Norðri - 20.05.1909, Síða 2

Norðri - 20.05.1909, Síða 2
78 NORÐRI. Kjarnamálid. F*ví miður hefir alþingi afgreitt lög um að selja Akureyrarbæ þjóðjörðina Kjarna, eftir því sem »Norðurland« seg- ir 8. þ. m. Kunnugir menn segja, að það hafi verið gert að flokksmáli á þing- inu, og er það sennilegt, því mér finnst óhugsandi, að það mál hefði náð samþykki þingsins í þessari mynd, ef flutningsmað- ur þess —þingm. Akureyrar— hefði ekki verið flokksmaður hins annálsverða meiri hluta á þinginu, Jafnvel þótt það hafi, að líkindum, ekki áhrif á afdrif málins, að fara að rökræða það nú, og þótt eg þykist þess fullviss, að þingmenn Eyfirðinga, og fleiri minnihlutamenn, hafi við umræð- ur málins á þingi fært gild rök fyrir því, að það ætti ekki að ná samþykki þing- ins — þá ætla eg að fara um það örfá- um orðum, og víkja þá sér staklega að nefndaráliti meirihlutans í efri deild,sem Norðurl. flutti fyrir skömmu, því mér finnst það í ýmsum atriðum fara furðu mikið á bak við sannleikann. Þegar þess er gætt, að það er skrifað af manni, sem átti að vera kunn- ugur málavöxum. Þar sem hann er að gjöra samanburð á því, hverjum sé það meira áhugamál að ná kaupum á jörðunni, Akureyringum eða Hrafnagils- hreppsbúum, þá kemsthann svo að orði, að það sé nálegaöllum kjósendum í Akur- eyrarbæ áhugamál að ná kaupum á jörð- unni, en Hrafnagilshreppsbúar hafi alls enga alvöru sýnt í því efni. — Heldur hann, að þeir hafi sent símskeyti til alþingis um þetta efni þingsetningardag- inn í vetur, bara að gamni sínu, — Nei, sannleikurinn er sá, að Akureyrarbú- ar margir, einkum í norðurhluta bæjar- ins, eru og hafa verið á móti kaupnn- unum, af eðilegum ástæðum, en Hrafna- gilshreppsbúum öllum — eg held und- antekningarlaust — er og hefir verið það alvörumál að ná eignarhaldi á jörð- unni, af þeim ástæðum með fram og ekki síst, að koma í veg fyrir, að Akur- eyrarbær næði kaupum á henni, sem getur orðið mjög hættulegt fyrir sveitar- félagið, og beinlínis staðið því fyrir þrifum, eins og lögum er háttað hér hjá oss. En hvað því víðvíkur, að eng- inn lögmætur undirbúningur hafi far- ið fram í hreppnum, þá er það víst mjög afsakanlegt. Hvað er lögleg- ur undirbúningur til þess að ná kaup- um á þjóðjörð ? Er það ekki það, sem stendur skýrum orðum í þjóðjarðasölu- lögunum sjálfum 6. gr. og hljóðar svo: »Sá er leita vill kaups á þjóðjörð, sem- ur um það beiðni stýlaða til stjórn- arráðsins, og sendir hana til oddvita sýslunefndarinnar.« Nú var hreppsbúum það kunnugt, að ábúandi jarðarinnar hafði áður með lögmætum undirbúningi, leitað kaups á jörðinni, en verið neitað. Hvernig gat þá hreppurinn vænst þess að fá jörðina keypta frekar en ábúandi? Mér er víst óhætt að fullyrða það, að engum hreppsbúa hefir dottið í hug, að það væri lögmætur undirbúningur máls að bjóða ábúanda 200 kr. árgjald æfilángt fyrir forkaupsréttindin, því það stendur ekkert um það í þjóðjarðasölu- lögunum, og það finst mér augljóst, að fyrst þingið hafði ekkert við það að athuga, að ábúandinn á Kjarna seldi Akureyrarbæ forkaupsrétt sinn, þá er hér opnaður atvinnu eða gróðavegur fyrir landseta þjóðjarða, því hvað skyldi — samkvæmt þessu — vera þvítil fyrirstöðu, að þessi svo kallaði forkaupsréttur leigu- liða á landsjóðs og kirkjujörðum fari að ganga kaupum og sölum. Auðvitað verða leiguliðará «privat« manna jörðum útundan með að græða á fé á þann hátt, en það finnst mér vera í fullu NR. 20 samræmi við það, að eigendurnir eru með lögum skyldir til að bjóða sveitar- félögum forkaupsrétt á jörðum sínum, að ábúanda frágengnum, en alþingi hef- ir nú ekki einu sinni álitið það siðferð- islega skyldu sína að láta Hrafnagils- hrepp sitja fyrir kaupum á Kjarna, að ábúanda frágegnum, og var þó sú krafa stýluð til alþingis fullskilmerkilega frá almennum hreppsfundi Hrafnagilshrepps, því fundurinn leit svo á, að andi þjóð- jarðasölulaganna hlyti að vera sá, að hreppurinn ætti að ganga næst ábúanda með kaupin, þó það standi þar ekki bókstaflega, en þingmaður Akureyrar heldur víst, af því sem ráða má af nefndaráliti hans, og hefir máske talið flokksmönnum sínum trú um það, að hreppsfundurinn hafi sett þessa kröfu fram bara að gamni sínu. I sambandi við þetta skal eg Ieyfa mér að benda á, hvernig milliþinganefndin í landbúnaðar- málum leit á þetta þjóðjarðasölurnál við undirbúning laganna. Þar stendur í frumvarpi hennar, 5. gr.: «Eigi má opin- bera jarðeign selja öðrum en sýslufélagi jörð innan sýslu, eða sveitarfélagi jörð innan sveitar, eða ábúanda ábýlisjörð.* Og í athugasemdum um þessa grein ognæstu greinarsegir nefndin. «Þær miða að því að takmarka söluna á þá leið, að hinar opinberu eignir komist í réttar hendur.« Þettasegir milliþinganefndin frá 1904, sem skipuð var hinum færustu mönnum í búnaðarmálum, er það ekki dálítið heilbrigðari skoðun, sem kemur fram í þessu, heldur en því sem meiri hluti alþingis heldur fram nú og gjörir að lögum, að láta Akureyrarbæ sitja fyrir Hrafnagilshreppi með kaup á jörð, sem liggur í hreppnum. Það hefir nú allmörg ár verið al- menn skoðun og komið fram bæði í ræðum og ritum, að það væri mjög skaðlegt fyrir þjóðina í heild sinni, hvað margt fólk, bæði bændur og búlausir, hafa streymt úr sveitunum til kaupstað- anna, og það hefir verið reynt að benda á ýms ráð til að sporna við því. Margir bændur hér í Eyjafirði hafa hætt búskap þar og flutt til Akureyrar; senni- lega verða þessi Kjarnakaup, ef þaú komast á, til þess að auka það öfug- streymi. Flestir þessir bændur stunda svo landbúnað að nokkru leyti, þegar þeir koma til Akureyrar, það er líklega þessi blómlegi(l) landbúnaður Akureyr- inga, sem þingmaður þeirra talar um í nefndaráliti sínu. Skyldi það sannarlega vera betra að stunda landbúnað á Ak- ureyri, heldur en í Eyjafirði? Fáir verða líklega til að trúa því, eða halda því fram, en hvað er þá þingið eða meiri hluti þess að hugsa; mér er ekki full- kunnugt um atkvæðagreiðsluna, veitt. d. ekki hvernig landbúnaðarráðanauturinn, sem á þingi situr, hefir greitt atkvæði í þessu máli, ef hann hefir verið með því, þá er það sorglegt tímans tákn, Ein klausan í nefndarálitinu er á þessa leið: »Full ástæða er líka til að líta á það, að eftir því sem lög ganga nú hér á landi, hafa allir rétt til þess að setjast að í bæjunum, án þess að leita sér aðsetursleyfis (sbr. lög nr. 60 frá 1907 um lausamenn, húsmenn og þurrabúðarmenn). Þegar eg las þetta datt mér í hug eitthvað þessu líkt: »Eru þeir menn færir um að vera alþingismenn, sem ekki hafa meira and- legt víðsýni en svo, að þeir aðeins grilla ofan á bumbuna á sjálfum sér, eða jafnvel þótt þeir sæu nú yf- ir víðáttulítið kjördæmi ? Veit ekki þing- maður Akureyrar og þessir menn, að þessi lög gilda jafnt fyrir sveitirnar, og að það er einmitt vegna þeirra laga, sem lögin á sölu Kjarna til Akureyrar geta orðið, og verða að líkindum til stórskaða fyrir Hrafnagilshrepp. Þegar eg athuga þessi tvenn lög í sambandi hver við önnur, þá kemur mér margt kynlegt í hug. Mér finst lögin nr. 60 frá 1907 lík því, ef tekin væru af manni vopn og verjur, svo maður gæti eigin- lega engri vörn komið við að gagni, (áður var hægt að verja sveitirnar og bæina með því að neita um aðseturs- leyfi) en það gerir nú ekki svo mikið á friðartímum. En svo koma lögin um söluna á Kjárna til Akureyrar, og þau virðast mér koma álíka þægilega við fyrir Hrafnagilshrepp, eins og ef geng- ið væri að mannmum, sem búið væri að taka af verjurnar, og hann höggv- inn svöðusári, því er ben gjörðist, og hann hlyti ef til vill bana af, því þótt Akuieyrarbær vildi setja á stofn nokk- urskonar fátækrahæli á Kjarna, eða safna þangað fólki, sem auðsjáanlega liggur fyrir að fara á sveitina, þá stendur Hrafnagilshreppur varnarlaus uppi gegn slíku ; og þessháttar fólk getur orðið hreppnum til byrði strax á fyrsta ári, því samkvæmt fátækralögunum frá 1905 ber þurfamanni, sem ekki er áður koininn á stöðugt sveitarframfæri, að leita til sinnar dvalarsveitar með styrk, og hún er skyld að leggja fram styrkinn, en getur ekki krafist endurgjalds frá fram- færslusveitinni nema að 2/3 hlutum af styrkupphæðinni, og þá fyrst, er styrkur- inn er orðinn 100 kr. til hvers ein- staks þurfamanns, er hægt að krefjast þess, að hann sé fluttur á sína framfærslu- sveit. En svo geta verið aðrir, sem basl- ast af styrklaust, þangað til þeir eru bún- ir að vinna sér sveit í Hrafnagilshreppi með dvöl sinni á Kjarna. Svona hygg eg að væri hægt að beita lögunum, og gott ef það hefir ekki vakað eitthvað þessháttar fyrir þingmanni Akureyrar, þegar hann skrifaði nefndarálit sitt, t. d. framhald greinar þeirrar, sem hefir að upphafi orð þau, sem tilfærð eru hér að framan; a. m. k. finst mér ekki hlýlegur andi til Hrafnagilshreppsbúa í þessu nefndaráliti hans; tökum til dæmis, þar sem hann segir, að þeir hafi yfir þeim kynstrum að ráða af landi til rækt- unar, að þeim muni endast það öldina út, — því miður —líklega vel það.» Hvers vegna þykir þingmanninum það «miður», ef Hrafnagilshreppsbúar- hefðu land til að rækta eitthvað fram á tuttugustu og fyrstu öldina, eg skil það ekki, mér finst þetta fremur óvingjarn- lega mælt. Mér<þykir sennilegt, að flest- ir hreppar á landinu hafi nóg land til ræktunar svo öldum skiptir, því á þá að vera að fá Iöggjafarvaldið til að kreppa svo að einum hreppi landsins, að hann verði neyddur til að teppa alla framsókn í jarðrækt um næstu aldamót. Af þessu sem að framan er sagt, skilst mönnum að líkindum, að Hrafna- gilshreppur þykist ójöfnuði beittur með þessum Kjarnasölulögum, og mun það sönnu næst, að svo sé; en það eru tvö atriði þessa máls, sem eg á enn eftir að minnast á. Fyrst það, að allsóvíst er, að bærinn kaupi jörðina fyrir þetta verð, sem er auðvitað afarhátt á «hlunninda- lausri jörð«, alt að 250 kr hvert hundr- að, og þar að auki 200 kr. árl. lífstíðar- gjald til ábúandans, sem er óútreikn- anlegt, hvað kann að stíga hátt með rentum. Eg veit, að það eru svo margir hygnir og gætnir fjármálamenn á Akur- eyri, að þeir munu skoða vel huga sinn, áður en þeir gína við þessu tilboði. í öðru lagi : þótt svo færi, að bær- inn keypti jörðina, þá ber eg það traust til margra af bæjarfulltrúunum , sem eg þekki, að þeir myndu beita lögum þeim, sem eg hefi nefnt, bæði sanngjarnlega og mannúðlega gagnvart Hrafnagils- hrejopi, og miklu betur en þau eru bú- Alþjóðabréfa- viðskiftafélagið ,KOSMOS‘ óskar eftir fleiri félagsmönnum á íslandi Árstillag kr.: 4,50. Lög félagsins og all- ar upplýsingar fást hjá Gís/a /. Ól&fssyni riísímastjóra á Ákureyri. in þeim í höndur. En færi svo, að ann- aðhvort þeir, eða þá aðrir fulltrúar sem síðar koma, brygðust því trausti, þá verður næsta krafa Hrafnagilshrepps SÚ, að jörðin Kjarni verði lögð undir lögsagnarumdæmi kaupstaðarins. Við bíðum og sjáum hvað setur. Hrafnagilshreppsbúi. Nýi ráðherrann, kvenfólkið og andatrúin, Eg las nýlega grein í «Isafold« um nýja ráðherrann ljómandi vel samda skjailgrein. Hún er eins og eðlilegt er eftir einn af hans beztu vinum, Einar Hjörleifsson. Oreinin er skáldlega sam- in, og er máske skáldskapur frá upphafi til enda. Meðal fjölmargra kosta, sem hann (Einar) telur upp, að ráðherran hafi, yfirgnæfa tveir, sem sé þeir, hvað hann elski kvenfólkið og að hann sé óbilandi andatrúarmaður. Ef þessir kostir eru bráðnauðsynleg- ir til að geta verið ráðherra, þá furðar mig ekkert þó Hannes Hafstein væri álitinn óhæfur ráðherra. Einar segir, að Björn vilji endilega útvega kvenþjóð- inni jafnrétfi við karlmenn. Einhvern- tíma hefi eg heyrt, að það kostaði stjórn- arskrárbreyting, og þá þingrof og nýjar kosningar. Eg er nú reyndar ekki kunn- ugur gerðum þingsins nú, en þó hefi eg frétt, að Björn ætli að sleppa öllu þessu umstangi í þetta sinn, því það er álitið miklu hættuminna fyrir hann en að eiga undir nýjum koSningum. Reyndar finst mér þetta benda á, að þó ráð- herranum þyki vænt um kvenfólkið, þá 'elski hann þó sjálfan sig enn meir, og sjálfselskan hefir aldrei verið talin ineð kostum. 13. maí 1909. Skeggi. Áflabrögð treg yfirleitt á Suðurnesjum nema í Garði, þar 8 — 900 hlutir hjá ýmsum, einnig góð í Höfnum, en annarstaðar 2 — 400. Bátatjón í Vestmanneyjum. 3. þ. m. gerði stórviðri fyrir sunnan land. Vestmanneyingar voru á sjó en hleyptu heim, er veðrið tók að hvessa. Skamt frá lendingu bilaði vélarbáturinn «Von«, svo hann komst ekki áfram. Mönnunum varbjargað af öðrum báti, en Von sökk r ;tt á eftir. Annar vélarbátur, »Fálki«, með fimm mönnum, náði landi á Eyrarbakka eftir að hafa hrakist í 2 sólarhringa. Þriðji vélarbáturinn, »Vestmanney <, lenti einnig í hrakningum og var mönn- um af honum bjargað af franskri fiski- skútu og komið hingað inn með þá til Rvíkur, en báturinn fórst, [»Lögrétta«] Fiskvart Á laugardaginn var aflaði Sigtr. Sigurðs- son á Hjalteyri ca 100 af vænum fiski á 7 línustokka, Friðrik Antonsson aflaði um sama leyti ca 80 fiska á álíka marga stokka, Brúðkaup Páll verslunarstjóri Halldórsson á Siglu- firði kvongaðist hér í bænum ungfrú Þóru Sigurðardóttur, á fimtudaginn er var.—Norðri óskar nýglftu hjóminum til hamingju.

x

Norðri

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðri
https://timarit.is/publication/201

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.