Norðri - 27.05.1909, Blaðsíða 3

Norðri - 27.05.1909, Blaðsíða 3
83 NORÐRI. NR. 21 Opinbert uppboð. Eftir ósk Stefáns bónda Arnasonar á Steinsstöðum, verður op inbert uppboð, haldið þar á staðnum laugardaginn 29. þ. m. Verða þar seldir ýmsir dauðir munir, þar á meðal kerra og skil- vinda. Lifandi peningur, svo sem sauðfé, hestar og ef til vill kýr. Uppboðið byrjar kl. 12 á hádegi, og verða söluskilmálar birtir á undan uppboðinu. Þúfnavöllum 18. maí 1909 Guðm. Guðmundsson. Viðskiftamönnum mínum gefst til vitundar, að eg fer vestur á Blönd- uós með ,Skálholti‘ 29. þ. m., og ketn aftur heim með ,Vestu‘ í öndverðum júlím. - Peir, sem samkvæmt víxilskuldbinding- um eða öðrum loforðum eiga að greiða mér fé á þessu tímabili, eru beðnir að snúa sér til herra bankastjóra J. Sigurðssonar, sem tekur við borgunum og gefur út kvittanir í mínu nafni. Akureyr! 26. marz 1909. Vald. Thorarensen. Lausar sýslanir. Yfirmatsmanna sýslanirnar, á Akureyri: árslaun 1600 kr., á Seyðisfirði: árslaun 1600 kr.. og í Vestmanneyjum: árslaun 800 kr. verða veittar frá 1. janúar næstkomandi. Þeim, sem stöður þessar verða veittar, verður gjört að skyldu a3 búa sig undir þær í sumar. Umsóknir um sýslanir þessar verða að vera komnar til stjórn- arráðsins fyrir 1. júlí næstkomandi. Stjórnarráðið. Lausar sýslanir. Skipaðir verða tveir matsmenn á síld, annar á Siglufirði, hinn á Akureyri. Arsþóknun hvors 600 krónur. Mönnum þessum verður gert að skyldu að fara utan til þess að kynna sér verkun á síld, verða til þess veittar til samans 800 krónur. Umsóknir verða að vera komnar til stjórnarráðsins fyrir 12. júní næstkomandi. Stjórnarráðið. Til kaupmanna. HIÐ DANSKA STEINOLÍU HLUTAFÉLAG HEFIR ÆTÍÐ NÆGAR BIRGÐIR AF ÝMSUM STEINOLÍUTEGUNDUM til sölu, frá geymsluhúsi félagsins á Oddeyri. Afgreivðsla öll og upp- ýsingar fást hjá Carli F. Schiöth, Lækjargötu nr. 4. Talsími 14. Aðalskrifstofa félagsins er í Hafnarstræti nr. 17 Reykjavík Talsími þar nr. 214. Sleinolían verður héðan af seld eftir vigt við afhendingu. Tóm og ógölluð föt frá félag- inu sjálfu kaupir félagið til baka, ef þeim er skilað á geymsluhúsi félagsins, fyrir 4 kr. hvert fat. Akureyri 26. apríl 1909 Virðingarfylst Hið danska steinolfu hlutafélag. ❖ * * munntóbak, neftóbak, reyktóbak fæst alstaðar hjá kaupmönnum. KONUNOLEO HIRÐ-VERKSMIÐJA. Bræðurnar Cloetta mæla með sínum viðurkendu SJÓKÓLADE-TEGUNDUM, sem eingöngu eru bún- ar tii úr fínasta Kakaó, sykri og vanille ennfremur kakaópulver afbeztu teg. Ágætir vitnisburðir frá efnaransóknarstofum. Opinbert uppboð verður sett og haldið við Spítalaveg nr. 17 miðvikudaginn 2. júní þ. á. og þar selt hæstbjóðendum: borð, stólar, eldhúsgögn o. fl., * tilheyrandi skósmið Agúst Sigvaldasyni. Uppboðið byrjar kl. 10. f. h. og verða söluskilmálar birtir á undan uppboðinu. Bæjarfógetinn á Akureyri 27, maí 1909. Guðl. Guðmundsson. Aðalfundur. Bindindissameiningar Norðurlands verður haldinn að Svalbarðseyri laugardaginn 19. júní. n. k. byrjar kl. 12. á. h. Stjórnin. aktygjaklafar töpuðust úr kerru á leiðinni frá Hafn- arstræti 84 og inn að Höepfnersbakaríi. Finnandinn skili þeim í sölubúð Sigtr. Jóhannessonar á Akureyri. Steinolfuföt * hrein, kaupir hæsta verði eins og að undanförnu, verzlun J- V. Havsteens Oddeyri, borgar i peningum. Þriggja kr, virði fyrir ekki neitt í ágætum sögubókum fá nýir kaupend- ur að VIII. árg. >Vestra», ef þeir senda virði blaðsins (kr. 3,50) með pöntun. Árg. byrjar 1. nóv. Útsölumaður á Akureyri er Ha/rgrfmur Pétursson. 60 in, að hann fór að hátta, óðara og hann hafði talið peninga sína, og steinsofnaði. En að nokkrum mánuðum liðnum, bar svo við einn laugardag um miðdegi, að stóra Bertha, sem bar á borð fyrir hann Ijúffengan mat við eldhúsbekk- inn, kallaði eitthvað á eftir honum um leið og hann ætlaði að ganga ofan f búðina aftur. Hann stanzaði í miðjum dyrunum og spurði: »Varstu nokkuð að segja? «Ónei! það var ekkert,» svaraði Bertha. «Hvað var það sem þú sagðir? «Ó— Ej^'ætlaði að spyrja þig að því, hvort það væri ekki siður í þínu bygðarlagi, að piltarnir kæmu til stúlknanna á laugardagskvöldum, »Jú,« — svaraði Törres og horfði á hana, «Jæja —þá,» svaraði Bertha, sneri sér frá hon- um, og hélt áfram að þvo pott svo að urgaði í honum. Svo ástúðlegu heimboði gat Törres ekki neitað. 57 Hann var vanur að segja móður sinni nákvæm- lega hvað fyrir sig kæmi daglega, en upp á sína vísu; svo trú Jessen faun stunduut að frásögn Antons bar ekki saman við verulegleikann, Rannig sagði hún nokkrum dögum eftir að Törres Wold hafði sýnt sig í búðinni í nýju fötunum: «Nei, heyrðu, Anton ! Hver var Iaglegi ungi mað- urinn, sem eg sá í búðinni hjá þér í dag? «Laglegur! — Sýndist þér það áreiðanlega? «En— Guð hjálpi mér, það hefir þó aldrei ver- ið hann — sveitapilturinn?« »JÚ, sannarlega — mamma!« «Hann! — vesalings rauðhærði drengurinn, sem þú hefir annast um — ? «Sem eg hefi líka mannað upp,» sagði Anton og hló stuttlega. «Nei, nú er eg þó hreint hissa!» sagði móðir hans, «Hann er bara snotur unglingur.» «Ó, mamma! hann er þó ruddalegur í sjón.« «Náttúrlega,» sagði móðir hans samþykkjandi, og flýtti sér í burtu; hann var alt öðru vísi en Anton hennar; maður sá auðvitað strax mismuninn. — — í daglegri umgengni í búðinni lét herra Jessen lengi eins og hann tæki ekki eftir því, hversu Törr« óx, Hann notaði hann stöðujft sem undir-

x

Norðri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðri
https://timarit.is/publication/201

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.