Norðri - 14.01.1909, Blaðsíða 3

Norðri - 14.01.1909, Blaðsíða 3
NR. 2 NORÐRI 7 Símskeyti til Norðra Reykjavík, 13. jan. kl. 2e. h. Sáttahorfur á Balkanskag- anum. Eins og lesendum Norðra mun kunnugt hefir þar verið alt í uppnámi síðan síðast liðið sumar. Þá gerðust þar mörg stór tíð- indi. Bulgaríufurstinn tók sér einn góðan veðurdag konungsnafn og lýsti þvt yfir að Búlgaría væri fulivalda ríki, en þvi reiddust Tyrkir mjög, því að þeir þóttust vera nokk- urskonar yfirríki Bulgaríu. — Um sama leyti losnaði Krítey undan yfirráðutn Tyrkja og sameinaðist Qrikklandi. Og enn urðu þau tíðindi, að Austurríki og Ungverjaland inn- limaði Bosniu og Hersegóvniu, en til þeirra þóttust Tyrkir einnig hafa tilkall. Ibúar þeirra landa eru flestir Serbar, því að þau heyrðu fyrrum hinu gantla Serbaríki til. Langar Serba því til þess að sameina þau aftur ríki sínu. Út af þessu öllu lá við blóðugum ófriði milli Austurríkis og flestra ríkja á Balkanskaganuni; var þar hverhönd- in uppi á móti annari, og var búist við að stórveldín mundu skerast í leikinn. Hverju friðarhorfurnar eru að þakka eða hver úr- slitin ætla að verða, er oss ennþá ókunn- ugt, en vér munum skýra lesendum blaðs- ins frá því seinna. — Er það hið mesta gleðiefni, að til friðar skuli horfa, því að ó- friður milli svo margra og lítt siðaðra þjóðá hefði eflaust orðið mjög blóðugur. Fjársvik í Bandaríkjunum. Reykjavík 13. jan. kl, 2 e. h. Roosewelt Bandaríkjaforseti hefir hótað mörgum senatórum (sam- bandsþingsmönnum) uppljóstri ó- heiðarlegs fjárdráttar. EftirmæíL Norðri skýrði frá því í 51. tölublaði að Guðlaugur Jónsson í Hvammi and- aðist á heimili sínu 26. des. s. 1. Hann var fæddur 23. desbr, 1852 Foreldrar hans voru Jón Jónsson og Valgerður Þórarinsdóttir, sem bjuggu lengstan sinn búskap myndarbúi á Gilsbakka í Hrafna- gilshreppi. Föður sinn misti hann árið 1878, en móðir hans lifir enn og er til heimilis hjá tengdasyni sínum Magnúsi Sigurðssyni á Grund. Þegar faðir hans dó, tók Guðlaugur sál við bús- forráðum með móður sinni og hafði hann þau á hendi til ársins 1882 að hann byrjaði búskap í Hvammi. Sama ár gekk hann að eiga eftirlifandi ekkju Kristbjörgu Halldórsdóttur, systurAðal- steins verksmiðjustjóra á Akureyri. Með konu sinni eignaðist hann 7 börn, ogeru á lífi 3synir og 2 dætur. Hann byrjaði búskap með lítil efni og tók jörðina í laklegu ástandi. en með dugnaði og framsýni jók hann þar svo bú sitt og efni, að það var eitt hið stærsta í Eyjafirði. Hann var einn af þeim fyrstu að reisa timburhús á jörð sinni, og öll peningshús bygði hann upp ásamt heyhlöðum. Túnið jók hánn svo út, að síðustu árin fékst af því helm- ingi meira en áður vartalið ogalt þetta gerði hann án nokkurs styrks, sem leigu- liði, Guðlaugur sál. var stakur dugnaðar- og reglumaður, enda voru þau hjón- in þar samhent. Börnum sínum veitti hann bezta uppeldi, og lagði stund á að mentaþau og varþað hansheitasta ósk að þau yrði að nýtum og góðum mönnum. Hann var mörg ár hreppsnefndar- maður, og var hvað eftir annað endur- kosinn, og sýndi það bezt traust það, sem sveitungar hans báru til hans, enda beitti hann þar sömu hyggindum og hagsýni í sveitarmálum sem í bústjórn- inni. í æsku naut hanti lítiilar mentunar dns ag tftt vttr á þdm tlttgum, eit hann var einn þeirra manna, sem gróf ekki pund sitt í jörðu, en notaði það sér og öðrum í hag, og varð því lífsstarf hans svo heillaríkt bæði fyrir sjálfan hann og aðra. Hann var glaðvær og gestrisinn heim að sækja og hinn hjálpfúsasti, og má ó- hætt fullyrða, að Itann átti marga vini en engan óvin. Sveitarfélag hans hefir þar mist einn sinn nýtasta og bezta dreng, má það lengi sakna hans og óska að eignast sem flesta hans líka. Blessuð sé hans minning. E. S. Tillögur um skattamál íslands V. (Framh.) Sé nú svo talið til, að hið aðflutta timbur nemi að rúmmáli 6 — 7000 «standards» (á 150 kubikfet) og yrði tollurinn ákveðin 6 krónur fyrir hvert 100 kubik fet, mundi tollur af timbri gefa af sér í tekjur, miðað við aðflutn- ing síðari áranna, nálægt 50 —60,000 kr. F*að er að vísu ekki ósennilegt, að að- flutningur á timbri mundi fara nokkuð minkandi, ef lagður væri tollur á það. Af því að kostnaðarmunur á því, að byggja úr steinefnum eða timbri er eigi, að fróðra manna áliti, ýkjamikill, þá er það eigi ólíklegt, að tollur á timbri yrði til þess, að menn færu að nota steypta steina, steinsteypu og þess háttar í útveggi húsa. En í sjálfu sér verður nefndin að telja það breyting til hins betra. Hús, er svo væru bygð. væru varanlegri eignir, en þau, er bygð eru úr lélegu timbri, svo sem nú er tíðast, og því verðmætari þjóðareign í framtíð. Þau hús yrði áhættuminna fyrir hinn almenna brunabótasjóð að vá- tryggja ; og eigandinn nyti mikils skatt- léttis á eign sinni í hinu lægra vátrygg- ingargjaldi. Innlend steinsteypa gæti þá orðið allþýðingarmikil atvinnugrein. Af timbri því, er flutt var til lands- ins 1903 voru: Frá Danmörku 14% — Englandi 2°/o — Noregi og Svíþjóð 84% Gjöra má ráð fyrir, að aðflutningur- inn skiptist milli hinna nefndu larida eftir líkum mælikvarða hin síðustu árin. - En af þessum tölum er það Ijóst, að mest alt það timbur, er til landsins er flutt, er frá Noregi og Svíþjóð, og þá án efa mest frá Noregi. Þetta virðist þó í raun og veru ekki þurfa að vera ástæða móti tolli af timbri, þar sem í Noregi er afarhár tollur á kjöti (11 kr. 20 au. á, tn.) og hrossum (50 kr.) er heita má að loki þeim markaði fyrir þessum landbúnaðarafurðum og því hnekkir mjög verði á slíkum vörum héðan af landi á hinum útlenda mark- aði Auk þess er rnikið af því bygging- arefni, er hingað er flutt frá Noregi, afar-Iélegt og endingarlít'ð. Aðflutningur á steinolíu heflr farið stórkostlega vaxandi hin síðari ár. Árið 1883 voru fluttir 177,571 450,476 1,559,400 1,544,500 2,056,140 3,762,060 pt. - 1893 - - 1903 - - 1904 _ - 1905 - - 1906 - Toll á steinolíu mætti telja hæfilega settan 2 a. á hvern pott og ætti hann þá, miðaður við sviplíkan aðflutning og verið hefir hin síðustu ár, að gefa í toll nál. 60— 70.000 kr, á ári. Það eru eigi líkur til, að aðflutningur á stein- otttt fari veitflega minkandt; þótt svo gjöra mætti ráð fyrir, að vaxandi raf- lýsing og rafhitun útrýmdi að nokkru leyti steinolíu sem Ijósmeti og eldsneyti, þá má ganga að því vísu, að fjölgun steinolíugangvélageri betur en vinna það UPP; Á móti steinolíutolli má þar ámóti telja það athugaverðast, að hanti mundi hvíla sérstaklega þungt á útgerðum gangvéla- báta. Ennfremur getur gas og raíur- magn farið að útrýma steinolíu til Ijósa á sumum stöðum, svo sem Reykjavík og fleiri kaupstöðnm. Af þessuni á- stæðum hvorumtveggju verður steinolía eigi eins réttiátur skattagrundvöllur fram- vegis, eins og var á meðan allir notuðu hana til Ijósa og eingöngu til þess, því þá fór notkunin mjög eftir efnum og ástæðum. Þessir framannefndu tollar mætti telja mjög líklegt að gæfi af sér tekjur er nema mtindu 100 — 130,000 kr. árlega, og nefridin telur eigi frágangssök að leiða þá í lög, án þess breytt sé til um toll- gæzluna. Samt sem áður hefir nefndin kom- ist að þeirri niðurstöðu, að heppilegra mundi að hækka gjaldið á hinum nú- verandi tollstofnum, heldur en að bæta nýjum tollum við, úr því að hækkun þessi, að því sérstaklega kaffi og sykur- tollinn snertir, eigi þarf að neina neinni þeirri upphæð, er talin verði fram úr hófi há. Þar sem því á þann veg virð- ist ve! fært að útvega hinn nauðsynlega tekjuauka knýr enginn nauður tilað leggja á þessa nýju tolla að sinni. 3. Verzlunargjald eða það. sem sumir nefna faktúrutoll, er jafnt hundraðsgjald á aðfluttum vörum, annaðhvort eftir innkaupsverði eða út- söluverði. Ennfremur hafa og sumir hugsað sér samskonar gjald á útfluttum vörutn, sumir hafa hugsað sér, að fram- tal til gjaldsins væri bygt á innkaups- reikningum sem sönnunargögnum, aðr- ir, að það bygðist á eigin yfirlýsingum kaupmanna og annara, er tæki á móti vörunum að viðlögðuin drengskap við- takanda. Sá kostur er á verzlunargjaldi, aðþað er verðtollur, og verðtollar eru sann- gjarnari miklu en tollar, sem miðaðir eru við vigt og mál, en það þykir ekki f ramkvæmanlegt af ýmsum ástæðuin að leggja verðtoll á margar einstakar vör- ur. Annar kostur verzlunargjaldsins er sá, að eftirlits- og innheimtukostnaður mun verða minni en á tolli á fjölda inörgum einstökum vörum, svo sem vefnaðarvörum og þess konar. En að alkost verzlunargjalds má þó telja, að tollstofninn, vöruvelta landsins alls íverzl- un hefir breiðast bakið \allra toilstofna. Væri gjaldið auðvelt í framkvæmd og éins sanngjarnt, og flestir hinna núver- andi tollar hjá oss mega teljast, þá væri af þessum ástæðum hendi næst að lög- leiða slíkt gjald. Það væri bezt til þess fallið af öllum gjöldum, að vera fœr- anlegt. Eti það er þýðingarmikill kost- ur á meginsköttunum, ef auðvelt er að færa þá til með einféldum fjárlagaá- kvæðum eftir þörfum, til þess að áætl- un tekna og gjalda á fjárlögum geti að öllum jafnaði staðist á. Til ókosta gjalds þessa má telja það, að gjaldið legst á nauðsynjavörur jafnt og aðrar vörur, og getur þvi, eins og tollur á lífsnauðsynjavörum, komið nið- ur á mönnum, setn ekkert hafa afgangs lífsnauðsynjum (sbr. að framan). Ann- ar ókostur gjaldsins er sá, hve framta! til gjaldsins verður illa hæft til eftirlits hvort heldur byggja skal á framlögðum reikningsgögnum eða persónuleguframtal að viðlagðri æru og samvizku. Það er allmikil freisting fyrir kaupmann t, d. að hliðra sér mjög við gjaldinu með undandrætti, af því að þótt gjaldið eigi takist af verzlunarágóða hans, heidur að sjálfsögðu hvíli ávörunni í útsölu, (það er á kaupanda) eins og til er ætlast þá er undandráttur gjaldsins beinn fjármuna- hagnaður fyrir seljandann eða hvern ann- an, sem fær vörur frá útlöndum. Á þennan anmarka leggur meiri hluti nefndarinnar svo mikla áherzlu að hann getur ekki aðhylst alment verziunargjald, að minsta kosti ekki að svo komnu. Minnihluti nefndarinnar (Pétur Jóns- son) lítur þar á móti á annan veg á þetta efni. Hann kannast við þá agnúa, sem nefndir eru að framan, á slíku gjaldi, en telur þá eigi svo athugaverða eða núkla, að þeir vegi á móti kostunum. En hann er nefndlnui sammála í þvf að á meðan ekki kemur ti) þess að fjölga tollstofnum meira en nefndin legg- ur til, þá sé ekki nauðsyn á að lög- leiða slíkt gjald- Par á móti er hann eindregið með því, að ef leggja "þurfi toll á nýja follstofna til verulegra muna svo sem vefnaðarvöru og fleiri iðnað, eða jafnvel á timbur og steinolíu, eins og bent er á að framan, þá sé verzlun- argjald heppilegra. Pað sé því hendi næst, ef mikinn tekjuauka þarf að fá annað hvort sökum vaxandi útgjalda langt fram yfir áætlun nefndarinnar, eða að tekjur falli niður til stórmuna, svo sem vínfangatollur sökum aðflutningsbanns. Útflutningsgjald af sjávarafla er sér- staklegt í sinni röð. Að vissu leyti má segja, að það sé ekki fremur ástæða til að leggja gjald á útfluttar sjávarafurðir, fisk og lýsi, en útfluttar landvörur, uil og kjöt. En ýmsar ástæður eru til þess, að rétt þykir að halda útflutningsgjald- inu sem er, án þess að það sé látið ná til fieiri vörutegunda. Fyrst og fremst er það að athuga, að auk verzlunarinnar er sjávarútvegur- inn sá af atvinnuvegum landsins, sem einkum hlýtur að njóta hagnaðai af auknum útgjöldum landsjóðs, svo sem til gufuskipaferða, ritsíma og málþráða, vita og fleira. Sömuleiðis verður að taka tillit til þess að mikill hluti útflutnings- gjaldsins er greiddur af útlendingum, sem reka fiskiveiðar hér við land. Og með því að það er eini skatturinn, sem þeir gjalda til landsþarfa, virðist það út af fyrir sig vera nóg til þess að ekki geti komið til mála að afnema út- flutningsgjaldið svo, að eigi komi neitt í staðinn. En það mundi naumast mæl- ast vel fyrír hjá öðrum þjóðum, að leggja á útlendinga sérstakan skatt, sem landsmenn væru lausir við. Enn- fremur má benda á það, að jafnvel þó að útflutningsgjaldið sé lagt á vöruna sjálfa, er engan veginn víst að fram- leiðendur borgi það að fullu. Meiri iíkur eru til þess, að útflytjendur taki nokkurn þátt í því á þann hátt, að þeir jafni því niður með öðrum verzlun- arkostnaði. og loks er það ekki óhugs- andi, að nokkur hluti gjaldsins iendi á kaupendum í útlöndum, javí fremur sem » íslenzkur fiskur er í miklu gengi og eft- irsókn eftir honum á erlendum markaði. Af þessum ástæðum er það eindregin tillaga nefndarinnar, að útflutningsgjald- inu sé haldið. '<Leiðréttingar» < Norðurlands.< í nokkrum eintökum síðasta blaðs III. árg. Norðra misprentaðíst bæjarnafnið Palmi í símskeyti uin jarðskjálftann mikla, en var annars prentað rétt í mestum hluta upp- lagsins. »Norðurlandi« hefir í síðasta blaði orðið matur úr þessu eins og þess varvon og vísa, og þýkist fá þar gottt ækifæri til að láta bera dálítið á viti sinu og þekkingu. Eg hefi nú látið færa »NI.» eitt eintak af Norðra þar sem þetta var leiðrétt og vona að það reynist því dugandi meðal við mikilmensku uppþembingnum í þetta sinn. I sama blaði Norðra var einnig misprent- að að Messina væri höfuðborg í Sikiley, sem svo var leiðrétt ásamt hinu. Þekking »N1.« hefir ekki náð svo langt að það gæti verið með glósum til N»rðra fyrir það atriði líka. Annars mundi það hafa fært sér það í nyt. En leiðinlegt er það fyrir »N1.« að í þessari sömu grein, þar sem það lætur svona drýgindalega yfir viti sínu og þekkingu, að það fer þar sjálft með rangt mál. Eg skal taka til dæmis að bærinn Reggio hafði 59 þúsund íbúa eftir síðustu landafræði er eg hefi séð, en ekki 50 þús, eins og »N1.« segir. — Maður gæti freistast til að halda að þetta væri ekki sprottið af þekkingarleysi blaðsins og heimsku, heldur lönguninni og vananum að rangfæra. 13. jan. 1909. Jón Stefdnsson. Gömlu landsbankaseðlarnlr ganga úr gildi 1. febrúar næstkom- andi, eins og auglýst hefir verið. Hinn 31. þ. m. er síðasti dagurinn, sem lands- bankinn og útbú hans innleysa þá og er því nauðsynlegt að komaþeim'í bank- ana fyrir þann dag. Skipafregnlr. Vesta fór frá Kaupmannahöfn í fyrradag, þ. 12. áleiðis til Reykjavíkur. »lngólfur« kom til Hafnar að morgni þ. 10, þ. m.

x

Norðri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðri
https://timarit.is/publication/201

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.