Norðri - 07.01.1909, Blaðsíða 1

Norðri - 07.01.1909, Blaðsíða 1
Ritstjóri: BJÖRN LÍNDAL BREKKUOATA 19. IV. 1. Akureyri, fimtudaginn 7. janúar 1909. Bæjarfógetaskrifstofan opin kl. 10—2, 4—7 Ritsímastöðin virka daga 8 f. h. til 9 e. h. helga daga 8—11 og 4—6 Bókasafnið, þriðjud.. fimtud. og laugard. 5—8. Sunnudögum 10—11 og 4—8.. Pósthúsið 9—2 og 4—7. Utbú Islandsbanka 11—2 Utbú Landsbankans 11—12. Stúkan Akureyri fundad. þriðjud.kv. kl. 8. Brynja miðvikudagskvöld kl. 8. Isafold Fjallkonan sunnudagskv. kl. 4. Trúföst mánudagskv. kl. 8. Ritstjóraskifti. Með byrjuti 4. árg. tekur cand. jur. Björn Líndal við ritstjórn »Norðra« Vér vonum að kaupendur og Ies- endur blaðsins, haldi áfram að veita því hina sömu, góðu stoð og áður. Hinn nýja ritstjóra þekkja lesendur ,Norðra‘ þegar nokkuð, og þarf hann engra sér- stakra meðmæla af vorri hálfu. Ritstjórans, sem frá blaðinufer, muuum véraltaf minnast með góðum huga, áhuga hansfyrir blaðinu meðan það varaðþyrja, og lipurð í samvinnu allri við ritnefnd- ina, — Að hann varð að segja lausri stöðu sinni við blaðið, var ekki sprott- ið af ágreiningi við útgáfufélagið né ritnefndina. Ritstjóraskiptin marka því ekki neina stefnubreytingu, hvorki í landsmálunum né í blaðamenskunni. «Norðri« mun eftirleiðis, eins og hing- að til, gera sér far um að skýra fyrir lesendum sínum öll hin helztu |landsmál, er á dagskrá verða, svo hlullaust og rétt sem frekast eru föng á. — Eng- inn má ætlast til þess, að «Norðri« taki mjúkum höndnm á þeim, sem í slíkum málum flytja þjóðinni ósannindi og blekkingar. — Það væri gersam- lega rangt, og «Norðra» ósamboðið, ef hann beitti ekki ítrustu kröftum til þess að svifta grímunni af öllum slíkum póli- tískum loddurum. Lað blandast víst engum hugur um, að hin næstu árin, sem nú fara í hönd, geyma í skauti sínu mjög þýðingarmikla viðburði í sögu þessa lands. Pví mið- ur verður margur framsýnn maður að bera í brjósti ugg og ótta um það, að æsingar, frekja og flokksofsi ráði meira framkomu þeirra manna ýmsra, er þátt eiga að taka í þessum málum, en heppilegt er fyrir landið og þjóðina. Aldrei hefir Jajóðinni riðið meira á því en nú að gætni, ráðsnild og ósér- plægni, samfara víðtækri pólitískri þekk- ingu, ráði mestu um aðgerðir alþingis og landsstjórnar. — Sambandsmálið við Danmörku horfir nú svo við, að því er auðspilt með vanhyggjuráðum, og þess bíður Jjjóðin aldrei bætur, ef það fer illa. Rað er lítil bót í því, að kenna þjóðarinnar eigin vilja um það, þegar lratTtt hefír verið lcícldttr (íf á villí- götur með blekkingum, og þótt svo minning þeirra, er málinu spilla, lifi frain í aldir, þá bætir það eigi hag landsins. Eftir framkomu flokka þeirra í blöðun- um, um undanfarin 3 ár, er nú telja sér meiri hluta á alþingi, uggir margan að illa muni farið flestum málum þessa lands. Engum getum viljum vér að því leiða, enhitt te!ur«Norðri» sérsjálfsagða skyldu að víta það, er aflaga fer og minna á það, að þessir menn og þeirra flokkar eru landinu skuldbundir um, að halda þau loforð, meðal annara í sambands- málinu, er þeir fortakslaust gáfu þjóð- inni fyrir síðustu kosningu. Að óreyndu dettur oss ekki í hug að efast um, að þessir menn muni gera sitt ftrasta til þess að reynast landinu nýtir, enda væri þeir að öðrum kosti ekki annað en málskúmar, sneiddir allri siðferðislegri ábyrgðartilfinningu og póli- tískri þekkingu. Svo mörg hafá Ioforð- in verið. Að því er blaðamenskuna snertir, þá hefir »Norðri» til þessa forðast, svo sem hægt hefir verið «illan munnsöfn- uð» gagnvart einstökum mönnum. Og því verður alls eigi neitað, að þessi stefna blaðsins liefir haft talsveið áhrif út frá sér — þótt langt sé frá því, að það sé eins og það á að vera. Við og við, þegar ehthvert orð, helzt þá í garð nágrannaritstjórans, hefir skroppið inn í blaðið, án þess áður að vera tilhlýði- lega »strokið og þvegið* hafa heyrst ofurlitlar háðglósur til Norðra um «fyr- irmyndar blaðamensku*. Petta sannar bezt, að í raun og veru hefir blaðið ekki vikið neitt frá þeim rithætti, er það í fyrstu setti sér. Annars væri enginn að taka til þess, þó að «óþvegin orð» kæmi þar fyrir í eitt einstakt skifti frek- ar en annarsstaðar. Pað tekur enginn til þess, þó að ýms önnur blöð fylli dálka sína að miklu leyti með slíku góð- gæti. Lað sýnir bezt mismuninn. Vér þökkum kaupendum blaðsins og stuðningsmönnum þess fyrir dugandi aðstoð hin liðnu þrjú ár. Vér lítum fram á veginn, án alls kvíða um vöxt og viðgang blaðsins. Vér óskum öílum þess, að árið ný- byrjaða megi verða þeim gleðilegt og gæfuríkt. Ritnefndin. Pólitiskan fund ætla Húnvetning- ar að halda á Blönduós 8. þ. m. með þingmönnum sínum. — Kvenþjóðin í austurhluta sýslnnnar er á hlaupum með undirskriftaskjal, er hefir inni að halda einhverjar kvennfrelsisáskoranir til þings- ins. Á það mál einnig að verða til timræðd á ftíiidinuui, (Bítufrétf.j Ritstjórn. Tvær eiu höfuð-þjóðbrautir, er rit- stjórar blaða eiga úm að velja. Önn- ur er fremur greiðfær og er þar all gott tii matar og mannvirðinga, enda er hún fjölfarin. Hin er allill yfirferð- ar og því tórsóttari því minna sem af henni er vikið; Iítilli gestrisni er þar að fagna, og völt von vinsælda og föru- neytis, nema brugðið sé út á krókavegi og fjárgötur við og við; — þar er að minsta kosti vís von sauða til fylgis og farargreiða, er rýja má til klæða og mjólka til matar ef á þarf að halda. En eigi að fara þá braut krókalaust, er ráð- legast að vera svo búinn til ferðar, að einförum verði farið ef eigi er annars kostur. Hin fyrri brautin liggur fyrir þeim ritstjóra, er gerir sér það að höfuðreglu að rita eins og hver vill heyra, að svo miklu leyti sem unt er, fylgir þeirri stefnu í hverju máli, sem meiri hluti þjóðarinnar aðhyllist í þann og þann svipinn, hefur upp til skýjanna þær stétt- ir, er fjölmennastar eru, en hreitir illyrð- um í garð þeirra, er alþýða Iítur horn- auga til, hrósar í hverju orði þeim mönn- um, er af einhverjum ástæðum eru átrún aðargoð meiri hluta þjóðarinnar, en eys brigslyrðum og getsökum yfir þá, er þjóðin hefir snúið baki við, hvort setn það er að verðleikitm eða ekki, fimb- ulfambar um frelsi og framfarir, ættjarð- arást, og útlendan yfirgang, án þess að gera sjálfum sér eða öðrum nokkra grein fyrir, hvað það í raun og veru er, setn hann er að tala um. Hina leiðina ásáritstjóri fyrirhöndum, er berst fyrir ákveðnum hugsjónum og mál - efnum,er hann metur meira en þá velgengni og vinsældir, er keyptar eru falsi og smjaðuryrðum. og leitast við að vera leiðtogi almennings í stað þess að elta hanneinsogfylgispakurrakki, sem gleypir í sig þann graut, er hafður er til mat- ar þann ogþann daginn, hvernig sem bragðið að honum er, til þess að verða ekki barinn fyrir gikksháttinn. Hver sá, er berst fyrir einhverju mál- efni af heilum hug og er sannfærður. um, að það sé gott og gagnlegt, reyn- ir auðvitað að afla sér og því fylgis af fremsta megni, því að það er vænleg- ast til sigúrs. En fylgis er hægt að afla á ýmsan hátt, og þar skilur milli heiðaríegra og óheiðarlegra blaða, þótt þau eigi samleið að því leyti, að hvor- tveggju berjist fyrir ákveðnum málefn- um. Sá er fara vill brautina beina leið og hvorki víkja til hægri né vinstri, kýs heldur að fara einn saman eða við fá- mennt, en að afla sér og sínu máli fylg- is með ósannindum og undirhyggju. Hann berst aðeins með þeim vopnum, og beitir að eins þeirri bardagaaðferð, er hvortveggja sé samboðið heilbrigðri sannfæringu um ágæti þess máls, er barist er fyrir. Lví að hann treystir því, að góðu máli verði sigurs auðið að lokum, án þess að beitt sé þehn brögðum, er málinu eru ósamboðin, Hann kýs heldur að brjótast áfram beina leið að takmarkinu, eða falla ella, heldur en að bregða af leiðinni inn á foruga krókavegi, er bæði saurga hann sjálfan og það mál, er hann hefir meðferðar. Letta er sú eina blaðabraut, er til lífsins leiðir, en því miður eru þeir harla fáir, er har.a fara, Hinir eru fleiri, er bregða inn á króka- vegina, er þeim þykir of seint sækjast og of torsótt að fara beina leið. Pessir vegir liggja alstaðar út af aðalbrautinni og eru mjög auðfundnir. F*eir liggja alt- af undan birtunni. Eigi þarf annað en snúa baki við sólinni og sannleikanum hvar sem staðið er, þá liggja þessir veg- ir beint af augum fram. Lar eru skeið- vegir þeim er hefir ósannindi að farar- skjóta, ósvífni að taumum, undirhyggju að áreiði og rógburð að keyri. Og þar er gott til gistingar þeim, er ör er á fals og fagurgala. Rau blöð er slíkri stefnu fylgja, geta verið skaðlegri en drepsóttir, eldar, hafís og harðindi, því þau hlúa ekki að eins að öllum órækt- argróðri, er altaf grær þar, sem lítt nýt- ur sólar og enginn yrkir jarðveginn, heldur leitast þau við að rífa upp með rótum þann gagnsgróður, er sáð hefir verið til og erjað fyrir af mannfélags- ins beztu og vitrustu mönnum, og sá í þess stað illgresi ófriðar og undirhyggju, heimsku og hleypidóma. Pau blöð sem fylgja þeirri braut, er hér er fyrst talin, eru að því leyti óskaðlegri, að þau að eins taka undir bæði ilt og gott, eru bergmál af þjóð- arandanum, eins og hann erf þann og þann svipinn, og 'láta sér nægja að hlúa fremur að óræktargróðrinum en uppræta hann, án þess að gera sér far að sá illgresi; þau gera þannig meii a ógagn en gagn. En þau blöð, sem fara hina síðartöldu braut beiria leið, eru einir þeir mestu þarfagestir, er í nokkurt heimili koma. F*au brjóta braut nýjum skoðunum og kenningum, leitast við að uppræta allan misindis hngsunarhátt, opnaaugu manna fyrir öllum hliðum hvers þess máls, er á dagskrá er og menn eiga kost á að aðhytlast eða hafna og hvetja menn til þessa að láta gjörðir sínar stjórnast af skynsamlegu viti, f stað þess að greiða atkvæði um vandasöm og þýðingarmik- il mál í hugsur.arleysi og vitleysu. Lað er full þörf þolinmæði og þraut- seigju til þess að halda blaði í þessu horfi beinu og um megn, er til lengd- ar lætur öllum öðrum en þeim, er hef- ir sterka trú á nytsemi starfs síns, og er það fyllilega ljóst, að það er á einskis dauðlegs manns færi að reka djöfla út með einu orði eðatveimur, og að engin vegleg borg hefir verið eða getur orðið bygð á einum degi. Starf hans er eins og tímgunarstarf fiskjarins, sem verður að geta af sér ótölulegan fjölda lífsneista til þess að geta við- haldið framþróun kyns síns, sakir þess að mestur hluti afkvæmanna verður vargakjöftum að bráð eða glatast á ann- an hátt i ólgu og ógangi hafslns. — v.

x

Norðri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðri
https://timarit.is/publication/201

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.