Norðri - 11.02.1909, Blaðsíða 1

Norðri - 11.02.1909, Blaðsíða 1
o* IV. 6. Ritstjóri: BJÖRNj LINDAL Brekkugata 19. Akureyri, fimtudaginn 11. febrúar 1909. Til minnis. Bæjarfógetaskrifstofan opin kl. 10—2, 4—7 Bæjarsjóður, Lækjargötu 2, mánud. mið- vikud. og laugardaga kl. 4—6. Kitsímastöðin virka daga 8 f. h. til 9 e. h. helga daga 8—11 og 4—6 Bókasafnið, þriðjud.. fimtud. og laugard. 5—8. Sunnudögum 10—11 og 4—8. l'ósthúsið 9—2 og 4—7. Uthú Islandsbanka 11—2 Utbú Landsbankans 11—12. Stúkan Akureyri fundad. þriðjud.kv. kl. 8. Rrynja miðvikudagskvöld kl. 8. Isafold Fjallkonan sunnudagskv. kl. 4. Trúföst mánudagskv. kl. 8. P i n gi ð. Undarlega má þeim íslending vera varið, er getur áhyggjulaus beðið þeirra tíðinda, er gerast hljóta á því löggjaf- arþingi, er nú á að setjast á rökstóla innan fárra daga og greiða atkvæði um hið allra þýðingarmesta mál, er þjóðin nokkurn tíma hefir átt frjálsan og ó- þvingaðan kost á að aðhyllast eða hafna. Hér skal ekki um það rætt, hvað þing- inu beri að gera í þessu máli, og eigi skal heldur neinu um það spáð, hvað það muni gera, en hitt skal athugað Iftið eitt, hvers vænta má af þeim mönn- um sumum, er nú eiga sæti á löggjaf- arþingi þjóðarinnar, ef gert er ráð fyrir að orð þeirra og gjörðir, eðli þeirra og innri maður verði í samræmi við það, er hingað til hefir verið, en gjörbreytist eigi á svipstundu svo að þeir afneiti öllu sínu fyrra pólitíska athæfi ogverk- um. Þeirra vitsmuna og þroska verður af þjóðinni að krefjast, að henni sé nú Ijóst orðið, að til þess að skilja rétt sambandslagafrumvarpið og afstöðu vora gegn Dönum og öðrum þjóðum, sé ekki að eins þörf heldur nauðsyn á meiri þekkingu og reynslu, hvað snert- ir sambandslöggjöf og alþjóðarétt, en þjóðin yfirleitt getur haft. Hvort henni hafi skilist þetta þegar alþingiskosning- arnar fóru fram 10. sept. síðastliðinn skal látið ósagt. En því má gera ráð fyrir, að hafi henni þá skilist þetta, þá hafi hún kosið til þessa þings þá menn, er hún hefir treyst bezt til þess að ráða fram úr þessu alvarlega máli á þann hátt, er heillavænlegast yrði og happa- drýgst fyrir land og lýð, alda og óborna. Engin fyrirhyggja er í því, að byggja slíkt traust á hugboði einu eða trú, sem eigi hefir við neina reynslu að styðjast. Hins verður að krefjast, að hér sé bygt á reynslunni, hinni opinberu framkomu þessara manna hingað til, hversu hollráðir þeir hafa verið þjóð- inni, hve mikla og nákvæma þekkingu gera megi ráð fyrir að þeir hafi á því máli, sem kosningarnar snerust alger- lega um, og hversu líklegir þeir séu til þess að láta stjórnast af vitsmunum og sannri þjóðrækni, en eigi af persónu- legum óvildarhug, fjárhagslegum hags- munum og valdafýkn, valdanna sjálfra og eigin hagsmuna vegna. Um það hljóta allir að vera sammála,. að meiri líkur séu til þess, að þeir menn hnfl vlt og þekkingu á þessu ttiálí, er Áðalfundur KAUPFÉLAGS EYFIRÐINGA verður haldinn á Möðruvöllum í Hörgárdal laugardaginn 6. marz n. k., og byrjar kl. 11 árdegis. Menn eru ámintir um að mæta stundvíslega. Félagsstjórnin. lengi hafa átt sæti í þinginu og tekið þátt í stjórnmálaþrefi hinna síðustu ára- tuga, heldur en ungir menn og óreynd- ir, sem lítið sem ekkert hafa við póli- tík fengist, og enga sérþekkingu hafa á stjórnarfarslöggjöf og alþjóðarétti. En sé litið yfir þingmannahópinn, virðist ann- að hafa ráðið atkvæðum kjósenda í mörgum kjördæmum en það að kjósa reynda þingmenn. Allmargir gamlir og nýtir þingmenn féllu við þessar kosn- ingar, viðurkendir gáfumenn og stjórn- málaskörungar, er staðið hafa fremstirí flokki þeirra manna, er brotið hafa ís- inn fyrir þá, er nú eiga kost á að leggja smiðshöggið á verkið. Nægir að nefna þá Guðmund Björns- son landlækni, Guðl. Guðmundsson bæjarfógeta, Jón Jensson yfirdómara og Guðjón Guðlaugsson, bónda á Ljúfu- stöðum. I stað allra þessara manna hafa ver- ið kosnir algjörlega óreyndir menn, að öðru en því að reyna til^þess að rífa alt það niður, er reynt hefir verið að byggja upp síðustu árin, nema þing- maður Austur-Skaftfellinga, sem sagður zr gætinn maður og skynsamur. Að eins einn þeirra getur talist að hafa sérþekk- ing á pólitík, að nafninu til. í mörgum öðrum kjördæmum hefir samskonar lýð- ur verið kosinn á þetta þing, og suma þeirra er ekki unt að nefna þingmanns- nafni, án þess að manni komi í hug þjóðsagan um púkann á altarinu. Allir menn eru breyzkir, og von um feit embætti og þá einkum ráðherratign getur haft áhrif á skoðanir manna og framkomu í opinberum málutn. Hvorir eru líklegri til þess að láta stjórnast af þesskonar hvötum, frumvarpsmenn eða frumvarpsandstæðingar? Á því getur enginn efi leikið, að til þess að geta gert sér von um íslenzk- an ráðherrasess á næstu árum þurfti fyrst og fremst að ryðja þeim manni úr sessi, er nú situr þar. Og að því tak- marki var enginn greiðfærari vegur en sá, að eyðileggja í höndum hans sam- bandslagafrumvarpið. Þar var einnig alllétt verk að villa mönnum sjónir, fyrst og fremst sakir eðlilegs skilningsskorts allrar alþýðu á jafn vandasömu máli og einnig sakir þess, að sú reynsla er fengin um allan heim endur fyrir löngu, að slík mál eru betur til þess fallin en nokkur önnur að æsa tilfinningar manna svo mjög.að skynsemi og skilningur fái eigi notið sín. Engum skynsömum manni ætti að geta dulist lengur að ýmsir helztu for- sprakkar stjórnarandstæðinga hafa ekk- ert hugsanlegt ráð látið ónotað síðan, ráðherrann tók við völdum, til þess að reyna að steypa honum úr valdasessin- um, nema það eitt að leggja á hann hendur og beita ofbeldi, og virðist þó stundum eigi hafa verið langt frá því, að jafnvel það yrði reynt. En þau mál, er hingað til hefir ver- ið reynt að fella hann með hafa verið of auðskilin þjóðinni, til þess að unt yrði til lengdar að blekkja hana svo og blinda, að takmarkið næðist. Næst sambandslagamálinu er ritsíma- málið vandasamast allra þeirra mála, er ráðherrann hefir haft með höndum og á það mál bar þjóðin, af eðlilegum á- stæðum, minst skyn, enda komust stjórn- arandstæðingar þar lengst í því, að æsa og trylla þjóðina gegn sínum eigin hags- munum og ráðherranum. Ef sambandslagafrumvarpið yrði sam- þykt, er enginn efi á því að þá sæti ráð- herrann fastari í valdasessinum en nokkru sinni áður. Vænlegt til ráðherratignar getur það því eigi verið að styðja hann í þessu máli. Wí verður þessvegna aldr- ei með rökum neitað, að meiri likur séu til þess, að fýkn í ráðherratign geti fremur átt einhvern þátt í framkomu frUmvarpsandstæðinga en frumvarps- manna. Hefði sambandslagafrumvarpið eitt ráðið orðum og gjörðum þeirra manna, er á móti því hafa snúist, þá hefðu þeir átt að segja, og hegða sér þar eftir: Vér getum eigi samvizku vorrar vegna og umhyggjusemi um heill fósturlands- ins gengið að frumvarpinu óbreyttu, en til þess að ekkert annað en sjálft mál- efnið geti komið hér til greina, viljum vér láta ráðherrann sitja áfram í valda- sessinum, þangað til það hefir komið ótvírætt í ljós, að hann vilji ekki útvega oss þausambandslög við Danmörku, sem við viljum fá oghægt er að fá, eða það er sannað, að hann eigi sök á því, að þau fáist eigi, og sterkar líkur eru fengnar fyrir því, að öðrum manni í ráðherra- sessinum muni takast það bétur en hon- um. Ekkert er skaðlegra en innanlands- deilur um völd og virðingar, er slíku máli skal ráða til lykta, og fyrir þær hefði á engan annan hátt fremur verið hægt að byggja, meðan á þessu máli stóð. En hvað hafa frumvarpsandstæðingar gert? Jafnskjótt og þeir eru orðnir í meiri hluta, hætta þeir alveg að tala um hverju þeir vilja breyta í sambandslaga- frurtmrpittu, en rdðast á ráðherrann með alskonar svívirðilegum getsökum fyrir það, að hann ekki þegar í stað viki frá völdum. Öll mótspyrna gegn sambandslaga- írumvarpinu er að mestu leyti verk þriggja manna eða fjögurra, er allir eiga sæti á þessu þingi. Allir eru þeir taldir lík- legir til ráðherratignar, ef ráðherraskifti verða, og óhætt er að fullyrða um suma þeirra, að minsta kosti, að þeim muni fált Ijúfara en takast þann vanda á hend- ur. Þessum mönnum eru sumir þing- menn í flokki frumvarpsandstæðinga svo háðir fjárhagslega, að full þörf er á sterkari sannfæringarkrafti og meiri samvizkusemi en þeim er gefin til þess að því verði treyst, að orðum þeirra og gjörðum á þinginu ráði ekkert annað, en það eitt, er þeir hyggja landinu og þjóðinni verða fyrir beztu. Lengi má vona góðs, þrátt fyrir allar líkur, en sterk trd á sigri hins góða í manninum hlýtur þeim íslendingi að vera gefin, er nú bíður óttalaus um fram- tíð fósturjarðarinnar, þeirra úrskurða, sem meiri hluti þingsins er líklegastur til að fella. En seint ætti það að fyrnast, ef meiri hluti þingsins, frumvarpsandstæðing- ar, er komist hafa inn á þingið und- ir yfirskini föðurlandsástar og frelsis- anda, meta það meira á þessu þingi, að koma Hannesi Hafstein úr ráðherra- sessinum og rífast um hann á eftir, held- ur en að vinna að því í einingu og bróðerni, að leggja hyrningarsteininn undir nýja friðar og framfaraöld í land- inu. íslendingar! Fylgið með athygli því sem gerist í þessu þingi. Vera kann að þér sjáið þá og skiljið betur í þing- lokin en hingað til, hverjir hafa verið yður heilráðari, þeir er ráðið hafa til að samþykkja frumvarpið, eða þeir, er ráðið hafa til þess að hafna því. B. L. Mr. Gook! Af greinum yðar í blöðunum sé eg, að uppfræðsla yðar f undirstöðu allrar nútíma þekkingar á biflíunni, hefir mjög orðið á eftir tímanum, sem þér lifið á, og því er yður óhætt að trúa, að í þeim efnum var eg kominn töluverðan spöl lengra, áður en þér lituð ljós þessa heims. Eg efa ekki, að þér viljið okkur vel; en hvaða meining er "í því að detta ofan um skorsteininn hjá fólki í ókunnu landi, fyrirlíta þar alla lenzku og fara svo að «frelsa» og "skíra, og loks ráðast á beztu menn landsins —og sjálfan biskupinn! Ungi vinur! Nú vil eg sýnayður enn meira lítillæti og kurteisi en þér hafið sýnt mér í undanförnum blaðagreinum — þótt ritstjórarnir strikuðu út hjá yður lakasta' ófrægið;—eg vil bjóða yður að koma heim til min, segjum .á mánu- degi hverjum á hádegi, og njóta hjd mér ókeypis tilsagnar i biflíuskýringum. Hvað segið þér um það ? Með beztu óskum um góðar framfarir. Yðar einlægur. Mátfh. JocHtím'sson.

x

Norðri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðri
https://timarit.is/publication/201

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.