Norðri - 22.04.1909, Blaðsíða 1

Norðri - 22.04.1909, Blaðsíða 1
IV. 16. Til tninnis. BæjarfógetaskriFstofan opin kl. 10—2, 4—7 Bæjarsjóður, Lækjargötu 2, mánud. mið- vikud. og laugardaga kl. 4. 7 Kitsímastöðin virka daga 8 f. h. til 9 e. h. helga daga 8—11 og 4—6 Bókasafnið, þriðjud.. fimtud. og laugard. 5—8. Sunnudðgum 10—11 og 4 8. l'ósthúsið 9—2 og 4—7. Utbú Islandsbanka 11- 2 Utbú Landsbankans 1—\2 Stúkan Akureyri fundard.þirðjud.kv. kl. 8. Brynja miðvikudagskvöld kl. 8. Isafold Fjallkonan sunnudagskv. kl. 4. Trúföst mánudagskv. kl. 8. Afstaða Islands til Danmerkur. Viðtal við væntanlegan ráðherra íslands Björn ritstjóra Jónsson. Á «Hótel Kongen af Danmark« þar sem íslenzku þingrriennirnir búa meðan þeir dvelja hér, hittum vér Björn Jónsson ritstjóra; nú — eftir viðtökurnar hjá konungi — er hann fús til aðláta í ljósi skoðanir sínar á íslenzkums tjóYnmálum. Eg gjöri það því fremur, — segir hann — að sum dönsku blöðin virðast vera næstum ótrúlega ókunnug ástandinu á íslandi. Allar þær dylgjur og aðdrótt- anir sem «Vort Land-> hefir flutt, ein- kum gegn mér persónulega, eru hræði- legar! Mér hefir vei ið lýst sem áköfum Danahatara, og það hefir verið látið í veðri vaka, að íslendingar berðust ein- göngu fyrir skilnaði við Danmörku, að íslenzku blöðinséu fullhermdarópa gegn öllusem danskter. Þettaeraltgripiðúrlausu lofti. Á íslandi er Danahatur ekki til, og í mörg ár hefi eg ekki orðið eins forviða af neinu og því, að einmitt eg skuli vera talinn sérstaklega greinilegt dæmi Danahataranna. — Nokkrar greinar, sem «ísafold« flutti í haust hafa einkum valdið þessari æsingu. En það er að gera heilan hænsnahóp úr einni lítilli fjöður. Því var þannig varið með greinar þessar,að þær komu útmeðan á kosningaberáttunni stóð, og eg var ekki í Reykjavík. Sjálfur sá eg þær ekki fyr en dönsku blöðiu voru farin að vitna í þær. Eg gat ekki annað en brosað að þeim; þær voru eftir ungan fauta, sem maður sá, er eg trúði fyrir blaðinu eigi hafði haft nægar gætur á. Eg hefi aldrei skrifað eitt einasta óvingjarnlegt orð um Dani eða Danmörku, meðal annars vegna þess, að eg bæði frá námsárum mínum og síðari dvalartímum í Dan- mörku og svo vegna ætternisbanda við ýms dönsk heimili hefi aðeins að geyma bjartar endurminningar frá Danmörku og góðan hug á dönsku þjóðinni. Og forseti alþitigis segir brosandi: — Eg álít, að danskar konur séu ástúðlegastar allra kvenna í heimi,— Og hann bætir við: — Danskur læknir, Saxtorph, bjarg- aði lífi mínu me3 uppskurði á »Kom- nniiiesspítalantim — Já, mörg þáásu Ritstjóri: Björn Líndal Brekkugata 19. Akureyri, Fimtudaginn 22. apríl. 1909. lík dæmi gati eg tilfært, til að sýna hve mikla ástæð i eg pcrsónulega hefi til að unna Danmörku. Og þótt íslenzkir stjórnmálamenn að vísu álíti mig eink- ar vinveittan Dönum, er álit mitt á Dan- mörku ekki í neinni grein gagnstætt áliti landa nn'nna. Yfir höfuð var það aðeins fá ár rétt eftir 1870, að nokkur fáleikakali til Dana átti sér stað á íslandi, senTeg þá strax barðist á móti með ákafa. En síðan höfum við íslendingar að eins óskað að ná sem allra hagkvæmustu sambandi við bræð- ur vora í Danmörku. í flokki mínum eru tveir eða þrír skilnaðarmenn, en skilnaðartal þeirra álítum við hinir — já, mér er óhætt að segja, íslenzka þjóðin — eintóma loftkastala. Við erum ekki í neinum efa um það, að Danir eru sú þjóð í heiminum, sem okkur er ha^kvæmast að vera í sam- bandi við. Yfir höfuð mun nú vera næstum ómögulegt að finna í íslenzkum blöðum óvingjarnlegt orð um Dan- mörku. — Samhengislaus orð, segir ritstjór- inn og yftir öxlum, geta æfinlega vald- ið æsingu íbili, Tilvitnun úr íslenzku blaði, sem rifin eru úr réttu samhengi, skreytt með gæsalöppum, o. s. frv. get- ur ef til vill orðið til þess, að ritstjór- ar «Vort Land«s haldi að uppreist sé í vændum á íslandi. En þar fyrir brýzt engin uppreist út á íslandi. A. S. (Politiken 30. marz.) Frá ,gul/ö/d( /s/ands. Eftir M. J. Jón helgi. 2. Jón Ögmundsson var vetri miður en hálfsextugur, er hann varð biskup. Hafði hann út með s!r kirkjuvið frá Noregi og lét vini sína á Suðurlandi draga við- inn um veturinn eftir norður um Kjöl, en Norðlendingar tóku þar við og drógu til Hóla. Mundi slíkt þykja torsótt handarvik nú. Biskup lét ekkert tilspar- að, að dómkirkja hans yrði sem veg- legust, var yfirsiniður biskups Þórodd- ur Gamlason, er síðar hlaut nafnið rúnameistari, því hann var svo mikill námsmaður, að hann lærði latínska mál- fræði er hann hlýddi á nám prestlinga meðan á smíðinni stóð. Var hann hag- astur maður á íslandí, og spekingur að viti. Er stafsetningarfræði hansog enn til. Drógust að hinum nýja biskupi ófáir afburðamenn, en suma hafði hann haft út með sér, sem voru þeir Rikini höf- uðklerkur hans og Gísli hinn gautski Finnsson skólameistari, er einmælt var um, að verið hefði mesti merkismaður og biskups önnur hönd. Brátt kom það í Ijós, hver afbragðsmaður Jón var í hvívetna, og að sama skapi hugljúfi hærri manna og lægri; aldri hefir þetta land haft slíkan gullaldarblæ, sem á með- an biskuparnir Gizur og Jón stýrðu krlstnihaldi og lögurrt á íslandi, eri það var 12 ára tími, naut og þjóðin þeirr- ar stjórnvizku öldina út. Lýsir saga hans svo stjórn hans og öllu háttalagi á Hól- um, að það er hin sannasta og fegursta gullaldarlýsing, sem til er á voru máli. Er svo að sjá, sem kristnin í þeim lands- fjórðungi hafi þá enn verið mjög ung og blandin margskonar forneskju, má og vera, að hinn myndugi nýi biskup hafi þar sýnt nokkuð mikið vandlæti, og miklu frekari en ástvinur hans Gizur gerði í sínu biskupsdæmi, svo sem er hann breytti daganöfnum (Týsdegi, Óð- insd., Þórsdegi og fl. í þriðjudag, fimtu- dag o. s. frv.). Hann bannaði og þær skemtanir flestar, sem klerkur í útlönd- um ömuðust við, svo sem dansagerð og mansöngva, og tókst honum það þó ekki til fulls. Eitthvert sinn kom hann að prestlingi, er var að lesa kvæði Óví- duss Rómverjaskálds, en Óvídus var hið mesta ástaskáld. Prestlinginum bannaði hann að Iesa slíka ljóðagerð, sagði sem var, að eðli manna væri ærið breyskt undir í þeim efnum, svo ekki þyrfti á að bæta. Pilturinn var Klængur, er síð- ar varð biskup í Skálholti. En hvað sem par í þótti um of, þá er hitt vísl, að Jón biskup bætti fljótt og stórum um siðferði undirmanna sinna og kom á nýju og verulegu kristnihaldi norð- anlands. «Aldrei hefir þar kristni staðið með þvílíkum blóma, fyr eða síðar,» segir höf. hinnar ,elztu Jónssögu, Jón biskup var auðmaður mikill og þó ör og stórgjöfull. Hann hafði oftlega 100 manns í búi, en á hátíðum gistu stað- inn mörg hundruð, flest 500 manna. Öllum fjölda þessa fólks veitti biskup, en sumir höfðu vistir og tjöld með sér. Vildi biskup, að hver maður í Skaga- firði vitjaði staðarins minst einu sinni á ári hverju. Dróg og fjölmennið ekki minst löngunin að heyra söngrödd hans og sjá hann standa fyrir altari, og lýsa blessun yfir fólkið. Eining og samlyndi á staðnum var hin fegursta fyrirmynd; eftir því var reglan og iðjusemin og fipaði enginn maður annan. «Hér mátti sjá,» segir Gunnlögur munkur, >um öll hús biskupsstólsins mikla iðn og athöfn. Sumir lásu heilagar ritningar, sumir rit- uðu, sumir súngu, sumir námu, sumir kendu. Eigi var öfund þeirra á milli eða sundurlyndi, enginn ágangur eða þrætni, hver vildi annan sér meirihátt- ar; og þegar merki var til tíða gert, skunduðu allir þegar úr smákofum sín- um til kyrkjunnar, sem byflygi til by- stokks, með sér berandi sætlegan seim, er þeir höfðu saman borið úr lystuleg- um vínkjallara heilagra ritninga. I kirk- junni hófst með tíðagerðinni fagurleg samhljóðan söngsins í kórnum og hin sætustu hljóð raddanna.«------«Eng- inn fór með lausung eða mælgi; hinir eldri menn og meiriháttar voru með staðfesti og athuga, en ungir menn haldnir og siðaðir undir stjórn hinna eldrj atgerðu svo fagurlega hvorutveggju sitt embætti. Skein með þvílíkri birtu yfir heilagri kristni undir þessum hei- laga biskupi.» Síðan telur hann upp hina helztu merkismenn, er þar nutu náms og síðar urðu hinir ágætustu. Er fyrst nefndur ísleifur Hallsson, er Jón biskup kaus sér til eftirmann, en andaðist ungur, Klængur Porsteinsson, var næstur sem áður er getið, og þá var á barnsaldri, en var síðan höfuð- klerkur og skólameistari biskupanna Ketils og Bjarnar og loks biskup í Skál- holti 24 ár, einhver hinn mesti skör- ungur þeirrar merkilegu aldar. Var og ritsnild hans lengi viðbrugðið. Og enn eru nefndir þeir ísleifur Grímsson, frændi biskups, Jón svarti, Bjarni Berg- þórsson, Björn, er var hinn þriðji bisk- up á Hólum. Enn eru og nefndar nokkr- ar göfgar meyjar, er námu latínu á Hólum og kendu síðan, svo sem þær Ingunn, er Iengi kendi latínu og mærin Hildur, er varð einsetukona og lengi bygði kofa við sönghús kirkjunnar, þann er Jón biskup lét smíða henda henni og vaudaði mjög. Jón biskup stofnaði fyrstur til klausturs á íslandi. Pað var á Pingeyrum, en entist ekki aldur til að stofna það til fulls. Leiðindin i Norðudandi. Pegar ósannindi eru rekin ofan í mál- uga menn, er það algengt, að þeir koma fram með ýmsan þvætting og vaðal, til þess að minna beri á, að skýr rök hafi ver- ið færð fyrir ranghermi þeirra. Petta gerir »N1.« í síðasta blaði. Eg hefi lýst því yfir, að «N1.» hafi oftar enn einu sinni rangfært ummæli H. Hafsteins, þegar hann bauð sig fram síðast í Eyjafirði. Þessu treystir blaðið sér eigi til að mót- mæla, en kemur með útúrdúra viðvík- jandi skilningi á oftnefndum ummælum H. H. Pað vill nú svo vel til, að orð þau, er hér ræðir um, voru færð í let- ur á Grundarfundinúm um leið og þau voru töluð, og eru þau þessi: »Eg hefi hugsað mér að taka á móti kosningu fyrir þetta kjördæmi aftur, ef kjósendur vilja. En þar sem mér er það hið mesta áhuga- mál, að fá þetta frumvarp samþykt á næsta þingi, stend eg og fell með undirtekt kjósenda undir þetta frum- varp.» Sé það athugað, hvernig «NI.« oftar en einu sinni hefir tilfært þessi ummæli, dylst það ekki, að blaðið hefir við þau aukið. Þetta legg eg óhræddur undir dóm óhlutdrægra lesenda, það ejnn- ig, hvort skilningur minn sé ekki réttari en blaðsins á margnefndum ummælum. Eg hefi bent á, að þing var rofið, eða þingmenn leystir frá umboði fyrir síðustu kosningar, því að enginn var orðinn formlegur þingmaður, fyr en al- þingi hafði samþykt kosningu hans. Þessu trfýstir «NI.« sér ekki til að mót- mæla, sem ekki er heldur við að bú- ast, en hleypur út úr ráðaleysi í það, að gera samanburð á Alþingi og hrepps- nefnd, sýslunefnd og bankaráði, en gætir þess eigi, að þessi samanburður sannar ekkert, og nær engri átt, þar sem téð- ar nefndir og ráð, eru stofnuð með öðrum lögum en löggjafarþing íslend- inga. »N1.* heldur, að eg treysti mér

x

Norðri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðri
https://timarit.is/publication/201

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.