19. júní - 01.10.1923, Blaðsíða 6

19. júní - 01.10.1923, Blaðsíða 6
94 19. JÚNÍ er sannarleg vantraustyfirlýsing á hæfileika kvenna. Þingmenskubraut I. H. B. er ekki löng. En hún hefir sýnt, að vér erum svo hepnar að eiga á þingi, konu, sem er vönd að virðingu sinni. Það sýnir framkoma hennar í þessum málum. Hún hefir ekki viljað kaupa sér lýðhylli, með því að greiða at- kvæði á annan hátt, en þann, er hún vissi sannastan og réttastan. Pá er ónefnt eitt atriði, sem ekki má fram hjá ganga. Konur ættu að minnast þess, að þær eru nýliðar á stjórnmálasviðinu. Sú kona, er nú setur á þingi, er þar brautryðjandi. Aðstaða hennar er erfið. Hafi þessar konur, er Akureyrarfundin sátu, haft nokkur afskifti af því að koma henni i þá ábyrgðarstöðu, þá höfðu þær skyldu til að kasta ekki fram órök- studdum áfellisdómi. En hafi þær látið kosningu hennar afskiftalausa, áttu þær engan rétt á að taka hana út úr hóp þingmanna, til þess að víta framkomu hennar einnar. Tiltæki fundarins gagnar ekkert málstaðnum, sem það mun hafa átt að styðja, því ástæðurnar eru veiga- laust hrófatildur, sem fellur í rústir við nánari athugun, Petta hljóta hlut- aðeigandi konur að sjá. Og þá er ekki ólíklegt að einhver kunni að vera í þeirra hóp, sem sjái eftir að hafa verið með í þessari »vinsam- legu« kveðjusendingu. Sá, er sannarlegt mikilmenni, er eigi glatar barnshjarta sínu. Mencius. Ný lækningaaðferð. (Niðurl.) Coué sagði því næst sjúklingum sínum, að hann réði ekki yfir neinu heilsugefandi afli, og hefði aldrei á æfi sinni læknað nokkurn mann. En þeir bæru, hver og einn, í sér sjálf- um, skilyrði fyrir góðri líðan, væru í þeim skilningi sinnar eigin gæfu smiðir. Árangurinn, sem þeir hefðu séð, væri að þakka hugsunum sjúk- linganna sjálfra. Hann væri aðeins verkfæri, er kallaði slikar hugsanir fram í huga þeirra. En innanað yrðu þær að koma, frá þeim sjálfum. Pað væri til dæmis ekki mikið vit í því, að segja við þann, sem friðlaus væri af tannpínu: »Blessaður vertu ekki að hljóða, þig kennir ekkert til«. Þá staðhæfing getur sjúklingurinn ekki viðurkent, hún verður að eins til þess að ergja hann, og æsa verkinn. En geti sjúklingurinn talið sjálfum sér trú um, að verkurinn sé að minka, þá mun það reynast svo, að því fast- ari tökum sem trúin nær á undir- meðvitund hans, þess betur verður honum að trú sinni, uns verkurinn er með öllu horfinn. Hugsun er máttur. Á því byggir Coué lækningar sínar. Undirmeðvitundin er nokkurskon- ar aflstöð hugsananna, þar myndast þær ósjálfrátt og oss óafvitandi. Ó- sjálfráðu hugsanirnar ákveða stefnu allra starfa mannsins, og gera hann færan um að framkvæma þau. En undirmeðvitundin gjörir meira en það, hún hefir einnig nokkurskonar eftirlit eða yfirumsjón með starfsemi

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/199

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.