Norðri - 04.02.1909, Blaðsíða 1

Norðri - 04.02.1909, Blaðsíða 1
*o C/"» Ritstjóri: BJÖRN LINDAL Brekkugata 19. IV. 5. Akureyri, fimtudaginn 4, febarúar 1909. Til minnis. Bæjarfógetaskrifstofan opin kl. 10—2, 4—7 Bæjarsjóður, Lækjargötu 2, mánud. mið- vikud. og laugardaga kl. 4—6. Kitsímastöðin virka daga 8 f. h. til 9 e. h. helga daga 8—11 og 4—6 Bókasafnið, þriðjud.. fimtud. og laugard. 5—8. Sunnudögum 10—11 og 4—8. l'ósthúsið 9—2 og 4—7. Utbú Islandsbanka 11—2 Utbú Landsbankans 11—12. Stúkan Akureyri fundad. þriðjud.kv. kl. 8. Brynja miðvikudagskvöld kl. 8. Isafold Fjallkonan sunnudagskv. kl. 4. Trúföst mánudagskv. kl. 8. Adalfundur KAUPFÉLAGS EYFIRÐINGA verður haldinn á Möðruvöllum í Hörgárdal laugardaginn 6. marz n. k., og byrjar kl. 11 árdegte. Menn eru ámintir um að mæta stundvíslega. Félagsstjórnin. Fyrir minni Hannesar Hafsteins 1. febrúar 1909. Upp stóð einn fráneygur fulltrúi Dana, f/ölvis og geðstór, en hœgur að vana, horfir á »íandann« með hdlfgildings spotti, hefur svo brýnnar og mœlir með glotti: „ Oss heyrist þér talið um herskip og fdnc, „en hálfa yðar lífsbjörg þér verðið að Idna. „Hvað mundi eftir sem Islandi líki? „œtlið' að gera það fullveðja riki?" * * * • • • • • • / salnum varð steinshljóð sem stunda-rás timanna stöðvaðist — breyttist í rafniðinn simanna,— eilífðar rafniðinn örlaga-straumanna, auðnan sem vefur um markstafi draumanna. • • * • • * * * • Rétt eins og örskot þd rís upp úr kafinu rekkur og stendur sem „klettur i hafinu", raustina brýnir með arnsúg i orðinu; — andarnir feðranna titruðu i borðinuf * * * * * * * * * * „Fullveðja riki? Já, vinir, það viljum vér, „viljum það, krefjumst þess—Norðurlönd skiljiðþér! Svarið fanst M....., þeim mœringi, fátt um og máltaksins orðan varð flestum ei brátt um. * * # * * * * * * En svo mælti Hafstein. Hann sagði ekki fleira; en sannlega nóg hverju skynjandi eyra. Pau orð draga arnsúg til ókunnu strandanna: eiðstafinn guðanna, sjdlfstœði landanna! * * * * * Orðheill þá kvað, sem aldrei fyrnist valinn ver i valdasæti. Það mun orð meðan Island byggist við Hafstein kent og i heiðri lifa. M J. Þingmaðurinn. Eins og skýrt var frá í síðasta tbl. Norðra, og sjá má af þingmálafundar- gerð Akureyrarkaupstaðar í sama blaði, fóru svo leikar á þingmálafundinum 25. jan., að tillaga Skjaldborgarliðsins, frum- varpsandstæðinga með þingmanninn í broddi fylkingar, í sambandsmálinu, var feld með miklum atkvæðamun, en til- laga frumvarpsmanna samþykt. Mótlæti þessu og ósigri gat þingmað- ur bæjarins, Sigurður Hjörleifsson rit- stjóri og læknir, auðvitað ekki tekið með þeirri stillingu, er sæmir gætnum mönnum og hygnum. Líklega þykir honum sigurinn í sumar hafa orðið sér of dýrkeyptur til þess að verða svona skammær. í síðasta tölublaði «Norðurlands» veð- ur hann fram á vígvöllinn og skirpir saurnum úr klaufunum*) til allra hliða. Virðist honum loks vera farið að skilj- ast það, að sú braut, er hann gengur, sé eigi svo þrifaleg sem skyldi, og því sé þörf á að fleygja nokkru áf sorpinu úr götunni, og ata þá, sem aðrar leið- ir*fara, til þess það h'ti svo út fyrir manna sjónum, sem þeir vaði í sama foræðinu. — Látum oss nú athuga lítið eitt, hvar saurinn lendir. Þingmaðurinn byrjar með því að svívirða kjósendur kaupstaðarins fyrir það, að þeir mættu fjölmennir á fund- inum, og meiri hluti þeirra greiddi at- kvæði í sambandslagamálinu gagnstætt því, sem hann vildi vera láta; segir að þeim sé »smalað á þingmálafund» og Iátnir sitja þar undir eftirliti.« Einkum ræðst hann á þá Heimastjórnarmenn hér í bænum, er hann hyggur að geng- ist hafi fyrir því að safna undirskriftum undir áskorunina til þingsins, sem prent- uð er á öðrum stað hér í blaðinu, og gefur í skyn, að þeir hafi beitt óheið- arlegum meðölum til þess að fá kjós- fcndur til þessa. í>að er engin ný bóla þótt þingmað- urinn svívirði í dag, það sem hann hóf upp til skýjanna í fyrra dag, og hrósi á morgun því sem hann svívirti í gær. — Hann bar kjósendum bæjarins annað orð síðastliðið sumar, þegar ís- lands óhamingju varð það að vopni, að hann varð kosinn þingmaður fyrir bæ- inn. Pá var það ekki svívirðilegt í hans ") Þetta eru auðvitað líkingarfull orð, því að kunnugir menn segja að jtiogmaður- uririn hafi ekki klaufir.: augum að senda legáta út um allar sveitir til þess að sækja þá kjósendur, er höfðu lofað að kjósa hann, veita þeim ókeypis flutning til bæjarins, og jafnvel kaup fyrir þann tíma, sem til ferðarinnar fór. — Hann boðar þing- málafundinn með tveggja nátta fyrir- vara, að eins í sínu eigin blaði. Hvers vegna? Auðvitað til þess að reyna að hamla þvi að aðrir en fylgifiskar hans, sem allir lesa auðvitað «Norðurland«, fái vit^- neskju um fundinn í tækan tíma. Þetta eina bragð er nægilegt til þess að sýna hversu heiðarlega hann fer að ráði sínu gagnvart þeim kjósendum bæjarins, sem ekki eru á sama máli og hann. Pá ber þingmaðurinn Norðra það á brýn, að ágrip það, er hann flutti af ræðunum um sambandsmálið, sé fult af vitleysum og rangfærslum. Hvað snertir ágripir*. af ræðum þing- mannsins, þá er það ekki undarlegt, þótt þar sé fult af vitleysum; sýnir það bezt og sannar hversu samvizkusamlega og rétt Norðri hefir skýrt frá, því til þess að losna við allar vitleysurnar, sem þingmaðurinn fór með á fundinum, hefði auðvitað orðið að gjörbreyta ræðum hans. Um rangfærslur ætlar Norðri ekki að þrátta við þingmanninn. A þess- um fundi voru margir skynsamir menn, er dæmt geta um ræðurnar og ágrip Norðra af þeim, og skal þetta mál því lagt undir þeirra dóm. — F*að er engin nýung, að þingmaður- inn þræti fyrir það í öðru orðinu, sem hann hefir sagt í hinu, ef honum er bent á, svo greinilega, að hann sjálfur skilji, að hann sé kominn í mótsögn við sjálfan sig og vaði reyk og vitleysu. Þetta er líka eina úrræði þeirra manna, sem skortir siðferðislegt þrek og skyn- semi til þess að skammast sín opinbér- lega fyrir slíkt. Síðasta rangfærsluaðdrótt- un hans á þó Iíklega fremur rót sína að rekja til geðvonzku og heimskulegr- ar bræði, en meðfæddrar fúlmensku. — Það þarf skynsamari mann og skilnings- betri en þingmanninn til þess að finna vit og samhengi í ræðum hans og það er engin furða, þótt honum sjálfum of- bjóði stundum allar þær vitleysur, sem hann hefir sagt, þegar hann sér ræður sínar á prenti, og verði það á að halda, að svona vitleysislega hafi hann þó ekki talað. Hafi nokkurntíma verið reynt til þess að blekkja kjósendur á þingmálafundi þá var það reynt á þeim fundi, sem hér ræðir um, með því að reyna að fá til þess að samþykkja jafn vitlausa tillögu og þingmaðurinn og hans fylgifiskar voru að burðast með. Eins og margsinnis var tekið fram og bent á á fundinum, er þessi tilllaga teygjanleg eins og hrátt skinn. Hverju þarf að breyta í frumvarpinu til þess að það geti ekki orkað tvímælis, að ís- land verði fullveðja ríki? Eitthvað af því, sem nauðsynlega þarf að breyta til þessa, hefðu þó þessir menn átt að getur bent á, þar eð þeirstagast 'alt af á því, að frumvarpið, eins og það er, sé InnHtnunarfrumvarp og feli í sér af-

x

Norðri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðri
https://timarit.is/publication/201

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.