Norðri - 15.04.1909, Síða 1

Norðri - 15.04.1909, Síða 1
IV. 15. ______---------------------------.w^X. Akureyri, Fimtudaginn 15. apríl. Til minnis. Bæjarfógetaskrifstofan opin kl. 10—2, 4—7 Bæjarsjóður, Lækjargötu 2, mánud. mið- vikud. og laugardaga kl. 4. 7 Kitsímastöðin virka daga 8 f. h. til 9 e. h. helga daga 8—11 og 4—6 Bókasafnið, þriðjud.. fimtud. og laugard. 5—8. Sunnudögum 10—11 og 4 8. l’ósthúsið 9—2 og 4—7. Ulbú Islandsbanka 11 —2 Utbú Landsbankans 1—12. Stúkan Akureyri fundard.þriðjud.kv. kl. 8. Brynja miðvikudagskvöld kl. 8. Isafold Fjallkonan sunnudagskv. kl. 4. Trúföst mánudagskv, kl. 8. Dýrafjörður. Svipfríða sveit, sólgáruð bárau þar kveður sin Ijóð! vlða eg veit veglegri salina, auðugri þjóð. Óminn af sögum, ókveðnum brögum, áttu, sem tendrar i hjartanu glóð og magn ogmóð. Björgin þín blá benda’ á að setja sér takmarkið hátt; sólina sá sér ekki’, er skrlður l duftinu lágt. Sigurdýrð fögur ktettanna kögur krýnir, og lýsir hvers vænia þú mátt, ef þrótt þú átt. Hörpunnar hljdm heyrir hvert barnið við lynggróna hlíð, ástfólginn óm örlögum þrunginn frá sögunar tíð. Andvörp i blænum, óma frá sænum, útiagans drauma þau birta og stríð svo angurblið. Þöglir um þing þjóðhetjusvipirnir breiðfylkja sér. — Léttstíg um lyng Ijúflinga brosandi skrúðsveitin fer. Hátt yfir legi Ijóminn af degi liðinnar gullaldar minningar ber, svo vöknum vér. Dimmbláa djúp, dreymir þig komandi lýðfrelsisöld? Glatt »undir Gnúp« gigju slœr Hulda hvert einasta kvöld: skörunga Skarinn, enn við þinn arinn eldrúnum letra mun spakmála fjöld á skœran skjöld * * * Traustgróin trygð tengir oss fast við þig, hjartkœra bygð! Hatdi svo hljóðar hollvættir góðar hátt yfir dröngum og dalgrundum vörð! ^ um Dýrafjörð! Guðm. Gudmundsson, Þetta fagra kvæði orti skáldið eftir tilmæl- um ungtnenna í Dýrafirði. Thore.“ Eitt af þeim stórmálum, er þingið hefir til meðferðar að þessu sinni, er tilboð eða bænarskrá »Tore«-gufuskipafélagsins um 'það, að landssjóður leggi hálfa miljón króna í þetta fyrirtæki, gegn svo- kölluðum forréttindahlutabréfum. Um- boðsmaður félagsins hér á landi í þessu máli, Sveinn Björnsson yfirréttarmála- færzlumaður hefir óneitanlega ekki Iegið á liði sínu með að fegra þetta í aug- um þingsins og þjóðaðarinnar. Þetta á að hans dómi eigi að eins að verða mesta gróðafyrirtæki fyrir landið heldur og jafnframt öruggasta leiðin til sjálf- stæðis. «Gegn um samgöngumál ligg- ur leiðin til sjálfstæðis» segir þessi sjálf- stæðispostuli í blaði föður síns, nýja ráðherrans. Hann virðist sverja sig í ættina: sjálfstæði og aftur sjálfstæði og enn þá sjálfstæði, ótakmarkað og óend- anlegt sjálfstæði, það eru orðin, sem altaf hafa klingt í munni og penna föð- ur hans, og það er þetta orðaglamur og þessi «slagorð», sem hafa Iyft hon- um upp í æðsta valdasætið í landinu, álíka rökstutt og álíka vel meint og þetta sama orðaglamur í munni og penna sonar hans. Því ætli svninum geti eigi eins vel lánast að þyrla ryki í augu þjóðarinn- ar með þessu fallega frelsisorði, eins og föðurnum hefir iánast það? Hvers vegna skyldi hann eigi geta haft þjóð- ina að leiksoppi eins og faðir hans ? Honum er full vorkun þótt hann trúi á hamingjustjörnu ættarinnar. Það er ekki nema mannlegt og í fullu samræmi við ættgengiskenningarnar, þótt hann meti einnig eigin hagsmuni meira en hagsmuni föðurlandsins, og noti föður- landsástina að yfirvarpi til þess að geta legið tryggilega við gullstjórann það sem eftir er æfinnar. En sorglegt er það fyrir skólabræður hans og gamla vini, sem höfðu örugga trú á því, að hann væri föðurbetrungur í öllum greinum, að sjá hann og heyra gerast flutnings- mann slíks óhappamáls, sem þetta er. Enginn getur láð Thor E. Tulinius, þótt hann leitist við að halda á floti þeim fleytum félagsins, sem enn þá hefir eigi rekið á blindsker eða sokkið hafa í sæinn. Það er meira að segja allrar virðingarvert af honum, að reyna að forða félaginu frá falli, svo lengi sem auðið er. Hvað varðar hann um hag landssjóðs eða íslenzka borgara? Hann er danskur borgari en eigi íslenzk- ur. En þá verður ekkert sagt með vissu um afdrif þessa máls á þinginu. En jafnvel afdrifa annars eins glæframáls er eigi unt að bíða óttalaus, eins og þingið nú er skipað. Því ætli ráðherrann fylgi ekki syninum að málum? Því ætli stjórnarflokkurinn nýi dansi ekki eftir ^pípu ráðherrans í þessu máli sem öðr- um. Hvað gætir þessara sparða í svo mik- illi mjólk? Það yrði oflangt mál að þessu sinni að sýtia með rökum, hvwsu. ararmiklð áhættuspil og glæfra fyrirtæki það væri fyrir landssjóð að gleypa þennan öngul. Þetta hefir einnig verið gert all-ræki- lega í »Lögréttu«. Hér skal aðeins leitast við að hnekkja höfuð ósannindunum og blekkingunum, sem haldið hefir verið fram í þessu máli, þeim, að landssjóð- ur geti hætt útgerðinni þegar honum sýnist og áður en hann hefði biðið nokkurn verulegan skaða. Hvernig má þetta ske? Sýni það sig, þegar reikn- ingarnir eru gerðir upp, að útgerðin svari eigi kostnaði og engar sennilegar líkur séu til þess, að hún muni nokkurn- tíma gera það, hvað á þá að gera við skipin? Selja þau, mun verða svarað. Gott og vel. En hver kaupir? Hvaða verð fæst þá fyrir gamla dalla, sem enginn vill kaupa nú, nema ef til vill stjórnarflokkurinn á þingi. Og hvernig gerðum vér þá staddir með samgöng- ur ef vér skyndilega komumst að raun um það, að vér bíðnm stórskaða af þess- ari útgerð. Eigum vér þá kost á næg- um og góðum skipum til ferðanna, undir búningslaust og fyrirvaralaust ? Ætli gufuskipafélögin mundu þá ekki nota sér neyð vora og setja oss stólinn fyrir dyrnar? Nei. Verði einusinni út í þessa ó- færu anað, þá verður eigi aftur snúið, fyr en landið hefir biðið stórtjón. Vér verðum neyddir til þess að halda áfram þrátt fyrir auðsjáanlegt stórtjón, þangað til vér höfurn trygt okkur aðrar sam- göngur í staðinn og þangað til skipin eru orðin alveg ónýt eða hægt verður að selja þau. Nýja stjórnin taldi landssjóð ekki svo vel efnum búinn, áður en hún komst til valda, að hann mætti við því að eiga hálfa miljón króna vaxtalausa, hvað þá heldur i fyrirtæki, sem bakaði hon- um stór tjón árlega. Skyldi henni finn- ast, að hún sjálf sé landinu svo margra peninga virði, að nú sé hættulaust að fleygja hálfri miljón af fé landsins út í jafn tvísýnt fyrirtæki og þetta? B. L. Frá ,gullöld‘ ís/ands. Eftir M. J. IX. Jón biskup helgi. Á síðari hluta 11. aldar, eða um það leyti sem ísleifur varð biskup, ólust upp tveir sveinar í nágrenni Fljótshlíðar og Rangarvalla: Jón Ögmundsson á Breiða- bólsstað og Sæmundur Sigfússon í Odda. Þéir voru báðir af ríkum ættum og skyldi hvor þeirra erfa goðorð og staðfestu föður síns. Jón var tveim árum eldri en fóstbróðir hans Sæmundur. Þá var það mikili siður að goðorðsmenn færi utan með sonu sína og seldi þá meist- urum á hendi til læringar, því mjög hafði goðorðstignin rýrnað er kristnin kom. Skyldu því erfingjar goðorðanna helzt gerast lærðir menn og láta vígjast til présts. Þetta vrtrð og brrttt að ráði 1909. gert, og hvarf þá óðum hinn .gamli goðorðsmanna rígur út af dómnefnu og lögréttu skipan, kom þá mest til álita kirkju- og mannaforráð, enda tóku þá hin «fornu og fullu» goðorð óðum að þynnast og þingmanna fylgið að verða á víð og dreif, þó að dómnefnan og annað form héldist með nöfnum goð- orðanna. Þeir Sigfús í Odda og Ögmungur á Breiðabólsstað sendu snemma sonu sína utan, og alla leið út í Frans til læringar. Ekki urðu þeir samferða fóst- bræður. En um það er til sögn, að Jón hafi hitt Sæmund í Parísarborg og »spanið» hann með sér til íslands. Við skulum hér 'sleppa sögunni um «SvartaskóIa» og um ráðsnild þeirra fé- laga til að Iosast undan eftirsókn »meist- arans,» og því erSæmundur synti á seln- um til íslands, og enn því, hversu kom- ið var með minni Sæmundar, að hann hafði gleymt nafni sínu, en rankaði við sér, þegar Jón minti hann á hólinn í Oddatúni, Gammabrekku.» Hitt mun víst að þeir Jón og Sæm- undur komu ungir til íslands, vígðust til prests og tóku við staðfestu og mannaforræði. En þótt saga Jóns helga væri ekki rituð fyr en 80 árum eftir andlát hans, er hún að mörgu leyti áreiðanleg og eftir góðum heimildum samin. Var þá helgijóns biskups nýlega komin upp, enda var hann þá enn í fersku minni á Norðurlandi og hið mesta safn af sögum og sögnum um hann úr að velja. Bar margt til þess að Jón yrði dýrðlingur (úr því nokkur íslendingur bar gæfu til þess), Fyrst það, að hann varð fyrsti biskup Norð- lendinga; þar næst það, að hann var ástgoði manna bæði lífs og Iiðinn, og í þriðja lagi það, að þá var helgi Þor- láks biskups komin í lög, en þess var varla von, að Norðlendingar vildu vera Sunnlendingum minni; vantaði og ekki vitranir og sögur um hjálpræðisverk Jóns biskups og ^iað þegar meðan hann enn var á lífi, að því er virðist. Spár og fyrirboðanir um hann byrjuðu þeg- ar áður en hann fæddist. Til eru þrjár sögur um Jón helga; var hin fyllsta rit- uð á latínu af Gunnlaugi munki Leifs- syni í byrjun 13. aldar, að fyrirlagi Guð- mundar góða. Elzta sagan mun vera rituð eftir boði Brands biskups um 1200 (þegar helgi Jóns kom npp) og þykir hún áreiðan- legust. Segir sagan fyrst frá ætterni Jóns og uppeldi, utanför til Danmerkur með foreldrum sínum, spásögunum fyrir hon- um, námi og fóstri hjá ísleifi. biskup, er lagði ástfóstur við Jón; svo frá ut- anför hans hinni síðari og suðurgöngu til Róms, og loks frá fundi þeirra Sæm- nndar fróða og félagsskap unz þéir komu út. í þeirri ferð hitti Jón aftur Svein konung Úlfsson og sló fyrir hann hörp- una svo vel að allir undruðust. Hann gat og frægð mikla hvar sem hann kom og lét menn heyra söngrödd sína; þótti hann nálega undramaður í sönglist. Hon- um er svo lýst: »Jón prestur var mikill vexti. manna fríðastur og bezt limaðtir, eygður allra manna bezt, silkibleikur á

x

Norðri

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðri
https://timarit.is/publication/201

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.