Norðri - 06.05.1909, Side 1

Norðri - 06.05.1909, Side 1
IV. 18. 1909. - Ritstjóri:* Björn Líndal |IBrekjkugata 19. Akureyri, Fimtudaginn 6. maí. Til minnis. Bæjarfógetaskrifstofan opin kl. 10—2, 4—7 Bæjarsjóður, Lækjargötu 2, mánud. mið- vikud. og laugardaga kl. 4. 7 Ritsímastöðin virka daga 8 f. h. til 9 e. h. helga daga 8—11 og 4—6 Bókasafnið, þriðjud.. fimtud. og laugard. 5—8. Sunnudögum 10—11 og 4 8. l'ósthúsið 9—2 og 4—7. Utbú Islandsbanka 11- -2 Utbú Landsbankans 1—12 Stúkan Akureyri fundard.þirðjud.kv. kl. 8. Brynja miðvikudagskvöld kl. 8. Isafold Fjallkonan sunnudagskv. kl. 4. Trúföst mánudagskv. kl. 8. Ekla é Allir eru sammála um að peninga- málum landsins sé nú allmjög í óefni komið. í hátt á annað ár hefir verið næstum ómögulegt að fá peningalán, jafnvel þótt góð trygging hafi verið í boði. Landsbankinn hefir að vfsu leitast við að bæta úr þörfinni eftir föngum, en hefir skort fé til þess, og íslands- banki hefir eigi heldur séð sér fært að lána þótt hann hafi haft peninga fyrir- Iiggjandi. Hér skal eigi um það rætt, hverjar orsakir liggi til þessara vandræða. En svo inikil brögð eru að þessum peningaskorti, að öll atvinnumál lands- ins standa á failandi fæti af þessari or- sök. Til þessa hafa allir heilvita menn og fullþroskaðir fundið meira eða minna og allir sem láta sig nokkru skifta hag og heill landsins og þjóðarinnar, eru sammála um það, að á því sé hrein og bein lífsnauðsyn, að ráða bót á þess- um vandræðum sem allra fyrst. Á all- mörgum þingmálafundum síðastliðinn vetur voru samþyktar áskoranir til þings- ins um það, að leita einhverra bragða til þess að bæta úr þessari neyð. Jafn- vel flokkur hinnar nýju stjórnar virtist við og við koma þó svo mikið við jörðina, að hann í þessu efni vildi reyna að gera eitthvað af viti. Ætla mætti þvf að þingið hefði eitt- hvað gert í þessa átt, reynt að finna upp eitthvert skynsamlegt ráð til þess að bót yrði á þessum vandræðum ráð- in, og að ráðherrann nýi hefði stutt þessa viðleitni eftir megni. En hveð hefir verið gert? Málið komst inn á þingið og nefnd manna var kosin í neðri deild til þess að athuga það og ráða því bjargráð. Formaður þeirrar nefndar er Bjarni Jóns- son frá Vogi, og aðalaðstoðarmaður hans úr flokki meiri hlutans er Magnús kaupmaður Blöndahl. það er óneitan- lega dálítið einkennilegt, að meiri hlut- inn skyldi einmitt velja þessa tvo menn í slíka nefnd. Hafa þeir kannske sýnt það í verkinu, að þeir séu sérstaklega færir um að ráða fram úr peningavand- ræðum ? Hafa þeir nokkra sérstaka þekk- ingu á slíkum málum? En hvað sem þessu lfður, þá hefir þó árangurinn orðið sá, að nefnd- in hefir komið fram með tillögur um það, hvernig reynandi væri að bæta úr peningaskortinum í bráð; hún ræður til þess að veltufé bankanna, sérstaklega Landsbankans, verði aukið með lánum. Fyrsta og aðalskllyrðið fyrlr þvf, að hægt sé að fá lán,~er auðvitað það, að einhverja tryggingu sé hægt að setja fyrir endurgreiðslu þess að skaðlausu, annaðhvort beinlínis, í verðmælum eign- um, eða óbeinlínis, í forsjálli meðferð fjár síns, dugnaði sínum og heiðarleik. Öll önnur lán eru fátækrahjálp og guðs- þakkalán. Því auðugri sem lánþeginner af hinni óbeinu tryggingu, þess betur getur hann komist af án hinnar beinu. Lánstraust Landsbankans og landsins sjálfs er í raun og veru eitt og hið sama. Landsbankinn er eins og allir vita eign landsins, og það fé, sem honum er lán- að er því í raun og veru lánað land- inu. Bæði er það, að vér höfum bæði fátt og lítið til þess að setja að veði fyrir lánum, enda þykir það alt af'neyð- arúrræði og hálfgert gjaldþrotamerki, þegar land eða ríki getur ekki fengið lán án þess, — gegn lántrausti sínu einu saman. — Sé því nauðsyn á því að auka veltufé Landsbankans með láni, þá er það jafnnauðsynlegt að auka láns- traust hans eftir föngum, því að Iáns- traustið er skilyrði fyrir því að lánið fáist. En hvað gerir nýi ráðherrann ? Hann skipar nefnd manna til þess að ransaka allan hag Landsbankans og jafn- vel bréfaviðskifti hans. Til þessa er að vísu heimild í lögum, en auðvitað er það tilgangur laganna, að þetta sé eigi gert að ástæðulausu, heldur aðeins þeg, ar sterkur grunur er á því að banka- stjórnin hafi farið ráðleysislega eða ó- ráðvandlega að ráði sínu. Skipun slíkr- ar nefndar gefur því öllum lýð, utan lands og innan alvarlega ástæðu til að óttast, að hér geti ekki verið alt með feldu. Pað er ekki nema eðlilegt, þótt margir menn séu þess fulltrúa, að bankinn sé og hafi verið í fjárglæfra- manna höndum, þegar gripið er til slíkra örþrifaráða, þegar verst gegnir. f*að kom Iíka undireins í Ijós, að skipun þessarar nefndar eyðilagði láns- traust bankans. Fjöldi innlendra og út- lendra skuldheimtumanna hefir sagt upp lánum sínum og það er nijög langtfrá því, að ennþá verði séð fyrir endan á öllu því stóra tjóni, sem bankinn og landið bíður við þetta gerræðisverk nýja ráðherrans. Hann hefir með öðrum orðum eyði- lagt að mestu Iánstraust bankans þegar lífsnauðsyn var á því að auk það sem mest. Og bankanum hefði 'að líkindum verið búið við falli við þetta tiltæki, hefðu eigi stjórnendur hans, þeir Tryggvi Gunnarsson bankastjóri og gæzlustjór- arnir, Kristján Jónsson háyfrdómari og Eiríkur Briem, allir saman verið svo alþektir að heiðarleik og ráðvendni, for- sjálni og fyrirhyggju að jafnvel slík á- rás gat þar engu um þokað í augum þeirra manna, er kunna réttan saman- burð á þeim og ráðherranum. Hversvegna hefir ráðherrann leyft sér að fremja slíkt skaðræðisverk gegn land- inu og þjóðinni? Enginn skyldi ætla jafnvel honum slíka svívirðing sem þá, að hann gerði þetta að eins til að svala hatri sínu á Tryggva Gunnarssyni bankastjóra. Frem- ut v®rl tnit að htigsá Sér áð tíl þd'ss væri þessi óþokkaleikui gerður, að koma T. G. til að segja af sér bankastjóra- stöðunni, svo að unt verði að koma á þann stall einhverjum af höfuðgæðing- um ráðherrans, sem trúlega hafa unn- ið til slíkrar töðu- og matgjafar með því að láta ráðherrann ríða sér upp á ráðherratindinn, slíkan þokka veg, sem hann valdi sér. — Nei; því miður eru litlar líkur til þess að úr peningaeklunni verði bætt í bráð, miklu meiri líkur til þess að hún verði hér eftir miklu tilfinnanlegri en hingað til, sakir þessa athæfis ráðherrans. Sjálfskaparvítin eru verst. t'jóðin má sjálfri sér um það kenna, hvernig alt gengur nú á tréfótum í landinu, öfugt og aflaga. Hvers vegna lyfti hún Birni Jónssyni upp í ráðherrasætið? Hvers vegna er hún sinn eiginn böðull? Hinn huldi réttlætiskraftur, sem drotn- arfyrir þessum breiska heimi lætur mönn- um oftast nær koma í koll fyr eða seinna þau afglöp og yfirsjónir, er þeir frema. Par er svarið. Peningaeklan er tilfinnanleg og ríður velgengni margra manna að fullu. En önnur ekla er þó tilfinnanlegri í landi hér og getur riðið allri þjóðinni að fullu, ef ekki er hafist handa þegar í stað til þess að bæta úr henni Pað. er eklan á trausti til beztu manna þjóðar- innar og eklan á vantrausti til hennar skaðlegustu manna. Pað er eklan á því að kunna nægilegan greinarmun góðs og ills. Pegar úr þessari eklu er bætt, < þá verður dýrðlegur dagur» í landinu því þá mun alt hið annað eftirþráða veit- ast oss í ríkulegum mæli. B. L. ,Thore’ Einhver, sem ekki þorir að nefna nafn sitt en. kallar sig k. (þó á það sjálf- sagt ekki að merkja «kjáni») hefir fund- ið ástæðu tif þess að hrakyrða mig og Norðra í 18. tbl. «Norðurlands.» Slettum hans til Norðra og ritstjórn- ar minnar yfir höfuð nenni eg ekki að svara, en að eins svara með fám orð- um tveimur atriðum í greininni. Mér er það full-ljóst, að það varð- ar við lög að Ijúga upp á aðra, jafn- vel þó það geti ekki skaðað þá eína- lega. En það virðist greinarhöfundur- inn ekki vita, Pað getur t. d. varðað við lög að Ijúga því upp á einhvern að hann hafi logið. Petta er sagt grein- arhöfindinum til leiðbeiningar fram- vegis. Hvað snertir fjárhag Thorefélagsins þá ætla eg ekki að þrátta við greinar- höfundinn um hann fyr en líður fram á sumarið. Pá er eg reiðubúinn til þess. Mér vitanlega hefi eg ekkert hnjóðs- yrði til T. E. T. talað í hinni umræddu grein. Eg met hann mikils fyrir dugnað sinn og atorku, og hann er mér per- sónulega fremur kunnur að góðu en illu. En þótt hann liefði verið bróðir minn mtmdi dg ekki háfa hikað éitt augnablfk við það að reyna eftir megni að koma í veg fyrir það, að þingið og stjórnin gerði það glapræði að ganga að þessu tilboði hans. Og hafi T. E. T. gefið þinginu of glæsilega mynd af fjárhag félagsins, sem bráðum mun koma í ljós, þá á hann sannarlega skilið alt ann- að en hlýleg ummæli, þótt hann til þessa hafi margt gagnlegt unnið. Hvers vegna var T. E. T. þetta svo mikið á- hugamál, ef fjárhagur félagsins er góð- ur? Var það af einskærri föðurlandsást ? Getur greinarhöfundurinn svarað því? B. L. Frá ,gullöld‘ Ísíands. Eftir M. J. XI. Sagnafræðingurinn J. D. Jörgensen, sem ritað hefir um uppruna kristninnar á Norðurlöndum, segir svo, að þá hafi tekið að hnigna siðmenning Islendinga, þegar þeir gerðu þá félaga Jón biskup Ögmundarson og Sæmund Sigfússon, annan að dýrðlingi en hinn að galdra- manni, leiddu Jón í dýrðlinga tölu og létu hann birtast sem helgan engil, en settu hinn í miðjar glóðir Heklu og létu hann sjást þar f samneyti römm- ustu ára. Og víst var skoðun manna kynleg og sundurleit á þessum tveim- ur merkismönnum, sem allir vitrustu samtíðarmenn báru þann vitnisburð, að verið hefðu landi sínu til nytsemdar. Sagan er full af mótsetningum og ráði framfaralög í heiminum, eins og nú er kent, þá liggja þær framfarir líkara skrúfstiga en beinni línu, því ávalt fylgja afturkippir hverjum spretti fram á leið. Porlákur biskup hinn síðari, fs- lands fyrsti og mesti dýrlingur og átrún- aðargoð, ber fyrstur fram afturfararmerk- ið— þveröfugt við það, sem samtíð hans og hann sjálfur hugsaði. Pví í raun réttri var hann bæði mikilmenni og vandlát- ari en nokkur maður annar um trú og siðgæði þjóðar sinnar. En hann var klausturmaður með lífi og sál og varð hér hinn fyrsti páfadóms- maður, í samráði við erkibiskupinn í Niðarósi. Pað var hann, sem fyrstur hóf stríðið um biskupsforræði yfir stöðum og kirkjum hér á landi, og fyrstur af biskupum, sem fyrir alvöru beitti stór- mælum við höfðingja landsins. Hin eiginlega biskupssaga hans er mest um deilur hans við Jón Loftsson um kirkna- mál, og Borgfirðinga um kvennamál. Við flótta erkibiskups úr landi fyrir Sverri konungi varð hann að hætta við til- kallið til staðanna; var því máli ekki síðan hreyft fyr en nær hundrað árum síðar, af Staða-Árna. Yfir sögu Por- láks biskups helga er einhver klaustra- og raunablær; var sem kirkjulífið frem- ur dapraðist en glaðnaði, við starfsemi hans og siðvendni, og lítil gleði var í Skálholti eða rausn um hans daga. Var bisl:t:p mjðg frásnúinn öllu veraldarlífi. Eu liins vegar stóð ótti af honuttl sakir

x

Norðri

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðri
https://timarit.is/publication/201

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.