Njörður - 05.02.1919, Blaðsíða 3

Njörður - 05.02.1919, Blaðsíða 3
NJÖRÐUR. Stóra norræna ritsíniafélagið. Félag þetta er ekki sáríátækt. í árslok 1917 voru simar þess metnir 45x/2 miljón króna; verð- bréfa eign þess var nærri 32 mifj- ónir (31,8), inneign í bönkum og peningar í sjóði 24 miljónir. Varasjóður félagsins er talinn 48,7 miljónir kr. svo það er ekki i hættu þó sma óköpp beri að hendi. Hlutafé þess nemur 27 miljón- um kr. og arður til hluthafa var í fyrra 22°/0. Árið 1915 græddi félagið hátt á 11. miljón (10,7) kr. . Mun það vera þess mesti árs- gróði. Sá í fyrra var liðugar 7 miljónir (7,2).------------ Nær væri að viðkomandi riki ættu þetta og þvilík fyrirtæki held- ur en einstakir menn eða gróða- félög. Góðra gjalda vert. Nokkrir helstu Danabræður hér á tsafirði efndu til fagnaðar á nýársdag. Kölluðu þeir það fullveldishátíð eða eitthvað þessháttar. í hátíðarsalnum, Templarahús- inu, er mynd af Jóni Sigurðssyni forseta. Hún sást ekki þenna dag. Var hulin eða burt flutt. Þykir þetta benda á, að eigi hafi öll fagnaðarnefndin verið bligð- unarlaus, enda átti forsetinn þar einn náfrænda. Ollum þeim, fjær og nær sem sýndu mér hluttekningu við lát og flutning konu minnar til leg- staðar, votta ég hórmeð innilegt þakklæti. Suðureyri, Súgandafirði, h. 30. des. 1918. Örnólfur Valdimarsson. ~_____________ ¦ I I II ihii.___________LIHJIMM Likkistur fást nú og framvegis hjá undirrit- uðum trésmiðum í Hafnarstræti 33. ísafirði, 12. des. 1918. Jón H. Sigmundsson Jón Þ. Ölafsson. í söluhúð BökunarMagsins fæst amerikanskt soldátakjöt (samskonar og hjá Jóni Edwald). Verðið lágt. Heildsöluverzlunin IMATHAN & OLSEN á ísafirði óskar öllum sinum viðskiftavinum gleðilegs og hagnaðarriks nýárs, með bestu þökk fyrir viðskiftin á hinu umliðna ári og óskar eftir framtíðar samvinnu við þá. ísafirði, 1. jari. 1919. p.p. Xathan & Olsen Jóhannes Stefánsson. H.f. Eimskipfélaíi íslands. Aðalfundur. Aðalfundur Hlutafólagsins Eimskipafólags íslands verður haldinn í Iðnaðarmannahúsinu í Reykjavík, laugardaginn 38. júni 1919, og hefst kl. 1 e. h. IDsig'slcrá,: 2. 3. 4. B. 7. Stjórn félagsins skýrir frá hag þess og framkvæmdum á liðnu starfsári, og frá starfstilhöguninni á yfirstandandi ári og ástæðum fyrir henni, og leggur fram til úrskurðar endurskoðaða reksturs- reikninga til 31. desember 1918 og efnakagsróikning með athuga- semdum endurskoðenda, svörum stjórnarinnar og tillögum til ur- skurðar frá endurskoðendum. Tekin ákvörðun um tillögur stjórnarinnar um skiftingu ársarðsins. Tillögur um lagabreytingar. Kosning 4 manna í stjórn félagsins i stað þeirra, sem úr ganga samkvæmt félagslögunum. Kosinn endurskoðandi i stað þess er frá fer, og einn varaendur- skoðandi. TJmræður og atkvæðagreiðsla um frumvarp til reglugerðar fyrir Eftirlaunasjóð h.f. Eimskipafélags íslands. Umræður og atkvæðagreiðsla um önnur mál, sem upp kunna að verða borin. Þeir einir geta sótt fundinn, sem hafa aðgöngumiða. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöfum og umboðsmönnum hluthafa á skrifstofu félagsins í Eeykjavík, eða öðrum stað, sem auglýstur verður síðar, dagana 24.—26. júní, að báðum dögum meðtöldum. Menn geta fengið eyðublöð fyrir umboð til að sækja fundinn hjá hlutafjársöfn- urunum um alt land og afgreiðslumönnum félagsins, svo og á aðal- skrifstofu ielagsins í Reykjavík. _ Eeykjavík, 30. desember 1918. Stjórn M. Eimskipafélags íslands. Mór til sölu sérlega góður, leir- og moldar-laus, lika skraufþurr. Nánari upplýsingar í verzlun Björns (xuðmundssonar. Kristján Arinljjarnarson settur hóraðslæknir. Tangagötu 23. Heima til viðtals kl. 10 til 12 f. h. og B—6 e. h. virka daga en helga daga kl. 10—12 f. h.

x

Njörður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Njörður
https://timarit.is/publication/200

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.