Norðri - 07.01.1909, Blaðsíða 2

Norðri - 07.01.1909, Blaðsíða 2
2 NORÐRl. NR. 1 Blöð eiga yfir höfuð að tala litlum vinsældum að fagna hér á landi nú á tímum, og er það ekki með öllu að ástæðulausu. Skynsömustu ogbeztumenn þjóðarinnar hljótaað hafa svo margsinnis rekið sig á ósannindin og undirhygg- juna, öfgarnar og afgiöpin, er gægst hafa gegnum þær sannleiks og mann- úðarblæjur, er reynt hefir verið að breiða yfir, tii blekkingar, að þeir eru orðnir vantrúaðir á heiðarleik blaða og verður það fyrst fyrir að halda að alt sé lýgi, er þau blöð flytja, er halda fram annari skoðun en blöð þess flokks, er þeir telja sig til, og vilja ógjarnan lesa slík blöð. Hvorki er það gleðiefni eða uppörf- unar þeim mönnum, er fást við að rita í biöð, og þá einkum ritstjórum, að vita af því eins vel og dauða sínum, að til- tölu.lega fáir lesa þær greinar, sem þeim er mest áhugamál, að lesnar verði með athygli og umhugsun, og sem þeir sér- staklega hafa vandað til og leitast við að rita svo skýrt og ljóst, að sem flest- um væri auðskilið, er nenna um þær að hugsa. Margir þeirra er lesa að nafninu til eru litlu nær eða engu eftír en áður, og enn aðrir hafa gleymt á morgun þeim blaðagreinum, sem þeir lásu í gær. Petta er ekki sagt nokkrum manni til ásökunar eða ámælis, heldur er það blátt áfram sannleikur. Þegar blaðið hefir ver- ið lesið yfir einu sinni, er því fleygt í eldinn eða á öskuhauginn og enginn hirðir um það framar. Næsta dag eða næstu viku koma ný blöð, sem fara sömu leið og svo koll af kolli. Retta virðast vem órjúfanleg örlög blaða, og því órjúfanlegri því fleiri sem blöðin eru og því oftar sem þau koma út. Starf blaðamanna er allfrábrugðið starfi annara rithöfunda. — Rær ,bækur er að nokkru eru nýtar eru bundnar inn og lesnar ár eftir ár af fjölda manna, Rær halda minningunni um höfundinn uppi, og það sem hann hefir vel sagt og viturlega gengur frá kyni til kyns, öðrum til uppbyggingar og honum sjálfum til lofs og dýrðar. En hinar beztu greinar blaðanna fara sömu leið og alt ruslið, sem þar er saman komið. Hið fáa af því, er festir varanlegar rætur í hugum manna, er sjaldnast þakkað þeim er sáð hefir fræ- inu. — Greinin sjálf og höfundur henn- ar gleymist. — En ávextina, þær skoð- anir og kenningar, sem blaðinu hefir hepnast að innræta mönnum, þakkar hver og einn sjálfum sér, jafnskjótt og hann er orðinn sannfærður um ágæti þeirra og nytsemi. — Gróðavegur er það enginn að fást við útgáfu blaða hér á landi, Rví veld- ur fámenni og strjálbygð og miðlungi góð skilsemi kaupendanna. — F*að starf, sem eg hefi nú tekist á hendur, ritstjórn Norðra þetta árið, er því í mínum augum hvorki vænlegt til frægðar né fjár. En eg hefi trú á því, að mér muni hepnast að gera meira gagn en ógagn með þessu starfi, og það eitt er mér nóg til þess að takast það á hendur með glöðu geði. F*að er ásetningur minn að halda Norðra þá blaðabrautina, er eg hefi talið hina einu réttu hér að framan. Verði út af henni brugðið, kann eg þakkir hverjum þeim manni, er bendir mér á það með rökum. Rúm í blaðinu er til reiðu, til slíkra athugasemda og áminninga, sjeu þær af sarmgirni sagðar, og mér er Ijúft að taka vel ritaðar greinar í blaðið, þótt þar verði haldið fram annari skoðun en ritstjórn blaðsins aðhyllist og berst fyrir. B. L. Frá ,gullöld* Ís/ending’a. Smáþættir og hug/eiðingar. Eftir M. J. I. Gott er það öllum þjóðum, að þær viti »upphaf sinna kynslóða» — eins og Haukur lögmaður sagði í upphafi Land- námu sinnar — svo og það, að menn viti að þeir séu eigi af þrælum einum eða illmennum komnir. Fáar þjóðir munu og vera fróðari en vér íslending- ar í þeirri ment, og er það síst furða, þegar litið er tit hinna glæsilegu fornfræða vorra; hefir og rækilega verið unnið að því, einkum á síðari tímum, frá byrjun 17. aldar, bæði erlendis og heima hjá oss, að rifja upp og efla hinn forna sagna- og frægðarauð þessa hólma vors. Og nú eigum vér fyrst á æfidögum íslenzkrar þjóðar kost á að eignast fyrir ótrúlega lítið fé meginið af þess- um auðæfunt á fögru og vönduðu prenti. Er því ekki kyn, þótt hinn gamli metn- aður, sem öllum þjóðum er meðfædd- ur, örfist en og magnist, einnig fyrir þessa sök, að allirgeta átt og lesið forn- ritin. Er næst að nefna hinar nýju bæk- ur: Um rikisréttindi IstandS og Gullöld Islands. Lengra er naumast hægt að fara, með sæmilegri rökfærslu, í þá átt að örfa óbeinlínis þjóðmetnað ogsjálfs- virðing og er það óneitanlega gott og blessað. Eru þar Siegnir og þjóðinni sýndir tveir minnispeningar, er eiga að sýna vora fornu gullöld, er jafn vel hafi haldið yfirskrift sinni á því skjali er nefnt er Gamli sáttmáli — yfirskrift, er sumir lesa þó öðruvísu. Hér skal eigi þrátta um það — nógir aðrir verða til þess, að meta nefndar bækur. — En eg, sem gamall er orðinn, oglíka hefi rýnt í fornsögu landsins eftir föngum, vildi benda á með smágreinum þeim, sem eftir fara, að allir minnispeningar, og eins þessar bækur og önnur sviplík rit, hafa tvœr hliðarnar, framhlið og aftur- hlið, er ekki er auðvelt að skoða rétt báðar í einu. En þá fyrst þegar báðar eru athugaðar, sést hið sanna gildi pen- ingsins. Hver von er og þess, að vorir sagnamenn hafi allir, eða tneiri hluti þeirra, náð því stigi, sem allur þorri sagnameistara stórþjóðanna hafa trauðla enn náð, eg á við óhlutdrægni, skarp- leik, alsherjarmannúð og víðsýni. Nefna má þrjá fyrirtaksfræðimenn Frakka, þá Guizot, Theirs og Michilet, er flestir segja nú að verið hafi of íranskir í anda eða hlutdrægir; sama er borið enskum sagnameisturum á brýn, eins og t. d. Macanly og Froude og sama frændum vorum í Noregi. Af beztu sagnfræðing- um Dana, sem nú lifa, hygg eg að vor- ir sagnamenn mættu, eins og stendur, mest nema, hvernig semja eigi sögu vorra liðnu alda svo, að þjóðernismetn- aðurinn véli minst og villi. Hin mikla Danmerkursaga, sem bráðum verður bú- in, er nýr og merkilegur skóli fyrir oss íslendinga. Nú um hríð hafa Danir mjög svo felt niður sitt forna gullaldardramb, og fyrir því tekst þeim, að því er virðf ist, betur nú en áður en ríki þeirra sundr- aðist, að meta meir sannindi og réttsýni en tilfinningar. Svíar stefna í sömu átt, þótt eg þekki bar miður til. En rúm- ið leyfir mér engar málalengingar, enda rita eg ekki sem sagnfræðingur, heldur vildi eg bjóða fáeinar bendingar til fróð- leiks og skemtunar lesendum þessa blaðs, sem munu hafa þær bækur í höndum, sem ómissandi má heita, að hver læsy og skynugur landsmaður þekki. Áttum vér nokkurntíma nokkra gull- öld? Eg svara: Já, — og nei! Við átt- um ýmisleg drög og deili gullaldar, eips og margar aðrar þjóðir þykjast hafa átt, en heila og hreina gullöld hef- ir engin þjóð átt, né vér heldur — nema í endurminningunni, sem er sama og draumsjón ímyndunarinnar og eftir- væntinganna, því í | Paradísarsögum allra þjóða felast einkum framtíðarvonir þeirra. Eg festi hugann einkum á 12. öldinni, þar sem eg dreg fram þá þætti, er í mínum augum helzt bera gulialdarbjarma. Pá, á 12. öld og fyrri hluta hinnar 13. var tvent búið að ná fylsta þroska og þá um leið nærri að falli komið. Hið fyrra tel eg kirkjuskipulag þjóðveldis- tímans, en hið síðara vort aðalstórvirki, bókfræðina. Um hið þriðja höfuðstykki fornsögu vorrar: þjóðfrelsið, mun eg einnig eitthvað segja á víð og dreif. Nýárshelgi. Pað er mjög gamall siður að halda hátíðlegan fyrsta dag ársins, en mjög mismunandi hefir það verið, hvenær menn hafa talið áraskiftin, einkum í fornöld, er næstum hver þjóð hafði sitt eigið tímatal. Einnig urðu árin oft mis- löng, því að mönnum veitti erfitt að finna rétta aðferð til þess að reikna tím- ann. Flestar þjóðir töldu árið nokkru skemra en vera bar, og urðu því stund- um að bæta við heilum mánuðum til þess að ráða bót á þeim ruglingi á ríminu, er þeir við og við urðu varir við að á var kominn. En eftir að júli- anska tímatalið komst á, árið 46 fyrir Krists fæðingu, og barst frá Róm- verjum til annara þjóða, komst meira samræmi á áraskiftin. — Árið 2bl f. K. f. settu Rómverjar janúarmánuð fyrstan hinna 10 mánaða, er þeir töldu í ár- inu. Var hann þá og hafði lengi áður borið sama nafn og var það dregið af nafni rómverska guðsins janusar, er var einn af elztu guðum Rómverja og nokk- urs konar drottinn drottnanna; þó var hann einkum guð árs og friðar eins og Freyr hjá ossNorðurlandabúum. Rómverj- arhugsuðusérhann meðtveimur ásjónum annari ellilegrien hinni unglegri og þann- ig voru myndir af honum. Hefir það að líkindum átt að merkja það, að hann sæi í einu bæði yfir liðinn og ókom- inn tíma. Rómulus Rómverjakonungur bygði honum veglegt musteri og Númi konungur, sá er Sigurður Breiðfjörð orti um Númarímur, gaf út skipun um það, að þetta musteri skyldi opna í hvert sinn, er ófrið bæri að höndum og skyldi það standa opið þangað til frið- ur væri aftur ákominn; var þeirri reglu fylgt í margar aldir, en svo tíðar og langvarandi voru styrjaldir Rómverja, að musterinu var að eins lokað þrem sinn- um í 700 ár. Rómverjar héldu stórhátíð fyrsta dag ársins, Janusi til dýrðar, og færðu hon- um þá fórnir og var ekkert til sparað Persar héldu einnig fyrsta dag ársins hátíðlegan. Gyðingar höfðu sama sið- inn, eins og sjá má af Móesesar bók- um. Færðu þeir þá guði einkum brenni- fórnir og gengu ríkt eítir því, að há- tíðin væri haldin nákvæmlega eftir fyr- irmælum lögmálsins. Fyrst framan af héldu kristnir inenn enga hátíð þenna dag, og töldu slíkt hinn argasta heiðindóm. Aftur á móti var umskurðardagur Krists haldinn hei- lagur og var smám saman jafnframt haldin nýárshátíð, er kölluð var hið stóra nýár. En um fyrsta dag ársitis voru kristnir menn ekki samtnála langt fram á aldír. Nokkrir fylgdu rómversku regl- unni og töldu árið byrja 1. jan, Aðrir töldu boðunardag Maríu (25. marz) fyrsta dag ársins, einkum á Pýzkalandi, og hélzt sú venja fram á 9. öld. Enn aðrir töldu árið byrja á fæðingardag Krists, 25. des. og hélst sú venja sum- staðar fram á 16. öld. Pó veit enginn með vissu hvaða dag Kristur var fædd- ur. Símskeyti til Norðra Reykjavík, 7. jan. kl. 8e. h. Jarðskjálftarnir á Ítalíu eiga engan sinn líka. Manntjón 120 þúsund. Hálf Kalabria og þriðj- ungurinn af Sikiley í rústum. Eldsvoðar, rán og hörmungar fylgja þessari eyðilegging. Hjálparnefndir hafa verið sett- ar í öllum löndum. Pjófurinn er braust inn í dóm- kirkjuna í Hróarskeldu hefir náðst; er Pjóðverji; hinir stolnu sveigar brotnir. — «-»— Ofsarok á Suðurlandi 29. des. Kirkjurnar áStóra-Nöpi ogHrepp- hólum foknar. Einnigfuku margar hlöður og heyskaðar urðu víða. Fiskiskip sökk í Viðeyjarsundi. Frá Reykjavík (Símfréttir) Gullbringu- og Kjósarsýsla er veitt Magnúsi Jónssyni sýslumanni í Vest- mannaeyjum. Bæjarfógetaembættið í Rvík er veitt Jóni Magnússyni skrifstofustjóra. t 30. des. s. 1. andaðist Aða/bförg Jónasdóttir kona Snorra hreppstjóra jónssonar á Pverá í Laxárdal í Suður-Pingeyjarsýslu. Hún var dóttir Jónasar sál. jóhann- essonar á Pverá í Reykjahverfi en bróð- urdóttir Sigurjóns Jóhannessonar frá Laxamýri. Lætur eftir sig fjóra sonu uppkomna. Dularfull fyrirbrigði. Þótt eg sé ólærður maður og hafi alið allan minn aldur í sveit, hefi eg þó reynt að fylgjast með í flestum stórmálum, sem staðið hafa yfir um mína daga, og nema þaufræðiog vísdóma, er hinir ágætu ogstór- merkilegu lærifeður þjóðarinnar hafa kent og prédikað að fornu og nýju. Og það þykist eg geta sagt mér til hróss, að eg hefi aldrei látið það hafa áhrif á skoðanir mínar á vísdómlegum fræðum, þótt þeir menn, er slíkt hafa kent, hafi í stjórnmál- um verið á annari skoðun en eg. Þeir merkilegustu vísdómar, er eg hefi heyrt um getið, eru hin svokölluðu dularfullu fyrirbrigði, sem spámaður Einar Hjörleifsson prédikar fyrir lýðnum og Ind- riði að vestan sannar með kraftaverkum Hefir það legið i ætt minni frá fornu fari, að fást við slíka hluti og þóttu forfeður mín- ir kunna margt fyrir sér, enda þorðu fáir að geraá hluta þeirra, nema mögnuðustu galdra- menn af Vestfjörðum og biðu þó oftast lægri hlut í þeim viðskiftum. En þótt leitt sé til þess að vita, hafa þessi fræði smátt og smátt gengið úr ættinni og það lítið sem eg hefi fengist við þesskonar hluti, þá hefir það farið í handaskolum að mestu

x

Norðri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðri
https://timarit.is/publication/201

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.