Norðri - 01.04.1909, Page 2

Norðri - 01.04.1909, Page 2
46 NORÐRI. NR 12. varði ógrynni fjár til tveggja listaverka; stöpulsmíðis við dómkirkjuna og skríns* ins mikla um helgan dóm Rorláks bisk- ups, segir Pálssaga svo, að til þess skríns hafi biskup varið ógrynni í gulli og gimsteinum, er numið hafi meira en 4 hundruð hundraða (í silfri), og annari eins hárri upphæð til stöpulsins; í þriðja lagi gaf hann kyrkjunni marga og stóra dýrgripi. A hans dögum hófst hinn mikli ófriður, fyrst á Norðurlandi út af Guðmundi góða, en síðan með höfðingjum tim land alt, hin svo nefnda Sturlungaöld. Reyndi Páll í fyrstu að stilla hin miklu vandræði, en brátt varð það mein svo banvænt, að ekkert dugði. ,,Her/nní( frá hærra s/ónarmið/. Pessir tærrans lausamenn, og eins þeirra »penari« frændur og félagar trú- boðarnir, hafa margt sér til málsbóta, þótt oss hinum eldri þykir þeir hálfveg- is ræflar og flækingar í kristnum og þaulmentuðum löndum. Já, þótt oss sérstaklega »bændum ok góðum mönn- um», það er: prestum og levítum finn- ist hniss að þeim eins og væri þeir nokkurskonar heilagir stigamenn eða sviplíkir hinum norsku markamönnum í fyrndinni, sem hlupu niður íbygðirn- ar, þegar minst varði, og skoruðu góða bændur á hólm til fjár eða kvenna. Ekki bera þessir menn vopn eða verjur né gnaga skjaldarrendur, en hótanir hafa þeir líkar í frammi eða verri og hávað- inn og ólætin eru engu minni, svo og er frekjan að vaða inn á menn, engu minni. En ekki krefjast þeir kvenna og ekki fjár svo miklu nemi. Peir kref- jast sálna, afturhvarfs frá andvaralausu mollu-lífi í hinum vært blundandi ram- fornu kirkjusöfnuðum, sem þeir stað- hæfa, að mestmegnis séu steinrunnar leifar eldri tíma, humbug og hneyksli í guðs augutn, og eintómur eldsmatur. Reyndar hafa þeir fæstir annað að bjóða sjálfir, en hið gamla yljað upp á glóð- inni og saltað með ópum og hrópum: Haleluja! Kristur og Belíal! Blóð og brennisteinn! Fortöpun eða fórnardauði. Alt þetta er ágæt vara og alkunnug hverju barni, eftir senn 1000 ára árétt- ingu. En — tímarnir eru meinerfiðir; kenningin gengur ekki í fólk — náttúr- lega vegna vantrúarinnar, og hans, sem í hennar börnum er máttugur. Pað þarf ekki að kveða um „herinn» eins ogjón heitinn Repp: Valdsmenn, prestar, prófastar. prísa Repp og þéra, þó að Iægri lókátar láti það stundum vera. Pað er helzt alþýðufólkið, sem hneig- ist að þessum heilögu víkingum nú- tímans. Skal nú benda á betri hlið hreyfingar- innar. Hún er að vísu jafngömul guðspjöil- unum eða trúarbrögðunum. Skal ekki fjölyrða um það; eu trúvakningar hinna síðustu tíma má segja að byrjað hafi á Englandi með siðabót hins mikla þjóð- skörungs Jóns Wesley (1703—1791). Ótal aðrir trúar — og siðbótaskörung- ar hafa síðan eftir honum líkt, en eng- ir náð honum og flestir orðið dægur- flugur, eins og segja má um flestar vöknunarhreyfingar, sem tímarnir hafa ekki lengi undirbúið. En eitt sýna þær allar: lýðf relsisandi n n, þar sem hann er vaknaður, lætur ekki lögfastar kirkjur kúga sig. Hjartað gerir uppreist móti höfðinu, sálin, mannsins æðri partur, móti mannaboðum og mannviti. Og svo kemur «herinn» til sögunnar með V’lliam Booth, þessum merkilega stór- skOrungi 19. aldarinrar, aem enn er á lífi, fjörgamall, og eínum má jafna við höfund Methódistanna Wesley. Því eins og hann heimtaði frjálsan og lifandi krist- indóm, handa hinni frelsisþyrstu alþýðu meðaistéttanna á Englandi, eins hefir Booth heimtað upp úr sorprennum hinna nýju stórborga og auðsherra alþýðu- skrílinn, sem var — og er enn — rétt- indalaus, siðlaus, trúlaus, þekkingarlaus, allslaus. En bráðum verður annað of- an á. Bráðum kemst einnig sá lýður á fætur, og þá verður »herinn« frægur! Einungis formið er afkáralegt og á, satt að segja, óvíða vel við nema í Lur.dúnum og slíkum heljarborgum. Kenningin er hin gamla, ekki verri, ekki betri; hún er dægurfluga, því dcgmurn- ar, í gamia forminu, eru að deyja. En ekki liggur á, hugsar Booth — lát- um hvern syngja með sínu nefi, það er og ekki kenningin, sem mesta þýð- ingu hefir, heldur hitt, að ná hinum fótumtroðnu og glötuðu upp úr sorpi forsmánar og andvaraleysis. En án guðs og trúar á hans ríki er alt ómögu- legt, og lífið meiningarlaust. Og svo eru líknarverkin þau tákn,sem «hernum« fylgja eins og skínandi fögur herfylk- ing. Ótal sálir er þessi kynlegi her búinn að frelsa og leiða í ástarsamband við alföðurinn og frelsarann. Og ekki fáir vitrir menn og ótal góðar og heið- virðar konur, sem aldrei hafa flekkað líf sitt með nokkurri »stórsynd», hafa gengið í «herinn« og þolað heldur spott og aðkast, en vera án þessa djarfa, kyn- lega, spánýja, andlega lýðfrelsis; að mis- jafnir sauðir séu í'mörguféer sízt að undra, en flest er það gott og grandvart fólk. Sakir þessarar hliðar hersins ættuaðrirað sjá þetta fólk miklu meira í friði en gert er —einasta, að það sjálft gæti sembezt hófs, og hleypi sem minst hálfærðum náungum í stólinn; það er vandi að fara með frelsið. M. J. Brot úr bréfi frá séra Eyjólfi Kolbeins á Mel. — _ _ ._ já víst hefi eg lesið æfisögu Péturs biskups, og það má segja um Thoroddsen: sá hefir fært tengdaföður sinn í rikkilínið og stung- ið mótstöðumönnum hans í svartan poka. Hann lætur sér hæfa það, að bregða séra Þorvaldi Bjarnasyni á Mel um ó- bilgirni, glannaskap, illkvitni, þvætting, hrottaskap, heipt, ósæmilegan rithátt, ýmislegt óprestlegt framferði, sérvizku, þrekleysi, víkingseðli, hroðvirkni, puk- ursanda og segir, að hann hafi verið óprestlegur mjög að öllu æði og eðli og fleira og fleira t. d. óheflaður staur, ófyrirleitinn, harðleikinn og heiptúðugur. «Fyr má nú vera faðir minn, en flug- urnar springi úr hita.» En þessu og öðru eins þarf að mótmæla, Thoroddsen á í basli með yfirkennara Halldór Kr. Friðriksson, vill hannípok- ann, en karlinn er sleipur, vill ekki í pokann. Pá segir Thoroddsen, að Hall- dór gamli sé ekki kominn í þennan heim til þess að láta sannfærast. Útúrsnún- ingur úr fögrum orðutn, sem yfirkenn- arinn talaði þjóðhátíðarárið. Annars þótti H. Kr. Friðriksson þrástur í kláðamálinu. En nú hefir sagan sýnt, að þar var hann 40 árum á undan sinni samtid. Merkilcgt að bera enn þá kala til hans fyrir það, að hann var ávalt fast- heldinn við hið rétta og sanna, — Aths. í sambandi við það. sem ritað er hér að framati, ska! þess gettö, að e< heft^ekkl enn þá lesið bók þá, er hér ræðir um, enda var hún ekki send Norðratil umsagnar, þótt blaðið hafi flutt ritdóm um bókina, eftir cand. mag. Boga Th. Melsted í Kaupmann- höfn. Eg efast ekki um, að ummæli þau í bókinni, er sr. Eyjólfur Kolbeins tilfærir um sr. Þorvald heitinn Bjarnason á Mel, séu rétt höfð eftir. Undrarþað mig stórlega, að höfundur skuli leyfa sér slíkt. Þótt þær sakir væru sannar, er hann ber á Þorvald látinn, þá verður það aldrei með réttu var- ið,að það er mjög ómannúðlegt og ódrengi- legt að ráðast á nýlátná menn í gröf sinni á slíkan hátt og særa með því eftirlifandi, syrgjandi ástvini. En eg leyfi mér að full- yrða, að slíkan dóm hafi séra Porvald- ur heitinn ekki átt skilið, enda munu flestir þeir, er þekktu hann vel, vera sammála um það. Það er ekki ætlun mín með línum þess- um að hlaða séra Þorvaldi heitnum þann lofköst, sem hann á fyllilega skilið og miklu fremur en margir þeirra, er aðeins hefir verið borið lof á. bæði lífs og liðna, en hitt vildi eg benda höfundinum á, að sleggju- dómar verða oftast að lokum þeini til meiri hneisu, er dæmir,heldur en þeim, sem dæmd- ur er, sem betur fer. B. L. Gestur minn. »Gestur minn! Gestur minn! Giðu að hvað segirðu.» Pessi orð þjóðskáldsins flugu í huga minn, þegar eg las grein þína, Gest- ur minn í 51. —52. tölublaði Norðra f. árs: «Nokkur orð um útvegshreyfingu Eyfirðinga.» Pótt minst af greinni fjalli um það, sem fyrirsögnin bendir til, eða um þá hreyfingu, er nýskeð er hafin hjá eyfirskum útgerðarmönnum og sem eg ritaði nokkur orð um, hefir þér þókn- ast að senda hnútum til mín, og það sem meira er, til manna vestur á Arn- arfirði, sem þú þekkir ekki að neinu, fremur en kálfur sjöstjörnurnar. En þeg- ar að því kemur, mun hnútum þessum beint til þín aftur þótt þú haldir þig í skugganum. Mest af greininni er, eða réttara sagt, á að vera, saga þilskipaútgerðarinnar yfir 50 ár, og verður um leið saga verzlunarinnar yfir ]»ann tíma að við- bættum 50%, sem eg enga athugasemd ætla við að gjöra. Með hákarlaútgerðinni segir þú að hafi komist á fastir ráðninga skilmálar, sem að mestu haldist óbreyttir enn þá, sem sé að hásetar hafi hálfan afla, og geri sig sjálfir út, en útgerðarmað- urinn helminginn. Petta eru hrein og bein ósannindi, annaðhvort vísvitandi eða þá af þekkinarleysi. Síðan hákarla- veiði byrjaði á þilskipum hafa jafn- aðarlega verið 12 manns á skipi* hverju og aflanum skift í 20 hluti, og hefir hver skipverji fengið sinn hlut og eru þá 8 hlutir, sem ganga til útgerðar, þar af einn hlutur til skipstjóra, og einn hlutur til ábyrgðarsjóðs, meðan hann var við líði. Alt svo 6 hlutir til útgerð- armanns. Önnur vitleysan er það hjá þér, að útgerðarmaður hafi borgað for- manni þóknun, svo hásetar þyrftu ekki að láta hann hafa formannshlut. Síðan hákarlaveiðin hófst á þilskipum, hafa formenn einatt haft einn hlut í for- mannskaup. Eins og eðlilegt er dregur sá hlutur tiltölulega frá hásetum sem útgerðinni, ogjafnvel hefir komið fyrir.að formaður sem í áliti hefir verið hafi haft tvo hluti í formannskaup, og hefir þá annar hluturinn verið tekinn beint af útgerðarmanni. Úr lausu lofti mun það tekið hjá þér, Gestur minn (sem fleira í ritsmíð þinni), að kaupmenn hafi þurft að láta þessa bændur, sem útgerð höfðu, hafa tak- markalítið lán. Að minsta kosti eru und- antekningar frá því, og skal eg leyfa mér að nafngreina nokkra útgerðarmenn, sem dtveg[ alrtrt ráhu án mikils rláðar- láns hjá kaupmönnum, og voru það: • Jörundur sál. í Syðstabæ, Steinn í Vík, Porsteinná Grýtubakka, eigendur «PóIu« á Böggversstaðasandi, Magn';r, sál. Bald- vinsson, Anton frá Arnari :si, Friðrik Jónsson Hjalteyri ogP. Dan elsson Skipa- lóni. Eg læt mér nægja þetta þótt fleiri mætti finna. En óþarft finnst mér það af þér að vera gera þessum mönnnm nokkrar getsakir, þótt margir af þeim séu komnir undir græna torfu, því þeir ráku útveg sinn méð atorku og fram- sýni, og fyrir sína eigin peninga. Hugs- unarvilla hlýtur það að vera hjá þér, að hann nokkurn tíma hafi staðið með blóma, þessi útvegur bænda, þar sem þú víst áður ert búinn að segja, að sá böggull hafi fylgt honum, að kaup- menn hafi þurft að láta hann hafa tak- markalítið lán — og á eftir með miklu mannfalli «slysförum á sjó». Pað er annars mjög leiðinlegt, þegar þeir menn fara að rita um atvinnuvegi liðna tím- ans, sem ekki eru færir um það. Par af leiðir, að þeir færa hinni uppvax- andi kynslóðum skakkar sagnir, sem alls ekki ætti að eiga sér stað. Pú segir að á síðustu árum hafi sú breyting orðið á þilskipaútgerðinni, að sjómenn skiftist nú í vinnuveitendur og vinnuþiggjendur. A þessu hefir eng- in breyting orðið. Pví einatt hafa ein- stakir menn lagt kapítalið til, eða átt skipin og útgerðina, síðan þilskipaútvegur hófst hér Norðanlands, hafa þeir því verið sannir vinnuveitendur, sem skip- in hafa átt og gert út hvort heldur til hákarls- þorsks- eða síldarveiða, hvort sem eigendurnir hafa sjálfir fylgt skipinu eða ekki. Eg læt svo úttalað um þetta, þótt margt fleira þyrfti að athuga í sögu þinni um hina norðlenzku þilskipaút- gerð. Pá kemur löng inngangsræða um mót- orbátaútgerðina og samvinnuleysi útgerð- armanná, sem stafi af því, að þeir hafi togast á um völdin. Pað er ekki svo óhnyttinn skáldskapur á þessu hjá þér; áður en eg tek það fyrir sögulegan sannleika, verð eg að fá betri útskýringu á þessari átogun um valdafeldinn. Hvar hefi eg sagt, að ágreiningsefnið væri svo mikið, á milli útgerðarmanna og sjómanna, að eigi mundi mega laga það? En þótt þú kallir það heimskuleg- an barlóm og hártogun og til að spilla samkomulagi, sem eg reit í Norðra um nóvembersamþyktina, þá læt eg aðra eins sleggjudóma mig litlu skifta. En hart þykir mér það, að eg hafi ekki leyfi til að láta skoðun mína í ljósi á samþykt þessari, þótt hún samrýmist ekki þinni skoðun á henni, að þú þar fyrir þurfir að gera Arnfirðingum get- sakir, það sýnir svo mikinn tudda-hátt af þér, þar sem auðséð er, að þú alls ekki þekkir neitt til. Pví Arnfirðingar hafa engir eftirbátar annara verið með veiðiskap hvorki á bátum né fiskiskip- um. Hvar hafa frá einni verzlun geng- ið fleiri fiskiskip til veiða. en frá Bíldu- dal frá 1880 til aldamóta? Og eg ræð þér til þess að láta Arnfirðinga óáreitta, enda þótt kynni að detta fýlukast í þig við mig. En ekki sný eg aftur með það, að kaupið þykir mér of lágt yfir þessa beztu mánuði ársins. En eg vil helzt ekki hafa kaupið, heldur alla upp á hlut bæði á ára og vélabátum, og því hélt eg fram í grein minni, ef viðunanleg kjör fengist. En þú munt spyrja, Gestur minn, hvað eg kalli viðunanleg kjör fyrir báða aðila, og eg skal með mestu ánægju Iáta álit mitt í Ijósi um það. Bátur með 4 hesta vél og þar fyrir neðan álít eg að kdttilst áf ttieð 4 karittiéiítt og 1

x

Norðri

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðri
https://timarit.is/publication/201

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.