Norðri - 28.01.1909, Blaðsíða 1

Norðri - 28.01.1909, Blaðsíða 1
*o cv Ritstjóri: BJÖRN LINDAL Brekkugata 1Q. IV. 4. Akureyri, fimtudaginn 28. janúar 1909. Til minnis. Bæjarfógetaskrifstofan opin kl. 10—2, 4—7 Bæjarsjoður, Lækjargötu 2, mánud. mið- vikud. og laugardaga kl. 4—6. Ritsímastöðin virka daga 8 f. h. til 9 e. h. helga daga 8—11 og 4—6 Bókasafnið, þriðjud.. fimtud. og laugard. 5—8. Sunnudögum 10—11 og 4—8. l'ósthúsið 9—2 og 4—7. Utbú Islandsbanka 11—2 Utbú Landsbankans 11—12. Stúkan Akureyri fundad. þriðjud.kv. kl. 8. Brynja miðvikudagskvöld kl. 8. Isafold Fjallkonan sunnudagskv. kl. 4. Trúföst mánudagskv. kl. 8. Agrip af umræðum um sambands- lagamálið á þingmálafundinum 25. jannar. Fundurinn var haldinn i Good- Templar húsinu og hófst kl. 6.e. m. Fjöldi mála var á dagskrá, og var klukkan nær 10, þegar stærsta málið, sambandsmálið, var tekið fyrir, voru menn þá farnir að verða all-óþolinmóðir, sem von var. Þingmaður kaupstaðarins, ritstjóri Sig. Hjörleifsson hóf máls. Hann taldi það hafa litla þýðingu, hverjar ályktir þessi fundur gerði í sambandsmálinu, þar sem {•að væri mikið rætt og undirbúið, og þjóðin hefði lagt sinn dóm á það með kosningunum. Mintist á nýjar upplýs- ingar, sem komið hefðu fram í tnálinu, ritgerðir þeirra Berlins og Lundborgs og taldi þær ekki líklegar til þess að hvetja menn til að samþykkja frumvarp- ið, heldur þvert á móti. Réð fastlega til að breyta frumvarpinu, og skýrskot- aði þar til sinnar fyrri afstöðu í málinu. Taídi sig kosinn með því skilyrði að samþykkja frumvarpið ekki óbreytt. Síðan voru lesnar upp báðar aðal- tillögurnar í máiinu (sbr. fundargjörð- ina). Næstur tók til máls ritstjóri Norðra, cand. jur. Björn Líndal. Taldi hann mikla þörf á því að ræða inálið ítarlega, benti sérstaklega á, að en væri óvíst hverj- um kröfum til breytinga á frumvarpinu meiri hluti þingmanna mundi halda fram, og skoraði fastlega á þingmanninn að láta það upp. Hann taldi kröfuna «fullvalda ríki» lítið skýra málið, því um þýðingu þeirra orða væri skoðanir svo skiftar, að á þeim væri eiginlega ekkert að byggja. Vék að síðustu að því, að með því að fella frumvarpið og leggja út í nýja baráttu, gerðum vér oss mikinn skaða og margvíslegan, sérstaklega mundi sú barátta framvegis eins og til þessa, tefja framgang og þroska okkar mestu nauðsynjamála. Mælti síðan með tillögu sinni. Möller talaði nokkur orð um tillögu sína, og vék síðan að réttarafsali því, sem feldist í frumvarpinu óbreyttu, taldi eigi hættulegt þótt frumvarpinu væri hafnað, því þá vissu menn þó hvað við tæki. Egg'ett Laxdal kvað það hafa komið í ljós. að andstæðingarnir vildu rífa niður, en lítt hvað þeir vildu byggja upp. Benti á, að flestum stjórnfræðingum bæri saman um það, að torvelt væri að hafa ríkjasambönd án sameiginlegra (þ. e. ó- uppsegjanlegra) utanríkismálaog hermála. Benti á, að enda þótt vér fengjum hlut- leysi okkar viðurkent, mundum vér þó þurfa að verja svo miklu fé til strand- varna, að það mætti teljast ókleyft. Mintist á réttarstöðu íslands eftir nú- gildandi lögum, ener hann nefndi stöðu- lögin greip einn fundarmanna fram í, og hrópaði: «viðlifum ekki undirstöðulögun- um.» Var þáspurt undir hvaða lögum vér byggjum. OddurBjörnssonsvaraði: »und- ir stjórnarskránni.»!!! Varð af þessu há- reysti mikil i salnum. Laxdal taldi eigi óþarft að ræða málið, ef vér hefðum engin sambandslög við Danmörku. Taldi hann gamla sáttmála ^hafa minni þýð- ingu en þjóðréttindi vor. Æskti ekki breytinga á sambandslagafrumvarpinu. Þingmaðurinu taldi Líndal hafa haft hausavíxl á hlutunum, þegar hann æskti skýringa frá hans hendi. Kvað hann þess ekki þurfa, því kjósendur ættu á þessum fundi að ákveða afstöðu sína í sambandsmálinu; þó kvaðst hann ekki mundi taka tillit til neinna samþykta eða krafa, sem til sín væru gerðar, heldur eingöngu fara eftir sannfæring sinni, en hann kvaðst, «sympatisera» með öllum breytingartiilögum Sk. Th. Aðrar skýr ingar gaf hann ekki. Líndal kvað það hafa komið sér á óvart, að þingmaðurinn neitaði að gefa skýringar, og benti á það, að hann hefði aldrei sagt neitt ákveðið um mál- ið, en nú ætti hann að binda hendur kjósenda á þessu efni. Matth. Jochumsson mintist Gizurar jarls og skoðana hans á gamla sáttmála, sömuleiðis erindreka konungs og álits þeirra. Brýndi fyrir mönnum, hve mikil ábyrgð á þeim hvíldi í þessu máli, gagnvart sögu, sannleika og réttlæti; minti menn á það, að þeir mættu einn- ig taka tillit til tilfinninga og afstöðu Dana í þessu máli. Taldi vafasamt, að það væri vinnandi fyrir gamla sáttála að fella frumavarpið- Fundarstjóri lýsti því yfir, að hann áliti tillögurnar samrýmanlegar oghvor- uga koma í bága við aðra. Þingmaðurinn mótmælti því og vís- aði til orða Knud Berlins, er telja full- veldiskröfuna nýja frá hálfu íslendinga (þ. e. nýrri en kröfur sambandslaga- nefndarinnar). Líndal hélt því fram, að ef svo væri, þá væru kröfur Skúla Thor- oddsens ekki kröfur um fullveldi, að dómi Berlins, því að þær hefðu komið fram í sambandslaganefndinni, og um þær hefði Berlin auðvitað verið kunnugt. Þingmaðurinn krefðist fullveldis en virt- ist vilja láta dr. Berlin skera úr því hvað fullveldi væri og samþykkja það eitt, sem að hans dómi væri fullveldi. En í hinu orðinu virtist hann láta sér nægja ef kröfum Skúla Thoroddsens fengist framgengt, þótt þær væru ekki fullveld- iskröfur. Þingmaðurinn neitaði því; taldi kröf- una nýja, að áliti Berlins, af því að hún stæði ekki í frumvarpinu. StetánStefánsson, skólameistari kvaðst ekki geta fundið annað, en tillögurnar væru samrýmanlegar, ehda þótt sú fyrri (tillaga Möllers) væri nokkuð óljós. Benti á það, að hann hefði oft lýst því yfir, að hann æskti orðabreytinga, en teldi þó fullveldi trygt með orðum frumvarpsins. Hefðu engin þau rök verið framfærð í málinu, sem hefðu haggað þeirri sannfæringu sinni. Sagði að þeir nefndarmenn hefðu aldrei verið mótfallnir orðabreytingum, en með því hefðu andstæðingarnir slegið ryki í augu manna. Pingmaðurinn þvældi fram og aftur ttm fullveldið nokkra stund. Stefán Stefánsson kvaðst nú neyddur til að taka til máls um einstök atriði. Taldi það ekki mikla sönnun, þó «Na- tionaltidende» og Berlín neituðu því, að frumvarpið viðurkendi fullveldi okk- ar, þegar þau heyrðtt undirtektirnar hér, því það væri vísasti vegurinn til að æsa menn upp á móti sambandslagafrum- varpinu. Til að sýna hverja skoðun nefndar- menn hefðu haft á þessuatriði, og hver þeirra fyrst hefði hreyft því við Dani, sagði hann þessa sögu: Á nefndarfundi einum í fyrravetur, rétt eftir, að þeir íslendingarnir höfðu lagt fram kröfur sínar, mælti prófessor Matzen á þessa leið: Það lítur úr fyrir, að íslendingar séu að krefjast þess að verða sjálfsitett riki, en þetta getur þó ekki verið tilgangur þeirra. Pá stóð upp, ráðherra H. Hafstein, lagði hnefann á borðið og sagði: «Það er tilgangurinn». Þetta svar ra'ðherra kvað hann hafa haft mikil og góð áhrif á alla samvinnu þeirra nefnd- armannanna upp frá því, og úrslit máls- ins yfirleitt. Ef svo færi, að danska þingið lýsti því yfir, að í frumvarpinu væri fullveldi íslands ekki viðurkent, kvaðst hann ætla að stækka mundi flokkur andstæðinga frumvarpsins. En taldi ólíklegt að til þess kæmi nokkru sinni. M. Kristjánsson taldi fyrri tillöguna þýðingarlausa, að því leyti, að hún segði ekkert ákveðið um málið, og taldi slík- ar tillögur skaðlegar framgangi þess, beindi þeirri fyrirspurn til þingmanns- ins hvort hann áliti fullveldið trygt, þó að hermál og utanríkismál væru óuppsegjanleg. Þingmaðurinn sagði að hér væri Ieik- ur framintt til þess að narra menn til að fella tillögu þeirra. Sagði að tillag- an væri «prógram» flokksins gagnvart Dönum. St. St. beindi þeirri fyrirspurn til þingmannsins, hvort hann teldi-það nægi- legt, ef fengin væri skýr yfirlýsing frá ríkisþingi Dana, um það, að með frum- varpinu væri Island viðurkent fullveðja ríki. Karl Finnbogason hélt því fram, að ósamræmi hefði verið í ræðu M. Kr. þar sem hann sagði að fyrri tillagan væri þýðingarlaus eins og óskrifað blað, en gæti þó orðið skaðleg framgangi málsins. Kvaðst hann eigi geta skilið að svo væri, Taldi skoðanabreytingar Dana á frumvarpinu viðsjárverðar. Ræddi um þjóðréttindi og afsal þeirra, og fór margum hörðum orðum um þá þjóð, sem afsalaði sér réttindum sínúm í þeirri von, að fá þau aftur st'ðar; þó kvaðst hann ekki fullyrða, að slíkt afsal feldist í sambandslagafrumvarpinu. Ræða þessi var flutt af allmikilli mælsku, en í henni kendi meira æsinga en rökfærslu, og eigi skýrði hún málið neitt. .M. Kr. mótmælti því, að ósamræmi hefði verið í ræðu sinni, sagði að úr óskrifuðu blaði gæti orðið »ástarbréf« og margt fleira, sem mikla þýðingu hefði. Þingm. svaraði fyrirspurn frá St. St. Kvaðst í sumar hafa hallast að yfirlýs- ingu frá Dana hálfu, og hreyft því í blaði sínu en nú mundi hann ekki láta sér það nægja, því ef Danir vildu unna oss fullréttisins, gætu þeir látið það standa skýrum orðum í sambandslögunum. Lindal kvað þingm. hafa sagt að fyrri till. útilokaði það ekki- að frum- varpið yrði samþykt óbreytt. Þingm. neitaði því og þráttuðu þeir um það nokkra stund. Fundarstj. skýrði málið og fékk að lokum þingm. til að gefa þá yfirlýsingu, að fyrri tillagan ætti að skiljast þannig, að ef orðin »fullvalda ríki« ekki fengist tekin upp í sambands- lagafrumvarpið, skyldi fella það. Fund- arstjóri lýsti því þá yfir að tillögurnar væru andstæðar. Svo fóru leikar, að fyrri tillagan var feld með 123 atkv. gegn 87, en sú síð- ari samþykt með 114 gegn 87, Þingmálafundargjörð Akureyrarkaupstaðar 25. janiiar 1909. Ár 1909. mánudag hinn 25. jan. var þingmálafundur fyrir Akureyrarkaupstað settur og haldinn á Akureyri. Fundinn hafði boðað þingmaður kjördæmisins Sigurður læknir Hjörleifsson með aug- lýsingu í blaðinu «NorðurIand-. Þing- maðurinn setti fundinn og lagði fram dagskrá fyrir hann. Var því næst kos- inn fundarstjóri sýslumaður og bæjar- fógeti Guðl. Guðmundsson og tilnefndi hann sem varamann Ásgeir kaupmann Pétursson, og til skrifara, bæjarfógeta- skrifara Jón Guðmundsson og kaupmann Vilhelm Knudsen. Voru því næst tekin til umræðu mál þau, er á dagskránni stóðu og eru þau þessi: 1. Bæjarmálefni: a. Naustamál: Kom fram eftirfylgjandi tillaga frá kaupmanni Davíð Ketilssyni: «Fundurinn óskar þess að jörðin Naust í Hrafnagilshreppi verði lögð til Akureyrarkaupstaðar, með þeim ákvæðum sem fram eru tekin í samn- ingi þeim, er þegar hefir farið fram

x

Norðri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðri
https://timarit.is/publication/201

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.