Norðri - 18.03.1909, Blaðsíða 1

Norðri - 18.03.1909, Blaðsíða 1
3«0 *o Ritstjóri: BJÖRN LINDAL Brekkugata 19. IV. 11. Akureyri, Fimtudaginn 18. marz. %Tj^% 1909. Til minnis. Bæjarfógetaskrifstofan opin kl. 10—2, 4—7 Bæjarsjóður, Lækjargötu 2, mánud. mið- vikud. og laugardaga kl. 4—6 Kitsímastöðin virka daga 8 f. h. til 9 e. h. helga daga 8—11 og 4—6 Bókasafnið, þriðjud.. fimtud. og laugard. 5—8. Sunnudögum 10—11 og 4—8. l'ósthúsið 9—2 og 4—7. Utbú Islandsbanka 11—2 Utbú Landsbankans 11—12. Stúkan Akureyri fundad. þriðjud.kv. kl. 8. Brynja miðvikudagskvöld kl. 8. Isafold Fjallkonan sunnudagskv. kl. 4. Trúföst mánudagskv. kl. 8. Gizurar ríma hryaldssonar. 8enn er hálfnuð áttunda' öld íslands konungsvalda; voðalangt er vetrarkvöld vorra syndagjalda. Það er svikul sálarfró sinna minnast daga, sé við fals og flærðaróg fléttuð öll vor saga. Hamingjan frá Haukadal hvmkyns fremd mig prýddi, enginn fegra áa-val. átti sér — eða níddi. Lengi dugði fé og frægð °g íy'gi vorra sveita, drjúgast þó mín dularslægð dylgjum menn að þreyta. Var á hvörfum hér á storð helgra laga réttur, fyrir trygðir, eið og orð: afl og svikaprettur. Enginn trúði æðri stjórn — ekki sjálfur Snorri; varð því loks að falla fórn fyrir kænsku vorri. Apavatnsins véla-eið vann eg mér til griða; af þeim fyrsta svikaseið svall mín glæpaskriða. Pó var glatt í göndlar byr — geist fór kappinn Ungi* — Þegar í grimmum steyptist styr Sturlu ofsinn þungi. Bar eg þá (ef eigi 0ft) ættartangann rauðan, þegar eg hljóp í háa loft og hlutaði Sturlu — dauðan. Rammari var mínReykhoIts för, rök þín, Skuld, eg ugði; Snorra fylgdi úr feigðarvör fleira en margUr hugði. Landið alt hið ljósa draup, lagðist djúpt hinn fróði, þegar kaldar kveljur saup ogkraup í heiftarblóði. *)KöTuelnri Arhtírssoti Oheill fylgdi upp frá því öllu voru ráði; unz eg vargur véum í varð á eigin láði. Skálaholt við helgan við heyrði'oss illa þinga, flýðu þá öll goða grið gömlu Mosfellingar. Lék eg hart við Hvítárbrú helgitáknið dýra.* Snorrason eg sveik í trú og seldi kosti rýra. Keypt eg hafði konungstraust, kúgaði sveik og gynti. Þar til loks eitt hrímkalt haust hefndin eld mér kynti. Meðan í sýru sár eg stóð, sverðog spjót migstungu hrundu niðr í heljarglóð Haukdælirnir ungu. Féllu korn af kaldri brá, — kátir djöflar hlógu — þá menn báru báli frá brjóstin hennar Gróu. Sá eg þá vor rök og ráð reynast völt í hendi, þó að lundin heiftumháð hirði minst hvar lendi. Greip eg brátt minn heiftarham, hneig þá Kolbeinn sterki. Síðan fann eg sjálfan gram saddur af styrjarverki. Saman áttum sjóli og eg sál í flestum greinum, báðir fylgdu flærðar veg fremur en vegi beinum. Þegar eg aftur kvaddi karl kættur veg og sóma kom eg út sem konungsjarl, krýndur veldisljóma. Hér var þó ei unnið alt, enn þá von á stormi. Hrafn og Sturla hugðu kalt, hætta stóð af Ormi.**) Ekki vildi' eg útlent ger yrði lýð að tjóni, engum nema einum mér unni eg valds á Fróni. Qrunsemd ill í gylfa brann, O u I 1 s k ó mér hann sendi; meiri ref en manninn þann man eg ei né kendi. Þessi einn mér véldi vit, varnaði öllum ráðum, *) Gizur sór við spón úr krossinum he'ga. **) Örmtír Orítissöti Svíriféilirigur t 1264. var þó sagt eg sýndi lit að seinka voða bráðum. Dólg minn hvern með dirfð og rausn dróg hann oss að grandi, heimti' af mér sem höfuðlausn hilmis skatt af landi. Loks var svonefnd sáttmáls skrá send að mínu ráði, hefndum mig sem frelsti frá, en frelsið sveik af láði. Ljóst var mér, að landsins rétt lofðung mundi brjóta; alt það vald í veð er sett, voldugri sem hljóta. Fregn af bréfs þess fargani fékk eg meiri og meiri bæði heima í Hvergemli og hundrað stöðum fleiri. Nú hefi eg heyrt að nokkur börn nöldri með og þrefi, segi að landsins líf og vörn liggi í þessu bréfi. Par er mannvit mörlandans tnarkað bauluklafa afsalsbréfið ísalands orðin þjóðarkrafa! Fáránleg er flónska lýðs fram úr öllum máta; vitrir menn í miðju stríðs mættu blóði gráta. Annars vegar æpa menn: «ísland konungsríki«, geip og skrum því ætla enn einfeldninga svíki. Landsins frelsi fyllri mér fáir þekkja mundu, Komið, börn, og hýrist hér hjá mér litla stundu! Segja vil eg sannleikann, samvizkuna létta. Hvað mig sjálfan sekan mann sárast beit, er þetta: Að eg hugði íslands þjóð einvaldsherra þyldi — fólk, er sjálft sig fótum tróð og frelsið aldrei skyldi; Fólk, sem handahófi af hingað barst um síðir, aldrei sá hvað auðnan gaf, og aldrei lögum hlýðir. — Land, sem eftir alda fár ærzl og mentaskrumið, fjögur hundruð eftir ár ei til hálfs var numið. AWre'í gtt eg ébilað pVí utanstjórnar klafa, vissi þó að völdin ný varð það samt að hafa.— Hlýðið nú minn úrskurð á: Enn þá drotnar skrumið, enn þá landið er að sjá engu betur numið. Framtíð góð og frelsi manns festist ei með þrefi; felið aldrei auðnu lands oftar slíku bréfi! Stundið ræktun lýðs og láðs, lýðvalds nemið siði; lægið dramb og leitið skjóls í lagaskjóli og frio'i. Ærið hafið þér innan lands yfirráða og valda — fái sáttmál sannleikans sínum réttiað halda.— Nú er saga »sáttmálans« sungin íslands vini — saga gamla glundroðans — af Gizuri Þorvaldssyni. Fyrir mína forustu flárrar stjórnariðju hlaut eg lengi húsmensku í «Hólakoti« miðju. Þar til frægir forfeður frelsi náðu karlk Nú er bezti bústaður bygður íslands jarli. M. /. Aths.: Eg nenni ekki hér að gefa skýringu á efni rímu þessarar, með því vonandi er að lesendur hennar fái bráðum í hendur Sturlungu sjálfa, sem Sig. Kristjánsson er nú að útgefa; en þeir sem kaupa »Andvara» síðasta árg.. geta þar aflað sér þess fróð- leiks um tilorðning og þýðingu hins oft- nefnda Gamla sáttmála; þar hefir höi, Björn próf. Olsen beitt öllum skarpleik sínum og nákvæmni til þess að sýna og sanna, hver- jum heilvita manni alt, sem að þessu bréfi lýtur. Hefi eg og bygt skoðanir mínar í rím- unni bezt og beinast á þessari ransókn. Því hversu fráleitt sem það kann að þykja, að svo margir skynsamir menn, og jafnvel sjálf- ur Jón Sigurðsson (að vissu leyti), hafa stutt frelsiskröfur þjóðar vorrar á þessari fornu skrá, þá má ekki því gleyma, að hvorki voru náttúruréttindi ísslands viðurkend í skiftum vorum við Danastjórn fyr en nú, né alþýðu manna kunnugt, hvílíkt vandræða- og nauðungarskjal Gamli sáttmáli var í frá upphafi. Mun enn mega þrátta um.nokkur atnði viðvíkjancti uppruna bréfsins og sögu. En tvent virðist B. M.Ólsen hafa sannað til fulls, fyrst það, að sjálfstæðt forfeðra vorra hafi nálega alt verið horfið þegar sáttmál- inn í fyrstu var skráður 1262, og það ann- að, að Gizur jarl hafi sjálfur verið mest við samning hans riðinn—og þó sárnauð- ugur. Hvað rímuna snertir, þá er þar afar fljótt- yfir söguGizurarfarið.oglýsingmín áhonum fer eftir því, og má rita hana í minn reikn- ing. Finst mér, sem torvelt væri ef skáld hefði átt að að smíða með hugvitsgáfu mann handa Gizurar öld í Gizurar stað, svo skýrt og nákvæmlega birtist aldarfarið í HönUffl, HlttSvegár er ékkl rétt á5

x

Norðri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðri
https://timarit.is/publication/201

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.