Norðri - 18.02.1909, Blaðsíða 1

Norðri - 18.02.1909, Blaðsíða 1
^^^ Ritstjóri: BJÖRN LINDAL Brekkugata 19. IV. 7, B. Akureyri, Fimtudaginn 18. febrúar 1909. Séra Björn Þorláksson fallinn. A fundi í sameinuðu þingi í dag kl. 67* e. m. var neitað að viðurkenna kosningu sr. Björns með 30 atkv. gegn b. «Dýpra og dýpra,« sagði andskotinn. Gert ráð fyrir nýjum kosning- um, með símskeyti til bæjarfóg. á Seyðisfirði í kvöld. (Símfregn), OrÖahreytinga- áfergjan. (Nokkrar athugasemdir eftir Akureyrarbúa) Herra ritstjóri! Þótt eg eg hafi enn ekki verið talinn með stærri eða smærri spámönnunum í pólitíkinni eða öðru landsmálaskvaldri, langar mig þó til að leggja orð í belg í millilandafrumvarpsmálinu, eins og þeir Friðrik minn og Karl og aðrir garpar, er um daginn fóru upp á pall- inn. Eigi ætla eg mér þó beint að fara' að gera athugasemdir við frumvarps- uppkastið, heldur er það »Norðurland •- 6. þ. m., sem eg vildi lítið eitt athuga. Norðurland segir: »-------Nefndin, (millilanda- nefndin) íslenzkafór íupphafi fram á það, að ísland væri og ætti að vera fullvalda ríki.-------« Petta er viðurkenning blaðsins fyrir því, að millilandanefndin hafi í fyrstu farið fram á, að ísland ætti að vera fullvalda ríki. Upphaflega fór nefndin ekki fram á annað en það, sem hún bar fram í frumvarpsformi, en með því orðið fullvalda ríki er hvergi nefnt í frumvarpsuppköstunum, hefir fullveldis- krafan hlotið óbeinlínisað felast í þeim, og líklega þá eftir áliti Nl. verið svo skýr, að hún hafi ekki orkað tvímælis. Hjá blaðinu Ingólfi kemur fram svipuð skoðun 10. jan. s. 1., þar segir: «Nefndarmennirnir íslenzku fóru vel úr hlaði, Báru fram kröfur þingvallafund- arins 1907 fullar og óskertar----------- Danir sveigðu nefndarmennina 6 að sínum vilja----------Skúli Thoroddsen stóð einn staðfastur við réttarkröfur sínar — —» Hér er því slegið föstu, að óhætt hafi verið að fylgja því, sem Skúli ritaði undir athugasemdalaust. Síðar segir Norðurland: í------Framkoma nefndarinnar ís- •enzku — þeirra 6 — er átak- anlegt dæmi. Allir ætluð- ust þeir til þess, að ísland yrði fullvalda ríki. Og allir greiddu þeir atkvæði gegn breytingartil- lögu Skúla Thoroddsens, þegar hann lagði það tií, að í frum- varpinu stæði, að ísland ætti að vera fullvalda ríki. og anjr greiddu (otir atkvœði með þvít að landið, sem þeir ætluðu að gera fullvalda, skyldi vera hluti úr dönsku ríkisheildinni, því á þann veg er rétt útlegging danska textans-------" Ekki er það rétt hjá Norðurl., að nefndarmeim hafi greitt atkvæði gegn því, að ísland væri fullvalda riki, því fullveðja stendur í breytingartillögu Skúla, og fyrst Nl. er að vefengja þýð- ingu Norðra á «suveræn», hefði það átt að geta haft rétt eftir, hvaða þýð ingu Skdli sjálfur hefir lagt í það orð. En það er af auðskilinni ástæðu, að ísl. nefndarmennirnir greiddu atkvæði móti þeirri breytingartillögu Skúla, sem kom fram í fundarlokin, Þeir höfðu í fyrstu uppköstum sínum, meðan þeir héldu því fram, að ísl. ætti að vera fullvalda ríki eftir dómi Norðurl.), viðhaft orðið frjálst og sjálfstætt land, sem talið var að hefði sömu merkingu og og fullveðja n'ki, og krafizt hafði verið á þingmálafundum um land alt 1907, svo og í erindisbréfi þjóðræðismanna s. á. Þetta nafn fá ísl. nefndarmennirnir Dani til að fallast á; en nú niðrar «NI.« þeim fyrir, að þeir vildu eigi, eftir að hafa samþykt það í nokkrum uppköstum, snúast með Skúla, eins og rella á hjalli, og reyna að setja önnur orðí staðinn, og nú lítur svo út sem »NI.» vilji, að þingið í vetur geri þessar orðabreytingar að kappsmáli,þvert ofan í orðalagið á kröfum þjóðarinnar og blaðanna 1906 og 1907 og tillögur allra íslen?.ku millilandanefndarmannanna fram að síðustu fundum, og að síðustu ofan í tillögur mikils meiri hluta al- þingiskjósenda á Akureyri nú í vetur. Mjögerhættvið, aðallir samningaríslend- inga við Dani fari að ganga tregt, ef alt af er verið að hringla með oiðalagið á kröfum vorum, eins og ritstjóri »N1.« gerir og vill láta aðra gera. Peir þyrftu þá mest að hugsa um að reikna út snúningshraða orðalagshringlaranna og veltihraða «NIs.« Það eru því ósannindi hjá «Nl.«,að ísl. nefndarmenm'ruir 6 hafi greitt at- kvæði gegn því, að ísland ætti að vera fullvalda ríki, en þeir greiddu atkvæði gegn því, að í ótíma væri grautað í orðalagi uppkastsins, með því að hafa skifti á orðunum: «ísland er frjálst og sjálfstætt land,» og orðunum: «ís- land er frjálst og fullveðja ríki.» «NorðurI.» skrökvar því vísvitandi eða af heimsku sinni, að nefndarmenn- irnir 6 hafi greitt atkvæði með því að ís- land skyldi vera hluti úr dönsku ríkis- heildinni [orkað gæti það tvímælis, að hér sé rétt þýtt hjá >Landinu«]. Þeir féllust á, að ísland væri í ríkjasambandi við Danmörku. Og bæði löndin í þessu sambandi nefna íslenzku nefndarmenn- "> «veldiDanakonungs«,en þeir dönsku «<Iet samlede danske Rige»,og þetta félst Skúli á með hinum nefndarmönnunum 18. apríl, þótt hann síðar gengi frá því, þegar hann fór að breyta orðunum frjálst og sjálfstætt land. Þetta sýnir, eins ogmargt annað, hina bjánalegu fram- komu <Nls.« gagnvart nefndinni. [Framh] Sýslufundur Skagfirðinga var haldinn á Sauðárkrók 25.-30. f. m. Þetta gjörðist meðal annars á fund- inum: 1. Sunákensla. Veittar voru 120 kr. ti! sundkenslu í sýslunni á næstkomandi vori, gegn jöfnu framlagi úr landssjóði, og voru 30 kr. af því fé veittar til að stand- ast kostnað við sundkenslu í köld- um sundpolli í Viðvíkurhreppi. 3. Mælt með umsóknum frá Birni óð- alsbónda Péturssyni á Hafsteinsstöð- um og Magnúsi hreppstjóra Qísla- syni, á Frostastöðum, um heiðurs- laun úr styrktarsjóði Kristjáns kon- ungs IX. 3. Hreppsnefnd Sauðárkrókshrepps veitt Ieyfi til 1500 kr. lántöku til að stand- ast kostnað við kaup á slökkviá- höldum. 4. Drangey. Við eyna höfðu veiðst á síðast- liðnu vori, samkvæmt skýrslu frá um- sjónarmanni eyjarinnar, samtals 86177 fuglar. 5. Fjárveitingar. Gróðrarstöð vunum á Hólum ogSauð- árkróki var veittur 100 kr. styrkur hvorri um sig; tii unglingaskóla í Vík í Staðarhreppi var veittur200 kr. styrkur. Til talsímalagningar að Hólum í Hjaltadal 300 kr. styrkur; til talsíma- stöðvarhalds á Sauðárkrók 100 kr.; til sýslubókasafns 100 kr.; til sjúkra- hússins á Sauðárkróki 700 kr.; til nýrrar dragferju á Vesturós Héraðs- vatna 1000 kr.; til brúarbyggingar á Grafará 1000 kr.; til brúarbygg- ar á Kolku 400 kr.; til aðgerða á ýmsum stöðum í sýslunni 1000 kr. 6. Símalagning til Siglufjarðar. Um það mál var samþykt svohljóð- andi tillaga. «SýsIunefndin felur oddvita sínum og alþingismönnum kjördæmisins að skora á landsstjórnina og alþingi að hlutast til um, að símaáima verði lögð frá Vatnsieysu til Siglufjarðar um Kolkuós, Hofsós, Fell og Haga- nesvík, þegar full vissa er fengin um það, að svo mikið fé fáist til fyrir- tækis þessa annarstaðar frá, að ekki þurfi að verja til þess af sýslusjóði meira fé en alt að 2000 kr„ er veita megi, ef fyrirtækið nær sam- þykki fjárveitingarvaldsins.» 7. Samþykt að fara þess á ,Ieit við landsstjórnina að láta verkfræðing landsins Þorvald Krabbe skoða á næstkomandi sumri höfnina á Sauð- árkrók, og láta uppi skoðun sína um hvað hentast og viðráðanlegast væri að gjöra til þess að bæta höfnina þar. 8. Samþykt að fara þess á leit við þing og stjórn, að tekinn verði upp á næstu fjárlög kostnaður við flutn- ingabraut frá Sauðárkrók fram Skaga- fjörð. 9. Sýslusjóðsgjald 1909ákveðið 5400 kr. Alþingi. Talsímafréttir til Norðra. Reykjavík 16. febrúar 1909. Dr Valtýr Guðmundsson fa/Iinn. Nefnd sú er kosin var til þess að koma með tillögu um, hvort kosning Váltýs bæri að úrskurða löglega, kom fram fram með tillögu sína í dag. — Meiri hluti hennar, þeir Kr. Jónsson, Lárus Bjarnason og Jón Magnússon, lagði til að kosningin yrði samþykt; hinir tveir, að hún yrði úrskurðuð ógild. Atkvæðagreiðslan fór svo, að kosn- ingin var úrskurðuð ógild með 20 at- kvæðum gegn 17. Sigurður Sigurðsson greiddi ekki atkvæði. Með frumvarpsmönnum greiddu at- kvæði þeir Kr. Jónsson háyfirdómari og Ólafur Briem. Skrifstofustjóri alþingis er Einar Hjör- leifsson. Reykjavík, 17. febrúar 1909. Stjórn arfrum vörp. Pessi frumvörp hefir stjórnin lagt-fyr- ir þingið: Neðrl deild. 1. Frv. til fjárlaga fyrir næsta fjárhags- tímabil. 2.-3. Frv. til fjáraukalaga. 4. — um landsreikninga. 5. — til sambandslaga Danm. og íslands (óbreytt), 6- — til stjórnarskrárbreytinga. 7, — um stofnun varabiskupsem- — bættis. 8. — um tollhækkun á áfengi - o. fl. Efri delld. 1. Frv. til Iaga um stofnun háskóla. 2. — um laun háskólakennara. 3. — um breyting á launum sókn- arpresta. 4. — um stofnun vátryggingarsjóðs fyrir fiskiskip. 5. — til laga um ellistyrk. 6. — um stofnun byggingarsjóðs og um sölu á Arnarhólslóð. 7. — um dánarskýrslur. 8. — til laga um fiskimat. 9. — um meðferð skóga og kjarrs og friðun á lyngi. Nefndakosningar. Neðri deild. Fjárlaganefnd. Björn Sigfússon, Jón í Múla, Skúli Thoroddsen, Björn Jónsson', Sigurður Sigurðsson, Pétur Jónsson, Eggert Páls- son. Efri deild. Háskólamálsnefnd. Ari Jónsson, Jens Pálsson, Sigurður Hjörleifsson, Lárus Bjarnason, Stefán Stefánsson skólameistari. Fjárhagurinn. Um leið og ráðherra lagði fjárlagafrum- varpið fyrir þingið, skýrði hann allítar- lega frá fjárhag landsins um þau 5 ár, é hann herir verfð vlð sfjörn.

x

Norðri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðri
https://timarit.is/publication/201

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.