Norðri - 08.04.1909, Page 1

Norðri - 08.04.1909, Page 1
Ritstjóri: BJÖRN LINDAL Brekkugata 19. Akureyri, Fimtudaginn 8. apríl, IV. 14. Til minnis. Bæjarfógetaskrifstofan opin kl. 10—2, 4—7 Bæjarsjóður, Lækjargötu 2, mánud. mið- vikud. og laugardaga kl. 4. 7 Ritsímastöðin virka daga 8 f. h. til 9 e. h. helga daga 8—11 og 4—6 Bókasafnið, þriðjud.. fimtud. og laugard. 5—8. Sunnudögum 10—11 og 4 8. l’ósthúsið 9—2 og 4—7. Utbú Islandsbanka 11—2 Utbú Landsbankans 1—12. Stúkan Akureyri fundard.þriðjud.kv. kl. 8. Brynja miðvikudagskvöld kl. 8. Isafold Fjallkonan sunnudagskv. kl. 4. Trúföst mánudagskv. kl. 8. Kristján Stefánsson. Drukknaði aðfangadag jóla síðastl, — í nafni móður hans,— Hörð voru jólin mín, hjartkæri son! «Hvað varð af syninum rníuum?* hrópaði í hörmungum sínum. Hjartað í barminum mínum, örþjáð af óþreyju og pínum. Hvar er nú ljósið og lifandi von, Lausnari á himninum þínum? Færðu mér son minn í faðmiþínum!« —K$X— »Eg þekti hans skóhljóð, og skjálfandi beið: Ó skelfing hve langt var að þreyja, örvingluð, alein að þreyja, stríðandi, sturluð að þreyja, friðlaus og fá ekki að deyja! Ljá mér nú s'dmu í skerandi neyð, skapari, og lát mig svo deyja,— vita um hann, sjá hann, og síðan deyja!» — En ekki hvarf votiin, því aldregi brást endrar nær hvar sem var staddur, hvort hann var hungraður, saddur, heill eða veill eða gladdur hress eða í hrösunum staddur, vitjaði’ hann æ mín með viðkvæmri ást, sem væri hann af alsnægtum saddur, og sælan sig hugði, ef hjá mér var staddur. — Og enn á eg von eftir alt mitt fár; því andinn í djúpunum sfnum, sálin í skelfingum ^ínum, hjartað í hörmungum sínum, elskan í almætti sínum, skapar í myrkrunum skínandi ár,— í skerandi hugraun og pínum. Syngja mér guðsorð frá syninum mínum. ——. En ekki á eg von um nein veraldar- Ijóð, að víðfrægi soninn minn dáinn; þeir segja, hann sé kominn í sjáinn, sama sé flestum um náinn, hárt sé að hörta itt í blálntt. Peir vita’ ei að syngja mér ódáins-óð englarnir, vonin og þráin: Hann lifir, hann lifir, þótt löngu sé dáinn.* — —i#*— Þín auðna var smá, og eg á ekki von, að orðstýr þinn berist í ljóði. En það segi’ eg hátt og í hljóðir í hjarta þíns göfuga sjóði áttir þú gull þó ei glóði. Fríðleiks og atgerfis, elskaði son, unni þér skaparinn góði; — alt það, alt það áttu í sjóði. Og eg á í sjóði eins, minn son, þann arðinn, er sorgin greiðir, sorgin, er samlífið deyðir sorgin er kröftunum eyðir, sorgin, er sálina neyðir að flýja til Hans í heilagri von, sem harmana stóru greiðir. ' Himnunum hærri? eru lífsins leiðir. Matth. fochumsson. Ráðherrann. Eigi er það að undra, þótt þeir menn, er elt hafa nýja ráðherrann. Björn Jóns- son allar þær krókaleiðir og glapstigu, er hann hefir farið í mörg ár, og haftJ- ið hann óskeikulan eins og kaþólskir menn páfann í Róm, séu vantrúaðir á þær fregnir, er borist hafa af orðum hans og ummælum við Dani, dagana, sem hann var f Kaupmannnahöfn síð- ast. Þeir hafa elt hann í blindni eins og sauðahjörð, sem eltir grámórauðan gemling, er þjösnast á undan, treystandi því, að þessi óviðjafnanlega skepna séaf- burða foristusauður, oggætir sín ekki fyr en hann hefir leitt hana út íbotnlaust kvik- syndi, fen og foræði og snýst þar umsjálf- an sig eins og skopparakringla, sakir þess að hann er höfuðsóttargemlingur en ekki foristusauður. — Þessi ummæli stinga svo mjög í stúf við það, sem þessi pólitiski páfi hefir sagt og ritað þessi árin, að meira þarf en meðal dirfsku og ósvífni til þess að leyfa sér slíkt. En sé hinn pólitíski fer- ill hans athugaður lítið eitt nánar, þá verður þetta alt harla auðskilið. Hann hefir til þessa leyftsér, að bjóða þjóð- inni margfalt meiri ósannindi og blekk- iugar, mótsagnir og hringlandahátt, en nokkur annar fslendingur hefir nokkurn tíma gert, og í stað þess að launa hon- um þetta að maklegleikum hefir hon- um verið falin mesta vanda og virðing- ingarstaðan í landinu. Það er því eigi undarlegt þótt manninum virðist eigi nauðsynlegt að fara varlega. Hann hef- ir fulla ástæðu til þess að treysta því, að jafnvel þetta sé líka hættulaust fyrir sig. Bara þræta fyrir, að hann hafi sagt þetta, efreyndin yrði sú, að flokksmenn hans vildu ekki taka undir það með hönum. Og nú er það komið f Ijós, að þeim þykir snúningurinn of skarp- ur og auðsær. og þessvegna er hann þegar tekinn til að þræta fyrir þessi um- mæli. Hvað gerir það til, þótt hann geri sig aðundri og ósannindamanni í augum Dana héðan af ? Hann er orðinn ráðherra, og það embætti taka Danir ekki af hon- um meðan hann hefir fylgi meiri hluta hinnar íslenzku þjóðar. En hversvegna hefir hann þá sagt þetta? Svarið liggur beint við: Kænlegast er og hagvænlegast að vera Danavinur í augum Dana. en Danahat- ari í augum íslendinga, að vera beggja vinur og hvorugum trúr; kalla þá menn Danasleikjur og danska íslendinga, er í einlægni og hreinskilni vilja vinna að góðu samkomulagi milli þessara tveggja bræðraþjóða, þegar hann er hér á landi, en þegar hann er í Danmörku, þá að reyna að telja Dönum trú um,.að það séu aðeins ungir »fautar«, sem hér á landi tali óvingjarnlega í garð Dana. En þegar þetta er komið upp um hann og verður ekki dulið lengur, þá er eina ráðið að þræta fyrir það á íslandi, sem hann hefir sagt við Dani, og þræta fyr- ir það í Danmörku, sem hann hefir sagt hér á landi. Undarlega má þeim mönnum vera varið, sem ekki þykir sórna landsins misboðið með slíku athæfi. Getur þjóð- in gert sér meiri skömm en þá, að fela þeim manni æzta og mesta virðingar- starfið í landinu, sem gerir sig berann að því að vera huglaus hræsnari, bæði gagnvart sinni eigin þjóð og útlendum þjóðum? Harla' óskemtilegt hlýtur það að vera fyrir þá menn, sem trúað hafa bet- urenorðum heilagrar ritningar ölluþví sem í «ísafold« hefir staðið nafnlaust. í fullu trausti þess, að það væri eftir ritstjórann sjálfan, og þess vegna hinn æðsti og óskeikulasti vísdómur, bæði þessa heims og annars, að heyra nú af munni sjálfs hans fullyrðing um það, að margt af því, sem vísdómlegast hefir þótt og kjarnbezt hafi verið eftir »ungan fauta», marklaust bull og að engu haf- andi. Skyldi engum þessara manna fara að skjöplast trúin á óskeikulleik »ísafold- ar hér eftir? Ætlar þjóðin að taka því með þökk- um og láta það líðast bótalaust, að æzti maður landsins geri hana eigi að eins hlægilega heldur miklu fremur fyrirlitlega í augum útlendra þjóða? Það er fyrirgefanlegt, þótt ílt sé, að kunna sér ekki hóf, en það er ófyrirgefanlegt að brúka stóryrði og hroka þangað til á hólminn er komið, en leggjast þá á magann og skríða flaðrandi að fótum þeirra manna, er valin hafa verið hin hæðilegustu orð alt þeirrar stundar meðan verið var að safna liðinu. B. L. Húsbruni á Seyðisfirði. Aðfaranótt sunnudagsins er var, brann verzlunarhús Braunsverzlu nar »Ham- borg» á Seyðisfirði. Verzlunarstjóri var Brynjólfur Sigurðsson. Skaðinn er met- inrt 20,000 kr. 1909. Talsfmafregnir TIL NORÐRA. Nýi ráðherrann talar við Dani. (Sfmskeyti til «Lögréttu») Kaupmannahöfn, 1. apríl. Stjórnarástandið óbreytt fram- vegis. Formenn alþingis lofa að vinna að góðu samkomulagi milli Danmerkur og íslands. Ráðherr- ann ætlar að berjast móti skiln- aðarstefnu, afneitar stöðugt Isa- fold. Blöðin dönsku hrifin en henda gaman að honum. Kaupmannahöfn 3. apríl. Ráðherrann segir blöðunum: Vér frumvarpsandstæðing- ar höfum að eins barist móti Hannes/ Hafstein. Vér viljum ekki stofna lýðveldi, enda þótt oss yrði boðið það. Vér íslendingar erum bæði í efna- legu og menningarlegu tilliti of óþroskaðir til þess. Vér getum ekki æskt nokkurs betra en vera í sambandi við Danmörku. Hjá Dönum vitum vér oss örugga. Staða íslands til Danmerkur er álíka og hjáleiga til höfðingjaset- urs (Husmændernes til .Herre- gaardene). Stúdentafélagsfundur haldinn í gær (2. apr). Björn fordæmdur þar; — ekkert líknaryrði. Frumvarpsandstæðingar í Reykjavík hafa ekki viljað trúa þessum fréttum. Reyna þeir að breiða það út, að um- mæli ráðherrans séu rangfærð f skeyt- unum, eða af dönskum blöðum, sem skeytin eru tekin eftir. F*á hafa þeir reynt að telja mönnum trú um, að það stúd- entafélag, sem hér er átt við, sé stúd- entafélagið «Kári«, sem prófessor Finn- ur Jónsson stofnaði og hefir ein- dregið verið fylgjandi Heimastjórnar- flokknum. Til þess að hrekja þessi ósann- indi var símað frá Reykjavík til Hafnar eftir frekari upplýsingum. Svörin eru þessi: Kaupmannahöfn 5. apríl Stúdentafélagsfundurinn al- mennur, afarfjölmennur. Engin á- lyktun. Landvarnarmenn afneita Birni. Leiðréttingatilraunir mark- lausar og hraktar. Alt hárrétt í skeytunum. Ráðherrann reynir, áður en hann fer (o: frá Höfn) að leið- rétta að nokkru leyti ummæli þau er »Kristeligt Dagblad« hefir eft-

x

Norðri

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðri
https://timarit.is/publication/201

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.