Norðri - 01.04.1909, Page 3

Norðri - 01.04.1909, Page 3
51 NORÐRI. NR. 13 stúlku eða sem sagt 5 nianns við út- haldið. Af þeim bátum sé skipt í 9-10 staði eftir kostnaði, sem er mjög mis- munandi, sérstaklega þegar útgerðarmað- ur þarf að flytja úthaldið, því húspláss vil eg láta hann leggja til: sem sagt, helmingsskipti af þessum bátum og leggi hásetar sér til fæði en úthalds- eigandi annan kostnað og borgi for- manni formannskaup ef með þarf. Bátar með 5 — 6 hesta vélum gjöri eg ráð fyrir að 5 manns við. Þar álít eg 11 hluta skipti sanngjörn, þvf tals- vert dýrara er að gjöra út 6 hestaflabát en 4, og sömu skilyrði og áður eru sett, með fæði og tillegg. Bátar með 8 hesta vél. ef um sömu hluta skipti væri að ræða, þó að há- setar borguðu einhvern hluta af olíu. Hvorki var eða er meining mín að spilla samkomulagi milli útgerðarmanna og háseta (þótt þú segir það, Gestur minn. Rað er nú eins og flest annað f grein þinni sem hefir við lítil rök að styðjast. Skaði, að þú skulir halda nafni þínu leyndu, hver veit nema þér hefði skynið gott af því, að útgerðarmenn vissu hver þú ert). Því það álít eg illa farið, að hver sem leggur peninga í atvinnurekstur, sem þeim minnimáttar geti orðið að liði, að hann þurfti að hætta sökum þess, að hann bar sig ekki hvort heldur fyrir óviðráðanleg óhöpp, eða ofdýra vinnukrafta. Það er og hef- ir einatt verið mín skoðun og sannfær- ing, að sá, sem legði peninga sína í sjávarúthald, í veiðiskap, hvort heldur stórt eða lítið, ætti að hafa alla vinnu- þiggjendur á part af aflanum, því þá taka þeir sinn hlut bæði í gróða og tapi, eftir því sem félli. Þá er eg reit grein mína í vetur um samþyktina, þá tók eg 2. grein henn- ar eins og hún stóð og stendur þar enn, því þá varst þú ekki búinn að teygja hana og toga eins og hrátt skinn og »rúma» alt mögulegt og ómögulegt í henni, sé leyfilegt að breyta henni eft- ir geðþótta hvers eins, þá eru sjálfsagt hinar gr. samþyktarinnar sömu lögun- um háðar. Þá fer ekki að verða mikill vandi að ráða menn eftir henni, eins og fljótlega muni hafa komið í Ijós. Því segi eg: Betur enga mótorbáta- samþykt! Ritað á Þorraþræl 1909 G. B. Alþingi Talsímafréttir til Norðra. Reykjavík, 31. marz. Fjárlögin. Eins og kunnugt er, var tekjuhallinn í frumvarpi stjórnarinnar 348.000 kr. Við aðra umræðu í n. d., voru tek- jurnar hækkaðar um 78.000 kr., en þó var tekjuhallinn jafn eftir sem áður, þrátt fyrir það, þótt feldar væru stórar fjár- veitingar til ýmsra þarfafyrirtækja t. d. Rangárbrúin, Vestnianneyjasíminn, bygg-, ingarstyrkur til Hóiaskóla. 1 stað þess veitti meiri hlutinn þeim kjördæmutn, sem reyndust honum hollust við kosn- ingaruar, ýmsar endurbætur, svo sem vegi, brýr o. fl. Auk þess var Eiða- skóla veittur 20.000 kr. styrkur, til þess að standast kostnað við skólabygging- una. Gjaldþrot. Magnús kaupmaður Þórðarson, er rekið hefir hér verzlunina «Diönu» í nokkur ár, hefir gefið bú sitt upp til gjaldþrota skifta. Talsímafregnir frá Rvík 30. marz kl. 7 e. m. Bækur. Árbók hins íslenzka forngripafélags 1908. Fregnmiði Reykjavíkur og Lögréttu 30. marz. Síms'ceyti frá Khöfn í dag. Björn Jónsson talar við Dani. Björn Jónsson segir í Poli- tiken: Danahatur er ekki til á Islandi. Greinar ísafoldar (sem hafa ver- ið þess kyns), eru eftir ungan fauta. Mér þykir vænt um Dan- mörku og er tengdur þar ætt- ernisböndum. Danskur læknir hefir bjargað lífi mínu. Eg er álitinn (á íslandi?) rnjög vinveitt- ur því, sem danskt er, (særlig danskvenlig.); eg hefi bari^t á móti ýmagusti gegn Dönum. Innan flokks míns eru tveir skiln- aðarmenn, en skilnaðartal þeirra ✓ álítur flokkurinn loftkastala. Árbókin hefir margan fróðleik að geyma að vanda. Fyrst er mjög fróðleg ritgerð um kaupstaðinn «at Oásum» eftir Finn próf. Jónsson og fylgja henni 8 uppdrættir af riíst- um þessa gamla kaupstaðar. ‘ Er hvorttveggja bygt á ransóknum próf. og D. Bruuns sum- arið 1907. Þá um sumarið gerði prófess- orinn Norðra þann greiða að birta í honum næstum samhljóða grein um þetta efni og þylcir því eigi ástæða til þess að skýra frá efni hennar að þessu sinni. Þá koma »Ransóknir fornleifa suni- árið 1907« eftir Brynjólf Jónsson fráMinna- Núpi. Er þar margskonar fróðleikur, sem hér veríur eigi upptalinn. Aðsíðustu eru allmargar fróðlegar smá- greinar og skrá yfir muni þá, er forngripa- safnið hefir eiguast árið 1907. Langmerk- ast er hið svonefnda »Vidalinssafn«, sem safnið eignaðist það ár, eftir Jón heitinn Vidalin consul. í því safni eru fjöldamarg- ir mjög merkilegir muni, t. d. kaleikur og patina, frá 1489, úr Orundarkirkjn í Eyjafirði og prédikunarstóll úr Fagranesskirkju frá 1594. Listinn yfir meðlimi félagsins er sorg- lega fámennur, enda næstum helmingurinn útlendingar. Ættu allir þeir, sem unna forn- um fróðleik, að gerast meðlimir félagsins eða kaupa ritið, sérstaklega allir þeir, hinir mörgu, er unna fornsögum vorum, því að ártókin flyiur árlega árangur ransókna, er sanna og skýra efni þeirra. Bókmentir. 31. marz kl. 7 e. m.l íslenzkum blöðum er nú ekki ó- --------------- 1 vingjarnlegt orð um Danmörku. (Ummælin eru orðrétt). | -— Krónprins Serbiu segir af sérl Ein skáldsagan enn. »Systurnar frá rettl til rikiserfða. Utlit fr.ðvæn-, er „afnið en jafn rtneilan]ega er legt. I bókin öll furðu vitlaus, hvað meðferð Aðflutningsbannið rætt í n. d.feefnisins snertir- , | Því er nú stúlka þessi að burðast 1 aaS* l'j við verk, sem henni er alveg urn ntegn? Sæmra væri nú stúlku þessari að una hlutskifti sínu sem vinnukona uppi í sveit, heldur en annaðhvort telja sér sjálfri trú um, eða gjörast svo auðtrúa að láta aðra telja sér trú um, að hún sé «hrópandi rödd« þjóðar sinnar. Þetta er ofmetnaður. Efni bókarinnar er alt sundurlaust, persónurnar verða höfundinum allar »of- urefli», og því er eina ráðið að láta þær sem fyrst deyja, svo ekki þurfi meira við þær að fást, verður því í síðari hluta bókarinnar eðlilega engin heil brú. Aðalerindi sögunnar út til almennings Björn jónsson skipaður ráðherra! Símað er frá Kaupmannahöfn til Reykjavíkur í dag, að Björn Jónsson, ritstjóri »Isafoldar« sé af konungi skipaður ráðherra ís- lands. á víst að vera það, að sína hvernig hið alþekta háleita boðorð kristindómsins «að elska og fyrirgefa og fyrirgefa og elska» eigi að gagntaka svo hugi og hjörtu mannanna, að upprísi ’íslenzkar konur og menn eins og Sigríður frá Grænadal (höfundurinn?), »sem alt af sjái æðra Ijós í hverjum þungum harmi. Konur og menn er hafa þrótt og hreysti í armi, sterka framfaraþrá, göfugar til- finningar, hreinan mannkærleika og sanna ást í barmi, og fegurð og tign á hvarmi.» Jafnframt á bókin að sýna hvernig þeir, er hafa þetta sérstaka ætlunarverk á hendi hjá þjóðinni séu til þessa verks óhæfir. — Sbr. lýsingunni á séra Jóni. En að bjóða nokkrum heilvita manni slíka lýsingu, eigi það að vera lýsing af prestastétt landsins í heild sinni, sem verður að álítast — þá er það blátt á- fram ósvífni. Og þótt mörg séu smámennin þau, er hyggja sig vaxa við það að niðra öðrum — og prestastéttin hafi ekki farið varhluta af því hvorki fyr né síðar —, þá er sem betur fer dómgreind alls fjöldans svo varið, að henni verður ekki boðið alt. Annars er ekki 'ætlun mfn að fara út í þessa sálma. Þeir er bókina lesa munu bezt komast að raun um,’að hún er enginn grænn dalur fyrir bókmentir vorar, fremur en sumt annað sögu- ruslið, er út hefir verið gefið, frekar til þess að hafa fé af fólki en efla eða glæða sanna menning,— B. ísl. botnvörpuskfpin hafa aflað ágætlega í vetur. Hafa þau fengið 70 — 80 þús. af stórum þorski í þremur túrum. I síðasta túrnum aflaði Jón forseti ,39 þús., en Marz 31 þús. Rilskipin sunnlensku eru nú flest lögð út, en hafa ekki komið inn enn þá. Fiskiskipin »Hjalteyrin« og »OIe« eign Otto Tulini- usar, lögðu út til fiskiveiða 28. þ. m. «01e< kom til ísafjarðar í gær. Sagt er að afli sé nær enginu á mótorbáta við ísafjarðardjúp. «Lottie» eign M. J. Kristjáns- sonar lagði út um sama leyti. Aðflutningsbannið var samþykt við aðra umræðu í neðri deild í gær, á að komast á 1912. 32 Astina? — svaraði faðir hennar, þú meinar víst hjónabandið — barn. Já, en það er það — —. Hún ætlaði að segja, að það væri alveg það sama, en hætti við það og kom ennþá meira fát á hana. En frú Steiner kom henni strax til hjálpar. Hver niðurlægir ástina meira en mennirnir? Konurnar, svaraði Gustav Kröger, og allir fóru að hlæja, enda þótt hann fullvissaði þá um, að sér væri blá alvara. Svo var farið að borða og samræð- ,an fór öll í mola, og varð að samtali milli tveggja og tveggja, meðan verið var að borða. Nú, svo það eru konurnar! sagði frú Steiner og fór að skellihlæja, bara að það væri einhvern- tíma hægt að tala við yður í fullri alvöru, herra Kröger! Þetta er alvara, frú! Þér viljið þó ekki fullyrða líklega að átrygð kvenn- anna — — Við töluðum um að niðurlægja ástina, og það gera margar eiginkonur, sem nenna þó ekki einu sinni að vera ótrúar. S-o—o? sagði yfirkennarinn. Það er eins með kvenfólkið, sagði Kröger, eins og börnin fyrir utan gluggann á sætabrattðsbúð, 29 og munaðarvöru. Og eftir margra ára starfsemi hafði hvor verzlunin fyrir sig að mestu leyti sína föstu viðskiptavini; Brandts verzlun var eins og fyr «fína« búðin, en Cornelíus Knudsen hafði alt á boðstólum, sem smælingjarnir þurftu með. Þess vegna var það Kröger, sem kom öllu í röð og reglu fyrir ungu ekkjuna, þegar Knudsen dó; hann hélt áfram að skrifa upp á víxla hennar og verzlunarskjöl, og hjálpaði henni árlega með árs- reikningana. Þeir bæjarbúar, sem ekki trúðu því, að frú Knudsen mundi taka litla herra Jessen, voru sann- færðir um það, að hún mundi seinast verða frú Krög- er. Því aliir voru á sama máli um það, að ei.ns lag- leg og efnuð ekkja eins og hún var, mundi vilja og hlyti að giftast aftur. Og þegar Gustav Kröger kom inn í stofu sína, og sá hana sitja í Ijósbirtunni, við hans eigið borð, eins og hún væri heima hjá sér, sagði hann, án þess að hugsa sig um, — eins og hann var vanur. Það endar seinast með því, frú, að þetta verð- ur sætið yðar æfilangt. Þér vitið ekki hvað þér sóm- ið yður vel hérna. Hún vissi ekki hvað hún ætti að gera af sér á meðan hún skýrði hún frá því, að Soffía frænka væri alvcg nýlega geugin frá sér —, og honum fór

x

Norðri

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðri
https://timarit.is/publication/201

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.