Norðri - 07.01.1909, Blaðsíða 4

Norðri - 07.01.1909, Blaðsíða 4
4 NORÐRI NR. 1 SKRA yfir vatnsskatt í vatnsleiðslufélagi Oddeyrar frá 14. maí 1907 til ársloka 1908, liggur frammi hlutaðeigendum til sýnis hér á skrif- stofunni um fjórtán daga. Gjalddagi á vatnsskattinum er ákveðinn 1. febrúar 1909. Bæjarfógetinn á Akureyri, 5. jan. 1909. Guðl. Guðmundsson. SALTFISKUR er til sölu með mjög lágu verði hjá undirrituðum. Oddeyri 29/i2’08 Anton Asgrimsson. Túngötu 6. Húsbruni á Siglufirði. Á nýársdags kvöld, á ellefta tíman- um, kom upp eldur í húsi Jóns Jóhann- essonar bóksala á Siglufirði. Heima- fólk og tveir gestir sátu að spilum í einni stofu niðri í húsinu, en einn heima- manna, er úti hafði verið, kom heim um þetta leyti og varð var við eldinn, er þá var orðinn mjög magnaður. Komst fólkið þó slysalaust út með börn- in, en Jón fór inn í stofuna aftur til þess að reyna að bjarga einhverju, en þegar hann hafði fleygt einum íúmfatn- aði út um glugga, læsti eldurinn sig um alla stofuna kringum hann, og komst hann með naumindum út óskemdur. Bióðirjóns, Petur Jóhannesson, bjó uppi á lopti í húsinu ; hafði hann verið úti um kvöldið, og var það hanri, er fyrst varð var við eldinn. Braust hann inn í herbe'rgi sitt, inn um glugga, og tókst að bjarga einum sængurfatnaði og ein- hverju lítilsháttar af fötum, brotnaði þá gólfið undan öðrum fæti hans, og varð hann þá að fleygja því, sem hann var með og stökkva út um gluggann. Öðru teljandi var ekki bjargað úr húsinu. Brunnu þar inni fimm kindur og 12 hænsni, er í kjallaranum voru, og mik- ið af bókum. — Um orsakir eldsins þykjast menn ekki vita. Húsið var vá- tryggt fyrir 2000 kr. í félaginu «Norge», innbú fyrir 1000 kr. og bækurnar fyrir 2500 kr. hjá sama félagi. Bœjarstjórnarkosning. Hún fór fram hér í kaupstaðnum á mánudaginn er var, Var um þrjá fram- boðslista að velja; á A-listanum voru þeir Sigtryggur Jóhannesson kaupmaður og Anton Jónsson timburmeistari. Var þetta listi Oddeyrarbúa. A B. Iistan- um, er Skjaldborgarmenn studdu, voru þeir Stefán skólastjóri Stefánsson og Otto kaupmaður Tulinius, sömu mennirnir, sem úr bæjarstjórninni áttu að víkja að þessu sinni, að lögum. Höfðu þeir báðir gefið kost á sér til endurkosn- ingar. Á C. listanum, er verkamanna- félagið studdi, voru þeir Kristján verzl- unarstjóri Sigurðsson og Sigtryggur Jóhannesson kaupmaður. — Úrslit kosnínganna urðu þau að A- listinn fékk 86 atkvæði, B. listinn 84 og C.-listinn 73, Sigtryggur Jóhannes- son kaupmaður og Stefán skólastjóri Stefánsson urðu þannig hlutskarpastir. Nýir kaupendur að IV. árgangi ,N0RÐRA‘ geta fengið í kaupbæti einn eða tvo af hinum eldri árgöngum blaðsins, með- an upplagið hrekkur. F*eir sem fyrst gefa sig fram sitja fyrir. Ennfremur geta nýir kaupendur feng- ið ókeypis TVÆR SÖGUBÆKUR ef þeir greiða andvirði 4. árg. unt leið og þeir gerast áskrifendur Kaupmenn og þeir, sem þurfa að auglýsa mikið, geta komist að góðum kjörum ef þeir semja við ritstjóra Norðra um það. Þriggja krónu virði fyrir ekki neitt í ágætum sögubókum fá nýir kaupend- ur að VIII. árg. »Vestra» ef þeir senda virði blaðsins (kr. 3,50) með pöntun. Arg. byrjar 1. nóv. utsölumaður á Akureyri er Hallgrímur Pétursson bökbindarí. Allar skuldir við verslun undirritaðs, sem ekki verða borgaðar fyrir 1. febr. þ. á. verða afhentar málaflutningsmanni til innheimtu. Oddeyri 6. jan. 1909. Lúðvik Sig'urjónsson. Lausar jarðir Vaðlaumboðs, frá næstkom- andi fardögum. Hamar í Glæsibæjarhreppi. Staðartunga í Skriðuhreppi. Sörlatunga í sama hreppi. Barká í sama hreppi. Stóru-Hámundarstaðir í Arnar- neshreppi. Kot í Svarfaðardalshreppi og Ytri og Syðri Grenivík í Gríms- eyjarhreppi. Umsóknarfrestur um ábúðarrétt á þessum jörðum er til 14. febr. næstkomandi. Umboðsmaður Vaðlaumboðs. Akureyri, 2. jan. 1909. Stephán Stephensen. HÉR eftir lána eg ekki bækur, nema borgaðir séu 25 aurat fyrir sólarhringinn. 4/1 1909 Hförtur Quðmundsson. Afgreiðsla Norðra er nú flutt í Brekkugötu nr. 19, inngangur um norður dyr. Til þess að gera nærsveitamönnum hægra fyrir með að ná í blaðið verður það framvegis látið liggja til afhendingar í tveimur búðum í bænum, hjá þeim kaupmönnunum Magnúsi Kristjánssyni á Akureyri og Eggert Einarssyni á Oddeyri. Eru allir kaupendur blaðsins í Eyjafirði fyrir framan Akureyrarbæ beðnir að vitja þess til Magnúsar Kristjánsson. Kaupendur í Sval- barðsstrandar- og Grýtubakkahreppum og í Eyjafjarðarsýslu utan Hörgár og Möðruvalla eru beðnir að vitja þess til Eggerts Ein- arssonar. Aðrir nærsveitamenn eru beðnir að vitja þess á af- greiðslustofuna, þegar þeir eiga ferð um. Það af blaðinu, sem eigi hefir verið tekið, þegar póstferð fellur, verður sent með pósti. Vöxtur og viðgangur blaða er mjög undir því kominn, að útsending þeirra og afgreiðsla sé í góðu lagi. En þar eð póst- göngur og samgöngur allar eru mjög strjálar og ófullkomnar hér á landi, er það aftur mjög undir greiðvikni manna komið, hver skilsemi verður á blaðasendingum. Norðri ber það traust til ýina sinna fjær og nær, að hon- um verði eigi ógreiðafi ferðin en öðrum blöðum, og fullan vilja hefir hann á því, að verða þannig úr garði gerður, að fáir telji eftir sér eða þyki ekki tilvinnandi að gera sér lítilsháttar far um að fá hann sem fyrst inn á heimilið. Kaupendur eru alvarlega áminntir um að skýra afgreiðslumanninum frá því, ef þeir fá ekki blaðið með skilum. Mun þá tafarlaust verða reynt að ráða bót á því, eftir föngum. Vegna breytingar sem verður á verzlun minni nú á næsta vori, verða allar vörubirgðir mínar seldar í janúar og febrúar með OJAFVERÐI. Hvergi í heimi önnur eins kostakjör. EGGERT EINARSSON BIÐJIÐ kaupmann yðar um Edelstein, Olsen & Coi beztu og ódýrustu _ f Cylinderoliu nrníiií c— jv/a X/AAUl Þurkunartvist. Karbólineum, Tjöru o. fl. o. fl Otto Möjsteds danska smjörlfki er bezt. ,Norðrit kemur út á fimtudag fyrst um sinn, 52 blöð um árið. Árgangurinn kostar 3 kr. innanlands en 4 kr erlendis; í Ameríkueinn og hálfan dollar. Ojalddagi erfvrtr 1. júlí ár hvert. Uppsögn sé butidiil vfð árgatiga- rnót og er ógild nema hún sé skrifleg og afhent ritstjóra fyrir 1. seft. ár hvert. Auglýsinga kosta eina krónu fyrir hvern þuml. dálkslengdar og tvöfalt meira á fyrstu síðu. Með samningi við rits’jóra geta menn sem dilgívs* ítiilHð fhnglðmfög mikfttn afslátt,

x

Norðri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðri
https://timarit.is/publication/201

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.