Njörður - 23.12.1919, Blaðsíða 4

Njörður - 23.12.1919, Blaðsíða 4
24 NJÖRÐUR. Verzlunin Ljónið þakkar sínum viSskiftavinum liðin vi$skifti og óskar þeim gleðilegra Jóla. Verzlunin LxJÓNIÐ selur neðantaldar vörur mjög billega fyrir jól og nýjár: Vindla í 1/'9 kössum, reglulega góða, margar tegundir. Cigarettur í brófum, boxum og kössum. Reyktóbak í bréfum og boxurn, margar tegundir. Ekta neftóbak skorið fæst daglega. Súkkulaði, 4 tegundir. Konfekt í smákössum. Brjóstsykur. Mjög góð epli. Appelsínurnar góðu væntanlegar með „Leó“ og Brensluspiritus mun billegri en Apótekið selur. Steinolían Oðinn 38 aura pundið, (jafngildir 6Cr aura potturinn), meðan fyrirliggjandi ^birgðir endast, eftir það, því miður, á 68 aura pottinn og 70 aura potturinn af Sólarljósi. Allir sem kaupa okkar góða Kaffi fá það með innkaupsverði -f- kostnaði, fá lika keypt Rjól í bitum eða Molasykur meðan birgðir endast. Virðingarfylst 'Uersl'u.rxizn X^jónicL I sölubuð Bökunarfélags Isflrðinga f æs t: Hrísgrjón. Baunir. Kaffi. Export. Avextir. Sardinur. Handsápur, þar á meðal hin ágæta „pearsu-sápa. Ennfremur teskeiðar o. fl. BrennÍYinslaus jól. — « — Hve nær skyldum vér lifa brennivínslaus jól hér á Isafirði? Eftir lögum og landsrétti ætti hvergi vín, áfengt, að vera hér nema í lyfjabúðinni. Það sem þar er skal aðeins haft til lækninga. Þannig hefur verið undanfarin ár, en samt hafa margir sést drukknir svo á hátíðum sem endr- ar nær. Einhvern tíma verður þetta öðru- vísi, einhvern tima lifa menn brennivínslaus jól. Ekki býst ég við það verði í þetta sinn. Meðan bæjarstjórnin. er skipuð mönnum, sem ekki skammast sin fyrir að vera drukknir á almanna- færi, er ekki að vænta sæmilegrar hátíðaháttsemi hjá öllum í þessu efni. Kosning til bæjarstjórnar. Laugardaginn 3i janúar næsta ár skal kosning fram fara á 3 bæjarfulltrúum. Þessir 3 ganga úr: Jón Auðunn Jónsson, Sigurður Sigurðsson, Guðm. Bergsson. Allir þessir hafa reynst verr en svo, að nokkur þeirra ætti að eiga afturkvæmt i bæjarstjórn. Tíðarfar. Það sem af er mánuðinum hef- ur verið umhleypingasamt og gæftalaust, en oftast uæstum frost- laust. Hefur skammdegið verið hið mildastá og snjóminnsta sem nokkur man hér um slóðir. iNýkomið i verzlun Gísla frá Ármúla Stúfasirz. Tvisttau. Regnkápur (Vaterproov). Skófatnaður. Veiðarfæri o. fl. o. fl. Gjörið svo vel að lita á vörurnar áður en þér festið kaup annarstaðar. Virðingarfylst Gísli Bjarnason. ..Lögneren", leikrit eftir Jóhann Sigurjónsson, hefi ég léð einhverjum og vi) biðja þann mann að skila því sem fyrst. Jón Arinbjarnarson. Yilnmndnr Jónsson héraðslæknir Silfurgötu 7 heima til viðtals: kl. 10—11 f. h. og kl. 6-7 e. h. Bökunarfélag ísflrðinga óskar öllum skiftavinum sínum gleðilegra jóla, góðs og farsæls næsta árs og þakkar þeim alt gott á árinu, sem senn er liðið. ÞAKKARORÐ. öllum þeim, er hafa á eimi eða annan hátt eitt mér hjáip í veik- indum mínum, — og að af þeim leiðandi erfiðu kringumstæðum —, færi ég hórmeð innilegasta hjart- ans þakklæti mitt og fjölskyldu minnar. Vil ég einkum nefna: Pétur Oddsson kaupm. og konu hans, Jóh. Kristjánsson verslunar- mann, Jón Guðmundsson útgerð- armann og konu hans, Arna heit- inn Arnason kaupm., Kristmund Snæbjörnsson bónda í Tungu og konu hans, Guðm. Salómon Jónas- son form. og konu hans, kvenfó- lagið „Brautina”*, sjómennina Sig- urjón Júlíussou og Kristján Krist- jánsson. — Alla þessa menn, á- samt þeim mörgu er auðsýnt hafa mér hjálp, en eigi er hér unt upp að telja, bið ég drottinn að blessa og launa þeim, er þeim mest á liggur. Bolungavik, 14. mars 1919 Asgeir Jónsson. Prentsmiðja Njarðar.

x

Njörður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Njörður
https://timarit.is/publication/200

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.