Norðri - 08.07.1909, Page 2

Norðri - 08.07.1909, Page 2
106 NORÐRI. NR. 27 jafnvel munkar og klerkar, að láta nokkra góða sögu gleymast, þótt þeir spiltu ekki fáum. Einhverntíma kemur mynd og líking Sturlungaaldarinnar betur fram á sjónarsvið listarinnar, sem hér er bent til með fáeinum drátt- um. En eg vildi að endingu taka fram, og sýna á neikvæðan hátt ,að vér átt- um, eða höfðum átt eitthvað, sem líkt- ist «gullöld« — þegar þetta «eitthvað» var b ú i ð að vera virkilegt og kvöld- roða sögu og saknaðar brá á það í end- urminningunni. Ekki var alt gull, sem glóði, en viðbrigðin á eftir það, sem svo sýndist, sanna það, að sumt hafði gull verið, og að skaðinn var óbætan- legur. Sú öld, sem kvaddi með Sturlung- um, var svo greinilega að þrotum kom- in, að öllu skipulagi, að hún hlaut að deyja — eins og þeir feðgar Sighvat- ur og Sturla, sem hnigu á Örlygsstöð- um, faðirinn með 17 sárum, en sonur- inn með benjum, sem ekki urðu tölum taldar. Háls- og Vaglaskógar. Hér með er almenningi bent á, að báðir þessir skógar eru nú girtir. Girð- ingin liggur frá brúnni fram með norð- urjaðri Hálsskógar að austanverðu til veg- arinsmilli HálsogVagla ogþaðan meðfram veginum til síðastnefnds bæjar. Raðan beygist girðingiu aftúr í austur, og ligg- ur síðan frá horninu, skamt fyrir aust- an túnið, beint suður til merkja Vagla- lands og þaðan beint vestur að ánni. A girðingunni eru 4 hlið: 2 á norður- girðingunni — það er eitt við brúna og annað á veginum, sem liggur gegn- um skóginn að Vöglum — 1 við Vagli fyrir norðan túnið og eitt á suður- girðingunni við ána. Hér um bil 100 álnir fyrir innan skóg- argirðinguna og fram með ánni, er sett upp minni girðing, þar sem þeir, sem gista skóginn, geta geymt hesta sína. Vegna þess, að á tveim stöðum ligg- ur girðingin yfir nýja veginn frá brúnni, er nú sá vegur fluttur svo, að hann liggur alveg fyrir utan girðinguna. Gamli vegurinn, sem liggur frá stóra veginum að austanverðu við Vaglaskóg og áður var notaður, en sem fram að þessu hefir verið alvaxinn hríslum, er nú ruddur, svo menn eiga hægra með en áður að kynnast og skoða hina fjölbreyttu feg- urð þessara skóga, sem nú taka að fá öll skógareinkenni á allmörgum stöðum vegna skynsamlegs höggs. Skógrœktarstjórinn. Fundargjörð. Árið 1909, hinn 27. júnímán., hélt 2. þingmaður Eyfirðinga, St. Stefánsson í Fagraskógi, leiðarþing í Saurbæ í Eyja- firði. Skýrði hann frá helztu málum, er þingið hafði með höndum. Að því loknu var umræðufundur settur, til að ræða nokkur mál, og var kosinn fund- arstjóri Benedikt Einarsson á Hálsi og ritari Einar Sigfússon á Stokkahlöðum. Kom þá-til umræðu: 1. Fjárlögin. Við umræðurnar kom það greinilega í Ijós, að fundarmenn voru óánægðir með þá fjármálastefnu þingsins, að takmarka meir en áður fjárveitingar til samgöitgubóta — brúa og vegagerða —en veita ýmsa «bitlinga» meir en nokkru sinni áður. 2. Sambandsmálið. Um það urðu nokkrar umræður, og lýsti fundurinn megnri óánægju sinni yfir afdrifum þess. 3. Stj órnarskrárbrey tingin. Rað mál var nokkuð rætt og lýsti fundurinn því yfir, að óskiljanlegt væri að meiri hluti þingsins skyldi svæfa það mál á þessu þingi, en hafa einmitt sótt fast að fá samskonar breytingar áð- ur, en bera nú aðeins upp þingsálykt- unartillögu utn að skora á stjórnina, að leggja breytingar fyrir næsta þing, sem fari í sömu átt. 4. Aðflutningsbannið. Um það mal urðu miklar umræður og voru andstæðingar bannlaganna, þeir er til máls tóku, ósamþykkir þingmanninum í því máli, og álitu ekki rétt að sam- þykkja lög um aðflutningsbann. Ringmaðurinn svaraði, og færði ástæð- ur fyrir framkomu sinni í því máli. Engin fundarályktun var tekin, og fleiri mál eigi rædd. Var svo fundi slitið. Benedikt Einarsson. Einar Sigfússon. „Guðsorð”. Farandprédikari gisti á bæ, og sá bóndann með bók í höndum. Prédik- arinn spurði hvort það væri Nýjatesta- mentið, sem hann læsi í. Nei, sagði bóndinn, það er heiðin bók, sem heit- ir,Grágás‘. «Fyrirgefi þér,» maður, svar- aði trúboðinn, «og í dag er sunnudagur». Grágás kalla eg guðsorð, segir bóndi, eins og þú kallar tíulagaboðorð Móíses- ar guðsorð. Trúboðanum varð bilt við, gaf bóndanum nokkur viðvörunarorð, hristi svo duftið af fótum sér og fór. Vera má, að sagan sé munnmæli ein, en hún geymir mikinn sannleika. Öll forn siðalög, þótt gengin séu úr gildi, hafa áður gilt sem guðsorð hjá þjóð- unum — eins hin gömlu lög vorrar þjóðar. Sama má segja um hinar ótölu- legu fornbækur veraldarinnar, sem nefnd- ar hafa verið og enn eru nefndar helg- ar; þær geyma allar einhverja skímu af opinberun guðdómsins, sem í anda mannsins býr og glæðist með viti hans, reynzlu og þekkingu. Fyrir því er ekki rangt að kalla þær ,guðsorð‘ í viss- um, almennum skilningi. Og sá skilning- ur hverfur ekki né breytist, þótt komizt sé fyrir uppruna og tilorðning allra hinna svo nefndu helgu bóka. Grágás er jafn gullvæg fyrir það, þótt sannað verði, að minst af lögum hennar og ákvæðum sé eftir Þorleif spaka, eða Lög-Skafta, heldur til orðin fyrir reynslu, umbætur og venju, eins og allir þesskonar laga- bálkar. Sama gildir um alla biflíuna. Pótt menn ransaki tilorðning hennar og tæti alt í sundur, þá »fyrirferst ekki depill af lögmálinu», skerðist ekki dep- ill af ,guðsorði‘ bókarinnar, þ. e. a. s. týnist ekki, minkar eða missir gildi, neitt af hennar andlega og siðgæðis- lega verðmæti. En þótt helgiblærinn fölni eða hverfi með oftrú og hjátrú, verður það ábati en ekki skaði, þegar frá líður og menn læra að ganga í skoð- un en ekki blindri trú. Hinn undarlegi helgiblær austurlenzkra bóka, þar sem guðir og löggjafar voru látnir tala og skipa, það er hann, sem varð sök í skin- helgi hinna kristnuðu vesturþjóða, og talar til vor enn fyrir munn hvers poka- prests, sem er vanans og formsins þræll, og hefri jafnvel skapað hinn forna Kan- cellistíl einvalda og stjórnarráða, svo eimurinn loðir við enn eins og í setningunni: »af guðs náð konungur Vinda og Gauta«. Eða hvað hefir mest váldið því, að heilir kaflar hinnar helgu sögu (d :kirkjusögunnar) eru í raun réttri Iíkari villidýrasögu, en sögu guðsríkis og hans réttlætisPHvað annað en sú skin- helgi, oftrú og hjátrú, sem vanþekking- in á biflíunni sem guðsorði olli? IJeita er bláber sannleiki, þótt fáir — alt of fáir — skilji það enn! Slíkt er ekki að kenna guðsorði hinnar miklu bókar heldur því í ritasafni Gyðinganna, sem ekki var bygt á guðlegri opinberun! Og til þess að draga skýluna frá blindum augum hins kristna heims, eru hinar nýju ransókn- ir um uppruna, eðli og tilorðning allra helgra átrúnaðarrita, hið langbezta með- al. Ýmsar villur og öfgar geta og hafa átt sér stað við þessar ransóknir, því að þær eru afar flóknar og torveldar samkvæmt eðli sínu. Hitt er orðið sann- reynt, að mikið tekst fyrir vaxandi þekk- ingu á fornum fræðum, tungumálum og samanburði elztu trúarfræða, og mestur og bestur reynist árangurinn þar sem fræðimennirnir sjálfir eru guð- ræknismenn eða a. m. k. guðfræðingar — menn, sem eru svo trúaðir, að þeir ganga að því sem gefrium hlut, að guð hafi aldrei og hjá engri þjóð látið sig vera án vitnisburðar, heldur sé gervöll saga og barátta vors kyns, þrungin af hans opinberun. En hverri eða hvers- konar opinberun eð‘a guðsorði? Rví er nú vandi að svara, en yfirleitt má segja (eins og þeir Deíizch og Harnack sögðu við Vilhjálm keisara), að guð opinberi sig bezt gegn um anda útval- inna manna, og alt eftir því þroskastigi, sem hver stæði á: Iöggjafinn, spámað- urinn, skáldið eða aðrir spekimenn. Nú er það, í fljótu máli að segja, sannsagt um biflíuna, og þó sér í lagi nýjatest i- mentið, að í þeirri bók finst meira af guðlegum kenningum og háleitum fyr- irmyndum, en í nokkrum öðrum fræði- bókum, sem vér þekkjum. En eins víst er hitt, að öll erhún ekki eða meiri hluti hennar, ómengað guðs orð eða opin- berun. Hún er svo full af sundurleit- um hlutum, að það, að kalla hana alla opinberun er lítrð minni fjarsta>ða en að kalla Grágás, Hávamál og Völu- spá ómengað orð guðs og opinberun. M. J. Nýjar bækur. Jón Trausti: Smásögur 1. hefti. Kostnaðarmaður: Sig. Kristjánsson. Sögurnar eru sex, allar stuttar. Fyrsta sagan «Friðrik áttundi.» er einna lökust, efnið fremur óeðlilegt, þótt við sannan viðburð eigi að styðjast. Hér leitast höf. við að vera fyudinn og gam- ansamur, en það fer honum ekki vel; honum lætur miklu betur að rita um alvarleg efni. Naesta sagati, »Tvær systur«, er skýr- ari, en þó fremur lítið í hana varið. »Á fjörunni» er dágóð saga, góð lýsing á íslenzkum karlræfli, sem hugs- ar mcst um mat og kveðskap, svo sund- urleitt sem það þó í raun og veru er. Slíkur karl getur naumast verið annað en íslendingur. «Sigurbjörn sleggja" er lang bezta sagan í bókinni, ram-ísletizk lýsing á ram-íslenzkum ógæfumanni, íslenzk úti- legutnannasaga, sögð af skáldi. Sagan endar á þessunt orðum: ^Raðglaðnaði yfirhverju andliti íbað- stofunni, þegar húsbóndinn og hinn leitarmaðurinn komu aftur Sigurbjarnar- lausir>. Sigurbjörn var morðingi og þessir menn vorff að leita hans til þess að draga hann fyrir lög og dóm. En fóik- inu hafði verið skýrt frá astæðunum til morðsins, og þær voru ekki litlar. Hér er réttarmeðvitund íslenzku þjóðarinnar vel og réttilega lýst í fám orðum. Hún leggttr tttáfgfaU ttieiri áhetzlu á hvat- irnar (motivet) til glæpsins en hann sjálfan. «Strandið á Kolli« er góð saga, ágæt Iýsing á ísleuzkum þvergirðingi og stór- mensku, manni, sem heldur vill ganga út í opinn dauðann, en þyggja hjálp af óvini sínum. Svo ríkt er þetta eðli enn- þá í þjóðinni, að fleiri munu telja það kost en ókost, þótt flesta skorti hug- rekki til þess að sýna það í verkinu, ef til kæmi. Síðasta sagan, »KappsigIing«, erútlend að efni og lítils virði. Sögurtiar éru yfirleitt með skáldhand- bragði, þótt enga sérlega guðsnáð virð- ist hafa þurft ti! þess að skrifa þær. t Hinn 9. niarz síðastl. andaðist Olgeir Guðmundsson bóndi á Vatnsleysu í Fnjóskadal. Hann hafði búið þar allan búskap sinn í 50 ár, eða síð- an vorið 1858, og var rúmra75 ára, erhann lézt. Tvíkvæntur var hann og eru þessi börn hans og fyrri konunnar á lífi: Karl verzlunarstjóri við Edinborgarvérzlun á Isa- firði, Vilhjálmur verzlunarmaður s. st. og Kristjana, gift kona í Veisuseli í Fnjóskdal. Með síðari konu sinni, Margréti Jónsdóttur, eignaðisl hann einn son. Olgeir sál.var góðum hæfilegleikuni gæddur en skorti mer.ntun í æsku; hann var ráð- vandur maður og staklega áreiðanlegur í viðskiftum og átti þó oft við þungan efna- hag að búa. Lagvirkur var hann og hag- sýnn í verkum og ber ábýlisjörðin hans vott um það. Hann var prúður í framgöngu og glaður við gesti sína, og naut jafnan virð- ingar og velvildar sveitunga sinna. Einn af gömlu nágrönnunum hans orti þessi erindi eftir hann látinn. Kemur í austri, hverfur í vestri dagur eftir dag. Eins er lífið hér; þar lifnar og hnígur maður eftir mann. Nú er lífssól þín að legi rnnnin, góði granni minn. Dagur var langur, dimmur og bjartur, bæði með skúr og skin. Hvorki að hefð né hárri stöðu lá þín æfi leið. Hærra þú huggðir, hrepptir og þráðir sæti sómamanns. Gott var mér æ að garði þínum koma, á hverri stund. Bros lék á vörum, blasti við sjónum prúðmenska prjállaus. * * * Ei varstu ofnefndur Olgeir inn prúði, svo var þín ganga snjöll. Sannri alt lýsti, snyrtimennsku viðmót og verk þín öll. Fann eg aldrei fals í fari þínu, hjartað var hreint og gott. Boðorð ráðvands manns þar rituð stóðu og breytnin bar þess vott. Sátum við oft og saman ræddum um heimsins huldu rök. Úr gátum lífs við girntumst leysa. Á því voru engiu tök. Nú er tálmunar tjaldið fallið; úr gátu margri greitt. Opnuð útsýn þér í anda heimi en eg sé ekki neitt. Óðfluga mig ber , að endimarki og lífssól lækkar mín. Farvel á meðan, fjall-tryggi vlnttr. Bráðutn eg betst tll þln.

x

Norðri

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðri
https://timarit.is/publication/201

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.