Norðri - 08.07.1909, Blaðsíða 1

Norðri - 08.07.1909, Blaðsíða 1
«*Q *o Ritstjóri Björn Líndal Brekkugata 19, IV. 27. Akureyri, Fimtudaginn 8. júlí. 1909. M^^N*^^^^ Til minnis. Bæjarfógetaskrifstofan opin kl. 10—2, 4—7 Bæjarsjóður, Lækjargötu 2, mánud. mið- vikud. og laugardaga kl. 4. 7 Ritsímastöðin virka daga 8 f. h. til 9 e. h. helga daga 8—11 og 4—6 Bókasafnið, þriðjud.. fimtud. og laugard. 5—8. Sunnudögum 10—11 og 4—8. Pósthúsið hvern virkan dag 9—2og4—7. helgid. 10—11. Utbú Islandsbanka U--2 Utbú Landsbankans 11—12 Stúkan Akureyri fundard.þriðjud.kv. kl. 8. Brynja miðvikudagskvöld kl. 8. Isafold Fjallkonan sunnudagskv. kl. 4. Trúföst mánudagskv. kl. 8. u^**^*S1 ^.-- ~ Stefna? Forseti neðri deildar alþingis hefir tekið sér fyrir hendur að rita um stór- pólitík í blað sitt 11. jtíní s. I. Þegar maður í slíkri virðingarstöðu ritar um slíkt mál, í «elzta blað landsins*, mætti eigi að eins ætla, að á því væri eitthvað talsvert að græða, heldur verður að heimta það. Af forsetastöðu hans leiðir, að meira mark verður tekið á orðum hans en þeirra manna, er á lægri stól- um sitja, verði annars nokkurt vit og samhengi í þeim fundið, og þjóðinni er það á hinn bóginn meira en meðal minkun, ef slíkur maður fer með þvað- ur og vitleysu, er ræða skal jafn alvar- iegt mál og hér liggur fyrir. «Hvert stefnir?« spyr forsetinn í upp- hafi máls síns. Já, um það er sannar- lega þörf að ræða. Ekkert er eins áríð- andi að vita og það, hvert verið er að fara, hvort heldur er að ræða um hvern einstakan mann eða þjóðina í heild sinni. Og einskis einstaks manns ferðalag er eins mikils um vert og ferðalag allrar þjóðarinnar. Oss minnihluta mönnum hefir virst það mjög á hverfandi hveli, hvert meiri hlutinn stefnir f sambandsmálinu, og margir eru þeir, er enga stefnu geta séð í þessu ferðalagi. Látum oss því athuga þann fróðleik í þessu efni, er grein sú hefir að geyma, er hér ræðir um. Eftir alllangan inngang um gang máls- ins og hverja þýðingu það hafi, að sam- bandslög meirihlutans voru samþykt á síðasta þingi, spyr forsetinn: «Hefir af- staða Dana í þessu máli nokkuð breyzt við þessa samþykt þingsins, eða eru nokkrar líkur til, að undirtektir þeirra verði nú nokkuð á annan hátt en áður?» Um þetta þykist hann ekkert geta full- yrt að sinni, en ef þeir verði ófáanleg- ir til þess að sinna málinu á nokkurn hátt, þá kennir hann þetta ráð: «En óhætt væri þá, þótt Danir væru látnir skilja, að eintómur þvergirðingur frá þeirra hálfu mundi heldur ýta und- ir skilnaðarhreyfingu hér, gefa henni vind í seglin. Þetta getur komið fram sem bending á kurteislegan hátt, 4ls eigi sem ögrun, sem ætti eigi heldur við. Stí bending skynsamlega notuð gæti einmitt, haft mikil áhrif til að hrinda sambandsmálinu áleiðis í það horf, er vér dskum, því að sé það nokkuð, sem getur knúð Dani til að sinna kröfum vorutti, þá er það óííinn við skilnáðar- hreyfingu, og til þess að losna við hana, mundu þeir teygja sig alllangt.» Hvað verður nú ráðið af þessum orðum um stefnu forsetans? Pvíer auð- svarað. Hann vill hræða Dani til þess að samþykkja sambandslög meiri hlut- ans, með því að hóta þeim »á kurteis- legan hátt,» að skilnaðarhreyfingin hér á Iandi muni að öðrum kosti vaxa þeim yfir höfuð. En þessu næst segir hann:' »Það er eigi svo að skih'a,' að vér eigum að hafa skilnað sem grýlu á Dani, því að vér getum ekki verið þektir fyrir það, að ásiœðulausu.o Þetta kemur talsvert öfugt við það sem áður er sagt. Hvert stefnir forsetinn nú? Hann vill ekki láta hræða Dani með skilnaði, en þó láta benda þeim á hann á þann hátt, að »óttinn við skilnaðar- hreyfinguna« komi þeim til að láta oss eina ráða sambandslögunum, með öðr- um orðum gera þá óttaslegna með skiln- aðinum, án þess að hræða þá með hon- um. Þetta virðist vera eigi alllítið vanda- verk og naumast í nokkurs mannsfæri, nema ef vera skyldi forsetans sjálfs. Þetta virðist engu minni vandi en að kæta menn án þess að gleðja þá, hug- hreysta án þess að hugga, fræða án þess að kenna og seðja menn án þess að gefa þeim að eta. Mikill undrakraftur má forsetanum vera gefinn, ef hann er fær um slíkt. Forsetinn segir, að vér getum eigi verið þektir fyrir það ,að ástæðu lausu' að hræða Dani með skilnaði. Og ástæð- an til þessa ástæðuleysis er sú, að hér sé, nú sem stendur, engin veruleg skiln- aðaralda. Ætla mætti því, að hann vildi vekja upp þessa öldu, til þess að vér hefðum ástæðu til þessa; en það virð- ist hann einmitt ekki vilja. Hann seg- ir: «Það væri hvorki hyggilegt né heppilegt, nú sem stendur, að hleypa ofstækisfullum skilnaðaræsing í þjóðina, fara nú þegar að skera upp einskonar skilnaðarherör meðal fólksins, milli fjalls og fjöru. Ovíst einnig, hvernig sá leiðangur mundi takast«. Nú virðist málið vandast enn meira. Skilnaðar- hreyfingin. sem á að láta Dani óttast, án þess að hræða þá með ^henni, er í raun og veru ekki til, og það er hvorki hyggilegt né heppilegt, nú sem stend- ur, að láta hana verða til. Þetta segir forsetinn Dönum jafnt og íslendingum, því að auðvitað lesa einhverjir Danir »elzta blað landsins«, einkum síðan rit- stjórinn varð forseti neðri deildar. Forsetinn virðist hafa haft einhverja nasasjón af því, að hann væri hér kom- inn í ógöngur, og til þess að komast fram úr þeim, fullyrðir hann, að skiln- aðaraldan geti komið síðar, og komi að líkindum yfir landið, ef alt sitji við sama keip og áður um samband land- anna. Þenna hugsanlega möguleika eiga þá Danir að óttast svo mjög, að þeir láti oss orðalaust í té,.alt sem vér heimtum. Og seinni hluti greinarinnar verður naumast skilin á annan veg, en þann, að rétt sé að vekja máls á skiln- aðarhugmyndinni til þess að styrkja Dani í þeirri trú, að skilnaðaraldan geii einhvétfitíma rlsið upþ hér í iandi. Þetta verður þá í fám orðum hin pólitíska stefna forsetans: Vér skulum tala um skilnað, án þess að vilja hann, og benda Dönum og Islendingum á, að skilnaðaralda geti einhverntíma risið upp í landinu, án þess að gera neitttil að vekja hana hér á landi og án þess að hafa hana fyrir grýlu á Dani, en þó til þess, að þeir óttist hana og samþykki þessvegna sambandslög meiri hlutans. Verður eigi flestum á að spyrja: Er þetta alt og sumt? Er forseti neðri deild- ar alþingis ekki kominn lengra enn þetta? Eða öllu heldur: Er hann ntí farinn að snúast um sjálfan sig, í stað þess að hjakka í sama farið. Síðasta árið hefir hann þótzt vilja fá það, sem ekki er hægt að fá, en nú vill hann fara að t a 1 a um að fá það, sem hann sjálfur vill ekki f á, og vér erum eigi færir um að taka á móti. Því að enginn getur af þessari grein hans séð, að hann sjálfur sé skilnaðar- maður, heldur játar hann þvert á móti, að vér séum eigi færir um hann. Barnslega einfeldnislegri stefnu, eða öllu heldur stefnuleysi, get eg ekki hugs- að mér. Hvað finst ykkur hinum? A einum stað í greininni segir forsetinn: «Hitt skiftir ekki svo miklu, hversu lang- ur tími líður, þangað til við verðum skilnaði vaxnir.» Einmitt það! Væri þó ekki viðkunnanlegra, að það yrði ekki öllu seinna en um aldamótin 3000, ef við eigum endilega að fara að t á I a um hann strax? Er það landinu blygðunarlaust, að for- seti neðri deildar alþingis skuli birta opinberlega aðra eius endileysu og þessi grein hans er, frá upphafi til enda? Eða getur nokkur skynsamur maðúr fundið nokkurt vit. og samhengi í henni. B. L. Frá ^guílöld' fs/ands. Eftir M. J. XII. Sturlunga. öldin. (Framh). Tvisvar verður þÖ enn kvikt á sviðinu, svo vér sjáum lifandi verur fyrir augun- um, en ekki vofur og skugga. Eg á við hinar tvær biskups sögur, sem enda hið mikla sögusafn Sturlungu. Árna biskups saga Þorlákssonar er hin eina saga, sem segir frá íslandi frá láti Gizurar jarls 1269, til næstu aldamóta. Hún er afarfróðleg, en mjög er hún ó- lík Hungurvöku, og full af nýjum klerk- dómsstíl; að vísu hefir höfundurinn (Árni biskup Helgason?) verið vitur maður og sannorður, en samt sem áður var hann ekki íslen2kur sagnameistari, heldur boðberi hins nýja, ráðríka kirkjuvalds. En kostulegar frásagnir geymir sagan, sérstaklega um viðskifti hinna mestu manna hins «nýja stí!s«,svo sem Hrafns, hins mikla garps, sem einn lifði eftir af hinum föllnu skörungum, svo þegar hatin déyr (1280) ög Hilln áglfetl fVæði- maður, Sturla Þórðarson (1284), eru síðustu kvöldstjörnurnar gengnar undir. Hinir atkvæðamennirnir, þeir biskuparnir Árni og Jörundur og ábótinn Runólfur í Veri, lifðu þá eftir, og þótt þeir væri frelsi landsins skæðir, og kirkjunni mið- ur þarfir, en þeir ætluðu, verður oss að dást að mikilmensku þeirra og vit- urleik. Sást þá og glögt, hvað enn lifði í landinu eftir alt hrunið, og hvað til hafði verið af göfugu og góðu, hefði auðna ráðið. Árna biskups 6aga er erfi- drápa, sonatorrek íslands eða sorg- arleikur. Lafranssaga er aftur fremur sam- in í hinum forna stíl og er því bæði fróðieg og fögur — það sem htín nær, eða það sem htín gat verið. Hún er æfisaga merkismanns, sem var Ijós í sín- um stutta biskupsdómi, manns, sem sór sig í ætt hinna eldri biskupa og beztu höfðingja. Og þótt gullaldarblærinn gamli væri þá að mestu horfinn, náðu engir hinir síðari biskupar Lafransi að stjórn- semi, réttlæti og guðrækni. Alt var ekki farið. Hvað var eftir? Því má fyrst svara með Hávamálum: •Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstýr deyr aldregi hveim sér góðan getur Sagan var eftir — minningin var eft- ir — þjóðin var eftir. Og í þjóðinni Iifðu hinir föllnu og dánu, stundum sem sofandi, stundum sem lifandi. Og verk þeirra voru eftir, hin rituðu, ódauðlegu! Aldrei vissu menn bet- ur hvað átt og mist höfðu, en þá — vissu það löngu áður, hvað við lá og hvað í húfi var. Fyrir þá skuld lagði Snorri til hliðar alt ráðabruggið, og gleymdi öllum hjákonum sínum en kraup á hné fyrir hinni heHögu gyðju sögunn- ar, semjandi, ritandi eða látandi rita alt hvað af tók, fram að þeirri næturstund, er fjandmenn hans tóku hús á honum ogdrápuhann. Og fyrirsömusök gleymdi sjálfur ofstopamaðurinn Sturla Sighvats- sonar öllum stórræðum um stund og »lagði mikla stund á að láta rita eftir sögur þær, er Snorri setti saman.« Og því var það, að hinn bezti maður hinna stórfeldu Sturlunga, Sturla Þórð- arson, ásetti sér að safna, sem hann gerði, eða sjálfur semja sögu allrar aldarinnar. Og svo tóku niðjarnir við og svo gekk alla 14. öldina tít, að menn rituðu, söfnuðu og samanfærðu í geysi- miklar skinnbækur hina miklu bókfræði frá 12. og 13. öld; unnu mennfast að því stórvirki, enda sömdu fátt frumlegt sjálf- ir, sem mikið kveður að. Þeir höfðu brent skip sín og fóru einskipa á smá- ferjum með löndum fram. Sjóndeildin var orðin lítil og útsýnin þröng, hjá því sem áður var, snillingar, ofurhugar, skáld og stórræðamenn voru horfnir, og í klaustrum þrifust aldrei til fram- btíðar fræði- og sögumenn eða skáld. Sá eini, er varð höfuðskáld af klaustur- mönnum, Eysteinn Ásgrímsson, sá er kvað «Lilju», sem »allir vildu kveðið hafa«, hann var fremur veraldarmaður og ribbaldi en munkur. Og þó lá gáf- an í blóðltiu, og trauðir vom mtfnn,

x

Norðri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðri
https://timarit.is/publication/201

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.