Njörður - 14.11.1919, Blaðsíða 1

Njörður - 14.11.1919, Blaðsíða 1
Njðrður. -»3 Ritstjóri: síra Cruðm. Gruðmundsson. &*- IV. ÁRG. ísafjörður, 14. nóvember 1919. M Till^ynning*. Meðan jeg dvel erlendis í vetur tek jeg að mér að kaupa báta. veiðarfæri, tuunur og salt; sömuleiðis sölu á lýsi og síld. Einnig tekst jeg fleira á hendur ef óskað er, Sanngjörn ómakslaun. Utanáskrift til mín er: O. G. Syre Skudesnæs, Norge. Heiðursdagur kjðsenda. Kjördagar eru heiðursdagar kjós- ■enda; aldrei vantar mínna á jafn- rétti meðal þeirra. Hver sem að kjörborði kemst, getur óhindraður greitt þar at- kvæði sitt eftir eigin sannfæring og vilja; þetta hans atkvæði er jafn þungt á metunum hvort sem hann, endrarnær, á mikið eða lítið undir sér. Fátæklingarnir og einstæðingarn- ir leggja jafnþungt lóð i atkvæða- kaasann, sem þeir ríku og frænd- mörgu, eða þeir er gnótt hafa spor- göngumanna. Á þeim dögum mega hinir svo nefndu smærri menn kenna mann- gildi sitt venju fremur. Á kjördegi gjörist enginn til að óvirða þá, heldur viðurkenna allir vald þeirra og leita sér styrks hjá. — Á morgun er einn slikur heiðursdagur. Þá er kjósendum margra kjör- dæma gefinn kostur á að neyta valds sins, til að velja um þau þingmanna-efni, sem í boði eru. — Isfirskir kjósendur hafa sér á morgun sinn heiðursdag. Þeim ber að neyta valds síns bænum og landinu til gagns og sér til sæmdar, þeir hafa rétt til þess sjálfir að velja og hafna. Þann rétt skulu þeir engann láta frá sér taka, eða af sér telja. Ekki skulu þeir heldur láta hann af sér lokka með fögrum heitum, féboðum eða giligjöfum, sem illir menn kunna að hafa á boðstólum. Kosninga undirbúningi er nú lokið; má svo kalla, að kjósendur hafi fullráðið hvorn þeir skuli velja og hverjum hafna. Menn hafa skipað sér i flokka hvorir um sinn mann, og eiga nú það eitt eftir, að fylgja honurn að Jíjörborði til fullra úrslita. —* — Sný ég þvi máli mínu til þeirra, sem efla vilja Magnús Torfason til þingfarar. Stöndum öll rösklega upp með honum á morgun og látum ekk- ert liamla oss frá að greiða atkvæði. Látum engra úrtölur eða áeggj- anir koma oss til að sitja heima. Verum þess minnugir, að eitt einasta atkvæði getur ráðið úr- slitum, og hugsum hver um sig að vér ráðum þessu eina. — Engri kosningu er nú meiri gaumur geiinn heldur en þeirri, sem hér fer fram á morgun; má svo kalla að augu allra lands- manna hvíli á oss. Ef vér látum ræna oss sigrinum, látum þar með ræna oss heiðrin- um, og með heiðursráni voru fylgja vonbrigði fyrir alla, sem unna oss sómahlutar. Þetta getum vér engan veginn látið oss liggja í léttu rúmi. Þó skiftir það meiru, að mörg- um góðum og mikilsverðum mái- um er hinn mesti skaði unninn, ef Magnúsi Torfasyni verður hrundið. Vér hinir mörgu og smáu ber- um ábyrgðina. Þokum oss saman og myndum fylking þykka og harðsnúna. Göngum fram einhuga, án yfir- lætis, ósveigjanlegir. „Látum skifta guðs giftu“ og daginn á morgun verða sannan heiðursdag fyrir oss sjálfa, fyrir þingmannsefni vort og fyrir þetta kjördæmi og landið alt. Nýkomnir Hollenzkir vindlar margar tegundir. LOPTDR k ÁGÚST. ALLAE BB.AUÐYÖRUR er bezt að kaupa hjá i Bökunarfélagi ísfirðinga Silfurgötu 11. Viimuodur Jo'nsson héraðslæknir Silfurgötu 7 heiraa til viðtals: kl. 10—11 f. h. og kl. 6-7 e. h. Virtu þig ekki of lágt. — » — Sjóræningjar tóku einu sinni Július Cæsar höndum og kröfðu hann lausnargjalds, sem að þeirra áliti var all hátt. Hann dró dár að upphæðinni og kvaðst skyldu iáta þá hafa tí- falt meira. Sáu þeir þá, að hér var mikil- menni og höfðu hann í hávegum uns lausnargjaldið kom. Kjósendur! Virðið yður ekki of lágt, látið yður ekki vanta að kjörborðinu.

x

Njörður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Njörður
https://timarit.is/publication/200

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.