Norðri - 25.02.1909, Blaðsíða 3

Norðri - 25.02.1909, Blaðsíða 3
31 tíÖRÐRI. NR, 8 lendingar eru [þannig staddir að þegar Þjóðverjar byggja herskip, verða þeir líka að gjöra það, hverja skoðun sem stjórn þeirra annars hefir á herbúnaðinum; þessvegna eru Englendingar nú að ráð- gjöra að auka flota sinn að miklurn mun. JafnvelFrakkar eru næstum neydd- ir til að auka herbúnað sinn, þegar Rjóðverjar gjöra það; með áhyggju hugsa þeir til þess, að Þjóðverjar eigi meiri flota en þeir, og því verða þeir að auka flota sinn; og þegar herlið Pjóðverja fjölgar svo, að Frakkar geta alls ekki fylgt þeim, þá verða þeir að eignast fleiri fallbyssur en Rjóðverjar: Fé hafa þeir til þess, og jafnvel Jaures beygir sig fyrir nauðsyninni og sam- þykkir aukningu stórskotaliðsins. Rússar verja stórfé til að koma her- málum sínum í lag eftir ósigrana. A Austurríki og Ungverjalandi þarf aukinn herbúnað vegna óeirðanna á Balkan- skaganum. ítalir hervæðast gegn sam- bandsþjóð sinni, Austurríkismönnum. Japanir og Bandamenn verða að hafa gát hverir á öðrum, og auk þess þurfa Japanir að hafa gát bæði á Rússum og Kínverjum. Afleiðingin af þessu er, að öll stórveldin hervæðast, og smá ríkin sýkjast af þeim, bæði þau, sem dálitla ástæðu hafa til að herbúast, og hin, sem enga skynsamlega ástæðu hafa til þess. Af þessu leiðir aftur, að víða er tekjuhalli á fjárhagsáætlunum ríkjanna. A Rússlandi er tekjuhallinn stórkostleg- ur, lítið minni á Rýzkalandi, á Austur- ríki og Ungverjalandi er ástandið einnig slæmt. Hjá Frökkum var árið sem leið töluverður tekjuhalli, og á Englandi, þar, sem frjálslyndu stjórninn hafði hepnast að borga töluverðan hluta af ríkisskuldum, sem landið komst í við Búastríðið, er nú aftur útlit fyrir tekju- halla. En jafnvel ógengdin í herbúnaði gefur dálitla von um betri daga. Eng- landsstjórn hefir á árinu sem leið, lát- ið það ótvírætt í Ijósi að hún væri fús á að taka til athugunar iækkun á her- kosnaði. Á þingi Rjóðverja hafa heyrst raddir í sömu átt, og Frakkar eru fúsir til þess. Þetta er þýðingarmesta málið, af öllum þeim, sem nú sem stendur liggja fyrir til úrlausnar. Mörgum mun þykja ólíklegt að úr því verði leyst, en það kemur samt fyrir við og við að sannieikurinn sigrar bæði erfikenningarog kæruleysi, og enginn ætti að neita því, að hinn mikli peningaskortur geti neytt stór- veldin til að láta sér segjast í þessu mál, fyr en nokkurn varir........... Ný alþingiskosning á Seyðisfirði. (Símtal frá Seyðisfirði 20. febrúar 1909.) Hún er ákveðin 9. marz. — Dr. Valtýr Quðmundsson kom til Seyðisfjarðar með s/s Ceres síðastliðna nótt, Qekk hann fremur niðurlútur, þegar hann kom fyrst í land og virðist honum eigi hafa orðið svefnsamt á leiðinni. Ráðherrasvipur- inn, sem á honum var, er hann var hér síðast, var horfinn að mestu, en káp- una bar hann á báðum öxlum nú eins og þá. Brátt var honum sagt, að vinur hans, sálusorgarinn, væri einnig fallinn, og að nýjar kosningar æftu að fara fram 9. marz á Seyðisfirði. Breytti þá skyndilega um yfirbragð doktorsins og skein nú ásjóna hans sem tungl í fyllingu. — Lýsti hann því þegar yfir, að hann byði sig fram við næstu kosningar. Hefir hann síðan átt tal við flesta kjósendur bæjar- ins, að sögn, en ennþá hefir hann eng- an þann fyrir hitt, sem hann eigi hefir verið sammála í pólitík. Verði nokkrum á að láta í Ijós efa um það, að þctta sé í raun og veru sannfæring doktorsins, bendir hann þeim ýmist á umræður sínar í «Félagi íslenzkra stúdenta* í K.höfn í sumar, yfirlýsingar sínar við síðustu þingkosningar, greinar sínarí »ísaf«,eða ræður sínará þingmála- fundinum hérsíðast, og hefir enginn kjós- andihér þá skoðun á sambandmálinu.að eigi geti eitthvað af því, sem doktorinn hefir sagt opinberlega um málið, sam- rýmst henni. Séra Björn hefir einnig lýst því yfir, að hann bjóði sig fram aftur. — Drottinn náði Seyðfirðinga. — Alþingi. Talsímafréttir til Norðra. Reykjavík 20. febrúar 1909 Nefnd í sambandsmálið var kosin í dag. Nefndina skipa þessir 9 menn. . Jóhannes Jóhannesson, Jón Magnússon, Jón Ólafsson, Björn Jónsson, Bjarni Jónsson, Skúli Thoroddson, Jón Rorkelsson, Ólafur Briem, Sigurður Gunnarsson. I>eir 7 vitringar, sem greiddu atkvæði með því, að séra Björn Porláksson vœri löglega kosinn þingmaður, voru þessir: Benedikt Sveisson, Jón Þorkelsson, Bjarni Jónsson, Hannes Rorsteinsson, Skúli Thoroddsen, Jens Pálsson, Sigurður Hjörleifsson. Reykjavík 24. febrúar 1909. Vantraustsyfirlýsing. Á laugardaginn er var, lögðu frum- varpsandstæðingar fyrir neðri deild al- þingis vantraustsyfirlýsingu til ráðherr- ans. Undirritað hana höfðu þeir Skúli Thoroddsen, Bjarni Jónsson, Björn Jóns- son, Sigurður Gunnarsson og Ólafur Briem. Pessi vantraustsyfirlýsing var á dagskrá neðri deildar í gær allan daginn, meðan þingfundur var, frá kl. 12 til 3 og frá 5 til 10. Allir frumvarpsmenn í deild- inni töluðu gegn henni, en"fyrir'henni töluðu einkum þeir Björn Jónsson og Skúli Thoroddsen. — Meðal annars atyrti Sk. Th. ráðherrann fyrir það, að hann hefði ekki vikið úr völdum þeg- ar eftir kosningarnar, en því svaraði ráð- herran á þá leið, að hann hefði leitað fyrir sér hjá helztu mönnum frumvarps- andstæðinga, um það, hvaða mann þeir vildu hafa í ráð’nerrasætið eftir sig, en aldrei fengið nein ákveðin svör, enda væri það eigi undarlegt, þar eð meiri hlutinn hefði eigi enn þann dag í dag komið sér saman um ráðherraefni. — Pá taldi Sk. Th. það hina mestu goð- gá af ráðherranum að víkja Bjarnajóns- syni frá kennarastörfum við hinn almenna mentaskóla, en því svaraði ráðherrann á þá leið, að þá hefði verið full ástæða til þess að bregða sér um gjörræði ef hann hefði eigi gert það, þar eð bæði yfirstjórn skólans og allir kennararnir við hann hefðu lagt það til og enda krafizt þess. Gæti meirihlutinn fengið að sjá öll skjöl þessa máls í stjórnarráðinu, og væri varlegra fyrir |>á að dæma ekki um það, fyr en þeir hefðu kynt sér þau. Umræðunum var slitið kl. 9 í gær- kveldi og var þá gengið til atkvæða um vantraustsyfirlýsingnna. Var hún sam- þykt með 15 atkv. gegn 8. Ráðherrann greiddi auðvitað ekki atkvæði. Björn Jónsson lýsti því yfir, að van- transtsyfirlýsingin mundi fá fá meiri hluta atkvæða í efri deild. Ráðherrann kvað ó- þarfa að bera hana undir þá deiid, því að hann mundi þegar í stað víkja úr völdum. Ráðherraefni? Fullyrt er, að meiri hlutinn hafi enn þá ekki getað komið sér saman um ráðherraefnið. Hann sat á flokksfundi fram á nótt f gærkvöld og í morgun, og segja nýustu fregnir, að sá eínn sé árangurinn orðinn, að hvorki Kr. Jóns- son háyfirdómari né Hannes Porsteins- son muni hljóta tignina. Ástæðan til þess, að háyfirdómarinn verður ekki ráðherra að þessu sinni, er ekki sú, að hann hafi skorazt undan að takast þann vanda á hendur, heldur er það vegna þess, að meirihlutinn vill ekki hafa hann, treystir honum eigi til þess að halda þá braut, er flokkurinn ætlar sér að fara. Hannes Porsteinsson hefir aðeins haft fylgi landvarnarmanna á þinginu, en þeir hafa verið ofurliði bornir. Þingstörf öll ganga mjög seint. Nefndirnar, er kosnar voru í þingbyrjun í stærstu mál- in, hafa lítið eða ekkert starfað til þessa. Meiri hlutinn ver öllum tímanum til þess að koina ráðherranum frá völdum og þrefa um ráðherraefni. Stjórnarskrárbreytingin. Aðalefni stjórnarfrumvarpsins er það að koma stjórnarskránni í samræmi við sambandslögin, ef að þau hefðu orðið samþykt. Auk þess er lagt til að afnema kon- ungkjörna alþingismenn, og að alt land- ið kjósi efrideildar þingmennina, með hlutfallskosningu. Aldurstakmark kjör- gengis og kosningarréttar er 40 ár. Einnig er lagt til, að konum megi veita kosnigarrétt með einföldum lögum, en til þessþarf nú stjórnarskrárbreytingu. Við þetta frumvarp hvað vera vænt- anleg breytingartillaga, þess efnis, að kjörtímabil efri deildar verði lengra en 6 ár, eins og nú er, en því gerir stjórn- arskrárfrumvarpið ráð fyrir.” Reykjavík 25. febr. kl. 9. f. h. Björn Jónsson ritstjóri ráðherraefni. Á flokksfundi meiri hlutans í gærkvöld var það loks ákveðið að mæla með því að Björnjónsson ritstjóri verði ráðherra. „Það er fagur fyrir- boði frelsisins á ýsu- roði“. Steinolíuföt hreln, kaupir hæsta verði eins og að undanförnu, verzlun J. V. Havsteen Oddeyri. 16 ætlaði ekki að sitja hangandi yfir vinnunni. Hann vildi vera þar með sem verzlað væri, sjá peningana koma upp úr vel geymdum vösum, og sópa þeim ofan í skúffu svo að hringlaði í. Samt sem áður var nú alt of skrautlegt fyrir hann uppi í aðalgötunum — enn þá; hann fór því ofan í bæinn, og þegar hann sá þar aldurhniginn náunga aleinan í búðinni sinni, fór hann inn til hans, og spurði formálalaust, hvort hann þyrfti ekki að taka dreng ? Nei, svaraði maðurinn, og Ieit upp frá blaðinu. en þegar Törres ætlaði að fara án þess að láta í Ijósi nokkur vonbrigði, kom hreyfingá kaupmanninn. Pú ert ofan úr sveit ? — alveg nýkominn ? — ertu sterkur ? O, já — nokkurn veginn, svaraði Törres dræmt. Flann hafði fengið tíma til að líta í kringum sig, og sa strax, að sterkur drengur í svona verzlun mundi helzt fá að sýsla við síld og tjörutunnur niður við sjóhúsið ; og það var ekki það, sem hann vildi. En kaupmanninn aftur á mótí var farið að langa töluvert í strákinn. Nú sem stendur hefi eg ekki neina þörf fyrir dreng, sagði hann. Já, en það yrði að vera strax, sagði Tðrres. 13 Pað var þó ekki vegna fegurðar hennar.—Törres hafði varla séð framan í hana, það var heldur ekki vegna þess hvað hún var skrautlega klædd, heldur vegna sniðsins! — að það skyldi vera hægt að fá kvenmann til að lita þannig út, það fanst honum framúrskarandi meistaraverk. Törres hafði séð stúlkur áður, — bæði klæddar og óklæddar; en slíkt hafði hann aldrei grunað. Og í hvert skifti, sem hann mætti kvenmanni eftir það, var eins og það færi um hann einhver titringur, hann glápti á þær, en honum fanst engin þeirra á við þá fyrstu, hann tók ekki ofan eftir það. Áður en hádegi var komið var Törres orðinn svo kunnugur í bænum, að hann vissi hvar umférð- in var mest. Litlu og þröngu göturnar var hann ekki lengi að skoða, en í aðalgötunum, þar sem húsin voru steinlímd, með geysistórum einrúðugluggum, sem voru eins gagnsæir og loftið sjálft, en samt sem áður ágætis speglar. — Par slangraði Törres aftur og fram tímunum saman. Skrautlegasta verzlunin í bænum var kend við Brandt. Pað var verzlun fyrir kvenfólkið, með sauma- stofu og klæðaprófsherbergi. En frá fyrri tfmum var ennþáverzlað með te, kaffi og vindla, sem var haft til sýnis í sérstökum glugga, sem gluggaskýlur og tjöld vom (Iregin fyrir,

x

Norðri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðri
https://timarit.is/publication/201

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.