Norðri - 04.02.1909, Blaðsíða 2

Norðri - 04.02.1909, Blaðsíða 2
18 NORÐRI NR. 5 sal réttinda. Hér gægja't fram sömu ó- heilindin, blekkingarnar og undirhyggj- an, cem rrrg o h' fir Ijó rn ír.gum í biöðum þessara manna, síðan frumvarp- ið var birt almenningi. Hverju nauðsyn- lega þarf að breyta, láta þeir aldrei uppskátt, fyrst og fremst af þeirri ástæðu, að þeir vita það ekki sjálfir og jafnframt til þess að eiga hægra'- með að telja þjóðinni trú um, seinna meir, að þær breytingar, sem kunna að fást, geri full- veldi landsins tvímælislaust, þótt þær í raun og veru verði ekki annað en efnislausar orðabreytingar, og að þetta sé alt saman sér að þakka. Ringmaðurinn neitaði að skýra frá því á fundinum, hverju hann vildi breyta í frumvarpinu. í fyrravetur sagði hann, að Heimastjórnarmenn hefðu «þagað sjálf- stæðiskröfurnar í hel», með því að láta ekki upp ákveðnar kröfur í sambands- málinu, áður en íslenzku nefndarmenn- irnir fóru til Hafnar. Nú hefir sam- bandslagafrumvarpið verið birt almenn- ingi fyrir löngu, ritstjórinn er kosinn þingmaður þessa bæjar og er í þann veginn að leggja á stað til þings. Þó þykist hann ekki enn þá siðferðislega skyldugur til þess að skýra kjósendum kjördæmis síns frá því, hvers hann vilji krefjast í málinu. Líklega á þessi fram- koma hans þó ekki eingöngu rót sína að rekja til skorts á sómatilfinningu, heldur mun orsökin jafnframt vera sú, að hann þori ekki að segja neitt ákveð- ið um málið fyr en hinir pólitísku hús- bændur hans í Reykjavík hafa lagt hon- um orðin í munn, Síðastl. sumar, þeg- ar hann fór til Rvíkur, virðist honum eigi hafa verið kent neitt annað en það að vera móti frumvarpinu. Að endingu skal því skotið að þing- manninum til yfirvegunar, hvort ekki sé jafnmiki! og réttmæt ástæða til þess að hann segi nú þegar af sér þing- menzku' fyrir þetta kjördænii, eins og til þess að ráðherrann véki úr völdum þegar eftir þingkosningarnar síðastliðið haust. Úr bréfi til ritstjóra Norðra. Það er annars spaugilegt hve mik- ið andstæðingablöðunum hefir orðið um ummæli þau, er Berl. Tid. hafa haft eftir ráðherra. Eins og það sé ekki hverju mannsbarni á íslandi ljóst, að frumvarpsandstæðingar eru nær því sinn á hverju máli um frumvarpið. Sumir, og þeir ekki svo fáir, vilja samþykkja það með lítilfjörlegum orðabreytingum sérstakl. á fyrstu grein. Oagnvart þeim stendur flokkur hinna æstari landvarn- armanna, sem ekkert vilja annað en skiln- að og engum skynsamlegum rökum geta tekið vegna Danahaturs. Þessir menn eru ekki margir, en svo standa milli þessara tveggja flokka nokkrir menn, sem hreint ekki vilja skilnað, vita vel, að ekki verður komist lengra, en frum- varpið gerir, en vilja þó ekki samþykkja það. Fyrir sumum þessara manna ræð- ur það mestu, að þeir geta ekki hugs- að til þess, að H. H. takist að koma málinu fram, en aðrir vilja helzt engar breytingar frá því sem er, að minsta kosti ekki fyrst um sinn, og telja í hjarta sínu stöðulögin nægilega tryggan grundvöll fyrst um sinn, ogstjórnarskrána, með breytmgunum frá 1903, góða; álíta okkur hafa nægilegt sjálfstæði og frelsi til þess að þroskast og eflast bæði að efnahag og pólitískum þroska. Eins og sjá mátti af ýmsum blaðagreinum og fundargerðum fyrripart sumarsins, var ráð þessara manna mjög á reiki, en eftir því sem kosningarbaráttan harðnaði nálg- uðust þeir meir og meir hina æstari landvárnarmenn. Eg sé því ekki betur, en að ráðherra hafi haft fylstu ástæðu til þess að telja mótstöðumenn frum- varpsins þrískifta, og miklar líkur til þess, að það verði samþykt með lítil- fjörlegum orðabreytingum á 1. gr. Ann- að mál er það, hvort svona vel rætist úr málinu. Eg er hræddur um, að ofsi landvarnarmanna og flokks-harðstjórn Isafoldar-Bjarnar verði hlutskarpari og sameini alla frumvarpsféndur til ályktana sem ver gegnir. En úrslita á þessu er nú ekki langt að bíða. Þá hefir og látið hátt í frumvarps- fjendum eðablöðum þeirra, útaf þvíódæði ráðherra, að hann ekki sagði af sér strax. En þeim hefir láðst að upplýsa menn um það, á hvern hann hefði átt að benda. En án þess var var afsögn hans þýðingarlaus. Meðan hann ekki gat bent á einhvern þann mann, sem vissa var fyrir að mundi hafa fylgi meirihluíans í þinginu, var sjálfsagt að konungur mundi skipa H. H. að sitja fram að þingi: þ. e. þangað til þingmenn hefðu komið sér saman um hver taka skyldi við af honum. En þá hefði afsögn hans aðeins verið til þess, að binda um of hendur hans, fyrirmuna honum að vinna að samkomulagi um sambands- málið Svona eru skoðanir þingmannanna skiftar. En enn þá reikulli eru þó skoð- anir almennings, því andstæðinga for- sprakkarnir voru samtaka í því að hafa mótbárur sínar gegn frumvarpinu svo óákveðnar, að aldrei væri hægt að festa hendur í hári þeirra, og breytingartiHög- ur, ákveðnar, forðuðust þeir eins og heitan eld. Almenningur hefir því með kosning- unum ekki sagt annað en þetta: Okkur líkar ekki frumvarpið, eins og það er; þrátt fyrir þau gæði, sem vinnast, vil- jum við ekki, að það verði óbreytt að lögum. En almenningi hefir ekki gef- izt kostur á að láta uppi álit sitt um breytingartillögur, af því þær ekki hafa komið fram enn þá. Frá „gullöld íslendinga“ eftir M. J. IV. Enn uin Gizur biskup og eftirmann hans. Það er ekki ótítt í sögunni, að þeg- ar stórfeldir stjórnarmenn og skörungar falla frá, þá verða mikil viðbrigði og oftlega afturkippir (reaktion) í hið forna horfið. Svo varð hér á landi eftir fráfall Gizurar biskups. Óðara eftir hans dag, virtist sú gullöld gersaml. horfin, sem Adam af Brimum dró upp af hinu fagra lýðveldi á landi voru, og ekki var svo mikið af henni eins og alt leit út meðan Gizur sat að stóli. En hvernig fór hann að friða svo landið? Hin stutta og miður Ijósa saga, er til vor hefir náð, um aðgerðir hans, skýrir það alls ekki nægilega. Ari fróði leggur helzt áherzl- una á ástsældir hans, fortölugift Sæ- mundar hins fróða, og ekki sízt umráð og aðstoð lögsögumannsins Markúsar Skeggjasonar, sem bæði var »spekingur og skáld« En alt þetta nægir oss ekki. Eg hygg að jGizur hafi einn haft vit fyrir öllum, hvað stjórnvizku snertir. Eg hygg, að aðalpólitík hanshafi verið sú, frá öndverðu, að tryggja sér fylgi allra höfðingja á landinu á yfirreiðum sínum. Eftir Iögum skyldu biskupar hafa lokið yfirreiðum, hver um sitt biskupsdæmi, á þrem árum, en síðan byrja aftur. Og þóttGizur haii ekki orkað því, þótt mikill garpur væri, þar sem hann lengst var einn biskup á öllu landinu, hefir hon- um eflaust mikiðtekist, og á öllum þeim ferðum afkastað ærnum störfum. Munu og kirkjur þær, er hann þurfti eftir að líta, hafa verið hartnær þrefalt fleiri en nú (eftir því sem næst verður komizt), og að semja um og setja þeirri öllum máldaga, einkum þar sem ráðríkir höfð- ingjar, er töldust eiga kirkjurnar, átt hlut að máli. Slíkt þref hefir eflaust verið hinn erfiðasti reynsluskóli hinum mikla biskupi, meiri reynsluskóli en sá að stýra málum á sjáifu alþingi, úr því eða eft- ir það, að hannhafði tiygt sér fylgi alls þorra höfðingjanna. En ekki megum vér hugsa oss, að allir þeir, sem forráð höfðu kiikna og þeirra eigna, hafi fyrir eintóma ástsæld biskups fylgt öllu því, er hann vildi hafa fram. Þeir hafa oft- lega fremur fylgt hvor annars dæmi, og svo smásaman litið á röksemdir bisk- ups. Sérstaklega hafa hinir vitrari menn gerst fúsir til að semja við biskup, er þeir sáu, að valdi þeirra og eigin hag var lítil eða engin hætta búin af bisk- upsvaldinu. Því að það er víst, að stefna og starfsemi Gizurar gekk öl! í þá átt, að kristnin hér á landi skyldi lifa og dafna í skjóli innlendrar og frjálsrar kirkju, er sem minst væri útlendu (eða rómversku) valdi háð. Eftir því samdi hann við alla goðorðsmenn og kirkju- ráðsmenn landsins. Yfirstjórnin skyldi vera í höndum hins innlenda biskups, er síðar skifti valdinu með helztu sonum kirkjunnar. Löggjafarvaldið var hjá bisk- upi, klerkum, goðorðsmönnum og lög- réttunni — alt eftir því, sem best mætti fara, er kirkjan var frjáls og laga þurfti boðorðin eftir landsháttum. Að vísu mun fátt í þessa átt hafa verið nákvæm- lega niðurHjáð og finst ekki heldur í hinum elzta kristinrétti, en stefna þessi hefur sjálfsagt orðið snemma «ástsæl« og þjóðleg, og mestu ráðið um sættir og samkomulag biskups og höfðingja. Latinunni, hinu helga tungumáli páfans og kirkjunnar, hefur Gizur hvorki þorað né viljað halda fram, sízt við þá höfð- ingja, sem ekki kunnu þá tungu. Varð sú tilhliðrum hin fyrsta undirstaða þess, að farið var að rita á tungu Iandsins. Og það eitt er nóg til þess, að gera frægð Gizurar biskups ódauðlega meðaníslenzka er til. Það, að slíkt kirkjufyrirkomulag, sem varð hér á landi, gat komiztá, var þó ekki mikilmensku Gizurar einni að þakka, heldur einnig því, að engi erki- biskupsstóll var þá kominn hingað á Norðurlönd. En hvað áhrif Gizurar snerti á landsfriðinn í heild sinni, svo stjórn og lögfylgi, þá verða þau all-skiljanleg, úr því að hann hafði áður náð því höfðingjafylgi, sem bent hefir verið á. Biskup átti efsta sæti i lögréttunni ásanit lögsögumanni. Goðar nefndu bæði dóm- endur og þá menn, sem með þeim sátu í lögréttunni. Nú hafði venjan verið, að þótt lögréttan sjálf fengi oftast að vera í friði, urðu dómarnir einatt fyrir of- stopa, svo málin gengu ekki fram, eða þótt fram gergi, voru dómarnir ónýttir, þegar heim kom í héruðin, svo að hin síðari villan varð verri en hin fyrri. Það stjórnleysi hvarf mjög á dögunr Gizur- ar, Þingin náðu fullri helgi, dómar fóru fram að lögum, og, það sem mestu skifti, var þeim hlýttþegar heim í sveit- ir kom. Vopnaburður lagðist mjög niður og allur hinn gamli órói virtist horfinn vera, eða að m. k. vera á förum. En hvað lengi var Adam í Paradís? Sé þessi lýsing á stefnu og framkvæmd Gizurar nær sanni, hvað kom þá til þess, að hans guílöld tarð svo encia- slepp? Spyrjum sögu mannkynsins, spyr- jum hin dýpri rök, spyrjum sálfræðina, spyrjum alt, stm á trtar tr lioið og alt, sem í loftinu lá framundan. Sögu- maðurinn verður bæði að sjá aftur og fram. Eða hvað gekk Gizuri til að la'ta kjósa Porlák Runólfsson tii biskups eftir sig? Sá hann, að hinir nrik’u menn sinnar samtíðar voru óðum að fjara út, enda engum hinna eldri trúandi? Eða því kaus hann ekki Sæmund prest hinn fróða, fornvin sinn? Líklega fyrir þá sök, að hann sá fyrir heimaríki Odda- verja, er ekki myndi verða holt eða hentugt kirkjunni. En þá Ketil prest Porsteinsson á Möðruvöllum? Því mun hann ekki hafa kjörið hann, senr var giftur dóttur hans, og hinn ágætasti nraður, enda varð biskup fám árunr síðar? Tvent mun hafa aftrað því, það annað: Möðru- vellingar voru ríkmenni nrikil, og hitt, að hann bjó í öðru biskupsdænri, en það kaus lögréttan síður, eða alþingi. Þor- lák þekti liann bezt, vissi að hann var rúinlega þrítugur maður, vitur og ráð- vandur, og sá er vissi hvar hverju máli var komið. Það varð og orð að sönnu að Þorlákur biskup reyndist vel og var hinn þjóðlegasti biskup þau 15 ár, sem hann lifði. En þótt liann skorti flest á við fornrann sinn, og einkunr skörungs- skapinn, urðu menn að láta sér lynda eins og komið var. En ekki var hinum nýja biskupi neitt að kenna það ólag, sem á komst, svo að séð verði, sízt ótrið þeirra Hafliða og Þorgils, sem síðar skal getið. Afturkastið var komið og fór sínu fram, enda sefaðist löngu áður en -þess biskups misti við. Hungurvaka lýsis honum sem miklum alvöru- og guðsmanni, en heldur fáskiftnuiu, nema um lærdóminn. Þvf það var hann, sem samdi hinn elzta «Kristinna laga þátt» (Kirkjurétt) ásanrt Katli Hólabiskupi, »og margt annað, er þeir settu og sönrdu á sínum dögum tilsiðbótar landsmönnum.» Verksmiðjufélagið Góð ráð dýr. í síðasta blaði Norðurlands er því hreyft, hvort ekki væri ástæða til þess fyrir þetta bæjarfélag að reyna að finna einhverja leið til þess að forða þessu þarfafyrirtæki falli. Eg er Norðurlandi sammála um það, að hér sé unr nrikið nytserndarfyrirtæki að ræða, er orðið geti landinu og sér- staklega þessujn bæ til frama og þrifn- aðar, og því ætti öllutn góðutn mönnum að vern ant um að styðja það og efla. Það er’óneitanlega eitthvað óviðfeldið, ef þessi tilraun til að koma upp innlend- um iðnaði og stífla fjárstraum þann, sem nú fellur út úr landinu fyrir ullar- vinnu og árlega vex, þyrfti að stranda vegna þess, að vér hvorki viljum né getum lagt fram nokkur þúsund krónur, þyrfti að stranda einmitt nú, þegar fjöldi manna í landinu telur oss ekki ofvaxið að standa að öllu leyti á okkar eigin fótum, sem »fullveðja ríki.» Óneitanlega er það einn megin þáit- ur sjálfstæðinnar, hvort heldur um ein- staka menn eða heilar þjóðir er að ræða, að vera efnalega sjálfum sér nóg-' ur, þurfa sem allra minst til armara að sækja, geta ef svo ber undir bjargast af eigin ramleik. En hversu óendanlega langt erum vér ekki frá þessu? Varla getur nokkuð aumara verið, en að þurfa að láta út- lendinga vefa nálega hverja spjör utan á kroppinn á sér, en hafa þó í landinu nóg efni í spjarirnar og afl til að vinna það. — Þeir, mcnn sem réðust í að stofna ^ieðaverksmtðjnna hafa fundið t1l þessa

x

Norðri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðri
https://timarit.is/publication/201

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.