Norðri - 18.01.1907, Blaðsíða 3

Norðri - 18.01.1907, Blaðsíða 3
NR. 3. NORÐRI. 11 .Framtíð". Sungið í samsæti kvennfélagsins á Akureyri 12. janúar 1907. Veik er hönd, en viljinn góður, vandasamur eftirróður —, sterku, miklu menn! Vér erum svo valdalágar, vinum horfnar, kraftasmáar en oss skipa skyldur háar — skildi ei stundin komin enn, ¦ enn — komin enn ? Mun eí mál að hefjast handa hafi sama rétt og vanda bœði vif og ver ? Veitir af, þú vinur sterkí, veitir af i tímans verki þó að fljóðin fylgi merkí meðan lifsins hnigur her —? Hér hnígur her! Feður, brœður, herrar háu: hver skal annast þessa smáu — þennan voða-val? Valinn forðum átti Óðínn og hans disir, styrjarfljóðin. Nú eru kveðín kristnu Ijóðin: „Kærleikurinn eiga skal val— aílan val" Það er sárt, hve seint og ílla sigrast lestír, grimd og villa; hvar er hjdlparráð? Vantar enn, að viljann herðið? vantar enn þá hvassa sverðið? vantar enn að e i tt þér verðið? eða kvenna kœrleiks dáð dáð kœríeiks dáð Stöndum saman systur allar seljumst hendur, stundin kallar Krists að vínna verk Eltum ei þá hraustu, háu hjálpum okkar veíku, smáu, breysku, grœttu, gleymdu, lúgu, Guðs er með oss höndin sterk, sterk höndin sterk! Litið okkar Ijiifu dóttur, litlu „Framtið" smár er þróttur, þrekið mæðra þreytt. Þetta blessað barn svo dafni, blómgist, vaxi, kröftum safní hjdlpið til i Herrans nafni hönd við hönd og allar eitt! eitt - allar eitt! M.J. Fánamálið, Það hefir verið gert að aðalatriði fána- málsins, að þjóðin fengist til að taka upp sérstakan fána. Á því atriði hefir Studentafél. í Rvík fest sjónir svo fast, að það sér ekkert annað og gleymir því algeriega, að ef vér eigum að hafa sérstakan fána verður hann að vera glögg- ur gagnvart annara landafánum. Hann á að vera tákn þess, að vér séum sérstök þjóð, sem geti í öllum höfuðatriðum siglt vorn eigin sjó án aðstoðar annara Hann þarf að vera glögt auðkenni bæði í nálægð og fjarlægð; annars náum vér ekki tilgangi vorum með fánanum; annars „siglum vér undir fölsku flaggi" Ýmsir hafa fundið það að fa'nagerð Stud. að hún líkist alt of mikið sænska fánanum og gríska konungsfánanum og væri ef til vildi nákvæml. eins og fáni Kríteyinga. Séu það ekki lögmæt mót- mæli gegn þeirri fánagerð, verður ekki annað séð að það eitt sé augnamið þeirra manna, sem fastast halda með henni að losna undan danska fánanum, þó um leið sé gengi ð undir fána annarar þjóðar, Og vel mætti benda Nl. á það að Dönum kynni að þykja það atriði ekki síð- ur eftirtektarvert en þó fáni vor líktist að gerð fána Norðmanna; sé oss niður- læging í að flagga með dönskum fána er oss enginn metnaður í að taka upp fána, sem ekki verður greindur frá fána annarar þjóðar. Mér er vel kunnugt að »N1.« hefir eytt til þess löngu máli, að fá lesendur sína til að trúa því að ljósgulur litur (litur krossins í sænska fánanum) og hvítur litur geti aldrei orðið líkur, það séu lit- blindir menn, er eigi sjái mun á þeim litum; en reynslan er ólýgnust, hún sýn- ir oss að þeir litir dragast saman með aldrinum meir og meir þar til þeir mæt- ast í sama aflit. Þegar fánamálið var fyrst á dagskrá hér á Akureyri var eng- inn maður með St. fánanum, allir sáu þá galla á þeirri fánagerð, er eg hefi talið hér að framan; þá datt heldur ekki neinum í hug að það myndi verða málinu til tafar eða tortímingar, þó hald- ið væri fram annari fánagerð. Mér verð- ur því að spyrja þegar eg heyri þær raddir víða að, að málinu sé stofnað í hættu með því að gerðar séu breyt- ingar á fánagerðinni: Er málinu meiri hætta búin nú þegar búið er að sam- þykkja St.fánann í þremur kaupstöðum landsins en áður, meðan aðeins 1 kaup- staður hafði samþ. hann ? Svarið hlýtur að vera nei upp á þá spurningu, hætt- an er enn minni tn áður og frá mínu sjónarmiði alls engin; allir vilja sérstakan fána, það sýna þær góðu undirtektir, er málið hefir fengið alstaðar þar sem því hefir verið hreyft, það atriði má því falla burt úr sögunni en hitt komaí staðinn, sem St. gleymdu; það að gera fánan glöggann gagnvart annara Ianda fánum. Ungmennafélag Akureyrar hefir tal- ið það sínum fána til ágætis, að hann væri glöggur gagnvart annaralanda fánum, að í honum væri ekki brugðið út af þeirri siðvenju sem norðurlandaþjóðir hafa að skifta fánafeldinum sundur í fjóra hluti með krossi; hann líktist að gerð norska fánanum og sýndi með því bróðurhug vorn til Norðmanna, sem vér erum skyld- astir, og síðast en ekki síst að hann væri breyting á St. fánanum og hún svo þægileg að þó búiðværi að búatil fána eftir honum er hægt með litlum tilkostn- aði að bæta við bláa krossinum innan í án þess að hlutföllin raskist til muna. Vænti eg að Studentafél. sjái þar sinn eigin fána endurbættan, Eg get ekki skilið svo við þetta mál að eg ekki segi »N1.« það í fréttum að eg álít hættulaust með það að málið verði drepið ef blöðin ræða það með ró og án þess að kveikja í því með eldi flokkshaturs: og vilji það málinu vel, ætti það ekki að klæða þær ástæð- ur, sem það hefir fram að færa í þann búning, er særi tilfinning mótstöðumanna sínna. Þeir hafa gildar og góðar ástæður fyrir sínu máli eins og það, og óþarfi að bregða þeim um viljaleysi eða vanhugs- un. Ungmmnafélagi. && EFTIRMÆLI. f Ari Jónsson óðalsbóndi frá Pverá á Staðarbygð andaðist að Jódísarstöðum 9. þ. m. Hann var einn af merkustu bændum Eyjafjarðar og bjó lengi rausn- arbúi að Þverá. Ari var fæddur að Strjúgsá í Eyja- firði 24. marz 1833 og ólst þar upp hjá foreldrum sínum fram um tvítugs- aldurs, hneigðist hann í æsku meira til bókarinnar en búskapar, og mun það með fram hafa valdið að hann fór á Akureyri og nam bókband af Qrími Laxdai, og tók hann þar sveinsbréf en hvarf aftur heim til foreldra sinna að loknu námi. 1861 giftist hann Rósu Bjarnadóttur frá Kambfelli mestu dugn- aðar og gáfukonu. Reistu þau bú í Víðirgerði í Hrafnagilshreppi. Jörðin var lítil, og stundaði því bóndi bókband jafnhliða búskapnum. Ari var fjörmaður mikill, og bar snemma á því að hann var skáldmæltur. Fór honum sem fleiri alþýðuskáldum, að hann hneigðist til vín- drykkju og kunni sér eigi ávalt hóf,, var þá hinn skemtilegasti og lét fjúka i kviðl- ingum; en í kringum 1875 gerðist hann strangur bindindismaður og hélt það trúlega til dauðadags. 1882 flutti Ari að Þverá á Staðarbygð og keypti þá jörð. Sannaðist þá á honum að enginn veit að hverju barni gagn verður, því að nú lagði hann fram alla krafta sína til að bceta jörðina og stunda búskap- inn, og var þá með öllu hætt við hand- verkið, kom það þá brátt í ljós, að Ari var búforkur mesti þegar í það fór enda jukust nú efni hans árlega og bú hans blómgaðist. Bjó hann á Þverá rúm 20 ár með ráðdeild mikilli. Talsvert liggur eftir Ara af ljóðagjörð og margt af því er laglegt og 4 eða 5 leikrit hefir hann samið. Peir byrjuðu álíka snemma á því starfi Tómas heit- inn á Hróarsstöðum og hann. Nær 40 ár eru síðan að 1. leikrit Ara var leikið á Orund: Hermóður og Helga, var hann þar að sýna forskrúfaða kaupstaðar drós, sem í hvorugan fótinn gat stígið fyrir tilgerð, þótti honum takast það vel og vera hnittinn. Merkasta leikrit hans er talið «Sigríður Eyjafjarðarsól«, sem oft hefir verið leikin í Eyjafirði og víða um land og meðal íslendinga í Ameríku. Þriðja leikrit «Afturhaldsmaðurinn» var og leikið í Eyjafirði og á Akureyri og þótti fyndið og vel samið. Ari fylgdist vel með tímanum í öll- nm landsmálum, í umræðum um þau kom tíðast fram hagsýni búhöldurinn. En þó brá stundum íyrir skáldinu og hugsjónamanninum og þaðan hafði hann mælskuna. Varla gat skemtilegri mann heim að sækja en Ari, fjör og fyndni var einatt í viðræðum, en áhuginn brennandi fyr- ir viðreisn og framförum lands og héraðs. Fjögur uppkomin og efnileg börn Ara eru á lífi. Tveir synir hans eru einhverjir efnilegustu bændur í Eyjafirði. og hafa fengið áiiugan og kappið í aif eftir foreldra sína. B. Doktor Nikola. eftir Guy Boothby Alfreð Dreyfus. Nú er þjóðin búin að fá síðari hluta sögunnar af Alfreð Dreyfus. og verri saga hefir henni ekki verið boðin svo mig reki minni til. Reirri sögu duga engin meðmæli sé, um óspilta og óheimska lesendur að ræða. Hún er ekki verð þess, að þýðast á þá tungu, sem Ari fróði og Snorri Sturlu- son mæltu á. Ekki verð þess að vera undir sama þaki og fornsögur vorar. Sagan er gersneidd snild og fegurð. Skynsamlegt mannlífsvit eður sálarfræð- is rök finnast varla. Atburðum og illum verkum er hrúg- að af handahófi, að eins til þess að æsa og trylla lesendurnar. Alfreð Dreyfus ætti enginn að lesa, að minsta kosti ekki óreiður. Það er til bóta. að þeir sem söguna lesa munu bölva bókinni í hin yztu myrkur gleymsku og fyrirlitningar. Hafi ölltröllþann vanskapnað Victors v. Falks og þau Glámsaugu, sem viltu þýðendunum svo sjó'nir,, að þeir snör- uðu sögunni á íslenzka tungu. Pýðinguna sjálfa lofa eg hvorki né lasta. Þorgils. Samsöng héldu Heklungar 13. þ. m. í leikhúsinu. Sungu þeir þar um 20. lög er þeir hafa æft lengi og vand- lega og var það góð skemtun. — A- heyrendur höfðu þeir marga og er rétt gert af bæjarbúum að styrkja starfsemi Heklunga. Hálft Ms í Brekkugötu 13 til sölu. Kostakjör í boði. Ásgrímur Guðmundsson, Pegar maðnrinn var búinn að ná fram- an úr sér mestu leðjunm, leit hann á mig og kallaði upp yfir sig: »Nei! þarna ermerkileg tilviljun! Vil- fred Bruce! Eg var að leitaað yður meir en tvo klukkutíma í morgun og svo hitt- umst við hér á þennan hátt.« Maður þessi hét George Barkston og hafði eg kynst honum fyrir mörgum ár- um. «Mér þykir Ieitt, — svaraði eg, — að þér skylduð eyða svo miklum tíma til einskis. Eg vona, að þér hafið ekki meitt yður. «Nei ekki vitund, en nú ætla eg að senda þetta klárgrey heim og skulum við keyra í vagni mínum inn til borg- arinnar. Eg þarf nauðsynlega að tala nokkur orð við yður. Pegar við vorum seztir upp í vagn- inn og lagðir af stað, tók Barkston aftur til máls: »Kæri Bruce minn! Við erum að vísu ekki eins kunnugir nú og þegar þér vor- uð yfirmaður minn á skrifstofunni heima á Enfrlandi en eg þykist þó fara nokk- uð nærri um hagi yðar nú sem stend- ur og eg vildi feginn hjálpa yður ef yð- ur finst ekki eg vera of nærgöngull við yður.« »Eg er yður mjög þakklátur fyrir vel- vild yðar - sagði eg - og það því fremur, sem eg er nú að verða alveg peningalaus. Pér munduð því gera mér stórgreiða með því að útvega mér ein- hverja atvinnu, svo eg þurfi ekki að koma fyrir alþjóðadómstóhnn á miðviku- daginn, út úr skuld. »Eðlilegt er það — anzaði Barkston —. Eg þykist líka þekkja ráð til að hjálpa yður. Eg komst sem sé nýlega í kynni við mann, sem eg get ekki ann- að en hugsað um alt af síðan eg sá hann. Mér er óhætt að fullyrða, að það er hreint sá einkennilegasti maður, sem fyrir mig hefir borið. Pó taka augu hans út yfir. Augnaráð hans er svo hvast, að það er eins og manndjöfullinn horfi í gegnum alt sem hann lítur á. Þekkið þér Benwell gamla?Hann kom að þeg- ar eg var að tala við þennan náunga. Komið þér sælir - sagði Benwell við mig — það er langt síðan að við höfum hizt.....Ensvo kom hann auga á manninn sem sat andspænis mér Eg hef sjaldan séð manni bregða eins. Hann þagnaði skyndilega og fölnaði upp, tautaði svo eitthvað í hálfum hljóð um og þaut síðan út. Mér þótti þetta undarlegt, svo eg fór út á eftir honum og náði honum í fremsta her- bergi veitingahússins. Hvað er þetta Benwell — mæltieg — því þjótið þér svona út áður en þér hafið heilsað góðum og gömlumkunn- ingja? Eg er mér þess ekki meðvitandi að hafa móðgað yður. Hann dró mig út í horn, svo þjón- arnir ekki heyrðu til okkar og hvíslaði þar að mér: Eg þykist ekki vera nein skræfa. Eg hefi oft átt í brösumvið allskorar trant- aralýð og fanta úr öllum álfum heims- ins og staðið mig vel og eg vona, að og geri eins hér eftir. En þegareghitti Doktor Nikola, þá segi eg yður hrein- skilnislega, laumast eg burt eins fljótt og unt er, án nokkurar umhugsunar — og farið og gerið slíkt hið sama, vinur minn. Eg skildi auðvitað ekki hvað hann átti við og ætlaði því að fara að spyrja hann nákvæmar en hann beið ekki boð- anna kvaddi mig í snatri og flýtti ¦ sér út. Pegar eg kom inn aftur var Nikola farinn að spila á knattborðinu og hefi eg aldrei séð spilað af meiri list Eg þekki lítillega þennan vin yðar, sem út fór - mælti hann - og eg sá að hann kannaðist einnig við mig Við kyntumst í Haiphong. Svo bætti hann við og lagði áherzlu á hvert orð Eg er viss um, að vinur yðar kærir sig ekkert um að koma aftur til Haiphong. Doktor Nikola kom aftur að borðinu er eg sat við og settist andspænis mér. Svo tók hann bréf upp úr vasa sínum las það nákvæmlega og skoðaði umslag- ið í krók og kring. Að því búnu sagði

x

Norðri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðri
https://timarit.is/publication/201

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.