Njörður - 24.10.1919, Blaðsíða 2

Njörður - 24.10.1919, Blaðsíða 2
10 NJÖRÐUB. Verða þeir þá sem nýr fugl, Fönix, stíginn upp af ráðleysis- öskn þeirri, sein þeir undanfarið hafa virst brölta í. En skyldi nokkuð á skorta, er gott að hafa haft vaðið fyrir neð- an sig. IV. Hinir svo nefndu vinstrimenn áttu upptökin að bæjarstjóranum; þeir bera hann nú einnig fram og ur þeirra flokki ætlast þeir til að hann verði valinn, ef til kemur. Mætti því sýnast sem hann yrði á þeirra ábyrgð, einna saman. Þó er þetta eigi svo. Hver sá borgari, sem fyrir sitt leyti leyfir, eða líður, án andmæla eða mótspyrnu að hann verði nú settur, genguríábyrgðinameðþeim. Þingmaður bæjarins Magnús Torfason kom heim af þingi með Suðurlandi. Fór það úr Keykjavík í byrjun október og att til Akureyrar, með- fram til að flytja þingrnenn heim. Þann 12. þ. m. sagði hann þing- fréttir i Templarhúsinu. Skýrði hann stuttlega frá helstu málunum og aðalstörfum þingsins- Fátt eitt af gjörðum þingsins kom Isafiiði sérstak'ega við; það sem það var skifti það saint miklu og fór illa úr hendi að lokum. Efri deild samþykti greiðlega hafnarlög fyrir ísafjörð, en neðri deild feldi þau. Gjörði hún það í skjóli sumra manna hér, eða eins og kallað var: Af því ísfirðingar sjálfir væru ekki einhuga í því, hvar og hvemig höfnin ætti að vera. Gæti þetta verið alvarleg hug- vekja fyrir bæjarbúa. Bannmálið í Horegi Nýskeð hefir farið fram atkvæða- greiðsla um það í Noregi hvort halda skyldi áfram með vínbannið. Þóttust andbanningar þar góðir fyrir sinn hatt og kváðust ætla að sigra. Þetta fór samt alt öðruvísi, því með banninu urðu 442350 atkv. en okki nema 285812 atkv. á móti. Meira en 3 af hverjum 5 eru þann- ig með banninu og má það prýði- legt kalla, einkum af því hluttak- an í atkvæðagreiðslunni var dágóð. ÚTSAI.A! ÚTSALA! Verzlunin Ljónið hefur nú afarmiklar vörubirgðir. Nauðsynjavörur, hreinlætisvörur, tóbaksvörur með fleira .sem hún selur ódýrt til að rýma fyrir nýjum vörum. Mikið kaffi kemur nú með e.s. „G-ullfoss" eem einnig verður selt ódýrt. Útsala þessi verður að- eins vikutíma og byrjar næstkomandi þriðiudag 28. okt. Vöruverðið* verður auglýst í búðinni fyrsta útsöludaginn. Virðingarfylst pr. verzlunin LJÓNIÐ 6. Hjálmarsson. Er svo sagt að fullir 60 af hundr- aði kjósenda hafi greitt atkvæði. Þetta horfir frændum vorum, Norðmönnum, til gagns og sóma. Þar að auki léttir það oss leiðina er banninu vex fylgi og fram- kvæmd hjá grannþjóðum vorum. Áður mörg ár líða fær bannið fylgi meirihlutans bæði í Svíþjóð og Danmörku. ísland þarf því ekki að kvíða því, að verða lengi látið eitt síns liðs í baráttunni við vinnautnina. Kosningar. Kosið skal til aukaþings þann 15. nóvember. Þetta er aðeins hálfura öðrum mánuði eftir þingslit. Slíkt er óhæfilga stuttur frestur, beint til þess fallinn, að gæta þingmanna við falli nær um allar sveitir. Er fullhart á, að þetta sé nóg- ur timi í kaupstöðum. Jón Magnússon hefur reynsluna fyrir sér síðan í fyrra, hve vel það getur komið sór, að skamta kjósendum tímann úr hnefa. I 9 e'nmenningskjördæmum eru gömlu þingmennirnir sjálfkjörnir af því engir hafa boðið sig þar fram. Þessir eru: 1. Pétur Ottesen þm. Borgfirðinga 2. Halldór Steinsson þm. Snæfellinga, 3. Sigurður Stefánsson þm. N.-ísfirðinga, 4. Pétur Jónsson þm. S-Þmgeyinga, ^ýkomið: Silkiregnkápur. karla og kvenna. Peysur. Trollbuxur. hvítar og gráar. Trolldoppur. Leðuraxlab. Olíufatn. alls konar. Gummiatig- vél. Erviðisfatnaður. Maskínufót. Olíuofnar. Handlugtir. Bauju- lugtir. Linur. Taumar. Önglar. Taumagarn. Barkalitur. Klossa f. unglinga. Járn og koparskrúf- ur hvergi ódýrari. Blokkir stórt úrval. Blykkfötur og ótal margt fleira í versl. H. Guöbjartssonar. Póstgötu 6. 5. Benedikt Sveinsson þm. N.-Þingeyinga. 6. Jóh. Jóhannesson þm. Seyðisfjarðar, 7. Þorl. Jónsson þm. A.-Skaptfellinga, 8. Gísli Sveinsson þm. V.-Skaptfellinga, 9. Karl Einarsson þm. Vestmanneyja. Jón Auöunn Jónsson útbússtjóri Landabankans hér býður sig til þings gegn Magnúsi Torfasyni bæjarfógeta. Á síðustu þingum hefur engi stutt mál Landsbankans betur né skörulegar heldur en þingmaður bæjarins. Framboð Jóns Auðuns virðist því Ijós vottur þess, að eitthvað þyki honum hendi nær, heldur en að verja starfi sínu í þarfir bank- ans. Kunnugum kemur þetta ekki mjög á óvart, því margt þótti áð- ur benda til, að hann væri teknm að hugsa frá bankanum.

x

Njörður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Njörður
https://timarit.is/publication/200

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.