Norðri


Norðri - 04.03.1909, Qupperneq 4

Norðri - 04.03.1909, Qupperneq 4
36 NORÐRI. NR. 9 er hann sjálfur, þótt annar maður beri það nafn stundum. Sýnir þetta bezt og sannar, hvað hann hefir ætlað sér, þeg- ar hann skarst úr leik með hinum nefnd- armönnunum í síðasta augnabliki. Og jafnframt er það enn þá ein sönnunin fyrir þvi, hvað meiri hlutinn á þessu þingi er að berjast um og fyrir. Meðan hann var að koma Hannesi Hafstein úr ráðherrasætinu var hann allur sam- mála, en þegar leggja skai til, hver ráð- herra verði, er hver höndin upp á móti annari. Petta eru sömu mennirnir, sem margsinnis hafa brugðið Hannesi Haf- stein um valdafýkn og fullyrt hafa að hann metti það meira að «hanga við völdin« heldur en heill og heiður þjóð- arinnar. Eru engin takmörk fyrir því, sem foringjar meiri hlutans leyfa sér að gera, án þess að skammast sín fyrir það opinberlega? Tollhœkkunarfrumvarpið hefir verið samþykt í neðri deild og er nú komið upp í efri deild. Samkvæmt því á tollhækkunin aðnátil ailra vínfanga, sem flutt hafa verið iun í landið síðan 24. febr. þ. á. Utanstefnan. Þann 1. þ. m. héldu frumvarpsandstæð- ingar fiokksfund til þess að ræða um boðskap konungs til þingsforsetanna þriggja, um utanför. Jón Rorkelsson iagði tii að þeir neituðu aliir förinnrog vitnaði í ' »Gamla sáttmála>: «utan- stefnur viljum vér engar hafa.« En sú tillaga var feld. Rá var borin upp til - laga um að Björn Jónssou færi einn saman, en hún var Iíka feld. Loks var það samþykt, að þeir skyldu allir þrír fara, en ekki fyr en 20. marz. Mun það hafa ráðið mestu um þessa samþykt, að atkvæði írumvarpsmanna og frumvarps- andstæðinga verða jafnmörg í efri deild ef forsetinn, Kr. Jónsson háyfirdómari fer og varaforsetinn sr. Sigurður Stefáns- son tekur við forsetastörfum. Reykjavík 4. marz. Meiri hluti þingsins hefir farið fram á það við ráðherrann, að þingfundum verði frestað, meðan forsetarnir eru í utanför sinni. Minni hlutinn berst á móti þessu af alefli, því að slíkt mundi baka landinu gífurlegan kostnað, alger- lega að óþörfu. Hefir minni hlutinn bent meiri hlutanum á það, að varafor- seti efri deildar geti sagt af sér forseta- störfum, og þá sé þeim innan handar að kjósa forsetann úr flokki frumvarpsmanna, og þá hefir meiri hlutinn 7 atkvæði móti 5 í efri deild. En frumvarpsandstæðing- ar sitja fastir við sinn keip. — Pykir þeim þjóðin líklega ekki of góð til þess Góð og ódfr vara. Hagsýnir kaupmenn kaupa alls konar sápu og kerti hjá G. Gíslasson & Hey í Leith, því að þeir hafa söluumboð fyir hinar nafnkendu verksmiðjur Ogoton & Tennants í Aberdeen og Glasgow, sem stofnaðar vöru árið 1720. og hafa þær því rekið iðn sína næstum 200 ár og jafnan staðið fremstarí flokki þessar atvinnu- greinar. Gæði sápunnar standast alla samkeppni. Vörumerki verksmiðjanna „BALMORAL” er full trygging er fyrir því að »góð vara er jafnan ódýrust« Verðlistar sendast þeim kaupmönnum, er óska þeirra, frá skrifstofu umboðshafandanna í Reykjavík, sem einnig hafa þar sýnis- horn af vörunum. að borga nokkur þúsund krónur fyrir það, að þeir geti hvilt sig í nokkrar vikur eftir öll þau þrekvirki, sem þeir hafa unnið í þarfir föðurlandsins, síðan þing byrjaði, og geti svo byrjað aftur með endurnýjuðum kröftum á því að að halda flokksfundi og rífast um ráð- herraefnið, ef svo skyldi fara, að kon- ungi þætti Birni Jónssyni hæfa betur að halda áfram ritstjórn ísafoldar, heldur en gegna ráðherrastörfum. Séra Sigurður Gunnarsson svaraði Pjóðvíljagreininni í ísafold í gær, og Ieitast við að hnekkja frásögn Pjóð- viljans um það, sem gerst hefir bak við tjöldin hjá meiri hlutanum. Ber hann Sk. Th. á brýn málæði og brot á þeirri þagnarskyldu, sem flokkurinn hafi und- ir gengist, og er yfirleitt tatsvert gram- ur í garð Skúla. Prestaskólinn. Fyrsta kennaraembætti við hann erveitt séra Eiríki Briem, er verið hefir annar kennari um mörg ár. Sighvatur Bjarnason bankastjóri kom hingað til bæjarins með gls »EIjan» í gærkvöld, og dvelur hér nokkra daga til þess að yfirlíta reikninga og hag útibús íslandsbanka. Skipafregnir. Fiskiskipið«Victor«, eitt af þeimnorsku skipum, er skrásett voru hér síðastliðið sumar, kom hingað frá Noregi á föstu- daginn er var og fór samdægurs til ísa- fjarðar. »Eljan» kom hingað í gærkvöldi, Far- þegar: P. Houeland afgreiðslumaður, MöIIer agent og Sigurður kaupfélags- stjóri Sigfússon á Húsavík. Fiskiskipið «Samson,», eign Ásgeirs Péturssonar kaupmanns, fór héðan á laugardaginn er var, áleið is til ísafjarð ar, til fisikveiða. Stauraflutningur. Þeir, sem vilja taka að sér að flytja ca. 85 rit- símastaura frá Akureyri upp á miðja Vaðlaheiði, sendi sem allra fyrst skriflegt tilboð um flutning- inn til undirritaðs. Akureyri 4. marz 1909. Gísli /. Ólafsson. stöðvarstjóri. Háttvirtum kaupmönnum f Akureyrarkaupstað tilkynnist hér með, að eg kem að öllu forfallalausu til Akureyrar með g/s «Pros- pero» þ, 10. þ. m. og dvel þar um tíma. • Óvanalega margbreyttum varningi úr að velja. Virðingarfylst. Páll Stefánsson verzlunaragent. Framkvæmdastjöri fyrir »Gufubátsfélag Norðlendinga«, og jafnframt afgreiðslumaður félagsins á Akureyri. Laun 250 kr. og 2 °/0 af árstekjum félagsins, öðrum en opinberum styrk. Ráðinn frá 15. marz til ársloka 1909. Peir, er taka vilja að sér starfa þennan sendi undirrituðum for- manni félagsins skriflegt tilboð fyrir 12. marz þ. á. Akureyri 27. febr. 1909. Guðl. Guðmundsson. UPPBOÐ. Samkvæmt ákvörðun skiftafundar í þrotabúi Hallgríms J. Austmanns verður opinbert uppboð haldið hér á skrifstofunni þann 25. marz þ. á. og þar seldar hæstbjóðendum, ef viðunanlegt boð fæst, eftirtaldar jarðeignir þrotabúsins: 1. Hallgilsstaðir í Hálshreppi. 17,i hndr. 2. Veisusel í sama hreppi 14,4 hndr. 3. Fornastaðir í sama hreppi 21,6 hndr. 4. Yztavík í Grýtubakkahreppi 16,2 hndr. allar liggjandi í Pingeyjarsýslu. Uppboðið byrjar kl. 12. á hád. nefndati dag og verða söluskilmálar og önnur skjöl viðvíkjandi eignunum til sýnis hér á skrifstofunni í tvo daga fyrir uppboðið, Við sama uppboð verða seld 13 hlutabréf Gránufélagsins. Skrifstofu Eyjafjarðarsýslu'3. tnarz 1909. Guðl. Guðmunsson. „Qnínbátsféiag Norálendínga“ — Hlutafélag, limit. — Hlutafé 16,000 krónur. «•>* Fyrir hlutum í félaginu geta menn skrifað sig hjá undirrit- aðri stjórn félagsins. — Hlutabréf verða afhent dagana 10.—15. marz þ. á. gegn borgun á upphæð þeirri, er menn hafa skrifað sig fyrir. Akureyri 25. febr. 1909. Guðl. Guðmundsson, Otto Tulinius, Sigv. Porsteinsson formaður skrifari gjaldkeri Otto fflönsteds danska smjörlíki er bezt. Prentsmiðja Björns Jónssonar.

x

Norðri

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðri
https://timarit.is/publication/201

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.