Norðri - 10.06.1909, Blaðsíða 1

Norðri - 10.06.1909, Blaðsíða 1
IV. 23. 1909, Til minnis. Bæjarfógetaskrifstofan opinkl. 10—2, 4—7 Bæjarsjóður, Lækjargötu 2, mánud. mið- vikud. og laugardaga kl. 4. 7 Kitsímastöðin virka daga 8 f. h. til 9 e. h. helga daga 8—11 og 4—6 Bókasafnið, þriðjud.. fimtud. og laugard. 5—8. Sunnudögum 10—11 og 4—8. l’ósthúsið 9—2 og 4—7. IJtbú Islandsbanka 11--2 Utbú Landsbankans 11—12 Stúkan Akureyri fundard.þirðjud.kv. kl. 8. Brynja miðvikudagskvöld kl. 8. Isafold Fjallkonan sunnudagskv. kl. 4. Trúföst mánudagskv. kl. 8. „Ævintýri“ Einars Hjörleifssonar. Laugardaginn 17. apríl þ. á flytur »ísafold« í 22. tbl. grein eftir Einar Hjörleifsson með fyrirsögninni: »Nýr ráðgjafa«. Grein þessa er full þörf að athuga betur en gert hefir verið að þessu, því þótt nafn höf. sé svo langt sem auðið er, frá því að geta gefið henni það gildi, sem greinin sjálf gefur sér ekki, þá liggja til þess aðrar ástæður, að við henni verður ekki þagað, og verður vikið að því í enda þessa máls, þó leitt sé að þurfa þess. Höf. byrjar mál sitt á því, að mörg- um muni þykja það líkjast ævintýri, að Björn Jónsson sí orðinn ráðgjafi, og minnist síðan á ýmsar breytingar til góðs, er hann telur nú orðnar, á því hvernig Danir líti á mál vor, hjá því sem áður var. En höf tekur það ekki fram, að Björn Jónsson á engan þátt í þeim. Heimastjórnarflokkurinn barðist fyrir innlendri stjórn. og fékk hana, og með henni þingræði — gegn eindreg- inni mótspyrnu Bjarnar Jónssonar og kumpána hans, þangað til þeir gátu ekki annað enn látið undan. En Hannesi Hafstein er það að þakka, að breyting fékst á undirskrift skipunarbréfs ráðherr- ans. — Raunar segir höf. ekki bein- línis, að þetta sé verk Bjarnar, en setur það það svo kænlega í samband við »ævintýrið«, að menn mega skilja hvað við er átt. Pá fer Einar út í samanburð á nýja ráðgjafanum og hinum fyrri landshöfð- ingjum, þar á meðal Hannesi Hafstein, og þýðir raunar ekki að fara mörgum orðum um það mat, en gaman er að benda mönnum á ummæli höf. um H. H. nú, til samanburðar við það, er áð- ur var, þegar Hannes var mest níddur og rægður í «Norður!andi“ og .»ísa- fold.« Að þessu búnu byrjar höf. lýsingu á Birni Jónssyni, sem blaðamanni, hug- sjónamanni og nýbreytingafrömuði. — Aftur stingur hér kynlega í stúf, þvf höf. minnist nálega ekkertá stjórnmála- feril Bjarnar. Skal nú vikið nokkrum orðum að þessu. Höf. segir Björn Jónsson vera hinn mesti hugsjónamann, og sé hann æfin- lega albúinn þess, að taka að sér sókn og vörn hverrar hugsjónar, sem vera vm. Akureyri, Fimtudaginn 10. júní. Eg man nú raunar ekki eftir neinum sérstökum hugsjónum, sem Björn Jóns- son hefir barizt fyrir, og enn síður þeim, er hann hafi leitt til sigurs; en það man eg vel, að 'hann hefir stund- um barizt fyrir sérstökum málum, en fá þeirra eða etigi leitt til sigurs, enda oft barizt móti og með sama málinu sama ár:ð, eða á næstu misserum. Næg- ir til þess að nefna ritsímamálið. sern «ísafold« barðist fyrir árin 1897 — 1904 en móti 1905. Höf nefnir bindindismál- ið. — F*að er satt, að »ísafold» hefir ávalt verið hlynt bindindi í orði, en á borði hefir Björn Jónsson ekki ver- ið meiri bindindishetja en svo, að hann hefir gert það, sem allir vita, að láta blað sitt «ísafold» ávalt flytja mjög mikið af vínauglýsingum — auðvitað fyrir pen- inga. — Er það að berjast einlæg- lega fyrir bindindishugsjóninni, að vinna það til fjár, að stuðla að útbreiðslu áfengis? Heyrir slíkt athæfi undir kctrl- menskuna, sannleiksástina, einurðina eða drengskapinn, Einar Hjörleifsson? hvað af þessum fjórum dygðum, eða þá þær allar? Nei, Einar, en þér ætt- uð að biygðast yðar fyrir alþjóð lands- ins, að dirfast þess, að ausa slíku í augu henni, en gráta ættuð þér af blygð- un frammi fyrir herra yðar og velgerða- tnanni fyrir það, að stuðla til þess, að hreyft sé við þessari ýldukös á haugi hans. Hitt er nieinlaust óvitahjal. þótt höf. telji B. J. vera að leiða bindindismálið til sigurs á fyrsta þinginu (o: með að- flutningsbanninu). Pví miður eru líkindi til þess, að aðfiutningsbannið verði bind- indismálinu hinn mesti ósigur og tjón, er fram líða stundir, en vel má fyrirgefa Einari Hjörleifssyni, að hann skilur það ekki, að bindindi og aðflutningsbann koma hvort öðru ekkert við. Vitrari mönnum enhonum og Birni ráðgjafa hef- ir orðið hált á þeirri skilningsgrein. Öldungis er það ósatt, að bindind- ismálið hefir verið smánað og fyrirlit- ið af öllum þorra landsmanna, þegar Björn Jónsson tók það að sér, (d: þeg- ar Goodtemlarareglan myndaðist,) en nú liggur við, að margir hafi fengið ýmigust á svo góðu máli fyrir æsingu og ofsa Bjarnar Jónssonar, og annara höfuðpaura í liði templara. Annars barðist Björn Jónsson á móti aðflutn- ingsbanninu fram að árinu 1905, eða lengur, og sannast þar það, sem eg sagði áður, um baráttu Bjarnar á víxl með og móti sömu málum. Annað áhugamál Bjarnar og póli- tískt framtíðarmál, telur Einar jafnréttis- mál kvenna og karla. Telur hann Björn gamla hafa hið mesta traust á kven- þjóðinni og trú á efling hreinleiks, sam- vizkusemi og ástar á hugsjónum í stjórn- málum, ef konur komi til sögunnar. Má vel vera, að Einar flytji þetta rétt eftir ráðgjafa, en annars minnist eg einsk- is slíks áður eftir "Birni, í ræðu eða riti. En um trú hatis á siðferðislegum hreiti- leik» kvenþjóðarinnar, veit eg eigi ann- an vott, en grein eftir Guðmund á Sandi, sem ísafold» flutti án fyrlrvara vorið 1907, og naftik'tmn er orðlh, Annars þykir mér tortryggilegt, ef það er satt, sem Eiitar segir um þetta, að ráðherra skyldi ekki reyna að fá konum jafnrétti nú á þinginu, og tæplega trúi eg því, að honum sé slíkt áhugamál, ef hann skyldi enn engu hreyfa um það á þing- inu 1911, ef guð lofar honum að lifa. Rað sem höf. segir um samhug ráð- gjafa með æskulýð landsins og traust á honum, er svo fáránlegur og stað- laus þvættingur, að ekki er hægt að eyða orðum að. Höf. fer að síðustu mörgum fögr- um orðum um hugsjónir og stefnur Bjarnar í sjálfstæðismálinú, en því máli hefði höf. alls ekki átt að hreifa, því ekki hefir nokkur n»aður á íslandi sýnt hugsjónum sínum — ef nokkrar hefðu verið — aðra eins fyrirlitning, eins og Björn í því máli. Hann byrjaði sem eldheitur sjálfstæðismaður. undir hand- leiðslu okkar bezta manns (Jóns Sig- urðssonar), heldur áfram um hríð und- ir handleiðslu annars ágætis manns(Ben. Sveinsonar snýst), svo öndverður gegn honum, og eftir það er framkoma hans í þessu máli sífeldur krabbagangur og einlægir krákustigir, ofan í hið auðvirði- legasta forað, sem sjálfstæðismál vort hefir komist í (1907 - 1901) og yrði of langt að rekja þetta mál til allra róta. Fyrir'því er ærið að vonurn, þótt allir góðir menn líti nú með áhyggju og döprum augum á sjálfstæðismál ís- lendinga í höndum þessa manns, því þó hann hafi nú að undanförnu ekki sparað stór orð gagnvart Dönum, þá má þó sannarlega búast við af honum nýjum krabbagangi og nýju undanhaldi, og styðst þ »tta f sambandi við fyrri fram- komu hans, fyliilega við ummæli hans við Dani í hinni fyrstu för hans, hvað sem «rógberi» íslands segir um það. F*að væri fróðlegt að skrifa hlut- drægnislaust æfisögu Bjarnar, sem stjórn- málamanns og blaðamanns, Hún myndi átakanlega sanna það, sem hér er sagtað ofan umhans afskifti af sjálfstæðismáli okkar íslendinga og ennfremur 'það, að hér hefir ekkert »ævintýri» gerzt um karl- mensku, sannleiksást, einurð eða dreng- skap, heldur þvert á móti. — Hún mundi sýna hörmulegt skipbrot efni- legs og áhugamikils unglings, er virt- ist hafa nægar gáfur af guði þegið, og veittist í æsku það sérstaka happ, að eignast handleiðslu hinna beztu manna, til þess að þroska þær þjóð sinni til gagns og sér til sóma. — Mig skortir því miður tíma og annað, til þess að vinna þetta verk, en vera má, að eg bendi seinna á nokkur atriði úr lífi Bjarnar, sérstaklega þau, er snerta sann- leiksást hans og drenglyndi, sem blaðamanns og stjórnmálamanns. Eitt segir höf. öldungis satt um Björn Jónsson, nefnilega það, sem hann segir frá nýbreytingagirni hans, eða ný- ungagirni lians; en höf. gleymir að geta þess, að fyrir hana og og hamslausa trú- girni, sem henni fylgir, hefir Björn Jóns- son oftar en nokkur annar íslendingur hlaupið á hundavaði, og sjálfsagt oft gert það í Fljó'lfæði, er hann hefír sár- V inum og vandamönnum tilkynnist hér með, að jarð- arför míns elskaða eigin- manns, Sigurgeirs Bjarnasonar, fer fram að heimili mínu næstkomandi laugardag, 12. þ. m. kl. 1 e. m. Lögmannshlíð 8. júní 1909. Sofía, Magnúsdóttir iðrast eftir, þótt þrjóska hans og þver- lyndi hafi ávalt bannað honum að snúa aftur af hundavaðinu. Af þessum sök- um hefir hann einnig leiðst til þess að styðja annan eins hégóma og andatrúin er (þ. e, gamla draugatrúin í nýrri mynd) og látið óhlutvanda trúða hafa sig að féþúfu fyrir þær sakir. Eg geri þetta mál ekki lengra að sinni, því það er leiðinlegt verk að svara annari eins ritsmíð og öðrum eins höfundi, og Éinari Hjörleifssyni. En ástæður þær, er eg gat um, í upp- hafi máls míns, fyrir því, að grein Ein- ars yrði að svara, eru þær: að það er hörmulegt tákn tímanna, og sorglegur vottur um hégómaskap, hræsnisanda og þrællund þjóðarinnar, ef við því yrði þagað, að æðsti maður landsins skuli láta blað, sem hann sjálfurá, flytja jafn ógeðslegt smjaður og skjall um sjálfan sig eins og grein þessi er, og þola undir greininni nafn manns, sem allir vita, að mörg ár hefir verið brauð- bítur og náðarþurfi ráðgjafans, og svo háður honum, að allir vita, að maður- inn getur bókstaflega ekki skrifað eða gert neitt annað en það, sem ráðherrann vill vera láta. Rað sem Éinar Hjörleifsson gerir og dirfist, undrast enginn. En eitt er enn, sem menn undrast: það, að Björn Jónsson skyldi nokkurntíma taka þann mann í þjónustu sína, sem var ritstjóri blaðs, er stofnað var í þeim tilgangi, að reyna «að gera landauðn á íslandi», samkvæmt eigin orðum «ísafoldar» um «Lögberg,« þegar það var stofnað, og svo það, að þennan mann skuli nú al- þingi íslendinga bera á örmum sér. Vill ekki þjóðin setja sinn arm undir drenginn? þá væri eitt enn til að undrast. FRUMVARPSFJANDl. Skógræktarstjóri Koefod-Hansen dvelur hér í bænum nú um tíma. Vér viljum benda almenningi á fyrir lestur hans um skógrækt, sem auglýst- ur er á öðrum stað hér í blaðinu. Verður fyrirlesturinn vafalaust fróðlegur, og ættu sem flestir að sækja hann. Heimspekingsprófi hafa nýlokið við Hafnarháskóla stúdendarnir Ásmundur Guðinundsson,JakobJóhaiinesson og Skúli S. Thoroddsen og hlntu allir ágæt- selnkunn,

x

Norðri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðri
https://timarit.is/publication/201

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.