Norðri - 27.05.1909, Síða 1

Norðri - 27.05.1909, Síða 1
4^) Ritstjóri: Björn Líndal Brekkugata 19. IV. 21. Akureyri, Fimtudaginn 27. maí. Til minnis. Bæjarfógetaskrifstofan opin kl. 10—2, 4—7 Bæjarsjóður, Lækjargötu 2, mánud. mið- vikud. og laugardaga kl. 4. 7 Kitsímastöðin virka daga 8 f. h. til 9 e. h, helga daga 8—11 og 4—6 Bókasafnið, þriðjud.. fimtud. og laugard. 5—8. Sunnudögum 10—11 og 4—8. l’ósthúsið 9—2 og 4—7. Utbú Islandsbanka 11 —2 Utbú Landsbankans 1—12 Stúkan Akureyri fundard.þirðjud.kv. kl. 8. Brynja miðvikudagskvöld kl. 8. Isafold Fjallkonan sunnudagskv. kl. 4. Trúföst mánudagskv. kl. 8. ,AusturIönd‘ Austrið er af náttúrunnar völdum heimkynni kvöidroðans og morgunsól- arinnar, og í augum vor Norðurálfubúa var það um margar aldir einnig heimkynni alls hins fegursta og besta á þessari jörð. Vér teljum ættir vorar frá Austurlöndum; þar stóð vagga mann- kynsins, að því er vitrir menn og marg- fróðir hafa skýrt oss frá; og þar var aldingarðurinn Eden endur fyrir löngu, að því ér biblían segir. Par birtist drottinn allsherjar kærustu ástvinum sín- um, gaf þeim gnægðir allra góðra hluta hérna megin grafar og setti þá hið næsta dýrðarhásæti sínu eftir dauðann. Þá var eigi jarðnesk velmegun og himtia- ríkissæla hver annari gagnstæð, heldur tók hin síðarnefnda venjulega við af hinni fyrri. Pá átti það vel við, sem skáldið Þorst. Erlingsson hefir sagt: En takist þér að eignast nógan auð, þig englar geyma bæði á himni og jörðu. Þar skein Betlehemsstjarnan og lýsti eigi aðeins yfir Kanaansland, sem í vorum augum er eitt af Austurlöndum, heldur yfir lönd, er lágu þar langt fyrir austan; Og þaðan komu vitringarnir þrír til þess að komast að rauu um, hverju þessi stjarna sætti. Pess er eigi getið, að hún hafi sést vestan við Kanaansland. Ennþá opinberar drottinn dýrð sína að eins í Austurlöndum. Par fæðist Jesús, sem spáð var um nýfæddan, að mundi verða mörgum lil viðreisnar og mörg- um til falls, þessi óviðjafnanlegi meist- ari, sem allir dást að og ótölulegar miljónir manna hafa kropið fyrir og tilbeðið um margar aldir, hinn umburð- arlyndasti og kærleiksríkasti guð, sem mannkynið hefir nokkru sinni átt. — Næstum öllum Islendingum undan- tekningarlaust hefir verið innrætt það frá blautu barnsbeini í 900 ár, að kristna trúin væri sú eina sáluhjálplega, sanna og rétta, og að öll önnur trúarbrögð væru argasti heiðindóniur og villa. Um margar aldir var spornað við því af al- efli, að þjóðinni gæfist kostur á kynn- ast öðrum trúarbrögðum eða sjá þau á annan hátt en í gegnum þá myrkrablæju, er klerkar kristninnar breiddu yfir þau. Guðir annara trúarflokka voru gerðir að djöflum og margir ofstækistrúarmenn Ieitast jafnvel við að gera það enn þann dag í dag. Jafnvel löggjöfin hefir gert sitt ítrasta til þess að takmarka trúarbragða- sjóndeildarhi-iiig þjöðarinnai- sem allra mest og lega landsins hefir létt þessa viðleitni að mjög miklum mun. Pótt þessu oki sé að mestu létt af þeirri kynslóð, sem nú lifir, þá hefir fæst- um gefist kostur á því til þessa, að Iíta eigin augum út yfir trúarbragðaheiminn og sjá hann í hreinu og skæru Ijósi sann- leikans. Oss, sem átt höfum kost á því að kynnast þeim lítið eitt í hinum æðri skólum hér á landi, var jafnframt kent það, að þetta væru aðeins »goðasagnir», hjátrú og hindurvitni í samanburði við hinn æðsta sannleika, kristinndóminn. Nú hefir hinni íslenzku þjóð opnast ný útsýn yfir þennan undra heim. Par er ekkert hulið blæju hleypidóma og hlutdrægni og þaðan leyfist mönnum að litast um án þess að setja fyrst upp klerkagleraugu hinnar kristnu kirkju. Þessa útsýn er að fá í nýrri bók. sem heimspekingurinti Ágúst Bjarnason hef- ir samið, og hann hefir valið nafnið »Austurlönd«. F’essi bók er í einu orði sagt stór- merkileg. Að hve miklu leyti hún er frumsamin af höf. skal látið ósagt; hinn íslenzki búningur hennar er að minsta- kosti hans verk og ö)l framsetning og niðurröðun efnisins, og frá þessu öllu er ntjög vel og vandlega gengið. h'öf. hefir þegar rutt sér braut að fremstu sætum hinna íslenzku rithöfunda vorra tíma. Það er ekki á færi annara en sér- fróðra manna um efni bókarinnar að skrifa ritdóm um hana í þess orðs venju- Iega skilningi. Og þar eð því er ekki hér til að dreifa, skal lítið við það fengist. F*ó skal þess getið, að lýsingu höf. á Búddha- trúnni og sögu hennar virðist dálítið á- bótavant. Af henni virðist erfitt að skilja, hvers vegna sú trú hefir náð slíkri útbreiðslu og jafn föstum tökum á játendum sfnum, eins og raun hefir orðið á, þar sem 'nana skortir ;;ð mestu eða öllu leyti rnesta aðdráttarafl allra trúarbragða, fyrirheitið um eilífa alsælu, í mynd og líkingu þeirrar sælu, er jarð- neskir menn með jarðneskum hugsunar- hætti geta hugsað sér mesta á jörðu. Lýsing höf. á Mazdatrúnni er snild- arfögur, enda verður þeirri trú ekki öðruvísi lýst, sé hlutdrægnislaust frá henni sagt. — Höf. tilfærir meðal ann- ars þetta úr Avestu, biblíu Mazdatrúar- manna: «Skapari heiinsins, höfundur lífsins, hvar kann jörðin bezt við sig?» F*ví svarar Ahuramazda á þessa leið: «F*ar kann jörðin bezt við sig, sem hinn ráð- vandi maður sezt að með arinn sinn og búpening, konu og börn, þar sem vel- megun býr, þar sem korni, grasi og aldintrjám er sáð, þar sem valllendinu er vatnað og ræst erfram mýrlendinu.« — s>Því að ekki kann sá bletturinn við sig, sem liggur óhirtur og bíður eftir bóndanum eins og mannbær mær, sem gengur barnlaus og þráir ver sinn; því eins og ástrík kona elur bónda sínum afkvæmi, þanmg mun og jörðin þeim manni auðlegð veita, sem erjar hana tveim höndum." .... »Skapari heims- ins, höfundur lífsins, hvernig eflum vér bezt Mazdatrúna? Ahura svarar: »nieð þvi korni að sá» og bætir við skömmu seinna: »Sá sem korni sáir, sáir lög- máli lífsins og eflir Mazdatrúna og elur hana með styrkleik hundrað vaskra manna, hinu nærandi afli þúsund kvenna og tíu þúsund fórna. Þegar korni er sáð skelfast djöflarnir, þegar kornið sprettur titrar í þeim hjartað, þegarþað grænkar, fara þeir að gráta, en er kornaxið kem- ur í Ijós, flýja þeir. í húsi, þar sem kornið dvín, hafast við djöflar, en þar sem gnægð er af korni, er eins og glóandi járn í kverkum þeirra.« Um þetta farast höf. orð á þessa leið: »Ummæli þessi bera það ljóslega með sér, að trúin er fyrst og fremst í því falin, að efla lífið og farsældina á jörð- unni og útbreiða þannig guðsríkið, en etja á móti rýrnun og dauða, og draga þannig úr yfirráðum hins vonda anda. Og yfir höfuð að tala, er trú jtessi einhver hin fegursta og lífrænasta trú, sem fram hefir komið í heiminum. Þar er ekki verið að prédika fyrir mönn- um að afneita heiminum, deyða holdið og verða að líkamlegum og andlegum örkvisum, heldur þvert á móti; þeim er kent að lifa lífinu sem bezt og efla það og bæta sem mest má verða: > Mað- ur sá, sem kvæntur er, lýsi eg, Ahúra- mazda, yfir, er ókvænta manninum æðri; húseigandinn þeim æðri, sem ekkert húsið á; faðirinn þeim sem engan son- inn á, og auðugi maðurinn öreigan- um.» F*að virðist í fljótu bragði undarlegt, að þessi trú. sem er eldri en kristin- dómurinn og átt hefir heimkynni á næstu grösum við Kanaansland, skyldi ekki ná margfalt meiri útbreiðslu en orðið hefir. En þegar þess er gætt, að hinir lífsþreyttu Grikkir og Rómverjar bjuggu næstir Norðurálfumanna vöggu beggja þessara trúarbragða og að post- ulinn Páll, Ágústinus kirkjufaðir og marg- ír fleiri, höfðu lag á því, að færa krist- indóminn í þann búning, er bezt átti við skapferli þessara þjóða, þá er það í raun og veru skiljanlegt, að þeir að- hyltust fremur kristindóminn, og þar eð þeir voru þá eitt hið mesta stórveldi heimsins, er það ekki að undra, þótt kristindómurinn breiddist út um alla Norðurálfuna. En hefði Mazdatrúin bor- ist hingað til Norðurlanda jafnsnemma kristindóminum og jafn mikil gangskör verið gerð að því að boða mönnum bæði trúarbrögðin, þá mætti það undar- legt vera, ef Mazdatrúin hefði ekki orð- ið kristindóminum skæður keppinautur. Höf. fer mjög varlegum og gætileg- urn orðum um kristindóminn, og ætti það ekki að geta stygt eða sært nokk- urn mann, hversu ttúaður sem er, að lesa þann kafla bókarinnar. Hefðu guð- fræðingar kristindómsins aldrei farið ógætilegri og harðari orðum um önnur trúarbrögð, þá hefðu þeir færra oftalað. Gagnfræðaskólanum verður sagt upp á morgun klukkan 5 e. m. 1909. Frá ,gullöld‘ íslands. E/tir M. J. XI. Guðmundur góði Hólabiskup (1201 - 1236). Engan biskup eða merkismann frá 12. og 13 öld hér á landi er jafnmik- ill vandi rétt að skilja og meta eins og Guðmund góða. Enginn samtíðarmaður hans sýndi eins vel og hann mótsetn- ingar tímans með mótsetningum sjálfs sín. Hans saga varð kjörinn spegill síðustu fjörbrjóta hins forna þjóðlífs. Enginn íslendingur hefir eignast slíka prestssögu sem hann hlaut og það áður en hann yrði biskup; næstur hon- um í því efni varð Lafranz biskup Kálfs- son (á öndverðri 14. öld). Guðmundur var af stórfeldum og stríðlyndum mönn- um kominn og hefði vart orðið einhama, hefði hann lifað í heiðni. Hann var ör- lagamaður mikill og öll æfi hans hrakn- ingur, — líkt og hin fyrsta ferð hans, er hann braut fót sinn í skipsreiðanum á Ströndum. Faðir hans ogföðurbræð- ur voru garpar miklir og frægir menn. Féll faðir hans í Noregi, er hann gaf líf sitt Erlingi jarli til bjargar. Porvarð- ur, hinn bróðirinn, varð höfðingi ættar- innar eftir sinn föður og bjó eftir hann í Hvassafelli, en Einar var formaður og og dó á Grænlandsjöklum, og þar Iét og 4. bróðirinn, Ingimundur prestur, fóstri Guðmundar, líf sitt, löngu seinna, (1188). Guðmundur var ódæll í æsku og lék fóstri hans hann hart. Vandist hann og snemma á að dvelja nálega hvergi langvistum, því fóstra hans bún- aðist lítt. En er Guðmundur var full- tíða og hafði tekið prestsvígslu, skildu við hann þeir tveir menn, er hann unni mest, þeir fóstri hans og Porgeir, son Brands biskups; fóru báðir til Noregs og dvaldi Ingimundur eftir í Noregi til þess, er hann lét út og fórst við Græn- land, en Porgeir lézt úr sótt, þá er hann tók land. Práði Guðmundur þann mann svo sárlega, að »nálga breyttist hann í annan mann.« segir sagan. Og hún bætir við: «Hann gerðist svo mikill trú- maður í bænagerð og tfðahaldi, harð- rétti ok örlæti, að það þótti sumum halda við vanstilii; var hann at kirkju mikin hlut nátta, og gekk til skrifta ávalt er hann náði kennimönnum* Pá tóku við vatnsvígslur hans og trú alþýðu á helgikraft Guðmundar, varð hann brátt frægur um alt land og fór mjög að heimboðum, enda undi hvergi vel. Fjár- gæzla hans var hin bágasta, því hann gaf þurfamönnum alt er handbært var, og varð Brandur biskup annað veifið í vandræðum með sóunarsemi hans og þurð á kirknafjám, er hann skyldi gegna, Fór nú svo fram til þess er biskup dó 1201, og mágur Guðmundar, Kolbeinn Tumason fékk því ráðið, að hann var kjörinn bisk- up að Hólum. Hafði Kolbeinn nálega öll héraðsvöld í Hólabiskupsdæmi um þær mundir, var maður ágjarn mjög tll fjár

x

Norðri

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðri
https://timarit.is/publication/201

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.