Norðri - 28.01.1909, Blaðsíða 3

Norðri - 28.01.1909, Blaðsíða 3
15 NORÐRI. NR. 4 Eg vil því í fyrsta lagi leyfa mér að spyrja: Hvernig stendur á því, að bæjarsijórn- in selur lóð, sem bænum heyrir til, til ein- hvers prívat manns, án þess að almenningi sé gefinn kostur á að vita, að hún sé til söiu. Hvernig leyfir bæjarstjórnin sér svo (sé þessi lóðarblettur á annað borð eign bæ- jarins) án nokkurs samþykkis bæjarbúa, að andvirði lóðarinnar skuli renna í hafnar- sjóð? Skattaálög bæjarbúa hafa verið full- komlega mikil undanfarið og eru enn, og það svo, ef þessu árferði helduráfram, sem verið hefir er útlitið alt annað en glæsi- legt. Að eg gat þess hér að framan, að hafn- arnefndin hafi selt grunninu, er sérstaklega vegna þess, að mér er svo skýrt frá, að bær- inn hafi gefið hann, og alt það svæði, hafnarnefndinni, með því augnamiði að hún gæti notað það til vörustöðva, og í öðru lagi gæti þar reist nægilega stórt vöru geymsluhús (Oplagshus) eftir því sem nauð- syn krefði. Sé það nú rétt, að hafnarnefnd- in hafi þáð lóðina að gjöf án þess að koma þar upp vörugeymsluhúsi, sem bæinn hefir lengi vanhagað urn, þá virðist mér það miður »fair play« af hafnarnefndinni að selja af henni, það myndi naumast verða henni til mikils sóma, og sýndi að hana vantar algerlega skilning á . ExempletsMagt*. Oskandi væri, að uppvaxandi kynslóð tæki ekki þessa breytni til fyrirmyndar sem al- gjörlega myndi koma í veg fyrir gjafir og erfðaákvarðauir í þarfir hins opinbera. Því það liggur í augum uppi að séu gjafir og erfðaákvæði misbrúkuð eða varið á ann- an hátt en gefendur hafa ætlað, þá verða eðlilegar afleiðingar, að allar þesskonar gjafir og ánefnur hverfa smátt og smátt úr sögunni. I þriðja lagi vildi eg spyrja: Hvers vegna á Akureyrarbryggjan að lengjast (og það ef til vill fyrir andvirði Torfuneslóðarinnar) Áður en hafnarkvíin og og bryggjan á Oddeyri er að öllu orðin eirts og til var ætlast í fyrstu, og er nokkur skynsamleg ástæða til að lengja þessa Ak- ureyrarbryggju? Þessi bryggja er fyrst smíð- uð 1887—88 til þess að Akureyringar þar hefðu völ á bryggju, seni þeir gætu lagt að bátum, og um leið létta fyrir að menrvgætu fengið vörur sínar úr skipum, sem greið- ast í land [sérstaklega kol), því ekki var hægt að vænta þess, að þeirkaupmenn, sem þá voru þar, myndi geta staðið straum af þörfum síðari tíma og vaxandi mannfjölg- unar, Eins og bryggjan varí fyrstu reynd- ist hún alveg nóg til þess, seni ákvarðað var, en þó var hún nokkru síðar lengd að ialsverðum mun, og loks í þriðja skifti var hún enn lengd svo, að nú geta skip hins sameinaða gufuskipafélags lagst við hana. Þetta er nú alt gott og blessað, og engum hefir dottið í hug að hafa nokkuð á móti þessu, en þegar bryggjan á að lengjastenn þá einu sinni, þá verður annað uppi á ten- ingnum og þá verður mér á að spyrja: Er það rétt af hafnarnefndinni að stuðla að keppinaut við þá bryggju, sem nú í raun og veru er orðin hafnar og bæjarbryggja, sem hver og einn bæjarbúi ætti að kosta kapps um að yrði aðalstöð allra inn og út- flutnings bæjarins. Torfunefsbryggjan er bygð á þeim stað, í bænum, sem útlit var fyrir að bæði út- og innbæjarmenn gerðu sig ánægða með,'og því væri það sorglegt, ef enn þyrfti að byrja rígur og missætti út af þessu máli, þegar því var hrundið í svo gott horf. Eins og eg áður hefi tekið fram, eðofan- vert við hafnarbryggjuna nægilegt svæði sem bærinn á til þess að leggja upp vörur á, en við Akureyrarbryggjuna erafturá móti engu þesskonar á að skipa, þær lóðir sem að bryggjunni liggja er eign einstakra rnanna, einkuin Höefnersverzlunar, sem ekki ein- ungis á lóðinna að bryggjunni sjálfri, held“ ur líka alla beztu húsgrunnana á »gömlu Akureyri* Annars kemur mér þessi hugsun um framlenging Akureyrarbryggjunnar nokk* uð kynlega fyrir sjónír. Er hún bygð á því’ ð Höepfner og Tulinius njóti ineíri arðs af ayrirtækinu? Höepfner er búþegn Kaup- mannahafnar og það með hug og sál; hér á hann stóra húsgrunni með ljótum oghrör- legum húsum, sem engan veginn er hægt að segja að skreyti þann bæjarhluta, sem þau eru í. Það er auðvitað að húsgrunnar Höepfners munu stíga allinikið í verði og hafnarnefndin sjálf myndi máske spyrna fæti fyrir sig, ef hún yrði síðar að sætta sig við kaup af lóðum til sinna þarfa þaðan. Það er ekki nema eðlilegt að Tulinius gufu- skipaafgreiðsla sé þessu fylgjandi, þar ferma crg afferma þau skip, og þaðan eru þau af- g.eidd. Myndi það ekki vera heppilegt að við Akureyrarbúar reyndum að gera eitthvað í þá áttina, sem léki fyrir afgreiðslu hinna sameinuðu gufuskipafélagsskipa, því hvern- ig sem á er litið, eru þessi skip stærst, þægilegust og bezt farþegjum, af þeim skip- um sem hér koma, auk þess geta menn vanalegast reitt sig á, að komu- og fardag- ar þeirra eru í samræmi við ferðaáætlun þeirra skipa. Farþegagjaldið er jafnt og hjá Thoresfélaginu, fæðið er að vísu nokkru dýrara, en vanalega vinnur það sig upp, með greiðari miiliferðnm. Margt fleira mætti um mál þelta skrifa t. d. um það hvor bindingurinn, eins og hafuarnefndin hefír hugsað sér hanníþessa framlengingu, muni verða nægilega tryggur til þess að geta haldið viðbótinni við eldri hluta bryggjunnar. Þeir voru ekki fáir pen- ingarnir þeir, sem fóru forgörðum við hrun Torfunefsbryggjunnar forðum. Sé mér rétt sagt frá, mun enn vera málavafs um það milli hafnarnefndarinnar og byggingarmeist- arans; hv’r þát rennir feitum hesti í hlað er alsendis óséð enn þá, og ekki væri það neitt gleðiefni fyrir bæjarbúa, ef svipaðri fjárupphæð yrði kastað í sjóinn, með þess- ari framlengingu bryggjunnar á Akureyri. Sem sagt: Akureyrarbryggjan er nógu löng eins og hún nú er. >.Qamla^ Akur- eyri hefir átt sína góðu daga og ætti því eins og svo margir eldri og stærri bæir hafa orðið að sætta sig við, að lifa í fornri frægð. Hver sem kunnugur er, hlýtur að vera mér samdóma í því, að frá Akureýrarhlið hefir flest verið gert til þess að kæfa niður framfaraviðleitni Oddeyringa, en þrátt fyrir það hefir útbærinn tekið miklum stakkaskift- um, og víst er það, að svo framarlega sem bærinn í heild sinni á nokkra framtíð í vændum, þá er það Oddeyrin og víkin inn- anvert við hana, er reynast mun heilladrýgst. Akureyrarbúi. V. Mikill heyafli. I sumar er leið heyjaðist hér alment vel og víða með langmesta móti, en einna mestur mun þó heyaflinn hafa orðið hjá Halldóri Vilhjálmssyni skóla stjóra á Hvanneyri. Hann mun hafa fengið full 700 hesta af töðu; en allur heyskapuiinn varð rúmir 3000 hestar af vænu bandi. Næstur honum að heyafla mun vera Sigurður Ólafsson sýslumaður í Kald- aðarnesi. Hann heyjaði nálægt 2800 hesta. S. [Freyrj Símskeyti til Norðra Reykjavík, 27. jan. kl. 2 e. h. Svend Hedin er kominn heim Miklar fagnaðarviðtökur. (Svíinn Svend Hedin er, eins og kunnugt er, heimsfrægur orðinn fyrir löngu fyrir ransóknarferðir sínar í Asíu. Hefir harin í þessari síðustu ferð eink- um ransakað Thibet í Mið-Asíu og gert margar stórmerkilegar uppgötvanir. Roshdestwensky dáinn. (Hann var, eins og flestum mun kunnugt, flotaforingi Rússa í síðasta ó- friði þeirra við Japani. Hafði hann yf- irstjórn Rússa í hinni hrikalegu og blóð ugu sjóorustu í Tsusima-sundinu, 27. maí 1905,þarsem Japanir eyðilögðu herskipa- flota Rússa. Eftir ófriðinn var margsinnis hafin ransókn gegn honum fyrir ódugn- að í þessari orustu, en flestir eru sam- dóma um, að ófarir Rússa hafi miklu fremur verið að kenna illum útbúnaði og illa æfðu liði en ódugnaði.) Pýzkur botnvörpungur, »Grun- lund« er strandaður við Reykja- nes. íslandsbanki lækkar vexti um 1/2% í dag. 200 kjósendur í Akureyrarkaupstað hafa undirritað á- skorun til alþingis um að samþykkja sambandslagafrumvarpið, og jafnframt lýst yfir trausti sínu á ráðherranum til þess að ráða því máli til lykta, betur en nokkrum öðrum núlifandi íslending. Sakir rúmleysis í þessu blaði, verður það að bíða næsta blaðs að birta orð- rétta áskorun þessa. »Norurland« nefnir þessa áskorun «kátlegt tiltæki» og talar um að verið sé að «fleka kjósendur.» Af hvaða á- stæðu segir ritstjórinn og alþingismað- urinn það? Hefir hann og hans fylgi- fiskar alt af verið að reyna að fleka kjósendur, þegar þeir hafa verið að safna undirskriftum undir áskoranir til alþing- is og einstakra manna? Sé svo þá er eigi undarlegt, þótt hann haldi að hér sé einnig um «flekun» að ræða. Triílofuð eru Sigurður Magnússon Iæknir í Reykjavík og ungfrú Björg Egilsdóttir. Úr Skaftafellssýslu. (eystri), ar Norðra skrifað nú um ára- mótin, að óvíst sé með öllu, að þing- maður þeirra (Porleifur í Hólum) snú- ist fyrir alvöru gegn frumvarpi sambands- laganefndarinnar þegar á þing komi. Hann er gætinn drengur og sAynsamur — segir bréfritari — og mun finna bæði til ábyrgðarinnar og samvizkunnar áður en hann greiðir atkvæði móti því, þó að löngunin til þess að komast á þing- ið hleypti of mikilli æsing f hann haust. Brúðkaup sitt héldu nýlega Carl C. Bender verzl- unarstjóri á Borgarfirði eystra og ung- frú Sessilja Ingvarsdóttir. * Agœtur grasvöxtur. Vilhjálmur Bjarnarson, bóndi á Rauð- aráfékkí sumar er leið, af 1000 faðma stóruin bletti í túninu sínu 23 hesta í fyrra slætti og 10 hesta af sama bletti í síðara slætti. t*að er sama sem rúmir 3 hestar af dagsláttunnr; og er það ó- vanalega góð spretta. S. [Freyr] Tillögur um skattamál íslands VII. Uni gjöld til prest og kirkju. Gjöld þau, er söfnuðir greiða til prests og kirkju eftir núgildandi lögum eru 12 talsins, og þar að auki 5 niður jafnanin á sérstökum kostnaði. Nokk- ur af þessum gjöldum eru ákveðin í skileyri eða landaurum, en sum eru ekki gjöld í eiginlegum skilningi, heldur kvað- ir. Yfirleitt^ eru þau óþarflega margbrot- in, um sum er töluverð réttaróvissa og mörg þeirra koma miður réttlátlega nið ur. Það er því ekki að undra, þótt gjöld þess hafi lengi verið óvinsæl, hitt gegnir meiri furðu að þau skuli hafa haldist óbreytt til þessa. Fyrir nokkrum árum var gerð tilraun til þess, að koma kirkjugjöldum í betra horf (á þingi 1893 og 1894), en fyrir sérstök atvik náði málið þá ekki fram 4 skært á hinni mjóu hafsrönd yzt út við sjóndeildar- hringinn; gullbjarminn skein alveg inn í hann, og gegnum hin hálfluktu Ijósbláu augu. Og í innra manni hans var líka gull, hann hugs- aði ekki um annað og sá ekki annað; hann hélt stöð- ugt áfram eins og hann væri að vaða gegnum gull — ofan eftir inn að bænum, bænum sem alveg var troðfullur af gullpeningum, gullpeningum og kven- fólki. Og þó hafði Törres Snörtevold ekki séð mikið af hreinu gulli um dagana; honum lá grunur á að ekki væri sérlega mikið varið í nokkrar gyltar mynda umgerðir í stofu prestsins. En í gær hafði hann eign- ast tvo ekta gullpeninga hjá fjárkaupmönnunum, sem keyptu kindur fyrir Englendinginn. Törres tók gullpeningana með sér í laumi upp á loftið og kreisti þá í hendi sér, sló þeim gætilega við nagla, til þess að heyra hljóðið í þeim, og beit varlega í brúnina á þeim; og alla nóttina hafði hann þá hjá sér í rúminu, lagði þá undir vanga sinn, eða nuddaði þeim saman í svefnrofunum, til þess að heyra hvort þeir væru þar báðir. Næsta dag var hann orðinn allur annar maður; hann vill fara til bæjarins undir eins og einn síns liðs. Hann sem alt af hafði talað um bæinn, en al« Sögusafn »Norðra« Jakob eftir Alexander L. Kjelland A k u r e y r i Prentsmiðja Björns Jónssonar 1909.

x

Norðri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðri
https://timarit.is/publication/201

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.