væri það þá ekki synd að taka brauðið frá börnunum og kasta því í hvolpana. Að þessu athuguðu verða það eng- in vonbrigði, að engin kona var i kjöri við þessar kosníngar. Þess varð ekki vænst, eins og tildrögin lágu. Það hefði verið meira göfuglyndi, en hægt var að gera ráð fyrir, að flokk- arnir hefðu farið að bjóða þeim sæti. Til þess taka þær of lítinn þátt í starfsemi flokkanna. Þá afsökun hafa þeir allir, nema einn — alþýðuflokk- urinn. Kosningarnar voru því hvorki sig- ur né ósigur fyrir konur. En þær sýna, að vilji konurnar njóta beggja réttinda sinna, kosningaréttar og kjör- gengis, í réttu hlutfalli við karlmenn, verða þær að vinna að því sjálfar. Kveðjusendingin Sambandsfundur norðl. kvenna á Akureyri í sumar, hafði það sér til fagnaðarauka í fundarlokin, að leggja framkomu landskjörna kvenfulltrúans á þingi á metaskálar sínar. Og niður- staðan varð almenn óánægjuyfirlýsing. Annað af málunum, sem rætt var í því sambandi, var hússtjórnarskóla- málið. Þar með mun átt við hús- mæðraskólann á Staðarfelli, því á þinginu kom fram tillaga um, að skólinn yrði reistur nú þegar. í grein- argerð sinni sagði frummælandi (J. J.) að alt væri til, bújörð, hús og stofnfé. Þess vegna mætti byrja straks. Nú vita vist allir, að þótt þetla sé gott til skólastofnunar, er það eigi einhlítt. Þetta er að eins efniviðurinn til að framkvæma hugmyndina. En þá vantar hinn lifandi anda, er vekji hana til lífs. Á þingi er ein kona, er þekkingu hefir á skólamálum. Þess vegna veit hún að fleira þarf, en þetta þrent. Það eru að eins hin ytri skil- yrði. En eigi er minna um vert, að undirbúa vel alt, sem snertir fyrir-

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/199

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.