Norðri - 28.01.1909, Blaðsíða 4
NR. 3
NORÐRI.
11
að ganga. Nú hefur skattamálanefndinni
meðal annars verið falið að athuga, hvort
haganlegt muni vera að breyta gildandi
ákæðum um gjöld til prests og kirkju.
Nefndin er ekki í neinum vafa um, að
svo sé, og álítur það enda sjálfgefið,
í hvaða stefnu sú breyting eigi að ganga,
þegar tekið er tillit til, hvers konar
starfsemi það er, sem kirkjan og henn-
ar þjónar hafa með höndum.
Eins og það er víst, að trú eftir eðli
sínu, og þá einnig hver sá félagsskap-
ur, er menn bindast, til að fullnægju
trúarþörf sinni, er persónulegt mál, svo
er það og eðlilegt, að fjárframlög þau,
er slíkur félagsskapur hefur í för með
sér, hvíli á sama grundvelli. Af þessu
virðist það vera bein afleiðing, að öll
gjöld, er standa í sambandi við kirku-
legt félagslíf, hvort heldur til prests,
kirkna eða annara áafnaðarþarfa, eigi að
vera persónuleg, að því leyti, sem kirkj-
an ekki er fjárhaldslega sjálfstæð stofn-
un, Það er því í fullu samræmi við
þessa grundvallarskoðun, að nefndin
leggur það til, að í staðinn fyrir ntí-
verandi sóknartekjur presta, að undan-
skilinni borgun fyrir aukaverk, sé leitt
í lög persónugjald, er hvíli jafnt á öllum
sóknarmönnum innan þjóðkirkunnar, er
náð hafafermingaraldri eða eru orðnir 15
ára, og sömuleiðis séu núverandi kirkju-
gjöld og önnur safnaðargjöld sameinuð í
eitt gjald, er komi jafn niður á alla safn-
aðarlimi i hverri kirkusókn. Nefndin er
því síður hikandi við að koma fram með
þessa tillögu, þar sem hin nýja kirkju-
málalöggjöf veitir hverjum fullveðja
sóknarmanni, körlum og konum at-
kvæðisrétt í safnaðarmálum, en í þeim
efnum, sem öðrum, er eðlilegt, að aukn-
um réttindum íylgi nýjar skyldur.
í álitsskjali milliþinganefndarinnar í
kirkjumálum (bls. 93) eru sóknartekjur
presta, auk borgunar fyrir aukaverk, reikn-
aðar tæplega 70 þús. kr., að meðtöld-
um tekjuauka samkvæmt lögum frá 3.
apríl 1900. Sá tekjuauki er þar áætl-
aður 2500 kr.. en eftir upplýsingum, er
nefndin hefur fengið, mun sú áætlun
vera alt of lág, svo að nær lagi sé að
telja sóknartekjurnar 75 þús. kr. Sam-
kvæmt skýrslum um messur og altar-
isgöngur árið 1906 eru fermdir menn
innan þjóðkirkunnar rúm 50 þús. sbr.
meðfy[gjandi yfirlit yfir tölu fermdra og
tekjur kirkna. EPsóknartekjum presta
er jafnað niður eftir manntali, kemur
því 1 kr. 50 au. á hvern fermdan mann.
Sóknartekjur allra kirkna á landinu eru
samkvæmt ofannefndu yfirliti rúm 38
þús. kr. Það lætur því nærri, að núver-
andi gjöld til kirkju samsvari 75 aurum
á hvern fermdan safnaðarlim, að með-
altali. En auðvitað verða hlutföllin milli
tekjuupphæðarinnar og manntalsins mis-
munandi í einstökum sóknum. Með fast-
ákveðnum nefskatti, sem miðaður væri
við meðaltal, mundu» því kirkjutekjurn-
ar verða meiri en nú í fjölbygðum sókn-
um, einkum við sjávarsíðuna, en aftur
á móti minni í fámennum sóknum til
sveita. Það verður því að álítast ó-
hjákvæmilegt, að gjaldið sé ýmist fær-
anlegt, sem auðveldlega má koma við
í þeim sóknum, þar sem söfnuður hefir
á hendi umsjón og fjárhald kirkju, eða
það sé þegar í upphafi ákveðið mis-
munandi fyrir hverja kirkjusókn, er mun
verða nauðsynlegt í þeim sóknum, þar
sem eru bændakirkjur eða lénskirkjur
presta.
Jörðin Syðri-Bægisá
í Skriðuhreppi fæst til ábúðar í næstu
fardögum. — Jarðirnar
Hraunshöfði og
hálft Bakksel
fást keyptar ef viðunanlegt boð er gjöit.
Menn snúi sér til Stefáns bónda
Bergsson á Þverá í Öxnadal.
Skiftaráðandi Eyjafjarðasýsu 26, jan. 1909.
Ouðl. Quðmundsson.
Sölubúá
Edinborgar-
verzlunar
verður
lokuö
frá 1. — 8. febrúar næstk.
vegna vörukönnunar.
Hús til sölu með kostakjörum.
Nýtt og vandað hus við Strandgötuna á Oddeyri 20X15 al.
einlyft, mjög rúmgott og haglega útbúið, verzlunarbúð niðri, með stórri skrif-
skrifstofu og geyfnsluklefa.
Hds á Oddeyri, 16X9 a'- með stóru geymsluhúsi og pen-
ingshúsi, alt í mjög góðu ástandi.
Verðið er afar Iágt. — Borgunarskilmálar ágætir. — Selt sakir pen-
ingaskorts og atvinnubreytingar. — Stórgróði fyrir þá sem kaupa. — Umboðs-
maður seljanda er
Björn Líndal
cand. jur., Brekkugötu 19.
Til sölu hjá undirrituðum er
ágætis undirsængurfiður á 60 aura pundið og
fyrirtaks yfirsængurdúnn á 2 kr. pundið.
S. Jóhannesson.
Otto Mönsteds
danska smjörlíki
er bezt.
BIÐJiP kaupmann yðar um
Edelstein, Olsen & Cosm
beztu og ódýrustu
Cylinderoliu
Vélaolíu,
Cunstvélafeiti,
Þurkunartvist.
Karbólineum,
Tjöru o. fl. o. fl.
Mótorolíu
Hús
til sölu og leigu.
Semja má við
S. Jóhannesson.
Lögrétta,
gefin út af hlutafélagi í Reykjavík,
stjórnað af ritstjóra Þorsteini Gíslasyni
og ritnefnd Guðm. Björnssyni landlækni,
Jóni Magnússyni bæjarfógeta og Jóni
Þorláksyni verkfræðing, er nú eftir ára-
mótin orðin stærsta blað landins að um-
máli og tölublöðum fjölgað að mun.
Areiðanlega bezta og áreiðanlegastafrétta-
blað landsins. Nýir kaupendur, er vilja
láta senda sér blaðið beint, snúi sér til
afgreiðslumannsins, bóksala Arinbj.
Sveinbjarnarsonar, Reykjavík eða út-
sölumanns blaðins á Akureyri, Hallgr.
Valdetnarssonar Aðalstrætl 13.
Þriggja krónu
virði
fyrir ekki neitt
í ágætum sögubókum fá nýir kaupend-
ur að VIII. árg. »Vestra» ef þeir senda
virði blaðsins (kr. 3,50) með pöntun.
Arg. byrjar 1. nóv.
otsölumaður á Akureyri er
Hallgrímur Pétursson
bókbindari.
I.
Skamt frá sjónum, þar sem landinu með svört-
um og flötum mýrarflóum og sefkrýndum pollum
milli hæðanna, hallaði örlítið upp að fjöllunum; þar
sem kjarrið var smávaxið innan um stórgrýtið, —
stóðu nokkur lítil og eyðileg bændabýli á víð og dreif.
Vegurinn, sem var ekki annað en greinileg hjól-
spor, er lágu í bugðum milli þúfna og steina, eins
og ráðsettir klárar höfðu lagt hann á þeim tímum,
er þeir voru notaðir til áburðar: og enginn hestur
— því síður nokkur mannleg vera, hafði nokkurn-
tíma rent huganum út fyrir þetta nákvæma hjólspor.
Ofan eftir veginum kom hávaxinn og sterklegur
sveitapiltur, með ljósrautt hár og freknóttur í and-
liti. — Hann sneri stórleitu skegghýungsandlitinu i
norðvestur, út að hafinu, og til bæjarins beint á móti
gullroða kveldsólarinnar, sem gylti kjarrið ofan
að vatninu, og bærðist í bylgjum í beinni línu alla
leið til hins lága bfíkubands í vestrinu, o<g glöðl
s
ilfurbúinn pískur ómerktur tapaðist
næstliðið haust hjá þjóðveginum
neðan við Vagli á Þelamörk. Finn-
andi beðinn að skila undirrituðum gegn
fundarlaunum.
Þverá í Öxnadal 22. jan. 1909.
Bernharð Stefánsson.
,Nordri( kemur út á fimtudag fyrst um
sinn, 52 blöð um árið. Árgangurínn kostar 3 kr.
innanlands en 4 kr. erlendis; í Amerfku einn
og hálfan dollar. Qjalddagi erfyrir 1. júlí
er hvert. Uppsögn sé bundin við árganga-
mót og er ógild nema hún sé skrifleg og
afhent ritstjóra fyrir 1. seft. ár hvert.
Auglýsingar kosta eina krónu fyrir hvern
þuml. dálkslengdar og tvöfalt meira á fyrstu
síðu. Með samniugi við ritstjóra geta meiin
sem aiifflv'in niiVifi feneið m)np mildnn afslátt.
Préntsiniðja Bjorns JönSs'öuir.