Norðri - 20.05.1909, Blaðsíða 1

Norðri - 20.05.1909, Blaðsíða 1
 Rjitstjóri: Björn Líndal Brekkugata 19. IV. 20. Akureyri, Fimtudaginn 20. maí. 1909. Til minnis. Bæjarfógetaskrifstofan opin kl. 10—2, 4—7 Bæjarsjóður, Lækjargötu 2, mánud. j mið- vikud. og laugardaga kl. 4. 7 Ritsímastöðin virka daga 8 f. h. til 9 e. h, helgá daga 8—11 og 4—6 Bókasafnið, þriðjud.. fimtud. og laugard. 5—8. Sunnudögum 10—11 og 4—8. l'ósthúsið 9—2 og 4—7. Utbú Islandsbanka 11- -2 Utbú Landsbankans 1—12 Stúkan Akureyri fundard.þirðjud.kv. kl. 8. Brynja miðvikudagskvöid kl. 8. Isafold Fjallkonan sunnudagskv. kl. 4. Trúföst mánudagsW. kl. 8. Ábyrgð. Mesta dyggð þjónsins er það að vera trúr og dyggur húsbændum sínum í öllu því, er hann hyggur gott og gagn- legt og hlýða öllum boðum og fyrirskip- unum húsbóndans, nema þeim einum, er glæpsamlegar eru eða siðspillandi. En það er þrælsmerki að hlýða í blindi öllu undantekningarlaust, sem húsbónd- anum þóknast að skipa, án þess að gera sér grein fyiir, hvort það sé gott eða ilt, og jafnvel sjáandi það og sannfærð- ir um það, að verið sé að hafa sig til ósiðlegra, skaðlegra og jafnvel glæpsam- legra verka. Þingmenn eiga ekki og mega ekki vera þjónar stjórnarinnar. Pað er fyrsta ðg síðasta skylda þeirra, er þeir sitja á þingbekkjunum að gera það eitt, er þeir hyggja sannast og réttast, án þesS að taka tillit til þess, hvort stjórninni líki betur eða ver. Að vísu er það ekki nema mannlegt og stundum fyrir- gefanlegt.þótt þeir hliðri stöku sinnum lít- ið eitttil, til þess að verða eigi þrðskuldur í vegi fyrir þeim manni eða þeim flokk, er þeir eru sammála í öllum stærstu og mestu velferðarmálum þjóðarinnar og eru sannfærðir um, að allra manna eða flokka mest berjist fyrir hinni sönnu heill föðurlandsins. En meira en lítils- háttar tilhliðrunarsemi má þetta aldrei vera. En þegar framkoma þingmanns- ins er slík, að hann í hverju einasta máli er leiksoppur og verkfæri annara manna eða þess flokks, er hann telur sig til, lætur hafa sig til hvers er vera skal, hvort sem honum virðist það gott eða ilt, jafn vel til þess að löðrunga sjálfan sig og kyssa á hinn ókyssileg- asta líkamshluta annars manns á sjálf- um þingbekkjunum, frammi fyrir aug- liti allrar þjóðarinnar, þá er hann ekki aðeins til skammar og háðungar kjör- dæmi sínu, heldur allri þjóðinni og sjálfu löggjafarþinginu, veglegustu stofn- un landsins. Hvert kjördæmi ber ábyrgð á því, gagnvart þjóðinni í heild sinni, ef það sendir slíka menn á þ:ng. Ekkert kjör- dæmi, sem bygt er siðuðum og heilvita mönnum, getur unnið sér meira til blygðunar og vansæmis. Þessvegna er það fyrsta og síðasta skylda allra kjör- dæma að reyna til þess að gera sér sem allra Ijósasta grein fyrir því, hví- lík framkoma þingmannsins þeirra eða þingmanna hafi verið, að hverju þingi loknu. Kjósendur Akureyrarkaupstaðar! Láttim oss nú ðthugá lítið eitt, Hvern- ig framkoma þingmannsins okkar, Sig- urðar Hjörleifssonar, læknis og ritstjóra, hefir verið á þessu síðasta þingi, fyrsta þinginu, sem hann hefir setið á. Hér er aðeins hægt að athuga lítið eitt af því, sem opinberlega hefir kom- ið fram. Alt sem gerst hefir bak við tjöldin og myrkrunum er hulið, verður að liggja í þagnargildi, enda er það ekki til opinberrar skammar fyrir Akur- eyrarbæ, á meðan það er ekki opin- bert orðið, hvað sem skaðanum líður. Hvað hefir þingrn. afrekað, sem lengst mun halda nafni iians á lofti? Það 'er traustsyf irlýsingin, er hann bar upp í efri deild og fékk sam- þykta með eins atkvæðis mun og enginn þorði eða gat verið þektur fyr- ir að bera upp í neðri deild eða sam- einuðu þingi. í þessari traustsyfirlýs- ingu er hann látinn telja athæfi ráðherr- ans gagnvart Landsbankanum »sjálfsagt.« Með þessari traustsyfirlýsingu tekst hann ekki aðeins á hendur hina siðferðislegu ábyrð á þessu athæfi ráðherra, eins og flokksbróðir hans, Skúli Thoroddsen, hef- ir réttilega tekið fram, he'dur siðferðis- lega ábyrgð á öllu, sem ráðherrann hef- ir gert, síðan hann kom til valda.Trausts- yfirlýsing fyrir það, sem hann áður hef- ir gert innifelst í tilnefning hans til ráð- herra. Annað hvort er þvíþessi trausts- yfirlýsing hin hlægilegasta og herfileg- asta vitleysa, eða hún er bygð á aðdá- un og samhygð með öllu því, sem Björn Jónsson hefir gert eftir að flokk- ur hans tilnefndi hann til ráðherratign- ar. Sigurður Hjörleifsson, sem næst á eft- ir sjálfum ráðherranum hefir gengið bezt fram í því að svívirða og hæða Dani á alla lund, og ekki hefir getað valið mótstöðumönnum sínum verra smánarorð "en «DanasJeikja«, hann er fyllilega samþykkur öllu smjaðri og flat- magi ráðherrans frammi fyrir Dönum, og alln' afneitun hans á öllu því, er þeir félagar hafa barist fyrir í na'ni föður- landsástar og frelsis, og lýsir yfir trausti sínu á honum fyrir þetta. Sigurður Hjörleifsson, sem brigslaði fyrverandi ráðherra um það, að hann hefði sóað fé landsins og hleypt því í stórskuld við Dani til þess að hægra yrði að ofurselja þeim frelsi landsins, hann er fyllilega samþykkur tilraun ráð- herrans til þess að koma landinu til þess að kaupa hlutabréf fyrir hálfa milj. kr., í mjög glæfralegu fyrirtæki og hleypa þannig landinu í margfalt meiri skuldir og fjárhagslegan voða, en nokkrum manni hefir nokkurn tíma til hugar kom- <ð, — Iýsir og yfir trausti sínu á honum fyrir þetta. Sigurður Hjörleifsson, sem lét póli- tískan þjón sinn, Ingimar nokkurn Ey- dal, bera upp á þingmálafundinum hér í vetur áskorun til alþingis um það, að leitast af alefli við, að bæta úr peninga- eklu landsins og þóttist sjálfur vilja stuðla til þessa af fremsta megni, hann er því fyllilega samþykkur, að ráðherr- ann geri það sem unt er að gera, tll þess að rýra láti jtraitst Landbankans og bæti úr peningaeklunni með því einu að stofna nýtt bankastjóraembætti með 6000 kr. árslaunum!! Sigurður Hjörleifsson, sem talið hef- ir hina konungkjörnu þingmenn stór- ska'ðlega fyrir landið og lét Ingimar Ey- dal koma fram með tillögu á þingmála- fundinum hér í vetur, er samþykt var með öllum atkvæðum gegn 5, um það, að skora á alþingi að afnema þá, ef frumvarp til stjórnarskrárbreytingar lægi fyrir þinginu, hann er því fyllilega sam- þykkur, að stjórnarskrárbreytingarfrum- varpi hinnarfyrverandi stjórnar séstungið undir stól, þótt í því væri ákvæði um afnám konungkjörna þingmanna, — og lýs- ir y fir trausti sfnu á ráðherranum fyrir þetta. Harn þóttist berjast fyrir kosningar- rétti kvenna til alþingis, en er því þó fyllilega samþykkur, að ekkert sé við það mál átt, þótt ákvæði um það væri Pstjörnarskrárbreytingarfrumvarpinu er lá fyrir þinginu. I stuttu máli: Sig. Hjörleifsson hefir á þessu þingi, eins og í blaði sínu und- anfarin ár, elt Björn Jónsson ráðherra með þeirri fádæma fylgispeki, að slíks eru nauinast dæmi um menn, gleypt í sig hvert það orð, er út hefir gengið af hans munni og spúð því upp aftur ómeltu og sleikt sig því ánægjulegar um munninn, því væmnara semhonum hefir tekist að smjaðra fyrir ráðherranum. Væri nú ekki eins viturlegt að spara sér að senda þenna mann á þing fram- ar^en láta ráðherrami mæta þar fyrir þá báða, meðan að Sigurður er þingmað- ur kaupstaðarins? Finntir nú enginn af þeim kjósend- um kaupstaðarins, er greiddu þingmann- inum atkvæði seinast, til þeirrarábyrgð- ar, er kosningarréttinum fylgir? Engan skyldi undra, þótt Sigurður Hjörleifsson sé ósár á því að takastá hend- úr s i ð ferðislega ábyrgð á hverju sem vera vill, en mikið má það vera, ef meiri hluti kjósenda Akureyrarkaup- staðar ber með glöðu geði og góðri samvizku siðferðislega ábyrgð á þing- mensku hans framvegis. B. L. „Þjóðviljinn" og stjórnin. Sakir þess að »Þjóðviljinn« er í fárra manna höndum hér norðanlands leyfir Norðri sér að birta mestan hluta tveggja smágreina, er Þjóðviljinn flytur 5. þ. m. Þurfa greinar þessar í raun og veru engrar skýringar við, en ekki skal því leyna að það gleður Norðra stórlega að Pjóðviljinn skuli vera eindregið á móti tveim mestu skaðræðis og glæfra- fyrirtækjum nýja ráðherrans og minni- hluta blöðunum sammála um það, að framkoma hans í utanförinni hafi verið þjóðinni til stórhneisu. Rit- stjóra Þjóðviljans til maklegs heiðurs skal þess getið, að honum mun það mést að þakka, næst minnihlutanum, að Thoretilboðinu var hafnað. »Rökstudda dagskráin» Að því er kemur til ofangreindrar »rök studdrarchtgskrár* sem meiri hluti efri deild- „JORUNDUR" fer, samkvæmt áætlun, 24. þ. m. til Sauð- árkróks. I staðinn fyrir fyrstu ferð á áætlun, sem féll úr, verður farið 2. júní til Sauðárkróks og komið við á sömu stöðum og áætlun fyrstu ferðar sýnir. ar [sjálfstæðisflokksmenn þar) hefir samþykt hefðum vér fellt oss betur við, og tatið rétt- ara, enda ráðherra alveg fullnœgjandi, að eigi hefði verið farið lengra en svo, að dag- skrártillaga fyrirspyrjandans (L. H. Bj.) hefði verið felld, eða þá, að meiri hlutinn hefði orðað hina »rökstuddu dagskrá» sína á þá leið að eins, að honum þætti svar ráðherra hafa verið í alla staði fullnægjandi. Að vísu erum vér þeim lið dagskrártillög- unnar, er telur ráðstöfun ráðherra >lögmæta>, fyllilega samþykkur, en að fara að telja hana »$jálfsagða», fellum vér oss ver við, ekki síst þar sem hún v&r eigi framkvœmd leynilega, sem átt hefði að vera. og banka- stofnuninni var hollast* En í orðinu »sjálfsagður» virðist oss fel- ast sá dómur af hálfu meiri hluta deildar- innar, sem upplýsingar þær, er fram komu frá ráðherra, naumast geta réttlætt. Hér var og um ráðstöfun að rœða'~(skip- un rannsóknarnefndarinnar), sem rdðherra hafði eigi látið svo litið, að ráðgast um við þingflokkinn,þótt málið væri mjögþýðingar- mikið* og hefði því farið vel á því, að hún væri, úr því sem komið var, framkvæmd á hans ábyrgð eingöngu, fyrst eigi þurfti hann ráða, eða atkvæða þingflokksins í byrjuninni Hann hafði nóg tök á því, að fá rannsók- inni framgengt, þótt meiri hluti efri deild- ar fœri eigi að yta undir, og taka þannig sinn hluta af siðferðislegu ábyrgðinni. Svar til ráðherra. Þeim vansæmandi, og algjörlega ósönnu ummælum leyfði ráðherra sér að beina að blaði voru, í þingræðu í efr/ deild 3. maí, að það hefði, síðan á öndverðu þingi, tal- að máli minnihluta flokksins, sem nú er. Með ummælum þessum getur ráðherra tæpast hafa átt við annað, en afskipti blaðs vors af tveim stórmálum, sem honum er orðið sárt um, af því að vér fundum oss knúðan til þess, að fara öðrum orðum um framkomu sjálfs hans, en hann mundi kosið hafa. Annað þessara mála er sambandsmálið, og er framkoma ráðherrans í því máli í >for- seta-utanförinni;. skjallega sönnuð að hafa verið, eins og >Þjóðv.« lýsti henni, svo að engar fyrirþráttanir af hans hálfu hafa minstu þyðingu, hvorki fyr né síðar* Að átelja þá framkomu ráðherra, með sem hóflegustum orðum, var skylda vor, eigi aðeins sjálfs vor vegna, heldurog vegna sjálfstæðisflokksins á þingi og þjóðarinnar í heild sinni. » Hvað hitt málið, Thoremálið, snertir, sýnir gerðabók sjálfstæðisflokksins, að blað vort hefir í því mdli fylgt fram því einu, sem allur þorri flokksins taldi heppilegast meðan ráðherra var eiiendis, og þvi áður en nokkur undirróður um málið var hafinn. Með ummælum sínum á þingfundi efri deildar 3. maí hefir því ráðherra gert blaði voru freklega rangt til, og tökum vér því alls eigi með þökkum af honum né öðrum, og þá sízt, er ósannindunum er varpað þar fram — í efri deild —, svo véreigum þess engan kostinn, að bera hönd fyrir höfuð oss. Sem gamall blaðamaður ætti ráðherrann að bera það betur, en hann virðist gert hafa, að satt sé sagt frí hlutunum, og umfram alt, að blanda ekki persónu sinni, þótt ráð- herra sé, saman við málefnin, eða ætlast til þess, að þjóðin sé þess eigi megnug að greiða jafn ólíkt hvað frá öðru. *) Auðkent af oss. 2 oí co 7$ CD' —5 O 3 ;-j sz Ox oo 00

x

Norðri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðri
https://timarit.is/publication/201

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.