Njörður - 21.02.1919, Blaðsíða 3

Njörður - 21.02.1919, Blaðsíða 3
NJÖRÐUR. 7 Alpha-mótorvélar. Það er almannarómur, bygður á margra ára reynalu, að hinar endurbættu Alpha-mótorvélar séu að öllu samanlögðu beztu mótorvólarnar, sem hór hafa verið notaðar. Aðal-umboð á þessum vélum hefi eg nú. ísafirði, 14. febrúar 1919. * O. P. CDairíösson. Hjét sJóxii l^órólfss^mi fæst: Hamar-sköft. Sleggju-sköft. Handsápa. Strákústar. önglar nr. 7. Kókó-strátrossur sverar til landfesta á skip við bryggjur. Stál- burstar á við. Járnsagir og blöð. Hjökkur og sköft til vara. Þjalir stórt úrval. I jóðabelgír ágætir. 3 sortir hnífar. Manilla af öllum sverleika frá 1—5”. Bik. Verk. Saumur smár og stór x lausri vigt. Seg'lciúlic frá nr. 7—4 með lækkuðu verði um 20% Taumagarn á haflóðir. Patent-farfa og margt fleira. Kornið! Lítið inn! Með virðingu Jón Albert Þórölfsson. Bæjarstjórnin. Hún hafði fund á miðvikudags- kvöldið var (19. þ. m.) Helsta mál á dagskrá var frv. til reglugjörðar eða samþyktar um leiging fjörulóða. Hefir það verið svo árum skiftir á döfinni. Frv. það sem nú lá fyrir, hafði byggingarnefnd gjört og ætlaðist hþn til að leiga eftir fjörulóðir væri 5 kr. af hundraði virðingar- verðs og virðing endurnýjuð á 10 ára fresti. Leigutími settur 50 ár. Að honurn loknum skildi bæn- um heimil mannvirki fyrir tvo þriðjunga sannvirðis. Ekki leist Ó. F. Davíðssyni á þessi boðorð. Stakk hann upp á nýrri nefnd í málið. Þetta aðhyltust allir hinir átt- nngarnir, en Helgi Sveinsson og M. Torfa9on vildu ekki slíkt marg- læti. — Þá var lögregluþjóns starfið til umræðu. Hefur lögregluþjórminn sagt upp starfi sínu og nætur- vörðurinn líka. Guðm. Bergsson vildi slá þess- um störfum saman. Hefur heyrst að þá mundi meiri árvekni að vænta, ef einn gegndi báðum, og góður árangur vissari æf hann hefði þannig tvö járn í eldinum. Ekki urðu samt nema þrírhon- um samhuga um þetta snjailræði og er bágt til þess að vita! Var ákveðið að auglýsa lög- regluþjónsstarfið með svofeldum launakjörum: Föst laun ■. kr. 1500,00 dýrtiðaruppbót — 300,00 til klæða . . — 100,00 Segi og skrifa kr. 1900,00 Hór af má vænta þess árangurs, nð ónytjungar einir sæki um etarfann. Léttir. Lítilsháttar vottur sÓ9t til verð- lækkunar á sumu siðan stríðinu slotaði. Landsverslun hefur lækkað verð á kolum og sykri og Eimskipa- fólag íslands fært niður farmgjöld milli Ameriku og íslands um 40 kr. á smál. Fiskur er mikill hór úti fyrir þegar gefur, en það er stopult. Þjóðbankinn danski. Hann má kallast æruverður öld- ungur þjóðbankinn í Kaupmanna- höfn, þvi í siðustu júnilok hafði hann starfað 100 ár. Kann sá karl frá mörgu að segja; hefur komið víða við í búnaði, húsabyggingum, iðnaði og versl- un Dana. Einnig hefur hann haft drjúgt við önnur lönd saman að sælda og það sjálf stórveldin. Dálitið hefur hann kynst Islandi, sem ekki er furða. Eflaust hefur hann einhverntíma átt í vök að verjast, en útkoman eftir aldarstarfið er víst sæmileg og gott var síðasta ár, þá græddi hann í kring um 9 miljónir að öllum gjöldum frá dregnum. I lok reikningsársins átti hann gull sem hór segir: Danskt gull, mótað 16,8 milj. Erlent — — 137,0 — Ómótað — 39,9 — Þetta er fast að 190 milj. (189,7) svo ekki sleikja gullsmiðirnir hverja gullögn út úr bönkunum þar í I Höfn eins og sumstaðar. Varasjóði bankans telja „Versl- unartiðindin“ 14 miljónir króna og má ekki mikið heita. Þjóðbankinn hefur einkarétt til seðlaútgáfu í landinu. Svona hafa Danir það hjá sór. Þetta gátum við ekki tekið eft- ir þeim. XJppsettar löðir fást kéyptar við sammgjörnu verði. Ritstjórinn vísar á. X3á/tmr. Á leigu fæst bátnr, hentugur til róðra í Inn-Djúpinu, með rá og reiða. Semja má við Guðm. Jensson Silfurgötu 11 á ísafirði. Steinbítur. Steinbít hertan, ágætan, selur Páll Pálsson í Hnífsdal. Fagnaður atdraðra. Kvenfólagið „Hlíf“ skemti gam- almennum bæjarins sunnudaginn 9. þ. m. Var byrjað kl. 4 og hætt kl. 3 á mánudagsnótt. Þar var jetið og drukkið, tölur haldnar, skáldskapur lesinn, ljóð sungin og leikur sýndur. Auk þess skrafaði maður við mann og allir skemtu sér prýði- lega. Fjölda margir hafa beðið Njörð að skila kæru þakklæti fyrir sig og gjörir hann það hér með.

x

Njörður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Njörður
https://timarit.is/publication/200

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.