Norðri - 22.04.1909, Blaðsíða 2

Norðri - 22.04.1909, Blaðsíða 2
62 NORÐRI NR. 16 elcki til að svara fáfræðislegri spurningu um val þeirra konungkjörnu. Satt að segja virðist mér blaðinu sjálfu skyldast að útvega sér svar upp á slík- ar spurningar og ef það gerði það, væri ekki úr vegi að það jafnhliða skýrði skólameisturunum, Lárusi og Stefáni, frá því, hvenær það hetði ver- ið, sem þjóðin hafnaði þeim, því líklega vill þó blaðið ekki kalla Snæfell- inga og Skagfirðinga hverja út af fyrir sig þjóðina, en sé það meiningin samt sem áður, að þjóðin hafi hafnað skólameisturunum við það, að þeir féllu við kosningarnar í haust sem leið, þá hefir hún efalaust valið þá H. H., J.Jóh. og J. M. fyrstþeir náðu kosningu. Pað er oft erfitt að eiga orðastað við menn, sem ekkert vit hafa á því, sem þeir eru að ræða eða þræta um; og svo vill það verða stundum með «N1.» Rókannþað að vera afsakanlegt, að auðheyrt er að blaðið hefír enga hugmynd um til hvers efri deildir þinga í löndum venjulega hafa verið stofnaðar, þar sem naumast er hægt að búast við, að núverandi bráðabyrgð- ar aðstandendur blaðsins hafi aflað sér slíkrar þekkingar. 5. Kafli úr bréfi úr Höfn, — Ekki batnar Birni enn.— Rá er nú Björn búitin að afhjúpa sjálfan sig, og það má segja að hafi tekist honum bæði fljótl og vel, en svo er heldur ekkert eftir nema skömm- in, og hún ógleymanleg. Grunsamt var «valdalystarleysið,» og ekki skánaði þegar á þingið kom og sízt þegaj. Björn átti að vera »aleinn af þremur« og á engan annan mátti benda. En nú! hvernig líst ykkur! íslendingar á þenna »sjálfstæðismann» þegar hann kemur fram á vígvöllinn hjá Dönum ? Fyrsta verk Björns er að jeta í sig marga árganga af «ísafold» og fullvissa Dani um það, að hann hafi alla tíð elskað þá út af lífinu, danskur læknir sé líf- gjafi hans, hann sé tengdur dönskum ættum, og hann lætur ekki þar við stað- ar numið, heldur afneitar hann einnig «ísu» sinni, segir að greinarnar sælu í sumar, þar sem Danahatrið náði hámarki sínu, séu skrifaðar af galgopa nokkrum í fjarveru sinni og reynir að kasta af sér ábyrgðinni. Svona var farið af stað, um að gera að afneita þeim «gamla Adam» og klæðast nýjum og betri manni, setja strax á sig ráðgjafagerfi —og með þessum hætti líka. En þetta var bara byrjun, Flaðrinu og daðrinu var haldið áfram; út úr báðum munnvikjunum rann slef og smjaður yfir kong og «dönsku mömmu* alveg hóflaust. — Við Dani vill sjálfstæðisforinginn alls ekki skilja, það liggur meira að segja ekkert á því, hvort við fáum stjórnar- skrárbreytingu fyr eða síðar — kannske aldrei? — Við getum hvorki efnalega eða menningarlega!! (kulturelt) skilið við Dani. ísland sé í samanburði við Dan- mörkn eins og húsmannskot (hjáleiga,) hjá herragarði. Svona má tína margt til, alt er það í líkum undirtyllutón, sem Danir hér hlæja að, og landar heima vonandi fyllast fyrirlitningu yfir, Eitt má ekki gleymast af orðum sómamannsins! og þar er ekki laust við að karlinn tali hrottalega af sér, þar sem hann segir «baráttan heima var að eins (kun) móti H. H. og ísl. nefndarmönnunum,* en vér metum velvild Dana og dönsku nefndarmennina. Annars vísa egtil dönskublaðanna, sem Norðra sjálfsagt hafa borist, því það fer um mig að hafa þetta eftir ísienzk- um sjátfsfKðismarmit en nú er eWd lenfprr hægt að þyrla upp ryki, nú sjá allir góð- ir drengir, að þessi maður er okkar versti, og honum skulum við hlaða. Fyrrum var Björn forustusauður en nú er elckert nema sauðurinn eftir, en vér slátrum honum sem fyrst. Peir menn sem falskir eru og tala tveim tungum, eiga ekki skilið neina ættjörð, sízt ef þeir glepja sína eigin þjóð. Helzti Landvarnarmaður hér sagði þá hann sá aðfarir Björns: þenna and- skota gæti H. H. aldrei haft sig til, hann er sá sómamaður. Völdin. f Norða 1. þ. m. er símskeyti, sem greinir frá hvað Björn ísafoldar-ráð- herra hafi sagt Dönum, er hann sigldi til að ná í ráðherrastöðuna. Það er blátt áfram hryllilegt að lesa þau orð. Að hugsa til þess, að maður, sem er orðinn æðsti valdsmaður þjóðarinnar skuli vinna til að afneita orðum sínum °g gjörðum til að ná valdasessinum, það er hryllilegt. Og að sami maður, sem þrásinnis hefir borið fyrverandi láðherra H. Hafstein og flokki hans á brýn Danasleikjuskap — skuli um leið og hann stendur þeim augliti til aug- litis, auðmýkja sig langt um meir en nokkrum hefir til hugar komið, það er hryllilegt. Pótt Björn þykist ekki hafa skrifað hinar svæsnu greinar í ísafold, álít eg og allir, sem eg hefi átt tal við, að það sé nákvæmlega sama. Rær eru prentaðar athugasemdalaust, og þar af leiðandi sem talaðarfrá hans eigin brjósti. Það er álitið að þeir, sem ekki þora eða vilja standa við orð sín og gjörðir séu miður heiðarlegir menn. Getur það ekki eftir framanskrifuðu, samrýmst við nýja ráðherrann ? Vaknaðu nú íslenzka þjóð, og hristu af þér blinduna frá í sumar. Gættu svo að hvað hefir gerst, og er að gerast, og sérstaklega hvað gerist hér eftir, (því það, sem búið er verður ekki afturtek- ið). Sérðu ekki að hverju ofurkappið hefir stefnt. Það hefir helzt líkst því, eftir því sem sögur fara af, sem banhungraðir menn væru að reyna að ná í eitthvað ætilegt til að sefa sitt sárasta hungur. Því hvert einasta orð og atvik, satt og logið var notað til að ófrægja sam- bandslagamenn. og neyðaróp þessara æsingamanna, má heita að hafi verið völdin. Völdin viljum við fá. 10 apríl, 1909. Skeggi. Eyfirsku fiskiskipin. Af fiskiskipunum héðan hafa borist þessar fréttir. A ísafirði voru um "páskana: Samson hafði aflað . . . 20000 Hjalteyrin hafði aflað . . 5400 Jakob hafði aflað .... 2500 Á Flateyri voru í gær: Oli hafði aflað......... 3000 Egill hafði aflað .... 2000 Júlíus hafði aflað . . . 4000 Lottie hafði aflað . . . 1800 Engin skipanna höfðu orðið fyrir skemdum og menii voru allir við góða heilsu. Sumarið heilsar í dag með hlýviðri og sunnan- vindi, en sólarlaust þó. Sumargleði. , í dag er sumargleði haldin að Grund, þar syngur séra Geir, en lúðrafélagið leikur á horn. Margt manna úr bæn- trni er þar fremra, Úr blaðinu „Chr. life“ 1809 fæddust tveir frægustu og beztu menn af enskum ættstofni. Það voru þeir Darwin,á Englandi, ogLincoln forseti Bandaríkjanna. Beggja 100 ára afmælis er nú minst með mikill viðhöfn og sóma. Um Lincoln fórust Rosevelt forseta nýlega svo orð: »Tvö stórmenni hafa skarað fram úr öllum hér í álfu, þeir Washington og Lincoln. Báðir fylgdu háleitu hugsjóna- marki, en voru um leið praktiskir menn, stiltir og hagsýnir, sem best mátti verða. Báðir voru fullhugar í skapi, enn um Ieið mildir menn og góðgjamir eins og hversdagsmenn. Báðir áttu alla þá yfir- burði, sem auðkent hafa afreksmenn mannkynssögunnar. Til hafa verið menn eins miklir og þeir og eins góði r og þeir, en aldrei góðir menn eins miklir. Hér er kafli úr bréfi, sem Darwin ritaði kunningja sínum 1882 (sama ár sem hann andaðist): F*ér spyrjið, hvað eg drekki. Eg drekk lítinn bikar af víni daglega, en hygg þó að það sé mér til engra veru- legra bóta, en þér viljið, að eg drekki meira við svima þeim, sem angrar mig. I nefið hefi eg tekið alla mína æfi, en nú iðrar mig þess, að eg kom mér nokk- urntíma upp á þann óvana. Samt skal þvf ekki neita, að neftóbak fjörgar vel hugsun manna við þreytandi störf. Enn fremur reyki eg daglega tvo vind- linga tyrkneska, þeir örfa mig ekki, held- ur gefa mér ró og hvfld eftir ert'iði, eða eftir að eg hefi verið neyddur til að skrafa nokkuð að mun, því að það þreytir mig mest af öllu. Eg er nú 73 ára gamall. Framfarir Kínamanna eru orðnar svo óðar og svæsnar, að þeir taka Japönum langt fram. Óttast margir þau viðbrigði því að trú og siðgæði hinnar ægistóru þjóðar er um leið að kollsteypast, og — þá er fallið nærri, þrátt fyrir «fram- farirnar.» Regar Forn-Grykkir gleymdu guðum sínum (eftirdaga Sókratesar) fóru þeir í hundana.« M. J. Nauðungartollur. Frjálsræðistollur. Eg hefi séð í blöðunum að skorað er á þingið að samþykkja bann á vínflutningi til landsins og jafnframt talið líklegt, að það komist í gegnum þingið. Verði það, vita allir að landssjóður missir þar vænan bita, sem er tollurinn. Allir vita, að sú upp- hæð þarf einhverstaðar að fást aftur. Þeir, sem gylla bannlögin, halda því fram, að slíkt sé ekki mikil þraut. En þeir sem eg hefi átt tal við, jafnt bannvinirsem óvinir, játa það, að tollurinn muni þó ekki nást, nema að tolla nýja vörutegund, og hefi eg heyrt þar til nefnt steinolíu og timbur. Þetta eru nú vörur, sem alveg er ómögulegt að komast hjá að kaupa til þarfa sinna. Þannig virðist mérjtollur á þessum vörum réttnefndur nauðungartollur. og hann á að leggjast á þjóðina í staðinn fyrir frjálsræðistoll; svo nefni eg brennivíns- tollinn, því hverjum er alveg í sjálfsvald- sett hvort hann greiðir þann toll, því eng- inn er nauðbeygður til þess að kaupa vín. Er þá þetta rétt aðferð að neyða mikinn meirihluta þjóðarinnar til að greiða árlega ákveðna upphæð, vegna þeirra fáu, sem ekki hafa stjórn á sjálfum sér? Eg segi hiklaust nei. — Marga hefi eg heyrt segja, að það sé skerðing á frjálsræði, ef víninu er útrýmt með banni og verð egalveg að fallast á það. Og þóttmeiri hluti þjóðarinnar væri vín- banninu fylgjandi, þá hefi eg þó heyrt marga sem með því voru, segja sem svo, að ef þeir hefðu átti að greiða atkvæði bara fyr- ir sjálfa sig, þá hefðu þeir verið móti bann- inu, en þeir hafi greitt atkvæði með því vegna drykkjumanna og fyrir glæsilegar for- tölur. Og að endingu: Ef syndin hefði ald- rei komið í heiminn, væri margt öðruvísi en er. Allir vita hve mikið hún hefir ilt í för með sér og þó vildi guð ekki hindra ftrfl mamrsftTs, mé'ð þvl sð svtftn hanrt ftjáls- ræðinu, því með því hefði hann gert mann- inn, mynd sína, að skynlausri skepnu. En þingið ætlar þó að útrýma víninu. Loksins er þá komið svo langt að mennirn- ir eru orðnir betri og réttlátari! en skapar- inn var í öndverðu. Þingmenn! Hlynnið að bindindi en lofið víninu að flytjast. Skeggi. Alþingi Talsímafréttir til Norðra. Rvík 21. apríl. Ný frumvörp. Um heimild til þess að landssjóður kaupi hlutabréf í íslandsbanka fyrir 2 miljónir króna. Heimild þessari er þannig fyrir kom- ið, að landssjóður gefur út verðbréf, sem bankinn síðar selur, og verður lands- sjóður með því fyrkomulagi eigandi að tveim fimtu af hlutafé bankans ef hpim- ildin er öll notuð. Um breytingar á fyrirkomulagi lands- bankans. Helztu breytingar eru þær, að banka- stjórar verða 2 með 4000 króna laun- um hvor og auk þess lögfræðislegur ráðanautur með 1500 króna launum, sem þingið kýs. Um að landssjóður taki 500000 kr. lán og leggi það inn í Thorefélagið; skal þetta fé ganga fyrir öðru hlutafé félagsins, nefnist það því forréttinda- hlutir, (preference aktier) og fá aðrir hluthafar engan arð fyr en búið er að borga landssjóði 4% af hlutafé hans. Félaginu skal stýrt af 7 manna stjórn, þar af kýs alþingi 3 og hluthafar aðra 3 en ráðherra er sjálfkjörinn formaður Frumvarp þetta er soðið upp úr til- boði Thorefélagsins og er því fylgt af miklu kappi af ýmsum meiri hluta mönn- um, en þó er talið vafasamt, að meiri hluti sé fenginn með því í báðum deild- um enn þá, þrátt fyrir taumlausar «agi- tationer,» Um að leggja fast gjald á skip. Eftir frumvarpi þessu á að greiða fast gjald af öllum útlendum vörum, sem fluttar eru inn í landið. Gjald þetta er í frv. ákveðið 25 aurar pr. 100 pd. á flestum vörutegundum, en undanþágur eru þó gerðar með nokkrar vöruteg- undir t. d. kol, salt, sement og timb- ur. rjarlogin. Við aðra umræðu fjárlaganna í e. d. minkaði tekjuhaliinn um 170 þús, kr. Tekjurnar voru hækkaðar um 42 þús. kr, en útgjöldin lækkuð um -128 þús. kr. Fjárlögin eru nú orðin svo gjörbreytt frá því er þau komu frá stjórninni, að þau eru nærri óþekkjanleg.^ Til þriðju um- ræðu í e. d, verða þau á morgun. Kappglíma um Akureyrarskjöldinn var þreytt þriðju- dagskvöldið 20. þ. m. Keppendur voru 9. Svo fóru leikar. að Ólafur Sigurgeirs- son hélt skildinum, féll hann aldrei og hafði því 8 vinninga. Jón Geir Jónsson féll einu sinni (fyrir Ólafi) og hafði 7 vinninga. Jakob Kristjánsson féll tvisvar (fyrir Ólafi og Jóni) og hafði 6 vinn- inga. Sklpakomur Egill kom 19. þ. mánaðar og fór aftur samdægurs. Farþegar frá Húsavík: Páll Stefáns- son agent, Páll Sigurðsson stöðvarstjóri Sig. Sigfússon sölustjóri, Aðalsteinn kaup- maður Kristjánsson o. fl. Prospero kom 20. þ. m. frá Reykja- vík, fór um kvöldið. Farþégat. Ftiirtfúár af 3ambandsfumfl

x

Norðri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðri
https://timarit.is/publication/201

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.