Norðri - 14.01.1909, Blaðsíða 1

Norðri - 14.01.1909, Blaðsíða 1
Ritstjóri: BJÖRN LÍNDAL Brekkugata 19. Akureyri, fimtudaginn 14. janúar „Heimastjórnarfélag Akureyrar“ heldur aðalfund sinn í veitingahúsi frú Önnu Tómasdóttur á Oddeyri þriðju- daginn 19. þ. m. Verður þar lagður fram ársreikningur félagsins, endurskoðað- ur, kosin stjórn þess og aðrir starfsmenn o. fl. Fundurinn hefst stundvíslega kl. 9 e. h. og er áríðandi að allir meðlimir félagsins mæti. Akureyri 11. jan. 1909. 0. C. Thorarensen, Jón Stefánsson, Björn Líndal. IV. 2. Til minnis. Bæjarfógetaskrifstofan opin kl. 10—2, 4—7 Bæjarsjóður, Lækjargötu 2, mánud. mið- vikud. og laugardaga kl. 4—6. Ritsímastöðin virka daga 8 f. h. til 9 e. h. helga daga 8—11 og 4—6 Bókasafnið, þriðjud.. fimtud. og laugard. 5—8. Sunnudögum 10—11 og 4—8. Pósthúsið 9—2 og 4—7. Utbú Islandsbanka 11—2 Utbú Landsbankans 11—12. Stúkan Akureyri fundad. þriðjud.kv. kl. 8. Brynja miðvikudagskvöld kl. 8. Isafold Fjallkonan sunnudagskv. kl. 4. Trúföst mánudagskv. kl. 8. Sjónleikar. Því verður aldrei neitað með rök- um. að glaðlyndi þjóðarinnar og gleð- skap öllum hefir hnignað að miklum mun, frá því er var á fyrri öldum. Og einkum er þó ólíku saman að jafna, glaðlyndi voru og annara Norðurálfu- þjóða, flestra eða allra. Um orsakir til þess, skal eigi rætt að þessu sinni; þær eru «margar og sundurlausar*, eins og Fáfnir segir þær nornir vera, er kjósa mögu frá mæðrum : »sumar eru Ása ætt- ar, sumar álfa ættar, sumar eru dætur Dvalins." «Vér Islands börn vér erum vart of kát», hefir maður sagt, er reynt hefir verið að firra öllum góðumgáfum, nema skáldskapargáfunni, og er það eigi mælt um skör fram. Hitt hefði eigi verið of- sagt, að vér værum ókátir um of. Virð- ast svo mikil brögð að því, að jafnvel meinlaus og eðlileg gleði ungra manna og meyja hefir verið talin léttúð og lausingjabragur, og græskulausir gaman- leikar, einkum þeir, er af útlendum toga hafa verið spunnir, lítt sæmandi horsk- um lýð og hófsömum. Sízt má án vera alvöru og aðgæzlu, ef vel á að fara, bæði hvað snertir hag þjóða og hvers manns fyrir sig, En hér eins og endranær er það heilla- vænlegast, að einum og sérhverjum sé goldið það sem honum ber,'—keisara hinna alvarlegu mála hvað hans er, og guði gleðinnar hvað hans er. Og skyn- samlegshófs verðuráðgætaíhverjum hlut; hættir einkum gamaninu við aðgrána. ef þess er eigi gætt, og þá er ver farið en skyldi. Hóflegt glaðlyndi og gleðskapur eru ein einkenni siðmenningarog sálarþroska. Samskonar fagnaður fær harla ólíkan blæ, ef ólíkir menn eiga hlut að máli. Ruddamennum ‘fer allur fagnaður svo óskaplega, að slíkt má fremur kallaglópsku- hátt en gleðskap; veldur það mörgum saklausum gamanleik óvinsælda og verð- ur fagnaðinum að fótakefli, að menn kunna ekki með að fara. — Einkum er það tilfinnanlegur skortur á ráði margra manna, að þeir kunna ekki nægileg^n greinarmun alvarlegra hluta og gaman- samra; verður alvaran því stundum hlægi- leg og gamanið grátlegt, og þá sann- ast hið fornkveðna: «Öllu er snúið öfugt þó, aftur og fram í hundamóN Margir leikar verða skrípaieikar án fulltingis listagyðjunnar; svo er t. d. með dansinn, glímur og niarga fleiri. Ett stftfr þtas að leTÍWf tíg fiWr eiya alloft samleið, hættir mörgum til þess að skoða margar þær listir leíka, er í raun og veru eru alvarlegs eðlis. Eink- um er þetta alltítt um sjónleika, er svo eru kallaðir, þótt miður heppilegt sé; hjálpar það nafn til þess að leiða menn á villigötur. Sjónleikar eru alt af annað og meira en leikar og oft og einatt eiga þeir ekkert skylt við leika. En hvað eru þeir þá? Því verður eigi svarað svo skilið verði, nema mönnum sé fyrst ljóst, hvað skáldskapur er, og þá eink- um leikritaskáldskapur. Fyrir hvorugu þessu er unt að gera nægilega skýra og skilmerkilega grein í stuttri blaðagrein; verður því að nægja að benda á það eitt, er mestu máli þykir skifta í þessu efni. Hið lang almennasta efni leikritaskáld- skapar er lýsing mannlífsins, annað hvort eins og skáldinu virðist það vera, eða hafa verið á umliðnum öldum, eða þá eins og því virðist, að það ætti að vera. Qildi þessa skáldskapar fer að mestu leyti eftir því, hvernig skáldinu tekst að lýsa því, sem hann vill lýsa, en það er áftur bæði undir yrkisefninu og meðferð þess komið, hvort það hef- ir góð áhrif eða ill á þá, er sjá það og heyra. Rótt yrkisefnið sé í raun og veru fagurt o§ tilgangur skáldsins hinn bezti, geta áhrifin orðið öll önnur, ef meðferð þess fer í handaskolum. Höfuð viðfangsefni leikritaskálda, er lýsingar manna, innra eðlis þeirra og ytra útlits, áhrifa þeirra hvers á annan og áhrifa annara afla, skiljanlega og ó- skiljanlegra, á skapferli þeirra og lífsfer- il. Ressu er leitast við að lýsa bæði með orðum og athöfnum þeirra manna, er skáldið skapar, en undir því er alt kom- ið, að því takist að skapa þá í mynd og líkingu annara dauðlegra manna, svo að vér hinir þekkjum og finnum, að þeir eru bein af okkar beinum og hoid af okkar holdi. En þótt slíkt takist í raun og veru, getur það tekist misjafn- lega að gera myndirnar svo skýrar og glöggar, að lesendur ritsins skilji þær og skynji á réttan hátt, og eins vel og þarf, ef ritið á að koma að fyllilegum notum, öllum þorra manna. Hér er því þörf hjálpar, og það er hlutverk gyðju leiklistarinnar, að veita þessa hjálp. Hún er dóttir skáldskaparguðsins. Leikarinn á að vera lifandi mynd þess manns eða konu, er skáldið hefir skap- að. Þess verður alt af að krefjast, því að öðrum kosti er lcikarinn ekki annað en loddari eða trúður, sem villir mönn- um sjónir í stað þess að leiða þá á tfStth bratrt. En hTn sfnfttthtstn ð^MbCh'n leiklistarinnar geta komist lengra en það að gefa börnum skáidskaparlistarinnar líf oglimi. Peim tekst stundum að fylla þær eyður og draga þá drætti, er skáld- inu hefir eigi tekist, svo eðlilega og rétt, að í fullu samræmi sé við það, sem skáldið hefir viljað gera. Engin grein listarinnar hefir orðið fyrir jafn slæmri meðferð og leiklist- in. Hún er tíðkuð næstum með öllum þjóðum í einhverri mynd og af öllum stéttum manna, oft undirbúningslaust og án þess, að þeir sem við hana tást, hafi nokkurn skiining á skáldskap og hlutverki sfnu. Petta hefir orðið til þess að afla henni óvinsælda og ryðja henni úr sæti listanna niður á bekk gamanleika og gjálífis, og jafnvel skör lægra, því að alt af hafa einhverjir orðið til þess að sýna það og sanna, að hún á þar ekki heima, heldur annaðhvort ofar eða neðar, og þá einkum neðar, því að fleiri hafa orðið til þess að beina henni í þá átt- ina, þeirra manna, er við hana hafa fengist. — Hér á landi eru mikil brögð að þessu eins og annarsstaðar, þar sem við sjón- leika hefir verið fengist. og er það sízt furða, því að óvíða eða hvergi er leik- mentin á jafn miklu bernskuskeiði og jafn mikið hjáverkastarf og hér, enda hlýtur svo að vera, sakir strjálbygðar og fámennis. Einkum hættirsjónleikum hérá landi til þess að fá á sigstirðlegan blæ og þunglama- leganjá slíktaðnokkruleyti rótsínaaðrekja til lyndiseinkenna þjóðarinnar. Pó munu leikarahæfileikar vart fágætari hér á landi en annarsstaðar; einkum hafa alvarleg hlutverk oft hepnast vel og stundum snildarlega, og nokkrir leikarar og þó einkum leikkonur eru hér á landi, sem óhikað má telja framarlega í röð þeirra leikara, er eiga það nafn með réttu. Skilningsleysi áhorfendanna stendur einnig leiklistinni hér fyrir þrifum og þroska. Ekkert er eins skaðlegt þeirri list og það, að hlegið sé og skopast að alvarlegu hlutverki, sem leyst er vel af hendi, en mest dást að þeim, er lála mestum skrípalátum, hvort sem það á við eða ekki. B. L. Rlngmálafundir. Stefán alþingismaður Stefánsson í Fagraskógi, ætlar að halda þingmálafund á Möðruvöllum í Hörgárdal föstudag- inn 22. þ. m. ; í Saurbæ sunnud, 24. kl. 2f dg ef ttl yitl í Hrafn«gtMrrepp þi 29: 1909. Frá ygullöld* íslendinga. Eftir M. J. II. Frumár kristninnar. Eftir vopnabrak 10. aldarinnar rann nýjárssól hinnar 11. yfir kristinni þjóð á landi voru; mátti þá segja, að hálfa þá öld væri «ung nýja trúin», eins og Valla-Ljótur sagði; væri með öllu rangt að tala um gullöld hér á landi á þeim tíma — fremur en áður frá því er land- ið tók að byggjast eftir 874. Hafði það verið hörð öld og hrikaleg, enda gerð- ust þá flestar hinar elstu sögur vorar, nálega alt ættar- og vígasögur. En hversu stórmerkilegar sem margar þeirra eru, og ágætlega sagðar, einkenna flestar þeirra sömu gallarnir: þær snúast of mjög um óeirðir og vígaferli, en fræða oss minna um friðsamlega hluti. Hinn gallinn eru öfgarnar, Hinn langi tími, sem leið frá því er hver saga myndað- ist í fyrstu, sem sé meðan viðkomandi kynslóð lifði, og þangað til hún var fullmynduð á 12. öld eða enn síðar, varð orsök þess, að hugmyndaafl manna og meðferð frásagnanna smá- breyttist, hreinsaðist frá aukagetum en festist í heildinni, fegraðist og nálgað- ist að sama skapi listarbúninginn, sem hið ómerkara máðist eða hvarf, en hið merkara og sögulegra stækkaði. Með kristninni kom breyting á flesta hluti, einnig á hugsjónir manna, fyrirmyndir og meðferð eldri fræða. Er þar mikið ransóknarefni fyrir höndum; skal hér nægja að benda á þættina, sem síðar hafa verið fléttaðar inn í flestar, eða við ýmsar vorar beztu sögur, t. d. Njálu (Kristniþátturinn í miðri sögunni, og þáttur um Brjánsbardagann í enda henn- ar), Spesar-þátturinn í Grettissögu, Bolla- þátturinn í Laxdælu, og fleiri sögur. Flestar benda þær til kristninnar að lok- um, enda var aftökustaður kappannafræg- astur, annaðhvort á Orminum langa ell- egar á Stiklastöðum, þar sem þrjú höf- uðskáldin hníga með Ólafi helga. Rað er eins og íslands sögudís hafi svifið yf- ir báðum þeim höfuðorustum eins og hinar gömlu valkyrjur, og verið í ein- staklega góðu skapi. Og ekki hefir Sig- rún frá Sevafjöllum «hálsað« sinn dýra hundingsbana með heitari ástum en sú valkyrjan yfir Stiklastöðum hefir hálsað Þormóð Kolbrúnarskáld, þá er hann misti síns snjalla máls við hendinguna: »Dagshríðar spor svíða.» Það var og við fall Ólafs helga að sögudísin íslenzka lét flesta kappa vora hníga — falla eða enda sögur sínar. Eftir 1030 myndast ekki framar íslenzk- ar kappasögur, og allar frásagnir falla við það í dá, svo að segja, svo að sár- fáar frumsögur myndast fram á síðasta hluta 12. aldar og þó teljum vér ein- mitt það tímabil og megum telja, gull- öld landsins. Það er æfi hinna elztu og ágætustu biskupa landsins. Á styrjalskrttmwm stajrast enjgin gnfl‘

x

Norðri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðri
https://timarit.is/publication/201

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.