Njörður - 05.02.1919, Síða 1

Njörður - 05.02.1919, Síða 1
, IV. ÁRU. || ísafjörður, 5. febrúar 1919. M 1. XB/ýðh,?rö1b. „Vaki Darraðardi-ótt“. Sambandslögin eru nú á komin með því faraldri, sem áður hefir sýnfc verið í þessu blaði. Skal eigi að sinni taka upp affc- ur það sem sagt kefir verið um stórgalla laganna sjálfra, eða ó- svinnu þá sem þing og stjórn sýndi við smíði þeirra. Nú er hendi næsfc, að atbuga hvað íslendingum ber að gjöra. Með „Islendingum“ áéghérvið þá landsmenn sem lika sambands- lögin illa. Þeir sem eru ánægðir með þau verðskulda ekki það heið- ursnafn. Þá kalla ég Danabræður. Til allrar hamingju er mikill meiri kluti landsmanna stórum ó- ánægður með lögin. I þeirratölu eru margir, sem greiddu þeim já- kvæði, og ekki getur hjá þvi farið, að ýmsir þingmanna hafi vonda samvisku. — Um fengið fuliveldi er ekki að tala hjá oss. Tögl og hagldir eru enn þá í Dana hendi; að sumu leyti fastar og öruggar en áður. Hinsvegar má kalla, að tjóður- bandið hafi verið lengt, og það prýtt meir en áður þótti þurfa. I orði kveðnu er oss einnig gef- inn kostur á að smeygja af oss helsinu eftir 25 ár. Raunar er þannig um hnútana búið, með réttindum Dana hér, að full hætta er á því, að innan þess tima verði svo herfc að hálsi þjóðernis vors og sjálfsforræðis, að vér fáum eigi lausnarorðinu upp komið. En oss er skylfc að gjöra alt, sem í voru valdi stendur, til að afstýra þessari hættu. Vér getum margt og mikið; só oss sæmilegt lán léð má vera að oss auðnisfc að vinna það, sem ríð- ur baggamuninn. En hvað sem þvi liður, hvort sem megn vort nægir eður eigi, getum vór sýnt viljann í rösklegri baráttu og fallið með sæmd, ef sigurs er varnað. Ávalfc og alstaðar er allmargt manna, sem fyrir sig og sína eru hinir ágjörnustu „til allra farsæl- legra kJuta“, en ofboð smálátir og sparir á þeim við land og þjóð. Þegar slíkir menn eru látnir ráða, fer illa. • Marga þjóðina hafa þeir færfc að dauðans dyrum. Aftur eru aðrir, því miður tíðast færri, sem vel kunna, fyrir sitt leyti, að una smáu ef á þarf að halda, en aldrei geta sætt sig við kotungskosti til handa lýð og landi. Þessir láta ógjarna á bresta um drengskap og trúnað við þjóð sína. Ur hinna hópi koma svikarar og þjóðníðingar. Næsta kynslóð á þungt verk að vinna; hefur henni að alls óþörfu verið bundinn sá baggi sem meira er en þrekvirki að rísa undir, af- reksverk af sór að velta. Dönurn er með sambandslögun- um heimilað, til jafns við oss sjálfa, bæði land og sær með öllum gögn- um og gæðum. Með þessu er þjóðerni voru stofn- að í hinn mesta háska. Landsmenn hefir henfc sú versta glæpska sem unfc var. öllurn er skylfc, að berja eftir megni í brestina, bæta það sem bætt verður og varna þvi tjóni sem yfir vofir. Engi setugrið eru oss gefin. Þegar á næsta þingi i sumar verður að byrja og taka þá stefnu, sem fram skal halda. Kjósendur verða að hafa vak- andi auga á þinginu og láta þvi eigi haldasfc uppi að bæta gráu ofan á svarfc. Landsmenn' verða að vaka og verja helgidóma sína, ekki með hangandi hendi eða svikarans hiki, heldur með „drengskap og þróttu. Ný komið í verslun Guðrúnar Jónasson allskonar hreinlætisvörur, sömuleiðis sfcórt úrval af barna- leikföngum og margt fleira. í dvala. --€-- Njörður litli hefur legið í dvala að undanförnu, en ris nú upp og litast um. Hefur ýmislegt gjörst síðan hann var á kreiki, og Verður fæst talið hér. Spanska veikin fóríblöðin eins og fólkið, effcir því sem sumir segja, en þvi trúir Njörður ekki; þykisfc vita betur í þeim efnum. Landið, Erón ogPrétfcirnarkváðu farin veg allrar veraldar. Er það ekki nema eðlilegt, 'því þetta voru alfc sjálfstæðisblöð, en þess liáttar er nú úrelt orðið og á ekki lengur við. Það eru varla nema 3 blöð nú hjá oss, sem eiga rétfc á sór. Lögrétfca, til að hvetja lögjöfrv- unarnefndina til starfa, Dagsbrún til að prédika bræðralagið og inn- ræta virðingu fyrir „hinni höfuð- borginniu O; Kaupmannahöfn, og loks Isafold til að kveða niður anda og áhrif Björns frá Djúpadal. * * * Svo er nú Vestri úr sögunni að sinni. Ekki varð spanskan honum að skaða, heldur eiuurðin. Varð honum á að segja mein- ingu sína um ríkan mann. En rétt fyrir jólin át hann alfc hátíðlega ofan í sig, og hót að láta ekki sjá sig fyrst um sinn. Rifcstjórinn gekk í klausfcur. Þá var þetta kveðið: Vestri kall fór á fjall, flutti með sór graufcardall. Settisfc niður og áfc það alfc; þá varð Thor á klónum kalt. * * * Meðan dvalinn var á Nirði, bar sitfc af hverju fyrir hann: Kunningi hans hvíslaði að hon-

x

Njörður

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Njörður
https://timarit.is/publication/200

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.