Norðri - 29.04.1909, Blaðsíða 2

Norðri - 29.04.1909, Blaðsíða 2
66 NORÐRI. NR. 17 346,740 kr., og allur kenslumálakoítnaðurinn eftir því tiltalslega 232,316 kr. og 512,880 kr., en kostnaður til verklegra fyrirtækja færðist niður að því skapi, í 82,180 kr. og 264,720 kr. Aftur á móti er hreinn kostnaður til samgöngumálanna hvergi nærri eins mikill og útgjaldaupphæðirnar í framanskráðum yfirlitum greina, því að þau mál gefa sum landssjóði talsvert í aðra hönd. Þannig er í fjárlaga- frumvarpi fyrir 1910—1911 landssjóði áætlaðar tekjur af póstferðum . . . kr. 150,000.00 * ritsímum og talsímum — 155,000.00 « vitagjaldi .... — 40,000.00 Samtals kr. 345,000.00 Hreinn kostnaður til póstmála þau ár er því að réttu lagi aðeins 44,750 kr., kostnaður til ritsíma og talsíma, að meðtöldu árgjaldinu til mikla uorræna ritsíma- félagsins, en að fráskildum kostnaði við nýjar símalagningar aðeins 28,300 kr., og vitagjaldið borgar eigi aðeins allan árlegan kostnað við vitana, heldur gefur að auki um 8000 kr., sem samsvarar 4°/o rentu af 200,000 kr. Yfirlitin sýna, að gjildaaukningin kemur fram í mjög mörgum gjaidliðum og stafar ekki svo mjög af óvenjulegum útgjöldum, sem af nýjum lagafyrirmæl- um og umbótum í helztu velferðarmáium þjóðarinnar, sem sumpart eru um það leyti að ganga í gildi, Pannig koma á fjárhagstímabilinu 1910—1911 til útgjalda all.nikil gjöld umfram það, sem talið er á núgildandi fjárlögum fyrir 1908 — 1909, og skulu hér nefnd nokkur ný gjöld og kostnaður, sem sumpart er óumflýjan- legur, sumpart mjög nauðsynlegur, umfram það sem nú er veitt: I. Tveggja ára vextir og afborganir af láni landssjóðs úr ríkis- sjóði Dana................................................... 89,941 kr. 2. Til fátækramálefna............................... . , . . 6,000 — 3. Viðbót til geðveikrahælis.................................... 13,195 — 4. Til launa handa póstafgreiðslumönnum og bréfhirðingamönn- um, viðbót.........................................., . . Q,550 — 5. Viðbót til gufubátsferða til Hornafjarðar.................... 12,000 — 6. Til vita á Dyrhólaey, Rifstanga og Langanesi . . , . . 53,500 — 7. Aukinn kostnaður við stjórn og umsjón vitamála .... 4.200 — 8. Aukinn kostnaður við eldri vita, og rekstur hinna nýju vita á Dalatanga og Siglunesi............................................. 9,320 — 9. Tillag til prestalaunasjóðsins.................................... 48,000 — 10. Til lagaskólans .................................................. 10,950 — II. Til kennarakenslu ................................................ 14,800 — 12. Til kvennaskóla............................,................. 6,200 — 13. Barnaskólastyrkur ................................................. 9.000 — 14. Farskólastyrkur................................................... 10,000 — 15. Styrkur til byggingar barnaskólahúsa.............................. 28.000 — 16. Umsjón fræðslumála................................................. 3,400 — 17. Kensla heyrnar- og tnálleysingja................................... 1.500 — 18. Lýðskólinn......................................................... 1,000 — 19. Landsbókasafnið og landsskjalasafnið.............................. 11,300 — 20. Fornmenjar og forngripasafn........................................ 2,680 — 21. Bændaskólarnir á Hólum og Hvanneyri ....... 74,600 — 22. Búnaðarfélagið..................................................... 6,000 — 23. Skógrækt........................................................... 6,000 — 24. Verzlunarskólinn................................................... 4,000 — AIIs 435,136 kr. Hér er eigi með talinn neinn kostnaður til vegagjörða né til nýrra talsíma- lagninga, af því sá kostnaður er lægri í frumv. heldur en í núgildandi fjárlögum. Gegn þessari miklu hækkun á ýmsum óhjákvæmilegum gjöldum á næsta fjárhagstímabili kemur að vísu nokkur áætluð tekjuhækkun, þótt tekjurnar séu á- ætlaðar svo varlega, að t. d. aðflutningsgjaldið er í fjárlagafrumv. sett um 156 þúsund kr. lægraá fjárhagstímabilinu, heldur en búast mætti við eftir meðaltali þriggja síðast undanfarinna ára. En þrátt fyrir tekjuhækkun þá, sem áætluð er í fjárlagafrumv., og þótt slept hafi verið að taka til greina allmikið af tillögum vegaverkfræðingsins og landsfmastjórans um nýjar vegagjörðir og talsímalagning- ar, og aðrar fjárbeiðslur takmarkaðar að mun, þá nemur hinn áætlaði tekjuhalli í fjárlagafrv. samt um 348 þús kr., og auk þess er í fjáraukalögum fyrir 1908 og 1909 farið fram á aukafjárveitingar, er nema alt að því 134 þús. kr. Þegar til þess ketnur að athuga, á hvern hátt eigi að fá, án lántöku, fé það sem þannig vantar, virðist auðsætt, að til þess er ekki nema ein leið, en það er bráðabirgðaaukning á aðflutningsgjaldi. Aðflutningsgjaldið er enn, þrátt fyrir toll- lögin frá 1907, tiltölulega lágt í samanburði við það, sem tíðkast í ýmsum öðr- um löndum á sömu vörutegundum, og þó að aðflutningsgjald hafi aukist svo á þeim fáu árum, sem liðin eru af öldinni, að það er varkár áætlun að telja þáð nú 644 þús. kr. hærra á fjárhagstímabili, heldur en það var áætlað í fjár- lögunum fyrir 1900 og 1901, þá má þó fullyrða, að sú hækkun hafi eigi verið almenningi tilfinnanleg, þannig að menn af þeirri ástœðu hafi fundið til þyngri gjaldabyrðar til landssjóðs, heldur en síðustu árin fyrir aldamótin. Jafnvel þótt tollurinn á kaffi og sykri sé eigi hár í samanburði við það sem gjörist sumstaðar annarsstaðar,* og tekjuaukinn bæði fljóttekinn og viss með því að hækka á þeirn vörutegundum, þar sem hvers eins eyris hækkun á pund- inu af hvoru um sig mundi gefa um 100 þús. kr. tekjuauka á fjárhagstímabilinu, þá er þó ekki farið fram á að hreyfa neitt við tollinum á þeim, heldur er lagt til að hækka eingöngu á þeim tollskyldu vörum, sem enn síður geta talist til nauðsynja og mönnum því er enn þá meira í sjálfsvald sett, hvort þeir kaupa og nota eða ekki, sem sé allskonar áfengisdrykkjum og tóbaki, svo og súkkulaði, btjóstsykri og tegrasi. * í Noregi er tollurinn í ár (1908) af kaffibaunum óbrendum lægst 30 aurar hæst 50 aurar á kílógram (2 pd.), af brendu kaffi og kaffibæti 50—75 aura á kg., af sykri 30—40 aurar á kg. Af öllum teg. brennivíns er tollurinn 2 kr. 65 au. — 3 kr. 20 au. á lít- er, án tillits til styrkleika, ef flutt er á ílátum undir 50 lítra, en2kr. 80 au — 3 kr. 20 au. miðað við fullan spríttstyrkleika, ef flutt er á stærri ílátum. — Af neftóbaki er tollurinn 3 kr. 80 au. — 5 kr. á kg, en af reyktóbaki og munntóbaki 2 kr. 70 au. — 4. kr á kg. af vindlum og vindlingum 6—8 kr. á kg. o. s. frv. Alls eru þar yfir 7oo töluliðir af toll- skyldum varningi. Sé aðflutningsgjaldið af þeim fáu vöruteg., sem tollskyldar eru hér á landi, og hingað flytjast á einu fjárhagstímabili eftir síðustu ára reynslu, reiknað út efbr hinum norsku regium (lágmarkinu), þá mundí það nema nálægt hálfri íjórðu miljón á fJárhargsfímabiÍHiu, Alþingi Talsímafréttir til Norðra. Rvík 28. apríl. Breytingartillögur minni hluta sambandslaganefndarinnar, þeirra Jóh. Jóhannessonar, Jóns Magnús- sonar og Jóns Olafssonar, eru þessar. 1. Við 1. gr. Upphaf greinarinnar orðist þannig: «ísland er frjálst og sjálfstætt ríki.» 2. Við 1. gr., orðin: »Danmörk og ísland . . . veldi Danakonungs,* falli burt. 3. Við 3. gr., 2. lið, í stað orðanna: «er ísland varðar sérstaklega, skal þó gilda» komi: er snertir íslenzk mál, þau er ekki eru talin með sem sameiginleg, samkvæmt lögum þessum.« 4. Við 3. gr.. 2. lið.í stað orðanna: «nema rétt íslenzk stjórnarvöld sam- þykki» komi: »án samþykkis réttra ís- lenzkra stjórnarvalda.* 5. Við 3. gr., 4. lið. Aftan við orð- in: «eftir samkomulagi við Danmörku® bætist »um nánari tilhögun á því eftir- liti.» 6. Við 3. gr., 4. lið. í stað orðanna: «við ísland» komi: «á landhelgissvæði íslands.» 7. Við 5. gr. Á eftir orðinu: »jafn- réttis« bætist við «að öðru jöfnu.« 8. Við 6. gr. Á eftir orðunum: «3. gr.» bætist við: «og 9. gr.» 9. Við 7. gr. í stað orðanna: »legg- ur ísland» komi: «Ieggur ríkissjóður ís- lands.» 10. Við 7. gr. í staðorðsins: «Iands- sjóði» komi »ríkissjóði». 11. Við 8. gr. Á eftir orðunum: «séu sameiginleg eða eigi« bætist við »samkvæmt 3. gr.« 12. Við 9. gr. Aftan við greinina bætist: «Alt samkvæmt tillögu þeirri sem fram er komin, eða, ef tillögur eru framkomnar frá þingum beggja ríkj- anna, þá samkvæmt þeim sem lengra fer». Atþs. Breytingartillögur þessar fara, eins og menn hljóta að sjá, í þá átt að skýra og breyta oss í hag þeim ákvæðum í sambandslagafrumvarpinu, sem hinum nýja stjórnarflokki hefir þótt orka tvt- mœtis. Mætti því ætla að ýmsir hinna óháðari þingmanna í þeim flokki hefðu látið sér þær nægja, en svo hefir ekki reynst. enda munu þeir nú allir vera orðnir rígbundnir við breytingartillögur meiri hluta nefndarinnar. Reykjavík 28. apríl kl. 7 e. h. Sambandsmálið er til annarar um- ræðu í neðri deild í dag. — Af ræðu hins nýja ráðherra mátti skilja, að fyrir- ætlan meiri hlutans væri að samþykkja frumv. með þeim breytingum, sem meiri- hlutinn vill hafa fram og afgreiða það sem lög frá þinginu. Retta þykir samt fremur ósennilegt, þar sem telja má víst, að staðfesting fáist ekki, en þá hlyti ráðherrann að falla. — Háskólamálið. Lög um það afgreidd frá þinginu í dag. „ Thorefélags-tilboðið. N. d. feldi frv. með 12 atkv. gegn 11. Samþykti »rök- studda dagskrá», er Skúli Thoroddsen flutti. Hann hafði gefið út aukablað af «þjóðviljanum« daginn áður en málið kom fyrir þingið og mælt kröftuglega ámóti þeirri vitleysu. Aðflutningsbann. Útlit fyrir, að lög um það nái samþykki þingsins, en mjög breytt frá hinu upphaflega frumv., sölu- heimild til 1915, bannaður aðflutningur 1912, ákvæðið um húsransókn, sem fór í bága við stjórnarskrána, eins og nýi ráðherrann fJutti það felt burtu o. s. frv. Nefnd skipuð af ráðherra, sem efílr því sem í skipunarbréfinu stóð, átti að ransaka hag Landsbankans, verðbréf, seðlafúlgu, bæði nýrra seðla og gam- alla, er eyðileggjast eiga, víxla, peninga- forða og jafnvel bréfaskifti. Út af þessu varð uppþot talsvert bæði utanlands og innan, hætt við lánstraustsspjöllum og fl. en í morgun skýrði ráðherra frá, að meiningin með nefndarskipun þessari væri aðeins sú, að »taka út» bankann við sljórnarskiftin. Nefndin væri sett til eftirlits og yfirskoðunar við það, af hálfu stjórnarinnar, en hún væri alls ekki sett til höfuðs bankanum eða »gamla Tryggva.« Ráðgerð fyrirspurn í efri d. Vegur ráðherra ekki talinn að hafa vax- ið við þetta mál enn þá. Gufuskipaferðum býðst «sam. gufu- skipafélagið* til að halda uppil910og 1911: 25 ferðir á ári, til strandferða »Hólar» og «SkálhoIt« og auk þess þriðji strandferðabátur, er gangi fyrir Suðurlandi. Hólar eiga ennfremur að fara 4 ferðir á sumri hvoru kringum land á 5 dögum hverja ferð og koma aðeins við í kaupstöðunum. »Botnia» komi í stað »Lauru», hún hefirkælirúmi á að fara 2 ferðir norður fyrir land hvert ár. Tillag áskilið 60,000 kr. á ári. Sennilegt. að þingið gangi að þess- um tilboðum. Þingtíminn lengdur til 8. maí. Tekjuhallinn á fjárlögunum líklega nær 300,000 kr. Rau eru til einnar um- ræðu í n. d. Eiga þá eftir að ganga í gegnum eina umræðu í efri deild og sameinað þing. Viðskiftaer indrekar. Á aukafjárlög- um eru veittar 10,000 kr. til að launa viðskiftaerindsrekum fyrir ísland erleud- is. Á fjárlögumlm verður að líkindum veitt til þessa kr. 12,000 hvort árið. Ráðherrann hafði sagt, að skeð gæti, að einn erindreki yrði skipaður í sumar, og hefir fjárveiting þessi því verið sett á aukafjárlög. Útlendar fréttir. Símfrétt frá Reykjavík. 28. apríl kl. 8.’/« e. m Ungtyrkir hafa sigrað, tekið Konstantinópel, og sett soldán af; mikið mannfall, Síðustu vikurnar hafa verið allmiklar óeirðir á Tyrklandi og andróður gegn Ungtyrkjum, leikur sá orðrómur á, að soldán hafi róið þar undir. Skeyti þetta ber það með sér, að endalokin hafi orðið þau, að komið hefir til vopnaviðskifta, og hafa Ung- tyrkir borið hærri hlut; verður fióð- legt að heyra ljósari fregnir af þessum atburðum. Úrslit . Balkanskagaþrætunnar. Öll stórveldin nema Rússland höfðu einróma lagt það til, að Serbía skyldi friðmælast við Austurríki og hætta víg- búnaði. Serbar sáu sér því ekki annað fært en að hlýta ráðum þeirra. Úrslitinurðu þvíþau, að 31. marzafhenti sendiherra Serba í Vínarborg utanríkis- ráðherra Austurríkismanna Aehrenthal, stjórnarskeyti það, er krafist hafði verið. Efni skeytisins er þetta: Til þess að eyða öllum misskilningi hefir sendiherra Serba verið boðið að gefa utanríkisráðatíeyti Austurríkismanna þessar upplýsingar: Serbí*? viðurkennir, að með innlimun Bosníu hafi eigi ver- ið brotinn réttur á sér, og að hún f samræmi við þetta muni hlýta þeim ályktunum, sem stórveldin gjöra með hliðsfðn af 25. grein Berlínarááttmálans.

x

Norðri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðri
https://timarit.is/publication/201

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.