Njörður - 07.11.1919, Blaðsíða 3

Njörður - 07.11.1919, Blaðsíða 3
NJÖRÐUR. 15 Þingmálafundur verður haldinn í Templarahúsinu laugardag 8. nÓYbrm. 1919, kl. 8. siðd. Þingmannsefni ísafjarðar. Mótorkútter Merkúr fæst keyptur. Gott verð og góðir borgunarskilmaálar. Skip, vél og segl alt sett í stand og er sem nýtt. Lysthafendur snúi sór til eiganda, Skúla Einarssonar, eða Jónasar Tómassonar Isafirði. „Vegur er undir, vegur er yfir, vegur er alla vega“. Morgunblaðið er kátleg kind. Það minnist lítt eður ekki á kosningar og frambjóðendur i Rvík. Er engu likara heldur en það sé þar bæði í framfóta og aftur- fóta hafti. Út um sveitir leikur það lans- ari hala, en tíðast verður því talað um frambjóðendur hér á Isafirði. Hælir það Jóni Auðnnn á.hvert reipi og hirðir eigi þótt að skopi verði í kunnugra eyrnm. Þar á móti ftéðst það á Maguús Torfason bæði í eigin nafni, und- ir væng einhvera sem kallar sig ísfirðing og S. K. Árásir þessar eru ekki annað en gamlar, margjaplaðar „vinstri- mannalygar“ héðan lir bænum og munu því vissulega auka kjörfylgi Magnúsar Torfasonar að iniklum mun. Næst lofi góðra manna er ekkert meiri vegsauki en last vondra. Magnús Torfason hefir gnótt hvorstveggja. Eru svo margir góðir menn reiðubúnir að tjá lof bans, að sjálft Morgunblaðið hefir orðið að gefa rúm einum þeirra, sem kallar sig „sjómannu. — Má þess vænta, að ísfirðingar láti á kjördegi „raunina“ verða Magnúsi Torfasyni öllu „lofi betriu. Bæjarstjói'anum Ixrundið. Síðustu sumacnóttina hefir bæj- arstjórninni verið eitthvað óvært, því árla morguns, fyrsta vetrar- dagÍDn, auglýsti hún, að ekki skildi bæjarstjórinn setjast í embættið fyr en 1. apríl. Hefur þetta líklega átt að mýkja hugi manna; en ekki tókst það betur en svo, að bæjarstjórinn var lagður að velli við túngarðinn, án alls liávaða. Baixnmálið í lleykjavík. Andbanningar hafa oftast hátt um sig i R.vik og bannlagabrota gætir þar ekki lítið. Almenningsálit getur ekki kom- ið glöggt fram nema við stöku tækifæri. Nú er eitt slíkt þar sem þing- kosningarnar eru. Hefur álit almennings sjaldan komið jafn skýrt fram i nokkru máli, sem bannmálinu í Rvík að þessu sinni. Þar bjóðast 5 menn til þing- setu og allir bannmenn. _ Engum manni, og eDn síður nokkrum flokki, þykir árennilegt að leita kjörfylgis í Reykjavík öðrum til handa en bannmönnum. Nl KO Kartöflur, franskar og danskar. Kandís, heill og mulinn. Melis, heill og steyttur. Jarðarberja og ávaxta sulta. Rúsinur. Sveskjur. Margarine. Plöntufeiti. Mör. Tólg. Mysuostur. Goudaostur. Niður- soðið dilkakjöt. Ananas. Apricosur. Sardínur reyktar í olíu. Súpu- terningar. Súpujurtir. Ymsar káltegundir. Tilbúin drengjaföt. Yetrarfrakk- ar fleiri stærðir. Peisur dömu og herra. Sokkar dömu og herra. Polarföt drengja. Nærfatnaður. Húfur. Hattar. Skótau. Söngva-leikföng fyrir börn. Yæntanlegt með „Islandiu mikið vöru-úrval. G. B. GuOmumlsson. Silfurgötu 9. Sá sem keypti rokk á uppboði Skúla Einarssonar í haust, gjöri svo vel og komi til viðtals á prentsm. Njarðar. ^Jað er ekki aðalatriðið — hvað búðin er stór. — Heldur hitt hvað verðið er gott. Hvers vegna? Yegna þess! að ef þér kaupið útgerðarvörur og ýmsar aðrar vörur sem fást hjá Helga Guðbjartssyni Póstgötu 6 þá kaupið þór réttar vörur fyrir rótt verð og á róttum stað. Tilmæli. Sá sem fékk decimalvigt að láni hjá manninum mínum sál. Sigm. Brandssyni, skili henni til mín sem allra fyrst. ísafirði, 6. nóv. 1919. Júlíana Öladóttip. ÞAKKARORÐ. Hjartans þakkir vottum við hér- með öllum þeim, sem hjálpuðu okkur i sjúkleik og bágindum okkar í fyrravetur. Sórstaklega nefnum við hjónin á Bakka Jónas Þorvarðsson og konu hans. Einnig Helgu Sig- urðardóttur í Hnífsdal, Ásgeir Guð- bjartsson og konu hans og loks kvenfélagið Hvöt í Hnífsdal. ísafirði, 25. okt. 1919. Hannes Helgason, Jakobína Giiðmundssdöttir.

x

Njörður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Njörður
https://timarit.is/publication/200

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.