Norðri


Norðri - 04.03.1909, Qupperneq 1

Norðri - 04.03.1909, Qupperneq 1
IV, 9. Ritstjóri: BJÖRN LINDAL Brekkugata 19. Akureyri, Fimtudaginn 4, marz. 1909. Til minnis. Bæjarfógetaskrifstofan opin kl. 10—2, 4—7 Bæjarsjóður, Lækjargötu 2, mánud. mið- vikud. og Iaugardaga kl. 4—6 Kitsímastöðin virka daga 8 f. h. til 9 e. h. helga daga 8—11 og 4—6 Bókasafnið, þriðjud.. fimtud. og laugard. 5—8. Sunnudögum 10—11 og 4—8. l’ósthúsið 9—2 og 4—7. IJtbú Islandsbanka 11—2 Utbú Landsbankans 11—12. Stúkan Akureyri fundad. þriðjud.kv. kl. 8. Brynja miðvikudagskvöld kl. 8. Isafold Fjallkonan sunnudagskv. kl. 4. Trúföst mánudagskv. kl. 8. Vantraust. Afreksverk meiri hluta neðri deildar alþingis 23. f. m. mun lengi í minnum haft verða hér í landi. Lað er í frásög- ur færandi og vert athugunar, að fyrsti ráðherra íslands, sem búsettur hefir ver- ið í landinu, og haft það eitt ráðherra- starf með höndum, skuli hafa orðið fyr- ir slíkri meðferð. Hér skal eigi um það dæmt hvort Hannes Hafstein hafi til þess unnið eða ekki, að mikill meiri hluti löggjafarfulltrúa þjóðarinnar lýsi yfir vantrausti sínu á honum í ráðherra- sætinu. Um slíkt er árangurslaust að þrátta, eins og nú standa sakir. Vér sem hingað til höfum verið sannfærðir um það, að færara og betra manni hefðum vér eigi áað skipa, til þess að gegna þessu vandasama starfi, erum jafn sannfærðir um það enn þann dag í dag. Þeirri sannfæringu geta engar vantraustsyfir- lýsingar haggað. Vér höfum verið sjónar og heyrnar- vottar að því, allan þann tíma, sem hann hefir gegnt ráðherrastörfum, að nokkúr hluti þjóðarinnar, með allmörg af blöðum landsins í broddi fylk- ingar, hefir leitast við af fremsta megni að gera honum alt til skammar og skap- raunar, sem unt hefir verið. Öll ráðherraverk hans undantekninga- laust hafa verið lögð út á verri veg. Honum hefir verið brugðið um flesta þá lesti, er mann í slíkri stöðu mega óprýða, jafnvel um það, að hann sæti á svikráðum við föðurlandið. Lví hefir verið haldið fram, að hann hafi stofn- að fjárhag landsins í voða, til þess að þjóðin þyrfti að leita á náðir Dana um peningalán, og þetta hefði hann gert í þeim tilgangi, að þá væri hægra að ofurselja þeim frelsi ogsjálfstæði lands- ins. Séu þessar sakir sannar, þá er þessi vantraustsyfirlýsing harla léttvæg, í samanburði við þá hegningu, er hann hefir til unnið. Eru þessir föðurlands- vinir og frelsishetjur, er nú eru í meiri hluta á þingi, þær rolur og lítilmenni, að þær láti sér nægja að hegna föð- urlandssvikurum með einni vandræða- legri vantraustsyfirlýsingu? Hversvegna draga þeir ekki Hannes Hafstein ^yrir landsdóminn, ef þeir eru sannfærðir um, að hann hafi gert sig sekan um slíka hluti ? Hvers vegna skyrpa þeir ekki í andlit honum og slá hann, hver eftir annan og dæma hann þvt næst til húð- strýkingar og krossfestingar? fJá væri þó fremnr von til þess, að einhverjir af oss Iiinum, er hingaðti! höfum hald- ið hatin saklausan af öllum slíkum glæp- um, kynnum að geta trúað því, að þessir menn séu þó sannfærðir um sekt hans, en hafiekki víseitand logið á hann slíkum sökum. Nei, vantraustsyfirlýsingin sannfærir oss jafnlítið og allttr sá óhrc'ður, er bor- inn hefir verið á Hannes Hafstein til þessa. Og vér sannfærumst eigi um það að vér eigum völ á færara og betra manui til ráðherrastarfsins, fyr en sá eða þeir ráðherrar, sem nú taka við, sýna það í verkinu að þeir vinni landinu meira gagn og heiður en hann hefir gert. — Framkoma ráðherrans í sambandsmál- inu er talin höfuðástæðan til vantrausts yfirlýsittgarinnar. Vantrausti á ráðherranum er því eigi aðeins lýstyfir, heldttr jafnframt vantrausti á þeini 5 samverkatnönnum hans í sani- bandslaganefndinni, er haldið hafa fram sama máli og hann, og öllum þeim hluta þjóðarinnar, er fylgt hefir þessum mönnum að málutn. Pótt gert sé ráð fyrir, að ekkert ann- að en málefnið hafi hér ráðið gjörðum meiri hluta þingsins, þá er vantrausts- yfirlýsingin samt sorglegur vottur um ástandið í landinu. Ef vér frumvarpsmenn verðskuldum har.a, þá sýnir hún það og sannar, fyrst og fremst, að bæði Heimastjórnarflokkn- um og þeim flokki, eða flokkum, er nú telur meiri hluta þingsins undir mérkj- um sínum, hafa verið rnjög mislagðar hendur í vali þeirra manna, er falið var hið vandasamasta starf, er nokkrum ís- lendingum hefir nokkurn tíma verið fal- ið, eða að minsta kosti um margarald- ir. Og jafnframt er það sannað, að næst- um ailir þeir menn, er gegna mestu virðingar og vandastörfum í landinu eru annað hvort svo skyni skropnir að þeir kunna ekki greinarmun góðs og ills, eða þeir berjast fyrir illu mál gegn betri vitund. Fjöldi þeirra manna, er hingað til hafa verið taldir beztu og vitrustu menn landsins eru þá annað- hvort heimskingjar eða illmenni eða hvorutveggja, og þetta sýnir aftur það, að hingað til hefi#þjóðin annað hvort ekki borið gæfu eða vitsmuni til þess að velja þá menn í slíkar stöður, er treysta mætti eða hún er gersamlega snauð af slíkum mönnum. Hvortveggja gengur næst dauðadóm yfir hinni ís- ensku þjóð.— En sé þessu vantrausti að ósekjtt yf- ir lýst, þá er það enn þá eitt dæmi þeirrar ógæfu, eroft hefir áður hent hina íslenzku þjóð, að launa mestu óþakk- læti, það sem bezt hefir verið gert henni til lianda og fara verst tneð þá menn, er leitast hafa við að vinna hentii mest gagn og heiður. F*á er þroski hennar enn þá ekki meiri en það, að hún læt- ur óhlutvanda menn æsa sig til hermdar- verka og hafa sig að leiksoppi til þess að nokkrir misindismenn geti í skjóll hennar svalað meðfæddri óvild sinni á sér betri mönnum, og persónulegu hatri á þeim manni, setn nokkur ár hefir verið fyrirætluinun þeirra mestur þröskuldur í regi, sakir þess að kaun hefir svo ntilda og marga vfirburði yfir þá, að þeim var um megn að ryðja honum úr veg- inum með heiðarlegum vopnum. það er niðja vorra um ókomnar ald- ir að dæma þetta mál. Þess dóms bíð- um vér frumvarpsmenn öruggir og ótta- lattsir, treystandi því, að hatin verði réttur og að þá verði engum blekk- singum við kornið. — Og þess vildum vér óska, að þeir menn, er mest hafa barist fytir þessari vantraustsyfirlýsingu mættu þá líta upp úr gröf sinni til þess að heyra dótn þeirra niðja sinna, er þeir nú þykjast vera að vinna þarft verk, um orð og gjörðir meiri hluta alþing- is 1909. % B. L. Alþing. Talsímafréttir til Norðra. Fregnmiði ,Norðra‘ Talsíntafregn frá Seyðisfirði 28. febr. 1909. Blaðinu „Austra” á Seyðisfirði hefir verið símað frá Kaupmanna- höfn í dag, að konungur hafí sam- þykt lausnarbeiðni ráðherrans, og jafnframt boðað þá Björn Jönsson ritstjóra, Hannes Horsteinsson rit- stjóra og Kristján Jónsson háyfir- dómara á sinn fund, svo fljótt, sem auðið verður, til þess að tala við þá um hinar pólitísku horfur. Konungur hefir boðið ráðherra Hannesi Hafstein að gegna ráð- herrastörfum þar til hinn nýi ráð- herra verður útnefndur. Reykjavtk 2. marz. Jón þorkelsson, þingtnaður Reykvík- inga ætlar að Ieggja fram í neðri deild í dag lagafrumvarp þess efnis, að örð- inu «land» í ýmsum lögum verði breytt í «ríki», Landsbankinn á t. d. að heita ríkisbanki, landsbókasafnið ríkisbókasafn, landsskjalasafnið ríkisskjalasafn og lands- skjalavörðurinn rikisskjalavörður. Ein- hver gamansamur þingmaður kvað hafa í huga að koma fram með viðauka til- lögu um j.»að, að ísland verði hér eftir kallað Ísríki. * * * Aths. Retta lagafrumvarp er álíka viturlegt og flest annað, sem meiri hluti þingsins leyfir sér að koma fram með á þinginu, Hér er byrjað á strompin- um, eins og vant hefir verið utn Land- varnarmenn, þegar þeir hafa tekið sér fyrir hendur að byggja eitthvað. Er það að því leyti skynsamleg byggingaraðferð, að þá er altaf hægt að hleypa út vind- inujn og reyknum, þegar mönnum ligg- ur við að springa af vindgangi eða að kafna í moldreyk, En varanlagra þykir þó flestum til frambúðar, að byrjað -sé á undirstöðunni. Hér hefði því oss hin- um, er höldum oss við jörðina, þótt skynsamlegra að fá því fyrst framgengt að ísland yrði með lögum viðurkent »ríki« áður en farið yrði að hnýta því orði framan við opinbe^ar stofnanir og starfsmenn, í staðinn fyrir orðið «land.» Sennilega verður ráðherraefnið, Björn Jónssonísafoldarritstjóri meðmæltur þess- um orðabreytingum, einkum ef orðinu tandráð í hegningarlögunum verður jafn- framt breytt í rtkisráð. Reykjavík 3. marz. 1909. Þingstörfin ganga svo seint og illa enn þá, að eng- in af þeim nefndum, er kosnar voru í neðri deild í þingbyrjun, í ýms mál, hafa enn þá komið með nefndarálit sín í deildina. I gær voru engin mál á dagskrá í deildinni, af þessum ástæðum, og þess- vegna enginn þingfundur. í dag var til umræðu eitt lítilfjörlegt mál ofan frá efri deild en á morgun verður enginn þingfundur. «k * Ath. Ress munu engin dæmi í sögu þings- ins að jafn litlu hafi verið afkastað á jafn löngum tíma. Eru mestar líkur til þess að meiri hlutinn byrji sparnaðar- pólitík sína með því að gera það ó- hjákvæmilegt, að lengja verði þingtím- ann, til þess að fjárlögin og önnur nauðynlegustu mál komist í gegnum þingið. Getur sá aukakostnaður hæg- lega numið 10,000 kr. ogjafnvel miklu meira. En þetta er ekki verra én við mátti búast, sé ekki bæði augum og eyrum lokað fyrir því, sem fram hefir farið og fram fer á degi hverjum í þeim flokki, sem nú er í meiri hluta á þing- inu. Sundrung í frumvarps- andstæðingum. >Pjóðviljinn» flutti í gær all-langa grein út af tillögu meiri hlutans um það, að Björn Jónsson verði útnefndur ráðherra. Lætur blaðið ótvírætt í Ijós vonbrigði Skúla Thoroddsens yfir þessum úrslit- um, og þykir hann hafa mest til mat- arins unnið, þar sem hann hafi verið fyrsti frömuður mótstöðunnar gegn sambandslagafrumvarpinu; þykir því Björn Jónsson miðlungi vel að því kom- inn áð hljóta tignina og er talsvertharð- ort f hans garð, og þeirra manna, er honum fylgja að málum. Er alb'tarlega skýrt frá því, sem gersthefir á flokks- fundum þeirra síðan í þingbyrjun. Fyrst þegar gengið var til atkvæða utn ráð- herraefni, fékk Björn Jónsson 9, Kr. Jóns- son 6, Skúli Thoroddsen 6 og Hannes Rorsteisson 3. Nokkru seinna, þegar aftur var gengið til atkvæða, fékk Björn Jónsson 15 atkvæði Sk. Th. 8 og Hann- es Rorsteinsson 1. Kristján Jónsson var þágenginn úr spilinu. Aihs. Blað þetta er, eins og kunnugt er, eign Skúla Thoroddsens og ritstjóri þess [Framh. á 4, stðn.]

x

Norðri

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðri
https://timarit.is/publication/201

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.