Njörður - 23.12.1919, Blaðsíða 2

Njörður - 23.12.1919, Blaðsíða 2
22 NJÖRÐUR. Giaös blser. Stormar hafa farið yfir löndin. Stormar haturs og hefnda, storm- ar ásælni og ágirndar hafa, venju fremur hvassir, geysað nálega um allan heim. Mörg hundruð ára gömul ríki hafa hrokkið af stofni eins og eik- ur fyrir fellibil, og marggróin völd þyrlast burt sem fys. Sum hafa sveigst að jörðu, svo eigi verður séð hvort þau nokkru sinni fá rótt sig aftur. Stormar þessir hafa vakið blóð- öldur og táraflóð, meiri og hræði- legri en unt só að lýsa. Nokkrir þykjast sjá drottinn í stormum þessum, líkt og guðs-. maðurinn forðum. Hvað sem um það er, þá eru þeir sælir, sem ekki hafa lent í þessum fárviðrum. Fáein lönd hafa átt því láni að fagna. Island er eitt i þeirra tölu. Yór höfum á þessu blessaða, fornfræga, fagra og gæðaríka landi, notið friðar og hagsælda flestum eða öllum þjóðum fremur. Meðan stór, mannmörg ogvold- ug lönd hafá hnígið þjökuð, rænd og hungurmorða, hefur ísland risið i ríkja tölu með svo sæmilegum kjörum, sem þorri barna þess hafði dáð og dug til að heimta. Landið hefur haft nægtir af helstu nauðsynjum, efni þjóðar- innar í heild sinni aukist og hækk- að í verði og færri haft af sárum skorti að segja, en oftast áður um margar aldir. í stuttu máli má svo að orði komast, að vér íslendingar höfum undanfarin ógnar-ár lifað í hæg- um blæ friðar, frelsis og hagsælda, sannkölluðum guðs blæ. Vér ætlum að geta sagt með skáldinu: „Hór andar guðs blær og hér verð ég svo frjálsK. Vissulega andar guðs blær að oss og um oss alla vega. Hann andar í fegurð og tign landsins, hreinleik og hollustu loftsins, gróðri jarðar og gnótt sævar. En hann andar líka, vill að minnsta kosi fá að anda, í hjört- um vorum og sálum. Lítt stoðar þó hann andi um oss og að oss, ef hann eigi nær að anda í oss. Án þess getur oss hvorki hlotn- ast friður nó frelsi. Vór getum mettast fæðu en ekki fagnaðar, notið næðis, en ekki fengið frið, orðið sjálfráðir, en ekki frjálsir. — — Þó svo sé, sem fyr er sagt, að guðs blær hafi um oss leikið á undan förnum árum, verður því ekki neitað, að brugðið hefur fyrir kilju úr annari átt, og henni ekki lóttri. Má það glögt sjá á því, að hér vex elska og traust á auðnum svo hratt, að furðu gegnir eg geig- vænlegt má kalla. Svo elska menn auðinn og girn- ast, að margir hlaupa eftir honum langt af vegi réttlætis og mann- dygðar; hefta stundum ekki för sina fyr en tugthúsgáttirnar gína við þeim, og þó eigi ávalt þar. Slikt traust setja þeir á hann fenginn, að bærir þykjast þeir öllu að ráða, og yfir þeim drottna, sem fátækir eru, ef ekki með góðu, þá með afli og táli fjárins. Af sorglegri reynslu sumra landa má fullgjörla sjá hvert ber með þessu horfi. Þar sem mest er kept eftir auði og hann meira metinn en þekk- ing, speki og manndygðir, þróast brátt munaður, óhóf og als kyns lestir. Lögin eru smáð og fótum troð- in, þegar þau koma í bága við girndir hinna riku, hversu góð og gagnleg sem þau kunna að vera. Þar sem óhlutvandir auðmenn ekki geta þröngvað mönnuin tii að gjöra sinn vilja, tæla þeir með mútum. Mútur hafa verið plága margra landa. Áhrif þeirra alstaðar hin sömu: saurgun og siðaspilling. Engin stjórnarskipun, engi lög- gjöf, engir herir né varnarvirkí fá staðist múturnar, sé þeim fpyft að leika lausutn hala. Mútarinn teygir saurfingur sinn inn um hvers rnanns dyr, jafnt í hreysi kotunga og hallir konunga. Með sömu ósvífninni nálgast hann unga og gamla, karla og konur. Verkamaðurinn er ekki óhultur við vinnu sína, sjómaðurinn ekki á skipi sínu, móðirin ekki við vöggu barns síns. Mútarinn svífst einskis; fyrir honum er ekkert friðað, ef hann fær sér við komið. Hann er eiturormur, sem leggst á lifstré, manna, þjóða og kyn- kvísla. — „Eldgamla ísafold“ risin á ný í tölu ríkjanna. Þú átt ekki mörg börnin og enga heri né varnarvirki. En þú átt gnótt gæða, sem ó- mögulegt er að meta til fjár, og glæstar vonir, sem geta ræst, ef þú gætir þín. En þú mátt gæta þín. Að sönnu veður naumast vopn- aður her að þór í bráðina. En að þér munu þyrpast og upp af þínu skauti vaxa gráðugir vargar, ekki gráir fyrir járnurn, lieldur gulli glæstir, tælandi að sjá, en torreknir af sór ef yfirhönd ná. Þeir bera ekki vopn á börnin þin, en bera á þau ótæpt fó. Reynt mun verða að kaupa at- kvæði, æru og trú íslands barna í ýmsu skyni og af mörgum. Frá þessari hættu getur ekkert frelsað nema hreint hjarta og styrkur af hæðum. „ísland, ísland, þúsund ljóða land“. Guð gæti þín. ísafjörður! Stöðugum blæ hagsælda hefur gjafarinn allrar gæsku sveipað þig. Engan hluta landsins sæmir hann ríkulegri launum fyrir rösk- leik og atorku. Engum opnar hann nægta-búr hafsins með meira örlæti en þér. Þó annars berist hvergi björg að bæ, mælir hann oft til þin: Rétt út hönd þína og tak. Ótalsinnum hefur þú rótt út hönd þína, og hún varð full. Aldrei hefur þór hlotnast slíkt nægtaár sem nú; aldrei hefur þú haft annað eins gull í mund. Góðu skyldir þú gjalda. Vera mættir þú hrós þinnar móður, prýði þíns lands. En h\að ertu? Hvað hefur þú gjört? Fyrstu þingkosninguna í því mjja íslenska rílci hefur þú látið flekka með fómútum. Slett hefur þú saur í andlit móður þinni. — — — — — — ísafjörður, ísafjörður, bligðast þin; grát þú og bið. Bið, að þín synd verði frá þér tekin. T

x

Njörður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Njörður
https://timarit.is/publication/200

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.