Njörður - 07.11.1919, Blaðsíða 2

Njörður - 07.11.1919, Blaðsíða 2
NJÖRÐUE. Frá alþingi. Þingið í sumar stóð nær til loka septembermánaðar. Hafði það til meðferðar mörg mál og ekki fá þeirra stórmerki- leg. — Sambandslögin hafa í för með sér miklar breytingar á eldri lög- um og gefa efni til nokkurra nýrra laga. Fyrst og fremst varð að breyta stjórnarskránni, eða réttara sagt semja nýja, talsvert frábrugðna þeirri, sem nú gildir. Sambandslögin veita Dönum jafnrótti við oss bér í landinu. Þetta nær meðal annars til kosn- ingarréttar og kjörgengis. I frv. stjórnarinnar var ekki heimtuð lengri landsvist en eins árs dvöl i kjördæminu til þess að ná kosningarrétti og kjörgengi. Þetta var sjáanlega eftir „kokka- bók" Dana, en þingmönnum leyst fæstum á blikuna. ¦ Varð þæfa mikil um þetta atriði, en svo lauk, að 5 ára báseta í landinu var heimtuð. Flestir góðir oíí gildir heima- stjórnarmenn vildu þó láta eitt ár nægja eins og stjórnin hafði sett 29. gr. þeirrar tilvonandi stjórn- arskrár hljóðar svo: „Kosningarrétt við kosningartil alþingis í sórstökum kjördæmum hafa allir, karlar og konur, sem eru 25 ára eða eldri, er kosning fer fram, og hafa ríkisborgararétt hér á landi og verið búsettir í landinu síðustu fimm ár áður en kosningar fara fram. Þó getur enginn átt kosningarrétt, nema hann hafi óflekkað mannorð, hafi verið heimilisfastur í kjördæminu 1 ár og sé fjár síns ráðandi, enda ekki í skuld fyrir þeginn sveitar- styrk. Gift kona telst fjár síns ráðandi, þótt hiin eígi óskilið fjárlag með manni sinum. Með sömu skilyrðum hafa karl- ar og konur, sem eru 35 ára eða eldri, kosningarrétt til hlutbund- inna kosninga um landið alt. Að öðru leyti setja kosningar- lög nánari reglur um kosningar og um það, í hverri röð varamenn skuli koma í stað aðalmanna í efri deild". — Eins og sést er konum hér veitt- ur jafn kosningarréttur við karla. Saraa er og um kjörgengi. — Sainin voru lög um hæstarétt, því ekki hæfir að liafa hann leng- ur í Danmörku. Þá voru gjörð lög um eignar- rétt og afnotarétt fasteigna. Þar segir svo í upphafi 1. gr.: „Enginn má öðlast eignarrétt eða notgunarrétt yfir fasteignum á landi hér, hvort sem er fyrir frjálsa afhending eða nauðungar- ráðstöfun, hjónaband, erfðir eða afsal, nema þeim skilyrðum sé fullnægt, sem nú skal greina: 1. Ef einstakur maður er, þá skal hann vera heimilisfastur hér á landi. 2. Ef fleiri menn eru í félagi, og ber hver fulla ábyrgð á skuld- um félagsins, þá skulu þeir allir vera heimilisfastir hér á landi. 3. Ef félag er, og bera sumir fulla en sumir takmarkaða ábyrgð á skuldum félagsins, þá skulu þeir, er fulla ábyrgð bera, allir vera hér heimilisfastir, enda skal fé- lagið hafa hér heimili og varn- arþing og stjórnendur allir vera hér heimilisfastir. 4. Ef félag er, þar sem enginn fé- lagi ber fulla ábyrgð á skuld- um félagsins, eða stofnun, þá skal félagið eða stofnunin hafa hór heimilisfestu". Þessi ákvæði ná til hverskonar afnotaréttar, t. d. veiðiréttar, vatDs- réttar, námuréttinda o. s. frv. Þó er ráðuneytinu veitt vald til rýmkunar að sumu Jeyti ef nauðsyn þykir til bera. Þá eru lög um skrásetning skipa Þar segir svo: „Til þess að skip geti orðið skrásett á Islandi og öðlast rétt til að hafa íslenskan fána, verða þau að fullnægja þeim skilyrðum, er hér segir: 1. Ef einstakur maður á skip, þá skal hann hafa íslenskt rikis- fang og hafa verið heimilisfast- ur á Islandi að minnsta kosti 1 ár eða haft heimilisfestu sam- fleytt hér á landi 5 síðustu árin. 2. Ef skip er eign fólags, þar sem hver félagi ber fulla ábyrgð á skuldura félagsins, þá skulu *2/s þeirra félaga fullnægja skilyrð- um 1. tölul. um ríkisfang og búsetu. 3. Ef skip er eign félags, þar sem sumir félagar bera fulla ábyrgð á skuldum félagsins, þá skulu þeir fullnægja skilyrðum 2. tölul. en þar að 'auki skal heimili fé- lagsins og varnarþing vara hór á landi og stjórnendur þesseiga hver hlut í fólaginu og full- nægja skilyrðum 1. tölul. um ríkisfang og búsetu. 4 Ef skip er eign félags með tak- markaðri ábyrgð, eða stofnunar, þá skal heimili fólagsins, eða stofnunarinnar, og varnarþing vera á íslandi og stjórnendur skulu ennfremur fullnægja skil- yrðum 1. töluliðs um ríkisfaug og búsetu, og ef fólag er, þá skulu þeir að auki hver eiga hlut í fólaginu". — Enn eru lög um ríkisborgara- rétt, hversu menn fá hann og missa. Þar er 1. gr. svo: „Skilgetið barn verður íslensk- ur ríkisborgari, ef faðir þess er það, og óskiigetið, ef móðir þess er það". 3. gr. mælir svo fyrir: „Kona fær ríkisfang manns síns. Sama er um ósjálfráða börn, er þau hafa átt saman áður en þau gengu að eigast". 4. gr. „Veita má mönnum ríkisborg- ararétt með lögum. Fer þá um konu manns og börn þeirra eftir 3. gr. og um óskilget- in börn konu eftir 1. gr. nema lögin láti öðru vísi um mæltu. 9. gr. „íslenskir ríkisborgarar skulu þeir allir vera, sem áttu lögheim- ili á Islandi 1. des. 1918, með þeim undantekningum sem hér segir: 1. Þegnar annara rikja en íslands og Danmerkur, sem lógheimili áttu á íslandi 1. des. 1918, halda ríkisfangi sínu. 2 Þeir er hvergi áttu ríkisfang 1. des. 1918. 3. Danskir rikisborgarar, sem lög- heimili áttu á Islandi 1. des. 1918 og eigi mundu vera orðnir íslenskir rfkisborgarar samkvæmt ákvæðum þessara laga, þó að þau hefðu gilt fyrir 1. des. 1918, skulu halda dönskum ríkisborg- ararétti, en hafa þó rétt til að áskilja sér íslenskt ríkisfang, ef þeir lýsa því skriflega fyrir lög- reglustjóra eigi siðar en 31. des. 1921.-------------u öll eru hér nefud lagaboð ó- missandi til að draga úr hættu þeirri, sem Iandi voru stafar af 6.. gr. sambandslaganna. Samt er ýmsum málum óskipað: ennþá, er að slíku lúta. Þannig eru ósamin lög um at- vinnurétt. Kom fram frumvarp í þá átt, en varð eigi útrætt.

x

Njörður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Njörður
https://timarit.is/publication/200

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.