Njörður - 23.12.1919, Blaðsíða 1

Njörður - 23.12.1919, Blaðsíða 1
Njöröur. Ritstjóri: síra Gruðm. (ruðmundsson. ss*- IV. ÁRÖ. ísafjörður, 23. desember 1919. M O. Þingið nýja. Tilkynnincr. Meðan jeg dvel erlendis í vetur tek jeg að mér að kaupa báta, voiðarfæri, tunnur og salt; sömuleiðis sölu á lýsi og síld. Einnig tekst jeg fleira á liendur ef óskað er. Sanngjörn ómakslaun. Utanáskrift til mín er: O. G. Syre Sliudesnæs, Norge. Þingrofið náði til 34 sæta, er öll skyldu skipast á ný. Gekk fljótt og fyrirhafnarlítið með 9 þeirra, þvi ekki buðu sig þar aðrir fram en fyrverandi þing- mennirnir, svo þeir voru sjálf- kjörnir. Af þeirn 25 sem eftir voru eru 12 skipuð nýjum mönnum. Má það kallast mikil manna- breyting. Þessir 12 eru: í Reykjavík Sveinn Björnsson og Jakob Möller. I Gullbringu- og Kjósarsýslu Einar Þorgilsson. í Árnessýslu Eiríkur Einarsson og Þorleifur Guðmundsson. í ítangárvallasýslu Gunnar Sigurðsson og Guðm. Guðfinnsson. í Suður-Múlasýslu Sigurður Hjörleifsson í Norður-Múlasýslu Björn Hallsson í Skagafjarðarsýslu Jón Sigurðsson Á Isafirði Jón A. Jónsson. í Vestur-ísafjarðarsýslu Ólafur Proppé. Þrjár tegundir manna láta mest til sín taka hjá oss, nú sem stendur: Kaupmenn, braskarar og læknar. Teljast langflestir nýju menn- irnir til þessara. Má þar af nokkuð sjá hugi kjós- enda og hvaða gæði þeir telja mætust. Þegar kaupmenn og braskarar fara að taka í lurginn á bændum og búkörlum er lika gott að hafa nóga lækna við hendina. — - Svo var síðasta þing flokkum skipað, að þvi var um megn að mynda meirihluta stjórn. Ekki virðist það nýja stórum betur statt í því efni, hvernig sem úr rætist. Þingflokkarnir eru 4 eins og áður og 11 eða 12 þingmenn tald- ir utan flokka. í engum flokki eru taldir fleiri en 12. Má því hamingjan ráða hvernig tekst að klöngra upp stjórn úr þessu efni svo styrkri, að hún standi lengur en þangað til klaki fer úr jörð. Titt hrynur haustbygging. Svívirðing. Kosningin hér á ísafirði 15. f. m. er hin mesta svívirðing. Fyr og síðar hafa kosningar oft mishepnast, að ýmsu leyti. Stund- um hafa þær orkað tvímælis, hvort gildar væru. Þessa vituin vér eina svívirðu- lega hór á landi. Þetta orkar ekki tvimælis; veld- ur engum ágreiningi meðal þeirra, sem hið sanna vita og ekki eru gjörsneyddir æru og samvisku. Hór þarf enginn mannamunur að koma til greina; ekkert tillit þarf að taka til flokka eða skoð- ana í þjóðmálum. Þó þetta só næsta mikilvægt í sjálfu sór, verður það hér auka- atriði. Svívirðingin er að minnstu leyti fólgin í því, að Jón Auðuun náði kosningu, þó ljótt sé. Hún er fólgin í þvi, að honum til framdráttar var beitt mútum, freklega og á marga vegu. ALLAR BRAUÐVÖRUR er bezt að kaupa hjá Bökunarfélagi ísfiröinga Silfurgötu 11. Gíligjafir voru gefnar, og ýms- um lilunnindum heitið til að afla honum atkvæða. Áheit svo kölluð, voru óspart gjörð, þannig t. d. að B. kom til kjósandans A. og hét honum fó eða öðrum gæðum ef J'on Auðunn nœðí komingu. Sumum voru boðnir peningar út í hönd til að kjósa Jón Auðunn o. s. frv. o. s. frv. Með sliku athæfi eru kjósend- urnir svivirtir og tilraun gjörð til að sneyða þá æru og manndygð. Kjördæminu er skömm gjörð. Þingið er smánað; lög og lands- stjórn að háði höfð; þjóðin svívirt og fyrirlitin. Henni er einnig í hættu stofnað. Komist það á, og verði óhegnt látið, að menn fleyti sér á mútum inn á alþing, mun skamt liða uns eiturtönn mútunnar bitur þingið sjálft og heltekur alt þjóðlíf vort. Þingið prestlausa. Man jeg þá tíð, að of mikið þótti af prestum á alþingi. Nú þarf ekki lengur um það að kvarta. Svo á að heita að þar só einn, að sumra sögn bara hamurinn af.

x

Njörður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Njörður
https://timarit.is/publication/200

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.